Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 53 lagðist gegn byltingunni 1917 á þeirri forsendu að hún væri ótíma- bær, en hreyfði ekki mótbárum þegar meirihluti flokksins sam- þykkti ráðagerðina. Síðan varð Zinoviev yfírmaður Komintem og fékk sæti í „þríeykisstjóm," sém tók við völdunum þegar Lenín lézt 1924, og stjómaði baráttunni fyrir því að flæma Trotsky úr flokknum. Stalín treysti sig í sessi 1926 og eftir margra ára innanflokkseijur varð Zinoviev aðalsakbomingur í fyrstu „sýniréttarhöldunum" 1936. Zinoviev, Kamenev og 13 aðrir gamlir bolsévíkar vom teknir af lífí fyrir samsæri um að steypa stjóm- inni. Kamenev, sem var mágur Trot- skys, var rekinn úr flokknum 1927, en afneitaði sannfæringu sinni og fékk að gegna minniháttar embætt- um unz hann var handtekinn 1934. Hann var sakaður um að vera við- riðinn morðið á Sergei Kirov, leið- toga flokksins í Leníngrad, atburðinn sem hratt hreinsununum af stað. í ræðu sinni sagði Gorbac- hev að Kamenev og Zinoviev hefðu sí og æ reynt að kljúfa flokkinn og hrósaði Stalín fyrir að hafa átt þátt í að leggja þá að velli. í núverandi valdatafli í Kreml skiptir enginn hinna gömlu bolsévíka eins miklu máli og Buk- harin, sem hefði orðið 99 ára 8. okt.. Hann á margt sameiginlegt með Gorbachev og á sér aðdáendur í röðum vestrænna vinstrisinna, sem kenna Stalín um hörmungamar eftir byltinguna. Hann var dyggur stuðningsmaður Leníns, helzti sér- fræðingurinn í kenningum flokksins og myndaði bandalag með Zinoviev og Kamenev gegn Stalín. Hann var höfundur „nýju efnahagsstefnunn- ar“ (NEP) 1921-1928, sem leyfði takmarkað einkaframtak og minnir á umbótastefnu Gorbachevs, beitti sér fyrir hægfara þjóðnýtingu í Lenín á likbörunum: hálfguð % Ólík viðhorf sovézkra sagnfræð- inga til fortíðarinnar komu fram í fjörugum umræðum, sem greint var frá í tfmarítinu Kommunist í sum- ar. Einn þeirra sagði um Krúsjeff: „Mat okkar á honum er að öilu leyti neikvætt og ég tel það ekki mak- legt. Lífíð er ekki einungis svart og hvítt." Mints gamli sagði: „Við eigum að nefna nöfn, en megum ekki sýkna aðra en þá sem eiga það skilið. Við getum ekki fyrirgefíð ' Trotsky það tjón, sem hann bakaði landinu." Slíkar umræður og um- fjöllun hefðu verið óhugsandi þar til 1985. Stundum hafa stjómvöld talið sig knúin til að grípa f taumana eða landbúnaði og iðnaði og lagðist gegn því að smábændur yrðu rekn- ir nauðugir f samyrkjubú þegar sú stefna var tekin upp 1929. Eins og Gorbachev vildi Bukharin samvinnufélög og aukið frjálslyndi í menningarmálum. Hann var al- þjóðasinni, skrifaði ritgerðir um Darwin og Goethe og kunni ensku, ffönsku og þýzku. Hann iagði áherzlu A nauðsyn vísindarann- sókna og starfshæfni eins og Gorbachev, en var þó enginn lýð- rœðissinni fremur en hann, dró aldrei f efa að flokkurinn «tti öllu að 'áða og vildi engar innbyrðis væringar. Að lokum var Bukharin I sakaður um stjóma hópi „hægri- rnanna" og var sviptur opinbemm embættum þegar Stalín tók við stjóminni. Hann var rítstjóri Lz- vestia um skeið 1934, en líflátinn 1988. 1 hátiðarræðu sinni ítrekaði Gorbachev þá opinbem afstöðu að honum iiefði orðið \ f messunni iægar hann lagðist gegn þjóðnýt- mgu landbúnaðarins. Fjörugar umræður í opinberri „sögu borgarastríðs- ins“, sem kom út 1936-1943, var ekki vikið einu orði að Bukharin, Trotsky og öðmm gömium bolsévíkaieiðtogum. Minning þeirra var þurrkuð út og þeir gleymdust, en síðan Gorbachev kom til valda hafa farið fram hreinskilnar um- ræður um þá. Blöð og tímarit hafa verið uppfull af greinum og bréfum, sem bera vott um aukinn áhuga á „hinni hetjulegu fortíð“ og fáir hafa lagt eins fast að Gorbachev endur- reisa hina vanvirtu foringja bylting- arinnar og einn höfundurnins mikla rits um borgarastríðið, ísak Mints, sem barðist í byltingunni. Uppreisnarmenn í Petrograd 7. nóvember 1917: þagað um Trotsky stýra umræðunum. Nýlega var efnt til fundar sagnfræðiriga og frétta- manna, sovézkra og erlendra, greinilega til að sýna fram á aukið frelsi fræðimanna. Þar sagði sagn- fræðingurinn Yuri A. Polyakov að mikill meirihluti fómarlamba Stalíns hefði verið saklaus. „Stalin notaði tiðarandann á snilldarlegan hátt til að losa sig við fólk, sem hafði barizt gegn honum,“ sagði hann. Þó virtist hann varkár og hafnaði því mati vestrænna sér- fræðinga að harðstjóm Stalfns hefði kostað a.m.k. 10 mil\jónir mannslífa og taldi töluna eina mil(jón nær lagi. í nýju uppflettiriti um byltinguna em í fyrsta skipti rakin æviatriði 22 byltingarleiðtoga, en láðst er að Íjta þess að þeir vom myrtir. herzla er lögð á galla Bukharíns með frœgri tilvitnun í Lenfn: „í stjórnmálum var hann djöfullega ótraustur" og dregið i efa að hann hafi verið „sannur marxisti,“ )>ótt hann væri hugsjónafræðingur flokksins. Trotsky fær litlar þakkir fyrir að hrifsa völdin í Pétursborg 1917 og stofna Rauða herínn. „Per- sónulegt hugrekki“ hans er viður- kennt, en áherzla lögð á „hug^jóna- fræðilegan veikleika“ hans. Tekið er undir nýja gagnrýni á Stalfn, en fjallað um hann af varfæmi og ekki minnzt á sýniréttarhöldin. Staðan breyttist nokkuð frá því þetta rit var búið til prentunar og þar til það kom út. Leikritahöfund- urinn Mikhail Shatrov, sem fjallar um Bukharin og Trotsky í nýju leik- riti, sagði í haust: „Ég hefði sýnt þér þessa bók með stolti fyrir einu og hálfu ári, en núna skammast ég mín fyrir hana.“ Nýlega fjallaði sagnfræðingurinn Vladimir Ivanov um Trotsky f Sovetskaya Rossiya, í lengtsu grein um ævi hans og störf sem hefur birzt í áratugi, en lagði áherzlu á að trotskyismi hefði réttilega verið „brotinn á bak aftur áður en Lenfn var allur ... Hann Sjá næstu siðu. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.