Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 52
‘ 7Tc;,i^>A:r > «r w / : (í \ ■'■ í'Tf ' T' M 52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 RÚSSAR SKYGGNASTIINIIM í MYRKA FORTÍÐ v x Stalín: vekur enn deilur Gorbachev: fer varlega griðasáttmálann við Þjóðverja 1939 og minntist ekki á innli- mun austurhéraða Póllands og Eystra- saltsríkjanna. Hann lauk lofsorði á Krúsj- eff, en sagði að hann hefði verið einþykkur og ráðríkur. Ræða hans fær þann dóm að hann hafi gengið litlu lengra í gagnrýni á Stalín en Krúsjeff fyrir löngu. Dularfullt frí Mál tengd fortíðinni vekja meiri athygli í Sovétríkjunum en fólk á Vesturlöndum gerir sér grein fyrir. Þegar George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, var í Moskvu nýlega lá við að heimsókn hans hyrfi í skuggann af úndirbúningi byltingarafmælisins, sem Gorbac- hev hefur tekið virkan þátt í. A miðstjómarfundi 21. október þurfti Gorbachev að verja stefnu sína og mætti andstöðu, sem er líklega skýringin á varkámi hans í ræð- unni. A þessum fundi hótaði Boris Yeltsin, náinn bandamaður Gorbac- hevs og leiðtogi flokksins í Moskvu, að segja af sér, þar eð hann taldi Ligachev og stuðningsmenn hans standa í vegi fyrir skjótum fram- fömm. Hann gagnrýndi líka störf og aðferðir Gorbachevs, sem setti ofan í við hann, en hafði sig annars lítið í frammi. Goebachev hefur sjálfur beitt sér fyrir endurmati á Stalínstímanum. Ein ástæðan til þess að hann fór í dularfullt frí til Kákasus 6. ágúst og sást ekki ekki aftur fyrr en 29. september var sú að hann vildi hugleiða hugsanlegar afleiðingar slíkrar endurskoðunar og hann not- aði tímann til að ljúka við bók sína Perestroika (Viðreisn), sem á að koma út fyrir fund hans og Ronalds Reagan forseta, m.a. á Vesturlönd- um, þar sem hún á að „glæða skiln- ing fólks á Sovétríkjunum". Skv. útdráttum, sem hafa birzt, gengur hann eins skammt í bókinni og hátíðarræðunni og hrósar Stalín fyrir að koma á samyrkjubúskap, sem hann kallar „mikilvægustu endursköpun þjóðfélagsins eftir 1917“ og „merkisatburð" í þjóðar- sögunni. „Vissulega gekk þetta ekki sársauakalaust fyrir sig og án öfga og mistaka,“ rit- ar hann, „ en annars hefðu engar framfarir orðið." Bókin var rædd á miðstjórnarfundinum þegar í odda skarst með Yeltsin og Ligac- hev. Eins og fleiri flokksleiðtogar hefur Ligachev takmarkað- an áhuga á endurmati sögunnar og hvetur til þess að hóflega verði farið í sakirnar. Hann kemur því fram í hlutverki íhaldsmanns, en þó styður hann umbætur Gorbachevs. Hann hefur skorað á fræðimenn að kasta ekki rýrð á afrek kommúnistaflokksins og Gorbachev hefur tekið í sama streng, þótt hann telji mikilvægt að varpa ljósi á myrkustu kafla sovézkrar sögu. „Engar auðar síður mega sjást í sögu okkar og bók- menntunum," sagði hann í febrúar. „Þá eru þetta ekki saga og bók- menntir, heldur gervismíð." Vandinn er sá að flokkurinn á erfitt með að játa að fómarlömb hreinsananna hafi verið heiðarlegir byltingarmenn, sem töldu hægt að koma á sósíalisma með ýmsum ráð- um. Þá yrði að fara í saumana á „leið Stalíns til kommúnisma" og í SJÖTÍU árum eftir októberbyltinguna fara fram tilraunir til að endurskoða þætti úr sögu Sovétríkjanna, sem hefur verið haldið leyndum, án þess að varpa rýrð á læriföðurinn Lenín og „afrek kommúnismans." Þessi sögukönnun hefur skipt fræðimönnum í önd- verðar fylkingar, komið af stað hörðum opinberum umræðum og valdið ágreiningi í röðum stjórnmálaforingja, einkum milli Mikhail Gorbachevs og staðgengils hans, Yegor Ligachevs, sem stendur vörð um hugsjónir flokksins. Á mánudaginn tók Gorbachev undir óskir um að „viðkvæm mál“ í sögu Sovétríkjanna yrðu brotin til mergjar og sagði að sérstök nefnd kannaði þau og möguleika á því að veita fómarlömbum Stalíns uppreisn æru. Þetta kom fram í ræðu, sem Gorbachev hélt í tilefni byltingarafmæl- isins 7. nóv., en ræðan varð ekki eins mikið uppgjör við stalínismann og búizt hafði verið við vegna andstöðu manna eins og Ligachevs. Þótt hann fordæmdi Stalín fyrir „vítaverðar pólitískar skyssur" bar hann lof á „óumdeilanlegt framlag hans til baráttu sósíalismans" og kvað hann hafa fylgt réttri stefnu þegar hann kom á samyrkjubúskap og iðn- væðingu, þótt vitað sé að sú barátta kostaði milljónir mannslífa. Margir menntamenn vildu að Gorbachev yrði harðorðari í garð Stalíns. Þeir telja sanngjamt mat á sögu Sovétríkjanna nauðsynlegan þátt í umbótatilraunum hans og forsendu frekari breytinga og vilja að gamlir bolsévíkaleiðtogar eins og Nikolai Bukharin, Grigori Zinoi- ev, Lev Kamenev, Alexei Rykov og Georgi Pyatkov fái uppreisn, að hlutverk Leon Trotksys í bylting- unni verði viðurkennt og að Nikita Krúsjeff fái að njóta sannmælis vegna tilrauna hans til að breyta ástandinu eftir dauða Stalíns 1953. Áratuga þögn um Þessa og fleiri fv.leiðtoga var rofin þegar Gorbac- hev kom til valda í marz 1985 og síðan hafa þeir orðið tilefni þrálátra blaðaskrifa, þótt flokkurinn hafi ekki mótað nýja, opinbera afstöðu til þeirra. Gorbachev minntist á Bukharín, Zinoviev og Kamenev, en gat þess ekki að þeir voru skotnir og þagði um hreinsanimar í flokknum og Rauða hemum og manntjónið þegar samyrkjubúskap var komið á; varði 4 é Krúsjeff með Stalín (1937): umtalað- ur á ný ljós kæmi að milljónum mannslífa var fómað til einskis til að koma á samyrkjubúskap og iðnvæðingu. Gorbachev getur ekki viðurkennt þetta, vilji hann halda völdunum. Hann verður að halda lífinu í þeirri þjóðsögu að „mistök hafi átt sér stað á Stalínstímanum, en stefna flokksins verið rétt í aðalatriðum." Það ætti þó ekki að útiloka að nokkrir gamlir bolsévíkar fái upp- reisn æru, svo að lítið beri á, þótt örðugt kunni að reynast. „Úrhrökin“ Engan leiðtoga byltingarinnar væri eins erfítt að taka í sátt og Trotsky, sem var e.t.v. þeirra hæ- fastur. Svo vill til að aðeins kemur til greina að endurreisa bolsévíka, sem voru dæmdir fyrir landráð. Trotsky var aldrei leiddur fyrir rétt, heldur sendur í útlegð, og þessi forskrift á ekki við um hann, svo að hann virðist úr leik. Án Trotskys hefði bolsévíkum ekki tekizt að gera októberbylting- una, sem var valdarán minnihluta- hóps, en ekki þjóðaruppreisn. Völdin vom ekki tryggð fyrr en eftir nokkurra daga drykkjulæti í kjallara Vetrarhallarinnar. Trotsky var höfundur kenningarinnar um „viðvarandi byltingu", sem hann taldi að mundi tryggja bolsévíkum heimsyfirráð, og „faðir“ Rauða hersins, sem hann stjómaði til 1922. Hann barðist fyrir heims- byltingu, en hrökklaðist úr landi 1929 vegna andúðar á hugmyndum Stalíns um „sósíalisma í einu landi“ og féll fyrir morðingjahendi í Mexí- kó 1940. í ræðu sinni minntist Gorbachev ekki á hlutverk hans 1917 og var þungorður í hans garð: sakaði hann um valdagræðgi og kvað Lenín hafa talið hann „tvístígandi og slóttugan.“ Auðveldara kynni að reynast að fyrirgefa Bukharin, Kamenev og Zinoviev. Sá síðastnefndi var einn helzti andstæðingur Trotskys og -1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.