Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 RÍKISÓPERAN í VÍNARBORG. OLÍUMÁLVERK FRÁ 1956. Kokoschka, Gustav Josef, sölu- maður, kaþólskur, hjónabandssonur Wenzels Kokoschka, gullsmiðs í Prag, og Theresíu konu hans, fæddri Schutz, bæði kaþólskrar trúar." Um móður hans eru þessar upplýsingar„ Romana, kaþólsk, hjónabandsdóttir Ignaz Loidis, skógarhöggsmanns í Hollenstein og Barböru, fæddrar Puchbauer, kaþólskrar trúar." Kokoschka var mjög nákominn móður sinni. Hann lét byggja sér- staka kapellu i Hollenstein, þar sem hún er grafin, og ferðaðist oft þang- að til að vitja grafarinnar. Seinna átti hann eftir að kynnast Pétri Gaut í bókmenntunum, og finna sjálfan sig í hinu djúpstæða sam- bandi æfintýramannsins við móður sína. Þennan Pétur Gaut málaði hann milli móður hans og Sólveigar, standandi í veröld sem logaði í lita- dýrð - í rauninni sjálfsmynd, sem hann hafði sérstakar mætur á. (Norska söguhetjan með þessi sterku bönd við móður sína lifir í leit að sjálfum sér í blöndu veruleika og hugaróra. Purðuferðir hans leiða hann um aðskiljanleg Miðjarðar- hafslönd áður en hann að lokum snýr heim til Noregs og frelsast með hjálp Sólveigar, konunnar sem bíður hans með óendanlegri þolinmæði). PÉTURGAUTUR MÁLARALISTARINNAR Hundrað ár frá fæðingu Oscars Kokochka Austurriski málarinn heimsþekkti Oskar Kok- oschka var fœddur 1886 og hefði þvi orðið 100 ára i fyrra. Af þvi tilefni hefur h«nn verið mikið i umfjöllun fram á þetta ár, með sýning- um á verkum hans víða um heim Mg skrifum um þau. Hans Dichand var einn þeirra sem skrifaði grein um málar- ann og fjallaði þar um ákveðið tema i lífi hans og málverkum. Sama áhrifa- valdinn og þjá norsku sðgu- hetjunni Pétri Gaut og tengslum hans við móðurina, svo að leit hans að sjálfum sér í lífinu varð samofin blanda af draumórum og raunveruleika. En i ár eru 120 ár síðan Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen kom út og leikritið var svo sett á svið 1879 með tónlist eftir Edvard Grieg. í grein sinni segir Hans Dichand m.a.: Aftur og aftur kemur Oskar Kok- oschka að því hvemig ömmu hans og móður voru gefnir hæfileikar til að sjá atburði er gerðust einhvers staðar annars staðar eða höfðu ekki ennþá gerst. Þetta má lesa í æfisögu hans: „Amma mín sá lengra en nef hennar náði. Aldrei gleymi ég hvem- ig hún sá fyrir sitt eigið dánardægur. Einn fagran maídag tók hún brúðar- lqólinn sinn upp úr kistu og fór í hann. Allan þann dag og alla nóttina beið hún dauða síns þó hún væri við bestu heilsu. Hún hvorki át né drakk og sagði nákvæmlega fyrir um það á hvaða stundu hún mundi gefa upp öndina." „Móðir mtn hafði þessa sömu hæfileika. Áratug stðar, þegar hún bjó t úthverfí Vtnarborgar, skildi hún yngri bróður minn Bohuslav, sem var tæplega 14 ára gamall, eitt sinn eftir einan heima, því hann vildi vinna i garðinum. Hún hafði farið inn i borgina til að heimsækja systur stna. í miðjum samræðum þeirra þagnaði hún skyndilega og hrópaði upp yfir sig: „Ég verð að fá vagninn strax, ég verð að komast heim. Drengurinn liggur i blóði sinu i garð- inum!“ Hún rauk af stað og kom á sfðustu stundu að bróður minum, sem nærri hafði blætt út i garðinum. Hann hafði ætlað að höggva niður tré og höggvið í fótinn á sér. Honum hefði áreiðanlega blætt út ef hún hefði ekki komið heim í tæka tíð.“ Sem listamaður hafði Oscar Kok- oschka sjálfur þessa dularfullu hæfileika til að sjá út yfír venjuleg takmörk skilningarvitanna. Ein- hveiju sinni sagði hann að það sem máli skipti f listum væri „að sjá það sem er og það sem ekki er“. Miklir listamenn eru líka ávallt miklir sjá- endur. óvenjulegt næmi þeirra gerir þá þannig úr garði. „Oscar Kokoschka sá í gegn um fólk“, segir Karin Michaelis i grein- ingu sfnni á listamanninum, og bætir við:„ Á augabragði sá hann leynd- ustu galla þess, þjáningar þess og ávirðingar..." Yfírburðir hans lágu ekki i því að hann gat séð þetta, heldur að hann gat skilgreint það. „Myndir mfnar eru skyndivið- brögð af mörgum þáttum sem ég skynja hjá þessu fólki", sagði lista- maðurinn. Þannig varð Kokoschka einn af mestu persónumálurum f list- greininni; af seinni tíma málurum jafnaðist þar enginn annar ert hinn kraftmikli Munch á við hann. Hann fæddist f marsmánuði 1886 í Pöchlam á bökkum Dónár, milli Vínarborgar og Linz. Skírharvott- orðið þar veitir eftirfarandi upplýs- ingar um föður hans: PIETA (VEGGSPJALD) 1980 Um 1900 fluttist flölskylda Kok- oschka til Vfnarborgar. Kokoschka gekk þar í framhaldsskóla og síðan í listaskóla. Þessi innhverfi ungling- ur var svo þögull að sumir héldu hann í fyrstu heymarskertan. En ef eitthvað greip áhuga hans skyndi- lega í umræðum, þá talaði af ákafa um þetta áhugamál sitt. í upphafi snerist það ekki um listir, heldur þýðingu olíuframleiðslu og linkola fyrir efnahag heimsins, skortinn í mannfélaginu f öllum áttum og framkomu fullorðinna við böm. „Einhvem tíma langar mig til að skrifa bók um þetta“, sagði hann við vini sína. En brátt hafði þessi þöguli maður komið fram fyrir al- þjóð með nokkur málverk sem nú á dögum teljast meðal mikilvægustu nútimamynda, svo sem: „Uppstilling með ananas" frá 1907, „Leikarinn í transi" frá 1908, „Karl Kraus" sama ár og „Bam með foreldrahend- ur“ frá 1909. Rithöfundurinn Elsa Lasker- Schuler segir að ungi maðurinn hafi blátt áfram blómstrað í tjáningu sinni, og bendir á andstæðuna í list OSCAR KÖKOSCHKA (1886-1980) Kokoschkas og Gustavs Klimts, sem var rikjandi i listaheiminum á þeim tfma: „ Klimt plægir en Kokoschka grefur aftur á móti upp rætumar -, Klimt flettir ofan af fólki, en heilir hópar fólks sprynga út í litadýrð Kokoschkas. Oscar Kokoschka er f hlutverki ungs prests, með himin- bláma f aug unum, hikandi og stoltur. Ég sé hann alltaf eins og gegn um stækkunargler, finnst hann vera risi. Breiðar herðar á grönnum líkama og brúnamikill. Þögull Hindúi, útvalinn og innvígður - og tungutakið óheft." Arið 1907 gerði Kok- oschka einhverskonar expressj- óníska álfasögu, „Dreymandi drengir". Þama em harðir litir f ramma lfkt og skomir út í við, og mynda undarlega draumóra.í text- anum f bókinni skrifar hann: Ég féll til jarðar og mig dreymdi..." Bókin féll á þeim tfma dauð og ómerk. Enginn skildi hana, hún var langt á undan sinni samtfð. Það var ekki fyrr en fyrir nokkram áram að endurprentun hennar náði mikilli útbreiðslu. Leikrit í expressjóniskum stíl „Morðingjar, vonir og konur" mætti engum skilningi heldur og olli deilum og hneykslun. Áður en kom að banni Hitlers á verkum lista- manna á borð við Kokoschka höfðu leiðandi dagblöð birt skrif manna eins og dr. Seelingmanns, sem talaði um „andlegan sjúkleika", „að velta sér upp úr lægstu hvötum", „mann- lega niðurlægingu" og „úrkynjaða listamenn." Arkitekinn frægi Adolf Loos varð fyrstur til aö viðurkenna snilligáfu þessa sjálfstæða unga listamanns, og Loos varð vinur hans og vemd- ari. Gegn um hann komst Kokoschka f snertingu við Klimt, Altenberg, Karl Kraus og þá hina. Vetrarferð til Sviss, sem Kraus efndi til, fyllti Kokoschka andagift til að mála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.