Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 43 Notkun kopars tíl jáeindamyndunar 3 Rafeind e+ og jáeind e- eyða hvor annarri og mynda tvo gamma- skammta sem ferðast í sitt hvora áttina (1). Jáeindageislavirku efni er sprautað inn i blóðrás sjúklingsins. Jáeindir, sem hitta rafeindir, t.d. i heilanum, leiða til myndunar gammageisla, en þeir eru greindir með nema (2) sem umlykur höfuð sjúklings- ins. Tölva, sem tengd er við nemann, umritar niðurstöður hans f mynd (3). Vísindi Sverrir Ólafsson Notkun „PET“ (positron emission tomography) til athug- unar á ýmsum líffærum likamans, sér í lagi á heila og starfsástandi hans, hefur gefíð mjög góðan árangur á undanfömum árum. Aðferðin byggist á því að geisla- virku eftii, sem sendir frá sér jáeindir, þ.e. andrafeindir, er sprautað inn í blóðrás sjúklings- ins. Þegar efnið ferðast um líkamann rekast jáeindimar stöð- ugt á rafeindir, með þeim afleið- ingum að eindimar þ.e. jáeind og rafeind, eyðast og efnisorka þeirra ummyndast í tvo ljósskammta (gammageisla) sem þjóta í sitt hvora áttina. Umhverfís sjúkling- inn er nemi sem greinir ljós- skammtana, en tölva sem tengd er við nemann vinnur úr niður- stöðunum og umritar þær í mynd sem veitir upplýsingar um dreif- ingu geislavirka efnisins í viðkom- andi líffæri. PET er eina þekkta aðferðin, sem hægt er að nota til geisla- myndunar á dreifíngu algengra lífrænna eftia, s.s. súrefnis og kolefnis í líkamanum. Það sem helst kemur f veg fyrir almenna og umfangsmikla notkun PEG er mikill kostnaður við framleiðslu geislasamsætanna, sem notaðar eru, en það er gert í hringhröðl- um, sem eru stór og dýr tæki. Helmingunartími þeirra efna, sem mest eru notuð, er ekki nema nokkrar mínútur og því getur PET-athugunin einungis farið fram þar sem hringhraðall er til staðar. Heimingunartími kolefnis með samsætutöluna 11 (kolefni- 11) er 20 mínútur, en súrefni-15 hefur helmingunartíma, sem er ekki nema tvær mínútur. Að undanfömu hafa visinda- menn við ýmsa háskóla í Banda- ríkjunurri rejmt að nota efni til PET-athugana, sem ekki þarfnast forvinnslu í dýrum hringhröðlum. Jákvæður árangur slíkrar viðleitni er augljós. Það efni sem helst hefur verið athugað er jáeinda- virkur kopar-62, en helmingun- artími hans er ekki nema 9,8 mínútur Koparinn myndast sem „dótturefni" annars geislavirks efnis (móðurefnis), sem er tin-62. Móðurefnið er að vísu búið til í hringhraðli, en kosturinn er sá að ummyndun þess í kopar er mjög hæggeng og því þolir það langa geymslu og flutning til ijarlægra staða. Dótturefnið er einungis tekið frá móðurefninu eftir því sem til fellur og þörf er fyrir það. Aðalviðfangsefni vísindamann- anna er að fínna nothæf efni sem tengjast kopamum og geta flutt hann til þeirra staða í líkamanum, sem á að athuga, s.s. hjarta og heila. Það efni, sem þeir binda mestar vonir við í augnablikinu, er „pyruvaldehyde", en enn sem komið er hafa þeir einungis notað það í tengslum við geislavirkan kopar-67, sem sendir ekki ffá sér jáeindir heldur stakar ljóseindir, þ.e. gammaskammta. Þeir hafa þegar sprautað efnablöndunni inn í blóðrásina á rottum og öpum og fundið að hún ferðast auðveldlega bæði til hjartans og heilans. Ann- ar kostur við efnið er að það dvelur nægilega lengi í líffæmn- um til þess að það nýtist til PET-athugunar. Þar sem efna- fræðilegir eiginleikar tveggja samsæta sama efnis em hinir sömu má búast við jafn jákvæðum niðurstöðum ef notast er við kopar-62 ( stað kopars-67. Það, sem er sérstaklega áhuga- vert við koparefnablönduna, er að hún virðist ferðast í gegnum veggi einstakra fmrna án þess a sam- setning hennar breytist, en eftir að hún er komin inn í fmrnuna losnar koparinn frá henni og teng- ist öðmm sameindum fmmunnar. Slíkir eiginleikar koma að góðum notum þar sem geislavirki kopar- inn kemur sér einmitt þar fýrir, sem áhugaverðir efnaferlar eiga sér stað. Enn er mikið verk óunnið áður en hægt verður að meta gildi þess- ara rannsókna, en kostir PET em óumdeilanlegir og ef hægt verður að gera aðferðina ódýrari mun það vissulega stuðla að aukinni útbreiðslu hennar, mörgum sjúkl- ingum til hagsbóta. LAMÐPÓSTéR .færir póstþjórwstu í dreifbýli inn á heimilin! Á liönum árum hefur landpóstþjónustan aukist verulega. Landpóstarnir veita flesta þá þjónustu sem pósthúsin veita. Þeir koma þrisvar til fimm sinnum í viku eftir landshlutum og gera langan akstur á pósthús óþarfan. PÓSTFAX____________________________ ...prent og myndefni landshluta eða heimsálfa á milli — á örfáum mínútum! Hægt er aö senda texta, myndir og allt annaó sem Ijósrita má i svart/hvltu. Þú getur fariö á næstu póstfaxstöð og afhent þar frumrit sem senda skal. Hér innanlands kostar fyrsta blaóslðan 135 kr. og næstu síöur 90 kr. hver (miöaö við 01.07.87). Það tekur aðeins 1 mínútu að koma gögnum frá ísafiröi til Tokyo! Póstfax er nýjung sem öllum nýtist! ...undirstaða öruggrar og góðrar póstþjónustu! Mikilvægt er aö rétt og vel sé búiö um sendingar. Til aö koma á móts viö viöskiptavini póstþjónustunnar eru boönar til sölu margvlslegar umbúöir, kassar og umslög sem tryggja hag— kvæmni og öryggi enn frekar. PÓSTURINN FYRIR ÞIG! Póst- og símamálastofnunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.