Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 g vil að fólk leggist niður og gráti Af tónleikum S/H draums, Sykurmolanna og Swans Síðasta fimmtudagskvöld hélt Listafélag MH tón- leika í sal skólans hvar saman voru komnar tvær merkustu hljómsveitir ís- lands og ein af hinum merkari i i Bandaríkjunum. íslensku hljómsveitirnar voru SVart hvítur draumur og Sykurmol- arnir en sú bandaríska var Swans. Uppselt var á tónleikana í for- sölu og því nokkrir sem frá þurftu að hverfa. í salnum var því á sjötta hundrað áheyrenda þegar Sjón gekk á svið til að koma áhey- rendum í rétt hugarástand fyrir tónleika. Sjón las ljóð um Medúsu RE 23 og Johnny Triumph og boðaði síðan að S/H draumur væri næst á svið. S/H draumur hefur ekki haldið tónleika lengi vel, enda hefur hljómsveitin verið bundin í hljóðversvinnu til að leggja síðustu hönd á plötu sem væntanleg er í byijun desember. Draumurinn var góður að vanda; Gunnar góður í söng og bassaleik og þeir Guðjón Steingrímur gítar- leikari og Birgir Baldursson. trommuleikari voru ekki síðri. Lögin sem leikin voru voru nýleg og líklegast af væntanlegri plötu; lofa góðu fyrir þá plötu. Það eina sem spillti ánægjunni var að ekki var gerlegt að greina orða skil, því textamir eru á meðal þess merkara í lögum Draumsins. Einna mesta hrifningu vöktu lögin Helmút á mótorhjóli og „thrash"- lagið Bimbirimbibimbamm, sem út komu á lítilli plötu, Drap mann með skóflu, fyrir skemmstu. í uppklappi tók hljómsveitin síðan Eyðimörk sem er einnig á Drap mann með skóflu. Næst á svið voru Sykurmolam- ir með Johnny Triumph sem heiðursgest. Molamir og Johnny fluttu Luftgitar við mikla hrifn- ingu áheyrenda; þjóðþrifamál að gefa Luftgitar út á plötu hið bráð- asta. Sykurmolamir voru vel afslappaðir á sviðinu og greinilegt að þeir tóku tónleikana ekki nema meðallagi alvarlega. Sveitn var Michael Gira, söngvari Swans heimi? klöppuð upp sem vonlegt var og tók þá Ammæli við mikinn fögn- uð. Þegar Sykurmolamir höfðu lokið leik sínum var stutt hlé áður en á sviðið kom bandaríska rokk- sveitin Swans. Margir höfðu eflaust gert sér í hugarlund við hveiju mætti búast; einn nær- staddra sagði Swans vera jafnleið- inlegustu hljómsveit í heimi. Hvað Morgunblaðið/Sverrir jafnleiðinlegustu hljómsveit i um það þá var mikil þröng í saln- um þegar hljómsveitin hóf leik sinn. Fyrsta lagið var rólegt enda hafði aðalmaður sveitarinnar, Michael Gira, sem lék á hljóm- borð, sagt að í fyrri hluta tónlei- kanna yrðu notuð órafmögnuð hljóðfæri. Rétt er það að bassa- leikarinn tók sér í hönd tólf strengja gítar og lék á hann í fyrstu tveimur lögunum, en ekki Morgunblaðið/Sverrir Sjón segir frá Medúsu ren23. er hægt að halda því fram að það hafi verið órafmögnuð hljómlist sem leikin var, þrátt fyrir þýðan söng söngkonu sveitarinnar, Jarboe. Eftir þessi fyrstu lög tók bassaleikarinn upp bassann og Gira fór úr að ofan; hraðinn var enda aukinn og hávaðinn sem var þó ærinn fyrir. Ahorfendum fækk- aði nokkuð við þetta því tónlistin sem Swans leikur er yfírþyrm- andi. Gítarleikarinn líkti eftir þotum í aðflugi og bassaleikari og trommuleikari sveitarinnar líktu eftir stansi í stálverksmiðu, bara miklu hærra. Jarboe lék meira á hljómborðin en Gira og í laginu Children of God náði hún að kalla fram hljóð sem ekki voru ósvipuð því sem stúlknakór gæfi frá sér í mikilli lífshættu. Tilkom- umikið en erfitt áheymar enda sagði Michael Gira í viðtali við íslenskan fréttamann að hann vildi hafa þau áhrif á áheyrendur að þeir legðust niður og grætu. Hann gerði sitt til að ná því fram. Víst voru þetta eftirminnilegir tónleikar þó ekki hafí þeir verið mikil skemmtun. Það fer ekki milli mála að Michael Gira er í einlægni að reyna að koma ein- hvetju á framfæri við áheyrendur; það er svo aftur annað mál hvort menn langi til að kynnast því og hvort það sé eitthvað sem menn þurfa að kynnast. Kannski er Swans jafnleiðinlegasta hljóm- sveit í heimi, en hún er aftur með þeim athyglisverðari og undirrit- aður vildi gjaman eiga þess kost að líta sveitina aftur á sviði. Hafí Listafélag MH þökk fyrir eftir- minnilega tónleika. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.