Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Vamir gegn ofsköttun Tímaritið Stefnir fjallar um „þak á skattheimtu“ Sú gamalkunna hugmynd að setja „þak á skattheimtu" ríkis- ins er meginviðfangsefni þjóðmálaritsins Stefnis (3/1987), sem Samband ungra sjálfstæðismanna gefur út. Tímaritið leitar álits nokkurra sérfræðinga og þjóðmálafröm- uða á stjómarskrárbundnum hömlum á skattheimtu/ríkisút- gjöldum. Svarendur eru flestir andvíg- ir því að takmarka þann veg ákvörðunarvald löggjafans — Alþingis — varðandi tekjur (skatta) og útgjöld ríkisins. Þeir leggja hinsvegar áherzlu á að treysta almannavarair „gegn skattaglöðum stjóra- málamönnum" eftir hefðbund- um stjóramálaleiðum, m.a. í skipan Alþingis. I Hvarvetna á Vesturlöndum og hér sem annars staðar hafa ríkisútgjöld vaxið mjög mikið — sem hlutfall af landsframleiðslu — síðustu 20 til 30 árin. Við erum þó sem betur fer eftirbátar ann- arra Norðurlanda í ríkisútgjöldum og skattheimtu. Svíar, þ.e. sænskir sósíaldemó- kratar, eiga Norðurlandamet í skattheimtu. Árið 1983 námu út- gjöld sænska ríkisins og sænskra sveitarfélaga 61% landsfram- leiðslunnar (35,2% hér á landi). í tíð fyrri ríkisstjómar, 1983-1987, vóru stigin nokkur stór skattalækkunarspor hér á landi. Á árabilinu 1983-1986 námu nettóskattalækkanir um 3.000 milljónum króna, miðað við verðlag 1987. Þrátt fyrir verulega hert aðhald í ríkisbúskapnum þessi ár héldu útgjöldin áfram að hlaða utan á sig. Þeim var ekki sniðinn stakkur eftir tekjum. Vitandi vits var stefnt í umtalsverðan ríkissjóðs- halla. Með kjarasamningum í febrúar 1986, þjóðarsáttinni, axlaði ríkissjóður fjallháar útgjaldakvað- ir. Þá þegar var ljóst að ríkissjóður stefndi í tveggja milljarða halla 1986 og þriggja til fjögurra millj- arða halla 1987. Það þótti einfald- lega og réttilega þess virði að „kaupa" hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í efnahagslífi þessu verði. Langstærstur hluti hallans var fjármagnaður innanlands, sem mildaði nokkuð þensluáhrif hans í þjóðarbúskapnum. Mikilvægt er engu að síður að stefna að hallalausum ríkisbúskap á ný, fyrst og fremst með aðhaldi í ríkisbúskapnum. Við ríkjandi aðstæður kemur á hinn bóginn ekki á óvart, að „skattaglaðir stjómmálamenn" fái byr í segl. Þessvegna er ekki út í hött að viðra gamalkunna hugmynd um stjómarskrárbundið þak á skatt- heimtu rfkisins, eins og tímaritið gerir, til dæmis sem ákveðið hlut- fa.ll af þjóðartelqum, svo að hófsemd ráði ferð. H Víkjum því næst að umfjöllun tímaritsins Stefnis um „þak á skattheimtuna". Hreinn Loftsson, lögfræðingur, telur, að í hugmyndinni um „þak á skattheimtu" felist „oftrú á skráðum stjómarskrárákvæðum"; heppilegast sé að halda sig við óbreytt ákvæði, að skattheimta skuli styðjast við almenn lög. Fremur beri að freista þess að vinna sjónarmiðum hófsemdar í ríkisumsvifum og skattheimtu stuðnings í vitund almennings. Pálmi Jónsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður fjárveit- inganefodar, kemst að sömu niðurstöðu: löggjafínn eigi að hafa áfram ákvörðunarvaldið um skatt- heimtu. Treysta verði „á vöm almenningsálitsins gegn skatta- glöðum stjómmálamönnum". Markús Möller, hagfræðingur, er og „mótfallinn stjómarskrár- hömlum á skattlagningu og ríkisumsvif í formi einfaldra há- markshlutfalla af þjóðarfram- leiðslu . . ., slík ákvæði skorti þann sveigjanleika, sem nauðsyn- legur er við sveiflukenndan þjóðarhag . . . Ennfremur tel ég að ágreiningur um ríkisumsvif sé eðlilegur hluti af íslenzkri stjóm- málabaráttu." Markús telur hinsvegar nauðsyn á því „að efla eftirlit með því samtvinnaða lög- Íjafar- og framkvæmdavaldi sem slendingar búa við“. Hann setur fram hugmynd um „fjórða fótinn“ undir ríkisvaldið, „eins konar umboðsarm kjósenda, sem hefði Forsíða tímaritsins Stefnis, 3ja tölublaðs 1987. það hlutverk að halda fram- kvæmdavaldi og löggjafa á stjóm- arskrármottunni, kæra valdníðslu til hæstaréttar og halda vörð um upplýsingaskyldu stjómvalda". Magnús Pétursson, hagsýslu- stjóri, telur og óskynsamlegt „að ákveða í stjómarskrá hámark skattheimtu því allt það sem rfkis- valdið og sveitarfélögin fást við er gert f þágu borgaranna og að ósk meirihlutans en ekki gegn vilja þeirra". í stuttu máli: Þorri svarenda hefúr efasemdir um stjómarskrár- bundið hámark skattheimtu. Flestir hvetja þó til aukins út- gjaldaaðhalds, einkum með mótun almenningsálits, einskonar al- mannavömum gegn ofsköttun. III Stefoir birtir og brot úr bók dr. Hannesar H. Gissurarsonar, „Stjómarskrármálið", sem gefín er út af Stofoun Jóns Þorláksson- ar. Þar viðrar höfundur m.a. hugsanlegar breytingar á stjóm- arskránni. í bók dr. Hannesar er vikið að breytingum á 42. grein stjómar- skrárinnar. í fyrsta lagi að í frumvarpi til fjárlaga verði fólgin greinargerð um „gjöld ríkisins og um tekjur jafoháar gjöldunum". I annan stað að fjárlagaútgjöld þess árs, sem í hönd fer, „fari ekki fram úr tekjum síðasta fjárhags- árs á undan nema með samþykki að minnsta kosti tveggja þriðju hluta þingmanna f sameinuðu þingi“. Þar er einnig §allað um breyt- ingu á 40. grein stjómarskrárinn- an „Engan skatt má á leggja né hækka nema með lögum, og þarf til samþykki að minnsta kosti tveggja þriðju hluta þingmanna. Ekki má heldur taka lán, er skuld- bindi ríkið, nema samkvæmt lagaheimild." Þessar breytingar fela í sér ákvæði um hallalausan ríkisbú- skap — og skorður gegn skatta- hækkunum. Skattahækkanir eiga ekki að ná fram með einföldum meirihluta þings eins og nú er. Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur, er svipaðs sinnis. Hann segir í Stefoi: „Ég er á þeirri skoðun að það þurfí að setja í stjómarskrá ákvæði sem geri erfíðara að auka umsvif ríkisins frá því sem nú er. Ég tel líka að skynsamlegasta leiðin til þess sé að krefjast auk- ins meirihluta við skattahækkanir þannig að ekki sé unnt að þyngja álögur eða taka upp nýjar án þess að þrír fímmtu eða tveir þriðju þingmanna sé þvf samþykkur." Leiðandi í hönnun og tækninýjungum. HONDAACCORD Aerodeck 1988 EXS-i Enn einn einstakur frá HONDA. Bjóðum þennan frábæra bíl með öllum fáanlegum aukahlutum. Vél: 122 hestöfl m/beinni innspýtingu (PGMFI) Viðbragð: O-10O km./k: 8,9 sek. ALB bremsukerfi (ANTILOCK BRAKE) tölvustýrt. Rafdrifnar rúður - rafdrifin sóllúga - rafstýrðir spegl- ar - rafdrifið loftnet - útvarp/segulband, 4 hátalarar - vökvastýri ásamt mörgu öðru. VERÐAÐEINS KR. 855.000.- HONDA GÆÐI - HONDA KJÖR - AÐEINS 25% ÚT HONDAP 2.0i DOHC 16v Bjóðum örfáa PRELUDE2.0EXSÍ- 16várgerð 1987. Vél: 137 hestöfl, bein innspýting (PGMFI) Viðbragð: O-100 km/k: 7,9 sek. Vökvastýri - rafdrifin sóllúga - rafdrifnarrúður- rafdrifið loftnet — álfelgur — útvarp/segulband — 4 hátalarar -ALB bremsukerfi (ANTI-LOCK-BRAKE) tölvustýrt ásamt mörgu öðru. VERÐADEINS KR. 900.000.- HONDA GÆÐI - HONDA KJÖR - AÐEINS 25% ÚT R E L U D E W HONDA Honda á íslandi, Vatnagörðum 24 s. 689900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.