Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 51 við að sjá bjartari hliðar tilverunnar og sagði skemmtilega frá. Hann var yfirleitt glaður og reifur og hafði hressilegan og smitandi hlátur. Kímnigáfuna varðveitti hann alveg fram á síðustu daga — þó hann ætti orðið erfítt með að tjá sig, leyndu þessir einstæðu hæfileikar sér ekki. Mér er minnisstæð frásögn hans úr Kaupmannahafnarferð. Hann fór í búð og vildi kaupa eldspýtur, en mundi ekki danska orðið. Eitthvað vafðist fyrir kaupmanninum að skilja táknmálið hjá honum, svo að Guðmundur snaraði orðinu yfir á „skandinavísku" og bað um „ildspider". Þetta dugði og hann fékk eldspýtumar sínar. Fyrir bamaafmæli var haft sam- band við Guðmund frænda og hann beðinn að koma og sýna „bíó“. Allt- af tók hann þeirri beiðni vel og það var hátíðleg stund hjá bömunum að taka á móti honum með tækin sín. Hann var óþreytandi við að skemmta þeim með hnyttnum at- hugasemdum, meðan á sýningu stóð. Þá tók hann myndir í af- mælinu, sem vom sýndar næst. Hann var einstaklega elskur að bömum og þau töluðu með aðdáun um Guðmund frænda. Guðmundi vom gefnar miklar gáfur á tónlistarsviðinu. Hann hafði einstakt tóneyra, var góður söng- maður, gat leikið sér að því að syngja hvort heldur var bassa eða tenór. í áratugi var hann félagi í Karlakór Reykjavíkur. í þeirra hópi sem annars staðar var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var og dans- maður góður. Guðmundur samdi sjálfur lög og texta. Ungur að áram lærði hann fiðluleik. Fiðlan — þetta stórkost- lega hljóðfæri — höfðaði til hæfi- leika hans. Með henni gat hann túlkað tilfinningar sínar, gleði eða sorg. A hafinu hafði hann fiðluna hjá sér og lék þá gjaman fyrir fé- laga sína. í síðustu heimsókn minni til Guð- mundar — ijómm dögum fyrir lát hans — bað hann mig bónar. Hann vissi að ég var á föram til útlanda. Af veikum mætti lýsti hann fyrir mér gerð fiðluboga, sem hann þráði að eignast. Hann sagðist vita, að hann væri of máttfarinn til að lyfta honum að vanga sér, en hann ósk- aði þess eins að fá að snerta fíngerða strengina. A ferð minni bað eg þess, að mér mætti auðnast að leggja bog- ann undir hönd hans. En ég kom tveimur dögum of seint. Fiðlubog- ann mun ég varðveita til minningar um einstakan mann. Með þakklæti og virðingu kveð ég elskulegan föðurbróður minn og votta bömum hans og fjölskyldu allri samúð mína. Maja GuðbjörgUlja Áma- dóttir - Minning Fædd 4. september 1909 Dáin 2. nóvember 1987 Fínleg grönn, hafði aldrei hátt, var alltaf glöð og hlý í viðmóti, því elskuð og virt af okkur systkinum öllum. Lilja og Jóhannes föðurbróðir okkar vora alla tíð aufúsugestir á heimili okkar, og þær svilkonur einnig mjög góðar vinkonur, því munum við hana Lilju frá því við eram ung að áram. Það var alltaf gaman að fá hana í heimsókn, því hún sýndi áhuga á því sem við krakkamir voram að gera og hafði tíma til að ræða málin. Það var líka gaman að sækja Lilju heim því alltaf hafði hún eitt- hvað skemmtilegt að sýna okkur. Eftir því sem árin liðu varð stjama Lilju enn skærari, því við hana var gott að ræða um alla hluti, og fá svör og hlutlaust mat um menn og málefni, þar sem hún var svo raunsæ, jákvæð og gef- andi, og alltaf fóram við ríkari af hennar fundi. Og svo ung var hún í anda að aldursmunur varð enginn, þótt árin segðu annað. Alla tíð hafði Lilja eitthvað að sýna okkur því hún var listræn og hugmyndarík svo öll hennar handa- vinna er sérlega falleg, enda vann hún til verðlauna fyrir verk sín. Og einnig fékk hún viðurkenningu fyr- ir garðinn sinn, sem var í raun svo lítill en samt svo stór því öllu var svo haglega komið fyrir og blóm og annar gróður svo fjölbreyttur og vel hirtur. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald.Briem) Elsku Jóhannes, Ingi og Benný, við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur. Birna og Magga Guðbjörg Lilja var dóttir hjón- anna Ama Jónssonar húsgagna- smíðameistara og Guðbjargar Sigurðardóttur. Hún giftist eftirlif- andi manni sínum, Jóhannesi Bjömssyni veggfóðrarameistara, 1. des. 1928, sonur þeirra Ingólfur er kvæntur Þóranni Benný Finn- bogadóttur frá Bolungarvík. Þó að við vitum það öll að gang- ur lífsins sé sá að eitt sinn skuli hver maður deyja, þá er það samt svo að þegar dauðinn heimsækir náinn ættingja eða vin, þá er mönn- um bragðið og jafnvel svo að menn trúa því ekki að viðkomandi mann- eskja sé í raun horfín af sjónarsvið- inu og eftir standi ófyllanlegt skarð í vinahóp. Þetta era þær tilfinningar sem ég fylltist þegar mér var tilkynnt um að Lilja, eins og allir kölluðu hana, væri dáin. Lilja var ömmusystir mín, en við voram óvenju náin, þó skyldleikinn hafi ekki verið meiri. Hún gekk mér í ömmu stað þegar ég 7—8 ára missti báðar ömmur mínar með stuttu millibili. Það var alltaf gott að heimsækja Lilju og Jóa og gerði ég það næstum daglega á mínum yngri áram. Þá var það viss passi að ef maður fór í sund eða niður í bæ, þá var stopp- að hjá Lilju á Skarphéðinsgötunni á leiðinni heim, og hún gaf manni að drekka og spjallaði við mann um heima og geima. í gríni kölluðum við Skarphéðinsgötuna sæluhúsið mitt, því þar var alltaf hægt að koma við og finna hlýju og kærleika hjá þeim hjónunum, en oftar var það þó aðeins Lilja sem var heima við, því Jói vann af sinni alkunnu eljusemi fullan vinnudag, allt til 78 ára aldurs. Það var með ólíkindum sú þolin- mæði og ósérhlífni sem Lilja frænka mín sýndi alla tíð, þ'/í ekki var ég I alltaf einn á þessum ferðum mínum, heldur komu þar vinir mínir með mér og nutu með mér samvista við þessa stórkostlega góðu konu, sem lét öllum líða vel eins og þeir ættu hvergi annars staðar heima. Ekki hvað síst fann unnusta mín, Anna María, fyrir þessari hlýju, en eftir að hún kynntist Lilju urðum við bæði tíðir gestir hjá henni, og Lilja var óþreytandi að aðstoða Önnu með alla handavinnu, en Lilja var sannkallaður þúsund þjala smiður á því sviði. Lilja hafði sérstakt lag á því að tala við fólk á hvaða aldri sem er. Alltaf fundum við umræðuefni sem við gátum bæði gleymt okkur í. Ég lærði ótrúlega margt af henni, t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR, Snorrabraut 73, Reykjavik, verður jarðsungin 11. nóvember kl. 13.30 frá Hallgrímskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju í Reykjavík. Elín Ellertsdóttir, Guðrún Ellertsdóttir, Ásgeir B. Ellertsson, Þorkell Steinar Ellertsson, Magný G. Ellertsdóttir, Paul Jóhannsson, Guðjón Guðmundsson, Erika Urbancic, Guðrún Bjartmarsdóttir, Jóhann Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR FRIÐJÓNSSON, *• Gullteig 29, verður jarðsunginn mánudaginn 9. nóv. kl. 13.30 frá Laugarnes- kirkju. Blóm og kransar afþakkaöir en þeimsem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Sjálfsbjörg eða Hjartavernd. Ólöf Guðmundsdóttir, Heiður Sœmundsdóttir, Sixten Holmberg, Friður Sæmundsdóttir, Hávarður Emilsson, Friðjón Sæmundsson, Kristín Benediktsdóttir og barnabörn. bæði um Qölskyldu mína og hvem-" ig lífíð gekk fyrír sig hér um slóðir á hennar yngri áram. Oft hefur það gerst í gegnum skólagöngu mína að fjallað hefur verið um hluti sem gerðust hér fyrr á áram, sem ég hef getað sótt meiri fróðleik til Lilju um, því hún upplifði hlutina sem almennur borgari og mundi allt þetta ótrúlega vel. Þegar hún sagði'' síðan frá varð þetta allt svo raun- veralegt. Það er ekki ofsagt að ef telja ætti upp alla kostina hennar Lilju, þá væri það efni í þykka bók, og ýmislegt er það sem fólk gat lært af henni í mannlegum samskiptum. Ég get þó ekki látið hjá liða að nefna hversu jávæð hún ailtaf var og bjartsýn. Það var alveg sama hvaða vandamál maður bar upp við Lilju, eða hvaða vandamál komu upp yfirleitt, alltaf tókst henni með bjartsýni og jákvæðu hugarfari að gera þau auðveld að yfirstíga. Ekki er vafi á að þetta hefur verið sá kostur sem kom henni að hvað mestum notum í veikindum hennar. Allt frá því hún var lögð inn á spítala fyrir nokkram vikum og til síðasta dags, var hún svo bjartsýn og jákvæð að maður áttaði sig ekki á því hvað hún var í raun orðin veik. Dugnaðurinn var slíkur að undran sætti, og mættu menn þakka fyrir hefðu þeir hluta af þeim krafti. Við kveöjum Lilju að sinni. Við sem voram svo heppin að kjmnast henni varðveitum minninguna um stórkostlega manneskju og reynum að tileinka okkur alla kostina sem hún hafði til að bera. Jóa mínum, Ingólfí og Benný votta ég mína dýpstu samúð. Bles- suð sé minning hennar Lilju. Helgi Jóhannesson Blómastofa fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA — próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna, einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstióri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.