Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 48
e* ,48 v8gí HaaMavöM .8 auoAouimug .giöajhmuohom MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Minning: Egill Gestsson tryggingamiðlari Fæddur 6. apríl 1916 Dáinn 1. nóvember 1987 Frændi minn, Egill Gestsson, tryggingamiðlari, er látinn. Kallið kom síðastliðinn laugardag, en þá var rétt tæpt ár síðan Amleif Hös- kuldsdóttir, kona hans, féll frá. Með þeim hjónum eru gengnir gamal- grónir og elskulegir Reykvíkingar. Egill var fæddur 6. apríl 1916, sonur hjónanna Gests Amasonar prentara og konu hans, Ragnheiðar Egilsdóttur, sem bjuggu í Mið- stræti 5 og vom vel þekkt í bæjarlíflnu í sinni tíð. Gestur var bróðir Magdalenu ömmu minnar og við Egill vom því af öðmm og þriðja. Þessi frændsemi dró til kynna milli mín og Egils, allt frá þeim tímum, þegar Gestur og fjöl- skylda hans komu í heimsókn á Stýrimannastíg 8. Gestur var glett- inn maður með afbrigðum og það var oft glatt á hjalla í litlu stofunni þegar þeir Gestur og Ellert afl skiptust á gamansögum og hlátr- arsköllin glumdu langt út á götu. . Gestur prentari var allra manna skemmtilegastur og eins var það með Egil, son hans, að spaugsemin sat í fyrirrúmi, enda Egill lifandi eftirmynd föður síns í útliti og at- ferli. Fáum mönnum hef ég kjmnst eins skemmtilegum og Agli Gests- syni, alltaf var hann í góðu skapi, alltaf síbrosandi og hlæjandi, alltaf dillandi í málrómnum og þurfti raunar ekki nema kímið augnatillit- ið til að koma manni í gott skap, þegar við hittumst á fömum vegi. , Þó er ekki að efa að Egill hefur átt sína erfíðu daga. Hann gekk ekki heill til skógar og erfiðleikar steðjuðu að honum ekki síður en öðrum, þótt ekki hefði hann orð á þeim og aldrei var að sjá að honum væri brugðið. Egill starfaði mest alla sína starfsævi við trygginga- störf, lengst af hjá Almennum tryggingum, síðar hjá Vátiygging- arfélaginu og síðustu árin rak hann sína eigin tryggingamiðlun. Hvar- vetna reyndist hann farsæll og áreiðanlegur á því sviði. Hann var félagslegur sinnaður, frændrækinn og trygglyndur. I Agli mátti fínna hinn dæmigerða góðborgara, samviskusaman, heið- arlegan og jákvæðan, sem aldrei lét illt orð falla um nokkum mann og undi glaður við sitt. En utnfram allt var Egill Gestsson léttlyndur húmoristi, sem hafði hjartað á rétt- um stað. Það hlýtur að vera mikil gæfa að hafa bjartsýni, glaðværð og góðsemi að leiðarljósi í lífínu. Nú, þegar þessi góði og gegni frændi minn er allur, er sem ég heyri enn innilegan og smitandi hlátur hans og sem ég sjái hann enn haltra keikan og kankvisan um götur borgarinnar. Þannig mun minningin lifa um heiðursmanninn Egil Gestsson. Þau Egill og Alla eignuðust fjög- ur böm, sem öll eru uppkomin. Þau em Öm, Höskuldur, Ragnheiður og Margét. Fyrir hönd okkar frænd- systkinanna, foreldra og annarra úr íjölskyldunni sendi ég bömum Egils samúðarkveðjur. Ellert B. Sehram Egill Gestsson, tryggingamiðlari, andaðist sunnudaginn 1. nóvember á 72. aldursári, í Borgarspítalanum í Reykjavík, eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Andlát þessa vinar míns kom mér nokkuð óvænt, þótt ég vissi að hann gengi ekki heill til skógar, en síðast, fyrir ekki alllöngu, er ég sótti hann heim á skrifstofu hans á Laugavegi 176, var hann glaður og reifur og spaugaði óspart er við sátum og riljuðum upp gamla, góða daga úr lífí okkar. En enginn má sköpum renna. Það er þó alltaf jafn sárt að sjá á bak og þurfa að kveðja góðan vin, ekki síst, þegar manni finnst hann hverfa af sjónarsviðinu fyrir aldur fram. Foreldrar Egils vom þau hjónin Gestur Ámason prentari og Ragnheiður Egilsdóttir, þekkt hjón hér í bæ á ámm áður. Þau eignuðust 3 böm, Margréti, sem var þeirra elst, en hún andað- ist fyrir mörgum árum, Egil, sem var næstelztur, og Áma, er lifír systkini sín. Með konu sinni, Amleifu S. Hös- kuldsdóttur (Öllu), sem lézt í desember 1986 og varð öllum harm- dauði er hana þekktu, eignaðist hann 4 mannvænleg böm, þau Öm, Höskuld, Ragnheiði og Margréti. ÖIl em þau gift og bamabömin orðin 12 og langafabömin 2. Með Agli Gestssyni er horfinn sjónum okkar glaðvær, góðviljaður dugnað- armaður. Það var bjart yfír honum hvar sem hann fór, vinmargur og hrókur alls fagnaðar á mannamót- um, mannblendinn var hann og hnyttinn f svömm í góðra vina hópi og ráðhollur þeim er til hans leit- uðu, hvort heldur það var á sviði sérþekkingar hans á tryggingamál- um eða í einkaerindum. Egill starfaði lengi hjá Almenn- um tryggingum og síðan hjá Vátryggingafélagi hf. hér • í Reykjavík, en stofnaði síðan eigið fyrirtæki, Tryggingamiðlun á Laugavegi 176, sem hann starf- rækti til dauðadags. Þegar hljóðlega lokast dyr í hinsta sinn, vitja minningamar manns, hlýjar og gefandi, en einnig á stundum áskandi og áminnandi um að betur hefði mátt rækja og rækta kunningsskapinn eða vinátt- una, og betur hlúa að þessum þáttum í mannlegum samskiptum, meðan tími var til og menn vom enn samferða á veginum. Auðvitað var það ætlunin að hitt- ast oftar og nokkur fátækleg kveðjuorð frá okkur hjónunum geta þar engu um breytt eða bætt nema til þess eins að votta tilfinningar okkar í garð Öllu og Egils með þakklæti fyrir öll ánægjulegu árin og marga gleðistund með þeim hjónunum, hvort heldur var á hlý- legu heimili þeirra eða annars staðar. í bókinni „Spámaðurinn" segir á einum stað: „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, einsog Qallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni." Kynni okkar Egils og Öllu hófust er við hjónin komum heim að síðari heimsstyijöldinni lokinni. Gleymum við seint þeim elskulegu móttökum er við heimsóttum þau í fyrsta sinn. Hlýjan og höfðingsskapurinn sátu þar vissulega í fyrirrúmi. Þessi góðu kynni okkar Egils þróuðust svo áfram er við tókum að stunda gufu- böð ásamt nokkrum öðrum góðum kunningjum, sem flestir eru nú horfnir yfír móðuna miklu. Var fyrst verið í gufubaðinu í húsi Jóns heitins Þorsteinssonar íþróttakenn- ara, og þá oft glatt á hjalla á góðum stundum. Síðar fluttum við okkur um set suður í Nauthólsvík, í gufu- baðstofu flugmálastjómar, þar sem við höfum ílenzt. En nú er orðið einum færra og því skarð fyrir skildi, er góður félagi er horfínn. Ég minnist með ánægju margra skemmtilegra stunda í sumarbústað þeirra hjóna austur á Rangárvöll- um, sem þau áttu um tíma og höfðu mikið yndi af, ekki síst bamanna vegna. Því miður gátu Egill og Alla ekki lengi notið lífsins í nýju og glæsilegu húsi er þau höfðu byggt sér á Klapparbergi 23, en enginn veit sína ævina. Alla með sína stuttu viðdvöl á heimili sínu, sem hún undi sér svo vel, engu síður en Egill, þótt dvölin þar yrði styttri en til stóð. En þakka ber það sem var og trega ekki, og þakka ber það sem er og kvíða ekki. Minnisstæðar eru mér líka ferðir út á land með Agli og gufufélögun- um og var þá jafnan glens og hent að mörgu gaman. Þessar og marg- ar ánægjustundir lýstu upp tilver- una, yljaði okkur um hjartarætum- ar og gáfu lífínu birtu og gleði. Nú þegar leiðir skiljast að sinni, vil ég taka undir með skáldinu er það kveður: Sé ég rof á svörtu skýi og stjömu staka standa í rofi, eins og dag eilífðar sjái glugga gegnum grafar skína. (B.Th.) í gegnum rof skýsins sésí í stjömuna sem vísar leiðina í gegn- um þrengingamar til annarra og bjartari tilvem, þar sem með ástúð og kærleika er tekiðá móti vegmóð- um jarðarbömum. í þeirri fullvissu þökkum við hjónin Agli samfylgdina og biðjum honum blessunar á þeim leiðum er hann nú hefur lagt út á. Einnig viljum við votta bömum hans, tengdabömum svo og öðmm ættingjum innilega samúð. En minningin um góðan dreng og góð- an heimilisföður mun lifa hjá öllum þeim er þekktu hann. Sinna verka nýtur seggja hverr Sæll er sá er gott gerir. (Sólarljóð.) Blessuð sé minning Egils Gests- sonar. » Friedel og Geir. Nú stendur stóllinn auður. Vinur okkar og félagi um þriggja áratuga skeið hefur kvatt og leiðir skiljast um sinn. Skarð er fyrir skildi, þeg- ar við kveðjum góðan félaga, sem við höfum blandað geði við yfír kaffíbolla öli þessi ár á góðra vina fundum og rætt þar svo til allt milli himins og jarðar. Egill Gests- son var aldursforseti okkar og óumdeildur leiðtogi. Hann hafði sérstakan persónuleika til að bera, kom til dyranna eins og hann var klæddur, hélt óhikað fram sínum skoðunum og sagði þær umbúða- laust. Egill hafði gott skopskyn, enda var oft hlegið dátt, þegar við félagamir hittumst. Egill var borinn og bamfæddur Reykvíkingur, fæddist í gamla mið- bænum 6. apríl 1916. Hann bjó lengi í Miðstrætinu, og þar reisti hann bú ásamt sinni góðu konu, Amleifí Höskuldsdóttur, sem lést fyrir tæpu ári síðan. Með þeim hjón- um var sérstakur kærleikur, og samhentari hjón var vart að fínna. Við félagar Egils urðum áþreifan- lega varir við þetta, þegar við heimsóttum þau hjónin í árvissum sfldarveislum á heimili þeirra, fyrst í Miðstrætinu og nú síðustu árin á hinu nýja og glæsilega heimili þeirra á Klapparbergi 23. Þau nutu þess því miður alit of stutt að eyða ævikvöldinu í þessum nýju heim- kynnum sínum. Þau Egill og Amleif eignuðust fjögur böm, tvær dætur og tvo syni. Égill var sérstakur heimilisfaðir og naut þess vel að hafa bömin og bamabömin í návist sinni. Sem dæmi má nefna, að síðastliðið sum- ar bauð hann bömum sínum með sér í utanlandsreisu, sem varð hans síðasta langferð áður en lagt var inn í móðuna miklu. Egill Gestsson var víðkunnur fyr- ir sína miklu þekkingu á trygginga- málum, enda má segja að hann hafí unnið nær óslitið við þau mál í fjóra áratugi. Egili hóf störf hjá Almennum tryggingum árið 1946 og síðar hjá Vátryggingafélaginu. í febrúar 1970 setti hann á stofn sitt eigið fyrirtæki, Tryggingamiðl- arann, sem hann rak til hins síðasta. Egill var vinsæll maður í sínu starfí, lipur og lifandi fyrir því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann greiddi götu margra gegnum fmmskóga tryggingamálanna, þar sem vand- ratað er flestum, sem létti þekkja til þeirra mála. Skilst mér að fyrir- greiðslustarfsemi Egils varðandi tryggingamál hafí stundum verið litin homauga af sumum. Egill Gestsson verður lagður til hinstu hvfldar nk. mánudag 9. nóv- ember. Við félagar hans kveðjum nú góðan og tryggan vin, sem við þökkum langa og ánægjulega sam- fylgd. Stóllínn hans ér auður en minningamar verða eftir. Bömum hans og öllum ættingjum vottum við okkar innilegustu samúð. Megi okkar góði vinur hvfla í friði. Njáll Símonarson Egill Gestsson tryggingamiðlari hefur kvatt þennan heim eftir nokk- uð stutta sjúkdómslegu til þess að gera og kemur það sjálfsagt engum á óvart, sem til hans þekktu. Lífsblómið fór óðum dvínandi eftir að Alla, hans elskulega eigin- kona, kvaddi fyrir tæpu ári. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR SIGURGEIRSSON, Kjarrhólma 36, Kópavogi, sem lést 30. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 10. nóvember kl. 13.30. Hrafnhildur Sveinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL GESTSSON tryggíngamiðlari, Klapparbergi 23, Reykjavfk, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni mónudaginn 9. nóvembar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Örn Egilsson, Lonni Egilsson, Höskuldur Egilsson, Soffía Rögnvaldsdóttir, Ragnheiður Egilsdóttir, Lárus Svansson, Margrót Þ. Egilsdóttir, Óskar Smári Haraldsson, barnabörn og langafabörn. Svo samofin voru þeirra tengsl, að eftir að hún hvarf á braut hlaut að koma að því fyrr eða seinna að Egill færi sömu leið yfír móðuna miklu. Ég hafði nokkra afspum af því að honum þætti lítið til hlutanna koma eftir að lífsfömnauturinn var farinn á vit Guðs. Kynni mín og konu minnar af þeim Öllu og Agli upphófust með þeim hætti að Láms bróðir konu minnar gekk að eiga Ragnheiði dóttur þeirra og frá þeim tíma lágu leiðir oftsinnis saman. Oftast var það í sambandi við einhver tímamót svo sem afmæli, fermingar eða brúðkaup og þess háttar tækifæri, en þau hjónin höfðu einstaka ánægju af slíkum tækifæmm og vom sérstakir höfð- ingjar heim að sækja. En það sem fyrst og fremst ger- ir það að verkum, að ég sting niður penna nú, við fráífall góðs vinar, er að í fjölmörg ár vomm við hlið við hlið, þar sem ég rak ljósmyndastofu og hann sitt fyrirtæki, Trygginga- miðlarann. Það merkilega átti sér stað, að þegar ég hafði tekið á leigu hús- næði á Laugavegi 178 og hafíð þar innréttingar kom Egill svo að segja á sömu dögum inn á sama stað og áttum við þar nábýli í um það bil 7—8 ár. Ég man að við áttum báðir í sömu erfíðleikunum, sem vom fólgnir í því að koma viðskiptavin- um okkar í skilning um það, að við væmm Bolholtsmegin á Laugavegi 178. Kannske var þetta bara táknrænt fyrir Egil, vegna þess að ámm sam- an átti hann bústað til afslöppunar og sumardvaiar í Bolholti, gamal- frægum stað í Rangárvallasýslu, og þess vegna var hann alltaf Bol- holtsmegin. Það sem mér er minnisstæðast af Agli er hversu léttur hann var í lund, hann hló svo innilega og hlát- urinn var svo smitandi að ómögu- legt var annað en að hrífast og hlæja með. Hann minnti mig óneitanlega á pabba sinn, sem ég þó kynntist aldr- ei, en sá og heyrði þegar Gestur prentari var að koma í heimsókn til Bjama og Tomma rakara í Þing- holtsstrætinu. Það var þegar ég var að læra á Bergstaðastrætinu og gmnaði ekki hið minnsta að ég ætti eftir að kynnast Agli og fjölskyldu. Svona er lífíð, við Egill urðum góðir vinir og ræddum oft saman um vanda- mál hvors annars og vomm að sjálfsögðu ekki alltaf sammála um alla hluti, en ég tel þó að oftar en ekki höfum við fundið að hvor fyrir sig hafði nokkuð til síns máls og oft fannst mér ég þiggja góð ráð frá Agli, enda hafði hann lífsreynslu fram yfír mig. Fyrir þetta vil ég þakka í dag, en mér fannst iðulega eftir að ég hafði gengið af fundi við Egil að mér liði betur og ætti hægara með að leysa málin ef svo bar undir. Ég er ekki frá því að stundum hafi honum þótt gott að tala við mig, í það minnsta vona ég það. En það var ekki bara gott að tala við Egil, það var svo skemmti- legt að hann hafði frá svo mörgu að segja blandið prakkaraskap og hann átti til að vera svolítill hreklq'alómur, en allt var þetta svo græskulaust og þannig að enginn gekk sár frá garði. Þar sem ég er Snæfjallastrend- ingur og þekki þar vel til sagði hann mér margar skemmtilegar sögur af samskiptum sínum við Helga bónda Þórarinsson í Æðey, en þeir voru miklir mátar frá því í Almennum tryggingum. Egill kom þangað nokkuð, enda var dóttir hans, Ragnheiður, sumardvalar- bam hjá þeim hjónum Guðrúnu og Helga. Nú að leiðarlokum vil ég þakka fyrir þau kynni, sem við Sonja og ég höfðum af þeim elskulegu hjón- um; Öllu og Agli. Eg veit að þeirra er sárt saknað nú þegar þau hafa kvatt með innan við árs millibili og sendum við hjón- in nú, þegar komið er að kveðju- stundinni, aðstandendum öllum hugheilar samúðarkveðjur. Þórir H. Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.