Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Horft yfir athafna- svæði Rannsóknar- stöðvarinnar á Mógilsá í Kollafirði. Ljósmynd/Mats Vibe Lund Rannsóknarstöðin á Mógilsá: Viðhorf — áætlun — markmið Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá er miðstöð allrar rannsóknarstarfsemi skógræktar á fslandi. Hún var reist fyrir gjafafé, sem Ólafur V. Noregskonungur færði fslendingum á ferð sinni hingað árið 1961, en fénu skyldi varið til að efla skógrækt hér á Iandi. Bygging stöðvarinnar hófst síðan 1964, en hún var vígð 15. ágúst 1967. Rannsóknarstöðin átti því 20 ára afmæli síðastliðið haust og var þess minnst mejð viðeigandi hætti. f tilefni afmælisins færði norski skógræktarstjórinn stöðinni að gjöf fjárupphæð sem verja á til námsdvalar fyrir einn starfsmann stöðvarinnar í Noregi á viðlíka stofnun í hálft ár. Af þessu og fjölmörgu öðru má segja að Norðmenn geri ekki endasleppt við okkur fslendinga þegar um er að ræða eflingu skógræktar hér á landi. Um starfsemina á Mógilsá mætti sjálfsagt skrifa langt mál. Segja má að þar hafi skipst á skin og skúrir — stundum vel tii tekist en í öðrum tilvikum niður. Hér fengu Islendingar fyrst reynslu af rekstri slfkra vísindalegra rannsóknar- stöðva á skógræktarsviðinu. Reyndar var fyrsta tijáræktarstöð sett á laggimar hér á landi á Akur- eyri 1899, en aðalhlutverk hennar var að rækta plöntur upp af fræi erlendis frá, þar sem loftslagi og jarðvegi svipaði til þess sem hér gerist. Árangurinn var hins vegar ekki metinn skipulega fyrstu áratugina og seinfengin almenn starfsreynsla kom í stað rannsókna á vexti og viðgangi tijánna. Það var því sannarlega tímabært að heíja vísindalega rannsóknar- starfsemi á þessu sviði hérlendis þegar rekstur stöðvarinnar á Móg- ilsá hófst. Árið 1958 var fyrsti tilrauna- stjóri Skógræktar ríkisins skipaður en starfssvið hans var þröngt fyrstu árin. Áhersla var lögð á saman- burðartilraunir og skrásetningu reita, þar sem hægt var að rekja uppruna tijánna auk veðurfars- rannsókna. Reglugerð fyrir rannsóknarstöð- ina á Mógilsá var staðfest af landbúnaðarráðherra árið 1968 og samkvæmt henni á stöðin fyrst og fremst að vinna að verkefnum sem hafa hagnýtt gildi fyrir skógrækt og tijárækt í landinu. Stöðin er nú sérstök deild innan Skógræktar ríkisins, en lýtur stjóm 5 manna, sem skipuð er af land- búnaðarráðherra til fjögurra ára í senn. Nú eiga sæti í stjóminni Sveinbjöm Dagfínnsson, ráðuneyt- isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri, Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins, Indriði Indriðason, tilrauna- stjóri á Tumastöðum í Fljótshlíð og Hulda Valtýsdpttir, formaður Skóg- ræktarfélags íslands. Rannsóknarkerfíð sem unnið er eftir í tilraunastöðinni á Mógilsá er þríþætt. I fyrsta lagi eru afmörkuð rann- sóknarverkefni sem taka tiltölulega stuttan tíma, eða 1—5 ár. í öðru lagi eru reglulegar mæl- ingar, sem gera þarf með vissu millibili í mörg ár. Og í þriðja lagi er vöktun, þ.e. einfalt kerfí, sem notað er til að skrásetja árlega reynslu af tijá- og skógrækt um allt land. Önnur verkefni eru erfðarann- sóknir, vaxtarrannsóknir, skóg- vemd gagnvart skordýrum og sveppum, ræktunartilraunir og ýms verkefni, sem flokkast undir grunn- rannsóknir. Þá er enn ógetið fræðslustarf- semi, með útgáfu bæklinga eða greinaskrifum. Loks er þess að geta að rannsóknarstöðin sér um öflun og dreifíngu á öllu tijáfræi sem gróðrarstöðvar Skógræktar ríkisins og skógræktarfélaganna nota í upp- eldisreitum sínum. Fylgst er með fræfalli og fræi safnað eða það pantað erlendis frá þegar þörf kref- ur. Starfsmenn stöðvarinnar veita einnig einstaklingum, skógræktar- félögum og skógarvörðum ráðgjöf, þegar þess er leitað. Forstöðumaður stöðvarinnar er Þórarinn Benedix, skógfræðingur, en helsti aðstoðarmaður hans er Jón Gunnar Ottósson, skordýrafræðing- ur. Auk þeirra starfa við stöðina tveir sérfræðingar og þrír ófaglærð- ir ársmenn. Þess utan má geta þess að rannsóknarstöðin rekur ýmis til- raunasvið í reitum víðs vegar um land og er þar aðallega um teg- unda- og kvæmatilraunir að ræða auk vaxtamælinga. Almennir starfsmenn Skógræktar ríkisins afla gagna í þeim tilvikum. Ræktun tilraunaplantna er í umsjá ræktun- arstjóra, sem jafnframt stjómar ræktun skógarplantna í gróðrar- stöð, sem rekin er í tengslum við rannsóknarstöðina. Nýlega var lögð fram rannsókn- aráætlun fyrir rannsóknarstöðina á Mógiisá fyrir árin 1988—92, sem er hiuti af langtímaáætlun Rann- sóknarráðs um rannsóknir i þágu atvinnuveganna. Þar er fyrst gerð grein fyrir mótandi viðhorfum gagnvart skóg- rækt á íslandi og tilgreindir þrír meginþættir. I fyrsta lagi vaxandi áhersla stjómvalda að græða upp gróður- snautt land með tijám og mnnum og bæta land sem er í verra ástandi en gróðurskilyrði gefa tilefni til. í öðm lagi má nefna þann góða árangur sem fengist hefur bæði af fríðun birkiskóga og ræktun nýrra skóga með innfluttum tegundum. I þriðja lagi hafa breyttir búskap- arhættir áhrif á viðhorf til skóg- ræktar sem búgreinar. í fjórða lagi hefur sannast að ræktun skjólbelta bætir gróðurskil- yrði og er til skjóls fyrir menn og fénað, en ákvæði um styrki til rækt- unar þeirra hefur nú verið lögfest. í fímmta og síðasta lagi hefur áhugi á útilífi aukist til muna und- anfarin ár, fólk sækir í skóglendi á ferðalögum um landið. Kröfur um heppileg svæði til útivistar mun hafa vemleg áhrif á þróun skóg- ræktarmála á næstu ámm. Aukin áhersla verður lögð á að friða natt- úmskógana samfara ræktun nýrra skóga til útivistar. Þetta em helstu atriði í þeim kafla áætlunarinnar sem ber yfír- skriftina Mótandi viðhorf. í 2. kafia, þar sem §allað er um þjóðfélagsleg markmið, segir að hlutverk skógræktar á íslandi sé fjórþætt, nefnilega: verndun jarð- vegs og gróðurlenda, landbætur, fjárhagslegur ávinningur í formi timburs og annarra afurða og efling atvinnu í dreifbýli. Við vemdun jarðvegs og gróður- lenda er áhersla lögð á að vemda skóglendi, sem er í bráðri hættu — að vemda land þar sem skógur Morgunblaðið/Ámi Sæberg IJr Hallormsstaðaskógi. Rannsóknarstöðin rekur ýms tilraunasvið víðsvegar um land og starfsmenn Skógræktar ríkisins afla gagna I mörgum tilvikum. Tilrau nastarfið er þvi virkt í flestum landshlutum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.