Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Álagning útsvars í staðgreiðslukerfi skatta: Forsendur fjármálaráð- herra ekki raunhæfar — segir Sigurgeir Sigurðsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga SIGURGEIR Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjamarnesi og formað- ur Sambands islenskra sveitarfél- aga, segir að sú staðhæfing Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjár- málaráðherra, að raunhækkun útsvars verði 20% ef sveitarfélög- in leggi á 7,5% útsvar í stað- greiðslukerfi skatta, byggist á þeim forsendum að gjöldin inn- heimtist að fullu og kostnaðar- hækkun verði 8-10% á næsta ári, en varla sé raunhæft að reikna með þessu. Raunhæft væri að gera ráð fyrir um 80% innheimtu. Það hefði ekki gefíst vel í ár að lækka útsvarspró- sentuna úr 11% (10,2% að meðaltali, vegna þrýstings stjómvalda. Launa- breytingar I ár, frá október á síðasta ári til jafnlengdar ( ár, hefðu verið 30-35% í stað 12-16%, eins og reikn- að hefði verið með. Þá óttuðust sveitarstjómamenn að fyrsta ár stað- greiðslukerfisins yrði erfítt, þar sem kerfið væri ekki nægilega tilbúið. Sveitarfélögin stæðu illa af þessum sökum. „Við höfum alltaf reynt að vera í lægri kantinum og það er ekki hætta á að við viljum stuðla að því að trekkja upp álögur á almenn- ing,“ sagði Sigurgeir. Hann benti á að Alþingi hefði séð ástæðu til þess í vor að hækka álagn- ingarprósentu sveitarfélaga úr 7% í 7,5%, einfaldlega vegna þess að það hefði séð fram á að hún þyrfti að hækka. Þörungaverksmiðjan hf.: Tap á rekstrí 3,7 milljónir Miðhúsum, Reykhóla«veit. TÍÐARFAR i september og október var nyög óhagstætt til þangöflun- ar og kom aðeins tæpur helmingur af áætluðu þangmagni á land. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er halli Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum orðinn 3,7 miljjónir kr. það sem af er árinu. Þetta kemur fram í viðtali sem fréttaritari átti við Inga Garðar Sigurðs- son formann Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum. Kristján Þór Kristjánsson framkvæmdastjóri verksmiðjunnar hefur sagt upp starfi sinu. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þóröarson París í Borgarnesi Paris er vinsæll leikur í friminútunum hjá krökk- unum i grunnskólanum í Borgarnesi. Ein var að hoppa og fjórir að horfa á þegar þessi mynd var tekin einn „vordaginn" nú i haust. í baksýn biasir Borgarneskirkja við, en hún setur mikinn svip á bæinn, og HafnarfjaUið grátt ofan i miðj- ar hlíðar. Ingi Garðar sagði að eins og all- ur áhætturekstur felur ( sér er aldrei hægt að ákveða fyrirfram hvað þurfí að afiast af þangi. „Tíðarfarið í september og október var nyög óhagstætt til þangöflunar og kom aðeins tæpur helmingur af áætluðu þangmagni á land og er þá miðað við meðalár. Þannig má ætla að tapast hafí 11-12 milljónir króna því að fastakostnaður minnk- ar Iftið þó lítið sé afiað,“ sagði Ingi. Ingi taldi æskilegt að Þörunga- verksmiðjan fœri ( hliðarvinnslu úr hráefni verksmiðjunnar til þess að halda gengi hennar stöðugu en til bess byrfti að auka hlutafé, sem best væri að kæmi úr héraði ef heimafólk vildi nafa yfírsljóm á fyrirtækinu. Um uppsögn framkvæmdastjór- ans, Kristjáns Þórs Kristjánssonar, hafði Ingi þetta að segja: „Uppsögn framkvæmdastjórans á ekkert skylt við meint tap á rekstrinum. Engin ágreiningur er á milli hans og stjómar og er uppsögnin eingöngu af persónulegum ástæðum. Kristján var búinn að vera framkvæmda- stjóri verksmidljunnar síðastliðin fímm ár. Reikningar verksmiðjunnar fyrir fyrstu 9 mánuði ársins em nú f endurskoðun og fyrr ar ekki hægt að segja um raunveruiegan halla en samkvæmt bráðablrgðauppgjöri hallinn orðinn 3,7 milljónir,“ Ekkert í lögum uiu ljósaskoðun bíla er sagði Ingi að lokum. — Sveinn. ENGIN ákvæði eru um það i lög- um eða reglugerðum að bifreiða- eigendur skuli færa bifreiðar sínar til sérstakrar ljósaskoðunar. í nýjum umferðarlögum, sem taka eiga gildi í mars á næsta ári, er ekki heldur minnst á Ijósaskoðun- ina. Þá þykir einnig sérstakt álitamál hvort það fái staðist, að nýjar bifreiðar, sem eru undan- skildar aðalskoðun fyrstu árin, skuli samt sem áður færðar ( ijósaskoðun. Ljósaskoðunartfmabil bifreiða er frá 1. ágúst til 31. október ár hvert. EinB og bifreiðaeigendum er kunn- ugt, þurfa þeir ið leita tll bifreiða- verkstæða til að láta skoða ljósin. Geri þeir það ekki telst bifreið þeirra Sjóefnavinnslan hf.; Hagnaður árið 1990 ef skuldum verður létt af Talið hagkvæmt að reisa heilsusaltverksmiðju STJÓRN Sjóefnavinnslunar hf. hefur samþykkt skipulagsbreytingar & rekstri verksmiðjunnar, þar sem m.a. er gert ráð fyrír að ríkið afskrifi 530 milijónir kr. af skuldum félagsins, en ríkissjóður fái i staðinn 70 milljóna kr. veðskuldabréf, sem Sjóefnavinnslan á að greiða á 8 árum. Með þessu móti er gert ráð fyrir að verksmiðjan geti farið að skila hagnaði árið 1990. Hugmyndir eru uppi um að reisa heilsusaltverksmiðju á Reykjanesi. í skýrelu iðnaðarráðherra til Al- legt og ábatasamt félag, með því þingis um fjárhagslega endurekipu- að létta skuldum af félaginu lagningu Sjóefnavinnslunnar segir að fyrirhugað sé að ríkissjóður létti af félaginu 520 milljóna króna skuldum við endurlánareikning ríkissjóðs og Ríkisábyrgðarqjóð, svo og 10 miiljóna króna skuld við sparisjóð Keflavtkur og nágrennis, en í staðinn fái ríkisqjóður veð- tryggt veðskuldabréf að upphæð kr. 70 milljónlr með 5% árevöxtum sem féiagið á að greiða á árunum 1991-1998. í skýrelunni segir að núverandi skuldabyrði félagsins geri framtfð- armöguleika Sjóefnavinnslunnar nánast enga, og að stjóravöld hljóti að „hafa hag af að mynda arðvæn- Núverandi hlutafé Sjóefnavinnsl- unnar, sem er skráð á nafnverði um 40 milijónir króna, á að lækka niður í 4 milljónir króna, og lækkun- arfénu varið til jöfnunar taps. Hiutafé ríkisin8, sem á 84% í Sjó- efnavinnslunni, verður síðan selt, og hlutaféð aftur aukið um 60 millj- ónir án þátttöku ríkisins. I arðsemÍBáætlun fyrir rekstur Sjóefnavinnslunnar fram til ársins 1999 er gert ráð fyrir tapi á rekstri verksmiðjunnar árin 1988 og 1989, en árið 1990 er reiknað með rúm- lega 12 milljóna króna hagnaði af rekstrinum, og árið 1992 á Sjóefna- vinnslan að hafa náð þvf að skila árlega um 33 milijóna króna hagn- aði. Þessar áætlanir eru gerðar með þeim fyrirvara að hægt verði að selja kísl, sem er notuð sem húð- hreinsiefni, en ef ekki tekst að markaðssetja kíslina er reiknað með um 14 miHjóna króna árlegum hagnaði. I arðsemisáætluninni er reiknað með árlegri framleiðslu á um 7000 tonnum af grófu og fínu salti, og að Sjóefnavinnslan hafí um 46-66% af kolsýrumarkaðnum næBtu 2-3 árin, en auki sfðan hlutdeild s(na vegna tilkomu nýrra markaða. Bent er á að framleiðsla bjóre og útfiutn- ingur á kolsýrðu vatni geti haft veruleg áhrif á stærð kolsýrumark- aðarins í framtíðinni." Einnig segir: „Frumáætlanir benda til þess að bygging og rekstur 4660 tonna heilsusaltverksmiðju á Reykjanesi sé hagkvæmur kostur," og er bent á að Sjóefnavinnsian geti haft for- göngu um byggingu og rekstur slfkrar verksmiðju. ekki skoðunarhæf við aðalskoðun. Sérstök ljósaskoðun kostar bifreiða- eigendur hérlendis tugi milljóna á ári hvetju. Þegar Morgunblaðið leit- aði til nokkurra aðila, sem þekkja þessi mál best, voru þeir allir sam- mála um að setja þyrfti skýr ákvæði um Ijósaskoðun. Sturla Þórðarson, fuiltrúi lög- regiustjórans f Reykjavík, sagði að vissulega væru ákvæði f lögum um bifreiðaskoðun, en ekkert væri sére- taklega tekið fram um skoðun Ijósa. „Það var ákveðið á sínum tfma að taka ljósaskoðunina út úr aðalskoðun og gera mönnum að láta stilla ljós bifreiða sinna á tfmabilinu 1. ágúst til 31. október ár hvert/kagði Sturla. „Þetta var hins vegar aldrei gert með nægjanlega skýrum hætti og þvf heyrast oft raddir manna sem te\ja að þeim sé ekki skylt að fylgja þessum fyrirmœlum. Þó skiija flestir tilganginn með Ijósaskoðuninni, sem er að tryggja umferðaröryggi. Eg tel að iagaheimiidir séu fyrir hendi og vfsa þar til 18. greinar umferðarlag- anna.“ Grein sú sem Sturla vfsaði til hefst á þessum orðum: „Lögreglustjórar eða eftirlitsmenn geta, hvenær sem er, krafíst þess, að öll ökutæki, sem skráð eru eða notuð f umdæml þeirra, séu færð til skoðunar á tiltekna staði f umdæmlnu, svo að ganga megi úr skugga um, hvort þau séu f lög- mæltu ástandi.“ Lögreglan hefur meðal annars stuðst við þessa grein þegar óskoðaðar bifreiðar eru teknar til skyndiskoðunar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið, að nýjar bifreiðar þyrfti ekki að færa til aðalskoðunar fyretu tvö árin. Þó er eigendum þeirra gert að færa þær tii ljósaskoðunar og sagði Sturla að það væri vissulega álitamál hvort sú ráðstöfun fengi staðist. Sextán fjöl- listamenn sýna list- ir sínar SEXTÁN fjöllistamenn frá fimm löndum ,>ru staddir hér á landi og verða með skemmtanir næstu daga. Meðal þeirra, sem fram koma á sýningunni, eru dr. Elvius hugsana- lesari, vasaþjófurinn Borra, cöfra- maðurinn sir Richard, Edlt sem sýnir jafnvægislistir og fleiri. Sýningar verða sem hór segir: Sunnudaginn 8. nóv. í Háskólabíói kl. 28.00, tnánudaginn 9. nóv. f Keflavík kl. 21.00, miðvikudaginn 11. nóv. í Ólafsvík kl. 21.00, fímmtudaginn 12. nóv. f Vest- mannaeyjum kl. 21.00, föstudaginn 13. nóv. í Keflavík kl. 21.00, laugar- daginn 14. nóv. á Akranesi kl. 17.00 og sunnudaginn 15. í Háskólabíói kl. 15.00. Hver sýning stendur f um tvær klukkustundir. Kammersveit Reykjavíkur: Mozart í Áskirkju FYRSTU tónleikar Kammer- sveitar Reykjavfkur á þessu starfs&ri verða i Áskírkju i kvöld ld. 20.80. Yfírekrift tónieikanna er „Kvöld- stund með Mozart" og verða fluttir þrír kvintettar eftir hann. Þorateinn Gylfason hefur tekið saman texta um tónskáldið og verkin sem Gunn- ar Eyjólfsson leikari flytur. Joseph Ognibene homleikari, Kristján Þ. Stephensen óbóleikari og Guðni Franzson klarinettuleikari leika elnleik á tónleikunum. Auk þeirra koma fram Szymon Kuran og Júlíana Elin Kjartansdóttir, fiðluleikarar, Elísabet Dean og Sesse(ja Halldórsdóttir lágfíðluleik- arar og Carmel Russel sellóleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.