Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 50 Guðmundur Egils- son — Minning ' Fœddur 25. október 1908 Dáinn 31. október 1987 Guðmundur föðurbróðir minn, eða Guðmundur frændi, eins og við systkinin kölluðum hann, er horfínn úr jarðneskum heimi, en hann lifir í minningu okkar. Það fylgdi honum alls staðar glaðværð og söngur og hans smitandi hlátur gleymist eng- um. Hann var tilfínningamaður fram í fíngurgóma og honum voru hinir mannlegu þættir lífsins, gleði og sorg, miklu meiri sannindi en öll efnisvísindi. Fegurðin í unglingsást- inni, ljúfur tónn fíðlunnar og klunnalegar hreyfíngar lítils bams, slíkir hlutir gátu fengið hann til að tárast. Vögguvísan sem hann samdi fyrir lítið bam sitt í vöggu ber þessi vitni. Hann varð ungur að aldri að tak- ast á við lífsbaráttuna. Aðeins 10 ára gamall slasaðist hann á fæti og átti við bæklun að stríða upp frá því. Ekki lét hann þó neinn biibug á sér fínna, en tvíefldist þeim mun heldur í námi og starfí. Hann þurfti ungur að aldri að sjá fyrir stórri ijölskyldu og hafði þá mörg jám í eldinum Lil að afla íjölskyldunni tekna. Hann fékkst við ýmiss konar atvinnurekstur og sem unglingur vann ég með Guðmundi frænda mínum við teppahreinsun og þak- viðgerðir. Kynntist ég þá dugnaði hans og ósérhlífni. Eg minnist góðra stunda, þegar ég vann við þetta ásamt Guðmundi og sonum hans tveimur, einkum þegar brugð- ið var á léttari strengi. Hlátrasköll þeirra feðga renna mér seint úr minni og þau hefðu getað brætt kaldasta klaka. , Honum var í blóð borin rík tón- listargáfa og allt sem laut að tónlist var hans Iíf og yndi. Ósjaldan var hópast í kringum píanóið á góðri stund og sungið allt frá sálmalögum upp í dægurlög. Meðan flestir sungu laglínuna spann Guðmundur sinn vef milli- og undirradda, sem hann virtist geta töfrað fram hvenær sem var. Það var líka einhver ævintýra- ljómi yfír því, þá sjaldan Guðmund- ur greip fíðluna og riflaði upp lög frá yngri árum. Þau áttu vel við um Guðmund orð Einars Ben., „aðgát skal höfð í nærveru sálar". Traust og hlýtt handaband tilheyrði þegar heilsað var og kvatt, einnig spumingar um líðan og veraldargengi, sem bomar voru fram af einlægum áhuga. Maður varð einhvers virði í návist hans. Hins vegar bárust hans einka- hagir sjaldan í*tal, enda bar hann þá lítt á torg. Ég minnist hans fyr- ir nærgætni hans og tillitssemi gagnvart feimnum og uppburðar- litlum unglingi og síðar hvemig hann samgladdist öllu því góða sem mig henti. Þó við eigum ekki eftir að syngja saman framar, mun ég syngja með honum í huganum og minningin um hlátur hans mun hlýja mér á erfíð- um stundum. Ég votta bömum hans og öðmm nákomnum samúð mína og megi þau geyma minningu um góðan föður. Egill Á morgun, mánudaginn 9. nóv- ember, verður lagður til hinstu hvíldar elskulegur mágur minn, Guðmundur Egilsson loftskeyta- maður. Kynni okkar Guðmundar hófust fyrir 43 ámm, þegar við tengdumst Sæmundur Friðjóns- son - Kveðjuorð Fæddur 14. október 1903 Dáinn 30. október 1987 Hann afi, Sæmundur Friðjóns- son, er dáinn. Kveðjustundinn er alltaf erfíð, full trega og eftirsjár. Þá koma fram allar minningamar um samvemstundir fullar af ástúð cg kærleika. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa fyrstu ár ævi minnar í sama húsi og afí og amma, og eyddi mörgum ánægjulegum stundum hjá þeim. Afí var mjög guðhræddur maður og kenndi mér margar fal- legar bænir og sálma, og saman fómm við í kirkju á sunnudögum. Ég á margar góðar minningar frá þessum tíma, sem koma til með að lifa með mér alltaf. Afí fæddist vestur í Dölum, að Hólum í Hvammssveit, og honum þótti alltaf mjög vænt um sveitina sína, og sagði mér margar skemmti- legar sögur þaðan. Hann var líka mjög ættfróður og var oft mjög fróðlegt að heyra hann rekja ættir manna langt aftur. Þrátt fyrir langvarandi og erfið veikindi síðustu árin, mætti ég allt- af sama hlýlega og góða viðmótinu og innilegum áhuga á að fylgjast með öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Þegar ég var yngri, ímyndaði ég mér að afí yrði alltaf hjá mér, en það voru bamslegir draumar. Afa minn kveð ég með þessum fátæklegu orðum. Hann var tákn mitt um allt hið góða og trausta í lífinu og mun verða það áfram í minningu minni. Ég bið góðan guð að styrkja ömmu í söknuði hennar. „Vertu guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni; hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafei." Edda Svanhildur fjölskylduböndum og var hann mér afar kær. Guðmundur fæddist í Hafnarfírði 25. október 1908, sonur heiðurs- hjónanna Þórunnar Einarsdóttur og Egils Guðmundssonar, sjómanns frá Hellu. Böm þeirra voru níu, fímm dætur og Qórir synir og var Guðmundur elstur bræðranna. Hin systkinin em Jensína, Sigríður, sem lést 1950, Einar, Gunnþómnn, Svanhvít, Nanna, sem lést 1979, Gísli Jón, látinn 1978, og Ingólfur. Oft hlýtur að hafa verið erfítt að framfleyta svo stórri íjölskyldu, en það tókst með elju og dugnaði foreldra og bamanna, sem urðu sér úti um allskonar vinnu strax á unga aldri. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla, en útskrifað- ist síðar frá Loftskeytaskólanum f Reykjavík. Starfaði hann ámm saman sem loftskeytamaður á tog- umm og einnig á varðskipinu Þór. Skömmu eftir að hann stofnaði fjölskyldu hætti hann þó sjó- Legg ég nú bæði líf og önd Ijúfi Jesús, i þína hönd, síðast þegar ég sofna fer silji Guðs englar yfir mér. (HP) Afí okkar, Sæmundur Friðjóns- son, er nú látinn, lést hann að- faranótt 30. október sl. Afí fæddist á Hólum í Hvammssveit í Dalasýslu og ólst hann þar upp og kenndi hann sig jafnan við þann stað. Árið 1933 kvæntist hann ömmu okkar, Ólöfu Guðmundsdóttur, og fluttust þau til Reykjavíkur 1934. Byggði hann hús á Gullteigi 29 og bjuggu þau þar síðan. Þegar við lítum til baka til þeirra mörgu ánægjustunda er hann veitti okkur rifjast upp margar ánægju- legar minningar. Þegar við systumar vomm litlar fluttumst við fjölskyldan til London og bjuggum þar í nokkur ár. Á því tímabili komu afí og amma nokkr- um sinnum í heimsókn, meðal annars hélt afí upp á 70 ára af- mælið sitt þar. í skammdeginu á haustin höfum við Qölskyldan alltaf leitað til „slides“-myndanna sem teknar vom frá þessu tímabili erlendis og rifjast þá upp hve afí var þolinmóður að fara með okkur á leikvöllinn og leyfa okkur systmnum að fara í rennibrautina sem var rétt hjá heimili okkar. mennskunni og starfaði eftir það við fjarskipti hjá Landsíma íslands, síðast sem yfírsímritari, þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir í árslok 1978. Guðmundi var margt til lista lagt, en tónlistin var hans líf og yndi. Ungur að ámm hóf hann fiðlunám og má geta þess að Friðrik heitinn Bjamason, tónskáld og orgelleikari, fékk hann komungan til að leika með sér við jarðarfarir í Hafnarfirði. Söngmaður var hann sérstaklega góður og hafði mjög fallega bassa- rödd. Ungur gekk Guðmundur í Karlakór Reykjavíkur og þótt hann væri á sjónum og hefði stutta við- dvöl í landi, sætti hann alltaf færis að komast á söngæfíngu. Síðast söng hann með eldri kórfélögum á 60 ára afmæli Karlakórs Reykjavík- ur á sl. ári. Guðmundi var svo sannarlega tónlistin í blóð borin. Hann var annálaður fyrir raddvísi og eitthvað samdi hann af lögum sjálfur. Sér- stakt dálæti hafði hann þó á fíðlunni og fór hann aldrei á sjóinn án þess að taka hana með sér. Guðmundur kvæntist 19. mars 1938 Ástu Einarsdóttur, hinni ágætustu konu. Eignuðust þau §ögur mannvænleg og elskuleg böm. Þau em: Ágústa, gift Ólafí Gunnarssyni verkfræðingi, Egill flugvélstjóri í Lúxemborg, kvæntur Aniku Bemdsen, Böðvar kvik- myndagerðarmaður, kvæntur Margréti Bemdsen, og Einar flug- maður, ókvæntur. Bamabömin era níu og eitt bamabamabam. Ég minnist margra unaðsstunda frá heimili Ástu og Guðmundar. Oft settist Ásta við píanóið, en Guðmundur tók fram fíðluna og þau spiluðu hvert tónverkið eftir annað. Það var líka gaman að heyra þau syngja saman, því Ásta hefur einn- ig mjög fagra rödd. En því miður skildu leiðir þeirra og þau slitu sam- vistir. Guðmundur varð fyrir því áfalli 10 ára gamall, að hann fékk illkynj- Þegar við komum aftur til ís- lands fluttumst við fjölskyldan á efri hæðina hjá afa og ömmu á Gullteignum, og mun okkur seint úr minni líða þegar við systumar komum hlaupandi niður stigann. Þá beið afí með spilin í höndunum og amma kannski búin að baka fullan stafla af pönnukökum. Síðan gátum við stytt okkur stundimar með því að láta afa kenna okkur að spila, og eigum við eftir að sakna hans sárt við spila- borðið á jólunum. Afí var mjög trúaður og sóttist mjög eftir að sækja guðsþjónustu og kenndi hann okkur meðal annars bænimar. Við munum vel þegar hann rölti með okkur niður í Laugameskirkju til sunnudagsmessu. Fyrir 8 ámm eignuðumst við bróður sem afí hélt undir skím og var hreykinn af að fá alnafna. Afí hafði sterkar taugar til heimaslóðanna og var það heitasta ósk hans að komast í Dalina. Þrátt fyrir að hann ætti orðið erfítt með að ferðast fómm við fyrir tveim ámm með afa og ömmu vestur í Dalasýslu að líta yfír fomar slóðir. Þá komum við meðal annars við á byggðasafninu á Laugum þar sem hann gaf myndir af foreldmm sínum, ásamt öðmm gömlum mun- um sem hann hafði geymt frá sínum yngri ámm. En einhvem tíma deyja allir og var afí orðinn 84 ára gamall og heilsa hans farin að bresta. En nú vitum við að hann hvílist í ömggum höndum hjá Guði og þökkum við honum fyrir að hafa átt hann elsku afa og þessar ógleymanlegu sam- vemstundir með honum og um leið biðjum við Guð að hjálpa ömmu á þessum erfíðu tímum. Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, viret mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sv.E.) Afabörnin Hanna Lóa, Fanney og Sæmundur f Garðabæ. + Elskulegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON, frá Asparvfk, lést ( Vífilstaðarspítala 6. nóvember. Systkinln frá Asparvík. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Laufásvegi 44, verður jarðsungin þriöjudaginn 10. nóvember kl. 3. e.h. frá Dóm- kirkjunni. Pátur Pálsson, Inglbjörg Pálsdóttir, Magnús Pálsson. aða blóðeitmn í hnéð á hægra fæti og staurfót upp frá því. Samt lét hann það ekki aftra sér frá að leggja líf sitt þrisvar sinnum í hættu til að bjarga mannslífum. í bók Sveins Sæmundssonar, sem gefín var út 1973 um hetjudáðir íslenskra sjómanna, segir m.a. frá þessum afrekum Guðmundar. í blaðadómi Guðmundar G. Hagalín í Morgunblaðinu um umrædda bók, segir orðrétt: „í kaflanum Hetju- dáð á hafinu sýnir Guðmundur Egilsson, loftskeytamaður, svo frá- bæra dirfsku, fómfysi, þrautseigju og karlmennsku, að ljóma ber á nafn hans flestum öðmm fremur, sem ég hef nokkm sinni heyrt um getið." Aldursmunur bræðranna, Guð- mundar heitins og Einars, mannsins míns, var aðeins rúmt ár. Þeir höfðu alltaf verið einstaklega samrýndir og ekki breyttist samband þeirra eftir að við stofnuðum heimili, því mér og bömunum þótti öllum jafn- vænt um Guðmund. Hann kom mikið til okkar og bömunum fannst engin hátíð nema Guðmundur frændi væri með. Hann var alltaf hress og kátur, en jafnframt tillitssamur og sér- staklega bamgóður. Það var ekki sjaldan, sem bömin okkar og síðar bamabömin sofnuðu í fanginu á honum. Það var eins og hann gæti alltaf róað þau með því að ganga með þau um gólf og raula fyrir þau. Guðmundur samdi eftirfarandi vögguljóð við undurfagurt lag til ungs sonar síns og lýsir það vel þessum þætti í fari hans: Senn til náða sólin gengin, svefninn strýkur þína brá Syng ég lag við litla drenginn, Ijúfur .Guð þér veri hjá. Augun þín fögur aftur lokast, elsku bamið sofðu rótt. Nóttin yfir þögul þokast, þagnar ljóð mitt, góða nótt. (G.E.) Við Einar og fjölskylda okkar sendum bömum Guðmundar, systkinum og öðmm vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundi þökkum við ánægjulega sam- fylgd. Blessuð sé minning hans. Margrét Thoroddsen Okkar litla þjóð hefur löngum getað státað af hraustum mönnum, sem hafa boðið hafínu birginn til að sækja okkur björg í bú. Nú er ein af hetjum hafsins fallin í valinn — Guðmundur Egilsson loftskeyta- maður. Hann fetaði í fótspor föður síns, Egils Guðmundssonar sjómanns, sem bjó að Hellu í Haftiarfírði. Móðir Guðmundar var Þómnn Ein- arsdóttir. Bömin vom níu. Foreldr- amir lögðu á sig mikla vinnu til að sjá heimilinu farborða. Þá þótti sjálfsagt og eðlilegt, að allir legðu sitt af mörkum og bömin jafnóðum og þau höfðu aldur til. Þar lá Guð- mundur sannarlega ekki á liði sínu. Sem ungur drengur varð hann fyrir miklu áfalli, fékk blóðeitmn í annað hnéð. Eftir margra mánaða legu og miklar þrautir komst hann á fætur aftur, en fóturinn var þá orðinn stífur um hnéð. Ætla mætti að þessi lífsreynsla ungs drengs nægði til að móta lífsviðhorf hans ævilangt og draga úr honum kjark. En það var öðm nær. Honum svall eldmóður í bijósti, hann óð á brattann, valdi sér krefjandi starfsvettvang og lét engan bilbug á sér fínna. Hann var sundmaður mikill og vann frækileg björgunarafrek, sem lengi munu í minnum höfð. Á miðjum aldri dró Guðmundur sig í hlé frá hafínu og vann ýmis störf í landi. Lengst af starfaði hann hjá Landsímanum. Var hann seinustu ár starfsævinnar yfírsím- ritari á Rjúpnahæð. Um tíma rak hann kvikmyndahús á Akranesi. Á efri ámm eignaðist hann tæki til kvikmyndunar og sýn- inga. Tók hann þá mikið af myndum, sem hann sýndi síðan flöl- skyldu og vinum. Vom það skemmtilegar stundir, það var ekki aðeins ánægjulegt að horfa heldur hitt að hlusta. Guðmundur var gæddur miklu skopskyni, var stórkostlega laginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.