Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 39 tekið. Ef forlögin þekkja umboðs- mennina, geta meðmæli umboðs- mannanna vegið þungt. Og meðan bókaútgáfa og -sala virðist að mestu í höndum karla, þá eru áber- andi margar konur í hópi umboðs- manna, hvumig sem á því stendur. Eitt frægasta dæmið um vel heppnaða umboðsmennsku nú um stundir em umsvif spænsku kon- unnar, sem stendur að baki suður- amerískum rithöfundum eins og Marquez og fleirum. Þeir komu bókum sínum hvergi að, fyrr en hún tók að sér að koma þeim á fram- færi. Burtséð frá gæðunum, þá telja margir, að það sé ekki sízt henni að þakka að suður-amerískar skáld- sögur eru á hvers manns vörum í bókaheiminum þessi árin. Einn af þeim, sem var staddur í Frankfurt þessa októberdaga var umboðsmaður að nafni Colin D. Edwards. Það eru vfsast margvís- legar ástæður fyrir því að fólk gerist umboðsmenn. Edwards hafði hreint ekki haft hug á þessu starfí, var blaðamaður og vann í herrans mörg ár í Mið-Austurlöndum. Einn af þeim, sem hann kynntist þar, var Yehudi Menuhin, fíðluleikarinn góðkunni. Faðir Menuhins var á sínum tíma andvígur stofnun ísra- elsríkis, þrátt fyrir að hann væri gyðingur, sá einfaldlega ekki hvem- ig slíkt ríki mætti komast fyrir, og skrifaði síðan ævisögu sína. For- vitnileg saga sögð frá öðrum sjónarhóli en venjulega er um gyð- ingasögur og sem á sér fáar hlið- stæður. Þegar kom að því að bókin skyidi látin ganga út á þrykk, bað Menuhin kunningja sinn Edwards að freista þess að fínna útgefanda. Bókin hefur komið út f Kanada og í Sviss, en hingað til hafa tvö hundr- uð útgefendur í Bandaríkjunum vísað henni frá og þar er hún held- ur ekki til sölu. Þessi bransi er nefnilega einkum í höndum gyðinga þar í landi, iíkt og Qölmiðlamir, og sagan feliur ekki í kramið meðal þeirra og enginn hefur hingað til þorað að hætta á að styggja þennan volduga þjóðflokk. Edwards þóttist hafa gert góða ferð til Frankfurt í þetta skiptið, hafði sumsé fengið stórt þýzkt forlag til að gefa bókina út, dtv-Verlag. Á þýzku heitir bók- in Die Menuhins. Og það getur margt spunnist út af bókum, því nú hafa ýmsir aðilar í Bandaríkjun- um tekið sig saman um að gera kvikmynd eftir bókinni. Eftir æma fyrirhöfn hefur oksins tekist að safna fé saman, auðvitað vilja eng- ir bankar eða stórfyrirtæki leggja nafn sitt við slíka mynd, svo fram- eiðendurnir lafa x’arið íslenzku leiðina, veðsett hús sín og aðrar eignir og hafa 'pannig rakað saman 10 milljónum dollara. Þetta á nefni- lega að verða nynd, sem tekið verður eftir. Bíðið bara... Lfrentsmiðjur engjast bókaút- ráfu óneitanlega tg þama eru Kka ýmsir mættir frá nrentsmiðjum. Meðal mnarra vom bama l’ulltnlar baskneskrar prentsmiðju I San Se- bastian, baskar að sjálfsögðu. Þeir sögðust koma baraa vegna þess að þama kæmust þeir yfír að hitta svo marga þeirra, sem þeir nrenta fyr- ir, ekki beinlfnis til að stunda beinhörð viðskipti. Þeir prenta nefnilega mest fyrir útlendinga, hafa engan brennandi áhuga á við- skiptum við Spánvetja og öfugt. ETA-frelsissamtökin em ekki ein- angrað fyrirbæri þaraa, þó flestir baskar hiki kannski við að sprengja spænska herlögregiuþjóna í loft upp. Þá em enn ónefndir blaða- og fréttamenn, sem koma á sýninguna, mest frá þýzkum fjölmiðlum, en annars lfka alls staðar að úr heimin- um. Það var áberandi hvað þýzkum sýnendum var mikið í mun að vekja athygli fjölmiðlanna á sér. í Þýzka- landi er nefnilega ekki miðað við að koma bók út fyrir jól, heldur fyrir bókasýninguna i Frankfurt. Þar em þvf kynnt reiðinnar býsn af nýjum, þýzkum bókatitlum. f mörgum sýningabásum vom höf- undamir mættir til að kynna verk sfn og það héngu gjaman uppi spjöld um að á þessum tfma væm þessir höfundar mættir. Og fyrstu dagana var torfarið þama um fyrir plássfrekum sjónvarps- og útvarps- liðum. Yfírbragð og uppákomur Vegna þess að sýnendum var raðað niður eftir löndum, var óneit- anlega forvitnilegt að taka eftir hve sýningarsvæðin vom með misjöfn- um brag. Óneitanlega hafði ítalska svæðið einna fágaðastan brag, bæði vegna þess hve bækumar vom ógn- ar fallegar og eins vegna þess hve þessi þjóð gengur vel til fara. Þeir gefa mikið út af fallegum mynda- bókum, nóg er nú myndefnið úr menningararfínum þarlendis og svo em venjulegar ítalskar skáldsögur með einföldu og fallegu sniði. Þess- um svip brá líka fyrir hjá Spán- verjum og Frökkum, en þar var yfírbragðið þó öllu gloppóttara, smekkleysur inn á milli. Innan um rótgróin þýzk forlög, með klassíska þýzka bókagerðarlist í hæsta veldi, gat að líta grasrótarforlög, með skeggjúðum og tömghypjum, sitj- andi krosslögðum fótum eins og fyrir tuttugu ámm, með bækur um mengun, heilsufræði, handanheims- fræði, heimspeki og stjömuspeki. í Og hér situr skáldið Cott og býð- ur Ijóðarollur sínar falar gegn einu brosi. básunum, kannski einkum þeim stóm, gat vfða að ifta sm& sam- Itvæmi yfir daginn, þar sem gestir sötraðu hvítvín úr plastglösum og óorðuðu hrauð og kartöfluflögur. Á íöðmm svo Qölmennrar sam- komu sprettur alls kyns starfsemi upp. Inni á sýningarsvæðinu en utandyra var stór markaður, þar sem vom seldir skartgripir, leikföng og annað dót og loddarar og töfra- menn sýndu listir sínar. Á gang- stéttinni utan við sýningarsvæðið vom nokkur langborð með bókum, komnum út af fomsölum. Og bókalífíð þrífst ekki bara á sýningarsvæðinu. Þá daga, sem sýningin stendur yfir, em öll hótel borgarinnar full frá kjallara og upp á háaloft og á veitingastöðum og bömm má heyra bókaviðskipti rædd. Gild forlög halda dýrðlega fagnaði á helztu hótelum borgarinn- ar. Allt borgarlffíð er því undirlagt af bókaglöðum aðkomumönnum og nánast ómögulegt að fínna einhvem til að segja sér til vegar á borgar- rölt að kvöldi dags. Allir jafn miklir aðkomumenn, ókunnugir á þessum slóðum. Á kaffihúsum em vfða umræðu- fundir og upplestrar þessa daga. Eitt af þeim forlögum, sem kynnti sig þannig var forlag Dieters Roth listamanns, sem einu sinni bjó hér. Og sýningardagana vom sérstakar sýningar á Kossi köngulóarkonunn- ar, leikritinu, sem samnefnd bfómynd var gerð eftir. Hvers konar bókum er stillt upp í Frankfurt? Tumi byggir hús og Gorbasjoff í stuttu máli öllum bókum um öll hugsanleg efíii. Þama var hægt að finna tæmandi úttekt um lakk á ítölskum fíðlum frá fyrri öldum, ferðabækur og kort, bamabækur, skáldsögur, sannarlega bækur um allt milli himins og jarðar og ekki sízt um það sem er utan og ofan við heiminn. í spænskum bás gat að líta tvær bækur um Toto, sem hér á landi gengur undir nafninu Tumi, sænskar bamabækur. Gimi- legar matreiðslubækur stóðu víða í básunum, hvers kyns handa- vinnubækur, bækur um tónlist. Nei, upptalningin tekur engan enda... í slikum hafsjó af bókum og bókatitlum liggur í augum uppi að það er erfítt að fanga augu þeirra, sem framhjá fara. Þó tókst einu forlagi nokkuð vel að beina athygli sýningargesta að einni bóka sinna. Harper & Row þurftu ekki að hafa mikið fyrir að vekja athygli á bók Gorbasjoffs Sovétleiðtoga. Bókinni, sem hann ku hafa skrifað þegar hann lét sig hverfa í mánuð í sum- ar. Góð rispa það, þvf einn aðstand- enda útgáfunnar hafði á orði að handritið væri um 350 blaðsíður. Sagan f kringum bókina er á köflum eins og bezti reifari, eins og starfsmanni Collins-útgáfunnar f Englandi sagðist frá, en Collins eiga Harper & Row. Ætli sú saga geti ekki orðið bókarefni síðar meir, kannski fyrir næstu messu. Á hveiju ári er haldin bókasýning í Moskvu, þar sem vestræn forlög mæta líka, auk austur-evrópskra. Fyrir tveimur ámm nálgaðist út- gáfustjóri Harper & Row Gorbasjoff á þessari sýningu og stakk upp á að hann skrifaði bók. Hugmyndin virtist detta dauð niður, en útgáfu- stjórinn hélt henni þó að Gorbasjoff og skyndilega kviknaði áhugi hans. Á sýningunni í ár mætti útgáfu- stjórinn enn og nú var gengið til samninga, sem auðvitað þurftu að fara fram með mestu leynd, svo þeir vom gerðir undir þvf yfírskini að verið væri að seiqja um allt aðr- ar bækur. Samningamir vom ekki einfaldir, þvf margs þurfti að gæta á báða bóga og Englendingamir þurftu n\jög að r&ðfæra sig við bá sem heima sátu. Eitthvað flækti það fyrir samningum, að af einhveijum dularfullum ástæðum virtust Rúss- imir alltaf vita af öllum spilunum uppi í ermi Bretanna. Að lokum small allt saman og eftir stuttan tíma kom Gorbasjoff með um 350 blaðsfðna handrit, sem sá, er sagði mér hafði barið augum. fíkki er vitað hversu merkileg •itsmíðin er, en fyrir áhugamenn um áfengism&l heima og heiman ku vera þama langur kafli um ifengismál, bó Ifklega einkum böl- ð, $ heimalandi höfundar, enda hefur það lengi verið jóst að þau em höfímdi einkar hugieikin. Ann- að merki ku þar Ifka að fínna, svo sem setningar eins og að kommún- isma verði aðeins komið á eftir lýðræðislegum leiðum. Skondið ef satt er, en betra að bfða með allar útleggingar þar til bókin gengur út á þrykk, svart á hvítu, sem ger- ist samtímis víða um heiminn í nóvemberbyijun. Harper & Row seldu þýðingarréttinn til nftján landa þama á sýningunni, svo það sitja herekarar þýðenda víðs vegar um heimsbyggðina, til að vera nú ekki svifaseinni en höfundurinn var. íslendingar em ein þeirra þjoða, sem geta glatt sig við að lesa bókina við fyrsta tækifæri, þökk sé Iðunni, sem hreppti réttinn hér. Hvað sem má segja um bók- menntalegt gildi bókarinnar, þá er Ijóst að með þessu framtaki sýnir Gorbaqjoff að hann á fátt ólært á sviði auglýsingamennsku. En jafnvel þó einu stóm forlagi takist að draga að sér athyglina með svo óveqjulegri bók, þá er samt nóg pláss fyrir aðra með aðsóps- minni bækur, líka smáþjóðir, en meira um það sfðar. Sálfræöistöðin Námskeiö Sjálf sþekking — Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stll þeir hafa I samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir i árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru „„ _ sálfræðingarnir __ Álfheiður Steinþórsdóttír og Guðfinna Eydal. E Innritun og nánari upplýsingar f síma Sálfræðistöðvarinnar: 623075 millikl.lOog 12. syfigíir léttkláSsísk lög t fyrir matajrgesti á sunnudögum kl. 12'*° og 20^ ' .4 " 'í Jónaslxíriiv 'Helgi og Hermann Iiigi " kemmta á Hát^igi j um kvöldið. Sigttih 38, 105 Réykjavik Sími 689000 " *<s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.