Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 -h Einn kassi afþolinmæði ijolagjóf „Ég held að ég geti ekki kennt bömunum neitt, en ég er viss um að þau geta lært margt sjálf.“ Þessi orð eru vissulega sögð af lítillæti þegar haft er í huga að sá sem svo lætur ummælt hefur í tuttugu ár kennt og starfað með blindum bömum og vangefnum. Sjálfsagt hefur Lilli Nielsen sett sig og farið í ýmsar stellingar í gegnum árin til að geta nálgast og náð betur til fatlaðra bama, gera þau virkari, og þar með ánægðari. Lilli Nielsen er fyrir löngu orðin þjóðkunn í heimalandi sínu, Danmörku, og víðar um heim. Almennt er talað um Lilli Nielsen pædagogik, eða uppeldisfræði Lilli Nielsen, og vita þá flestir hvað átt er við. Hún er brautryðrjandi nýrra aðferða sem notaðar eru við kennslu §ölfatlaðra bama og blindra. Bækur hennar um þessi efni hafa verið þýddar á níu erlend tungumál, og sjálf ferðast hún oft og víða til að halda fyrirlestra og námskeið. Hún er fædd og uppalin á Borgundarhólmi og átti sjálf fjögur blind systkini. Lilli Nielsen er ráðgjafí við Refsnæsskolen sem er ríkisskóli fyrir blinda og stendur við Kalundborg, en sá bær er nú miðstöð fyrir kennslu fjölfatlaðra bama í Danmörku. Um þessar mundir vinnur hún að doktorsritgerð sinni við háskólann í Árósum. Safamýrarskólinn í Reykjavík, sem er skóli fyrir vangefna og flölfatlaða, hélt námskeið fyrir sérkennara, fóstrur og þroskaþjálfa, þar sem Lilli Nielsen kynnti aðferðir sínar og kenningar. Sagði Þorsteinn Sigurðsson, skólastjóri Safamýrarskólans, að þetta væri einn liður í að sérmennta kennara skólans, en auk þeirra voru þátttakendur hvaðanæva af landinu. Að byggja úr bollum og undirskálum Þegar Lilli Nielsen hóf starf sitt sem fóstra fyrir tuttugu árum, þá fannst henni blind og fjölfötluð böm svo einmana og aðgerðarlaus. Fáar eða engar kenningar eða aðferðir voru til varðandi kennslu þessara bama. „Ég notaði þær fræðilegu kenningar sem til voru um þroska og þróun einstaklingsins og setti þær í þann ramma sem hæfði fötluðum bömum," segir Lilli Nielsen. „En aðferðir mínar eru í stöðugri þróun, þetta er eins og púsluspil, alltaf bætist nýtt stykki við.“ — Hvað er uppeldisfræði, Lilli Nielsen? „Eins og ég sagði þér, ég get ekki kennt bömum neitt, en þau geta lært svo margt sjálf. Þau eiga ekki bara að horfa á umhverfí sitt, heldur einnig að vera virk í því. Þegar ég hef fundið út hvemig bamið getur þroskast, þá fínn ég rétta umhverfíð fyrir það. En ég skal gefa þér dæmi. Ég læt bam hafa naglabursta, sem það veltir í lófa sér dágóða stund en leggur svo frá sér. Nú læt ég það hafa tvo bursta sem það leggur auðvitað frá sér í fyrstu, en smám saman uppgötvar það að burstana er hægt að festa saman. Stundum byggjum við, ekki bara úr kubbum, heldur t.d. einnig úr bollum og undirskálum." Svo tekur Lilli Nielsen sig til og byrjar að byggja úr þeim bollum og undirskálum sem fyrir framan okkur eru á borðinu, þannig að ekki er unnt að veijast hlátri. „Já, nú skellihlærðu. En þama liggur hundurinn grafínn. Ég reyni að fínna út hvað baminu fínnst skemmtilegt, en það á helst að hafa fmmkvæðið sjálft. Þegar ég svo sýni áhuga á því sem það er að gera, þá verður það áhugasamara. En við verðum að fara á þeirra stig, þannig að þeim fínnist við vera ein af þeim. En þetta með bollana og undirskálamar — byggingin hrynur auðvitað margoft áður en bamið fer að nálgast hana með gætni, en sjáðu til, þetta endar með því að bamið fer að leggja á borð.“ — Þetta hlýtur að kosta heilmikla þolinmæði? „Já, það hafa margir furðað sig á þolinmæði minni, en þannig er að ég fæ alltaf einn kassa af þolinmæði í jólagjöf og hann dugar mér út árið. En seinni árin hef ég ekki þurft svo mikið á þolinmæðinni að halda, því nú hef ég þekkinguna. Sanngjarnar kröfur „Takmarkið er að bömin hafí sjálf frumkvæðið og taki ákvarðanir," segir Lilli, „það er Lilli Nielsen ekki sama hvort þú ákveður sjálf að taka teskeiðina af borðinu eða hvort einhver annar réttir þér hana. Ég þjálfa aldrei böm, ég get ekki þjálfað þau til neins, þau verða að upplifa hlutina sjálf. Ég geri aldrei kröfur til þeirra." — Gemm við almennt of miklar kröfur til bama? „Kröfur verða að vera sanngjamar. Eitt sinn var sagt við lítinn dreng. Viltu opna dymar. En hann skeytti því engu þótt margbeðinn væri. En þá sögðum við: Viltu opna dymar fyrir okkur — og þá var hurðin fljót að ijúka upp. Með öðram orðum, ef þú leggur á borðið þá laga ég kaffíð." — Hvar erum við íslendingar staddir í sambandi við kennslu fjölfatlaðra bama? „Þið erað byrjuð. Og áreiðanlega eftir þetta námskeið. Ég held að ég hafí sjaldan haft þátttakendur jafn áhugasama og fulla af eldmóði og þá sem vora á þessu námskeiði. En sennilega era Danir og Svíar komnir lengst af öllum þjóðum í þessum efnum, en þar hefur einnig verið unnið lengst og mest með þessi málefni." — Hversu langt getur bam náð með þeim aðferðum sem þú beitir? „Ef maður er blindur, þá er maður blindur og ef maður er vangefínn, þá er maður vangefínn. Því breytir enginn. En þegar fjölfatlað bam getur lært að klæða sig þá þarf það ekki á sjúkraþjálfara að halda. Og þegar það verður fullt af áhuga og framtakssemi þá kemst það í betra líkamlegt form, sem þýðir minni veikindi og, að sjálfsögðu, miklu skemmtilegra líf. Við þurfum að vekja forvitni þeirra, fá þau til að uppgötva og aðhafast og — fá þau til að hlæja." VIÐTAL: KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR 5S f&' wwdsl afis> a . HR 20 fékk IF verðlaun. brother. tölvu prentarar Brother tölvuprontarlnn að gerð M-1709 hefur sérstöðu á markaðnum að þvf leytl að hssgt er að prenta ð laus blöð, t.d. bréfsefnl, án þess að taka samhangandl form úr, t.d. nótur. Allir Brother prentararnlr eru með bæðl serlal og paralleltengi. ítaJ Skipholti 9, S s: 622455 & 24455. C lANDSVIRKJUN Forval Landsvirkjun hefur ákveðið að efna til forvals á verktökum vegna byggingar stjórnstöðvar við Bústaðaveg 7 í Reykjavík. Nær verkið til upp- steypu hússins og að gera það fokhelt. Húsið verður á þremur hæðum, samtals 1.997 m2að flatarmáli og 8.354 m3 að rúmmáli. AÆTLAÐAR HELSTU MAGNTÖLUR ERU: ' Mót 5.900 mz Steypustyrktarstál 145tonn Steypa 1.220 m3 Auk þess skal koma fyrir lögnum, blikkstokkum og innsteypt- um pípum vegna raflagna. Miðað er við að útboösgögn verði tilbúin í janúar 1988 og að verkið geti hafist 15. febrúar 1988 og að því verði lokið 15. júni 1988. Forvalsgögn eru afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, 103 Reykjavík. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögnum skal skila á sama staö eigi síðar en föstudaginn 13. nóvember 1987. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.