Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 25 Lifið í risíbúðinni við Mávahlíð er veröld sem var ingar voru engir til fyrir flautu sem kostaði 50 pund. Við lögðumst því öll á bæn, en það var venjulega gripið til þess ráðs ef eitthvað bját- aði á. Svo var það dag einn að mamma fór í nótnabúð til að kaupa eitthvað smávegis fyrir mig. Þegar hún hafði lokið við að versla snéri hún sér við og ætlaði að flýta sér út. Hún gáði ekki að sér og gekk á glerhurð og skarst illa á nefí. Á spítalanum var henni sagt að hún gæti farið í mái við búðina vegna þess að hún hlaut ljótan áverka sem viðbúið væri að myndi sjást og hurð- in var illa sýnileg. Niðurstaðan varð sú að mamma fékk 50 pund í skaða- bættur og það dugði fyrir flautunni. Hún iét sér nefbrotið í léttu rúmi liggja. Hún hafði hvort sem er nef- brotnað áður svo nefið varð ekki svo miklu ljótara en það hafði áður verið. Þegar við fluttum úr klaustrinu fórum við upp í sveit og bjuggum um tíma töluvert langt frá öðru fólki. Við urðum því mjög nátengd hvort öðru fjölskyldan. Við systkin- in gengum í bamaskóla í þorpinu og þar undi ég mér vel. Þetta var lítill skóli og ég var alltaf efst og kunni því vel. En þegar ég varð heldur eldri gekk ég í klaustur- skóla. Þar líkaði mér ekki eins vel. Mér gekk illa að láta mér semja við stelpumar og mér fannst þá heldur óeðlilegt að hafa eintómar stelpur saman í hópi. Þær vom líka margar af ríku foreldri en ég var fátæk og þar ofan í kaupið vom þær í skólanum allan sólarhringinn en ég fór alltaf heim á . kvöldin. Vera mfn í klausturskóianum var því sannarlega ekki óblandin án- ægja. En þegar ég var þrettán ára fór ég í skóla í Manchester, þar sem kennd var tónlist og ýmislegt annað sem mér féll vel að læra. í þeim skóla leið mér vel. Þar var líka mikið trúarlíf. Þar höfðu nokkrir krakkar úr ýmsum trúflokkum mótmælendatrúar stofnað trúarhóp og ég laðaðist að því fólki. Ég var að vísu kaþólsk en fékk samt að vera með þó sumir í hópnum teldu mig hins vegar vart krístna mann- eskju. Fékk þá sannfæringn að Kristur þýddi mikið fyrir mig Afstaða þessa fólks leiddi til þess að ég fór að velta trúarbrögðum mikið fyrir mér. Um tíma snéri ég bakinu að mestu við kaþólsku trúnni og hallaði mér að öðrum trú- flokkum en þegar ég var nítján ára fór ég aftur að hugsa um kaþólsku trúna og árangurinn af þeim um- þenkingum varð sá að ég smíðaði mér vopn í baráttu minni fyrir trú minni, leitaði að rökum til þess að styðja mál mitt og fann þau. Heima hjá mér hafði aldrei verið velt mik- ið vöngum yfir trúmálum. Trúin á guð var eins eðlileg og það að borða og sofa. Það var því ný reynsla fyrir mig þegar ég kynntist krökk- um í skólanum sem hugsuðu svona mikið um trúmál. Ég var óvön því að rökstyðja mál mitt í þessum efn- um og kostaði mikla umhugsun að finna rök. Mér fannst ég litla hjálp fá hjá kirkjunni, en þetta hafðist samt og ég fékk smám saman þá sannfæringu í sálina að ég væri kristin manneskja og Kristur þýddi mikið fyrir mig. Þegar ég var sautján ára varð ég alvarlega ástfangin í fyrsta skipti. Ég var ástfangin af strák sem var með mér í skólanum og við tókum upp ástarsamband. Ég var óttalega ráðalaus í sambandi við þetta ástarsamband og vissi alls ekki hvemig ég ætti að haga mér en það mál leystist á þann veg að við hættum að vera saman. Þó það væri sárt þá var það um léið tölu- verður léttir. Eftir dvöl mína í þessum skóla, >egar ég var átján ára, þá fór ég I fyrsta skipti í klaustur og leiddi í alvöru hugann að klausturlífl. En ég var ung og óreynd og príorinnan ráðlagði mér að bíða átekta, öðlast lífsreynslu og læra tónlist. Ég spil- aði á píanó fyrst þegar ég byijaði að læra á hljóðfæri, það gekk illa. Þar næst lærði ég á fiðlu og það gekk heldur betur en svo kynntist ég cellóinu og það varð mitt hljóð- færi. Ég fór því í háskóia og lærði á celló. Eftir að ég hafði lokið há- skólaprófl sá ég auglýsingu í Daily Telegraph frá Sinfóníuhljómsveit íslands og sló til og kom hingað. Hættí um tíma að trúaáguð Ifyrst eftir að ég kom hingað leið mér vel og ég ferðaðist mikið um landið, sem ég var strax ástfangin af. Seinna átti ég um tíma í andleg- um erfíðleikum. Ég var þunglynd og það var mikið ójafnvægi á til- fínningalífínu. Ég leitaði mér lækninga og fékk meðul um skamman tíma. Ég ræddi við lækn- inn, m.a. um trúmál og hann spurði mig hvort ég hefði npkkrun tíma hætt að trúa á guð. Ég ákvað að reyna það og sagði við guð að nú ætlaði ég að hætta að trúa á hann um tíma. Fyrir suma er tónlistin miðpunktur lífsins og þeir fá þann- ig tilgang í líf sitt. Það haida margir að það sé auðveit að spila en því fer víðsfjarri. Það er mikið puð og krefst þess að maður ein- beiti sér algerlega að tónlistinni. Ég held stundum að ég sé ekki nein almennileg tónlistarmann- eskja, í það minnsta hefur tónlistin aldrei fyllt upp í tómarúmin í minni sál. Ég get ekki án guðs verið. Það er ægilega erfitt að aðlaga sig manni Ég fór að vera með bandarískum manni á þessum tíma. Það kostar mikið að ætla sér að aðlaga sig annarri mannesiq'u. Auðvitað var það líka mjög gaman og spennandi en þetta gekk samt ekki og við slit- um samvistum. Við _ erum samt góðir vinir enn í dag. Ég varð einn- ig aivariega ástfangin af öðrum manni. Við urðum nánir vinir en aldrei elskendur. Hann vildi það ekki. Hann var mjög trúaður og við ræddum trúmál og þau færðu okk- ur mjög nálægt hvort öðru. Það var mjög erfítt að hafa þetta nána sam- band en vera aldrei elskendur. Nú er þessi maður orðinn munkur í svipuðu klaustri og ég er að hverfa til innan tíðar. Þetta eru mjög óvenjuleg klaustur, svokölluð tvíburaklaustur. Þar eru bæði nunn- ur og munkar. Vitaskuld búa kynin aðskilin og allt ástarsamband er stranglega forboðið. En munkar og nunnur hittast daglega við vinnu og máltíðir og mér fínnst þetta mjög jákvætt, og raunar alger nauðsyn. Þessi klaustur eru ekki gömul. Þau eru stofnuð um 1930 og byggja á reglu heitags Benedikts. Húsið sem klaustrið við Bedford er í er gamait og fallegt þó stofnunin sem slík sé nýleg. Það er einkennandi fyrir reglu Benediktína hversu mik- ið er lagt uppúr fegurð í öllu umhverfí. Það var belgískur prestur sem stofnaði þetta klaustur. Hann sá hvað kommúnismi höfðaði mikið til fólks. Hann þóttist sjá að ef krist- in trú ætlaði að halda áfram að þroskast þá yrðu menn að vera til- búnir til endumýja hana og aðlaga breyttum tímum. Hann sá hve hug- myndafræði Benediktínareglunnar er svipuð grunntóni kommúnis- mans, það að allir séu jafnir og eigi allt saman. Hann var líka mikill talsmaður þess að kristnir menn sameinuðust, ólík trúfélög hefðu samskipti og ræddu saman. í klaustrinu sem ég er að ganga í, er tekið á móti fólki hvaðanæva að, og þangað koma menn víða að t.d frá Orthodoxsöfnuðum frá aust- antjaldslöndum og s.frv., menn hittast, ræða saman og biðja sam- an. Það er reyndar lagt töluvert uppúr því í klaustrínu að tala ekki of mikið. Það er gert ráð fyrir að öllu jöfnu að hafa þagnartímabil töluverðan hluta dagsins. Þá talar fólk ekki nema nauðsyn kreiji. En svo eru líka tvisvar á dag samkom- utímar þar sem fóik getur spjallað saman. Langar til að gefa af sjálfri mér í klaustrinu við Bedford er mikið lagt uppúr vinnu. Þar er mikið ofíð og einnig unnið að útgáfu og dreif- ingu tímarita m.a. fyrir bandarísk fyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt af því sem þar fer fram. Einn af munk- um klaustursins er frægur sálfræð- ingur og hann heldur stundum fyrirlestra, en aðeins þegar klaustr- inu vantar peninga. Nunnumar hafa hver sitt svið og ég veit ekki enn hvert verður mitt svið, þar verð- ur látið ráða hvar ég stend mig best. Ungnunnur annast eldhús- störf svo ég kem til með að þurfa að sinna eldhússtörfum miklu meira en ég hef gert fram til þessa. Ég verð einnig að venja mig við að hugsa meira um aðra en ég hef gert. Það er einmitt það sem mig langar svo til, að gefa af sjálfri mér og sýna öðrum kærleika og til þess fæ ég góð tækifæri í kiaustr- inu. Fjöldskylda mín er vel sátt við þá ákvörðun mín að ganga í klaust- ur. Erfíðlegast gekk bróður mínum að skilja ákvörðun mína. Hann, sem atvinnumaður í tónlist, gat ekki skilið að ég vildi hverfa af þeirri braut. Ég hef dvalið í þessu klaustri í fríum undanfarin ár og sl. sumar dvaldi ég þar allt sumarið. Þá kom flölskylda mfn í heimsókn og leist vel á klaustrið og þá starfsemi sem þar fer fram. Þrátt fyrir löngun mína þá vildi ég samt ekki taka endanlega ákvörðun þá. Vildi fara til íslands aftur og sjá til. En smám saman komst ég að þeirri niður- stöðu að þetta væri það sem ég vildi helst og mér er mjög létt að hafa loks tekið ákvörðun. Biðtíminn eftir endanlegu heiti er rúm fímm ár. Ef í ljós kemur að ég uni mér ekki í klaustrinu við nánari kynn- ingu þá á ég afturkvæmt. Ég hef sent þangað eigur mínar og þær eru sameiginiegar nema ef ég kýs að hverfa þaðan, þá fæ ég þær aftur þegar ég fer. Ef maður á peninga þá gefur maður þá ekki til klaustursins heldur til líknarstarfa þegar maður hefur unnið endanlegt heit. Fólk hefur spurt mig hvort það sé ekki sárt að yfírgefa tónlistina, en það er ég ekki að gera. Ég kem til með að leika á cellóið í klaustr- inu, bæði við bænastundir og athafnir í klaustrinu. Þar er mikil tónlistarstarfsemi, Benediktínar hafa mætur á fagurri tónlist eins og. öðru því sem fagurt er. Eins og ég sagði í upphafí þá kveð ég ísland með sárum söknuði. Hér hef ég eignast góða vini, lifað ljúfsárar stundir og síðast en ekki síst kynnst landinu sjálfu. Ég hef ferðast hér mikið og kiifíð mörg §öll og þær endurminningar eru mér mikils virði. Fjallgöngumar í fylgd góðra vina hafa gefið mér mikla gleði. En nú verð ég væntan- lega að láta af fjallaklifri í eiginlegri merkinu og taka til við að klífa hin andlegu íjöll í klaustrinu við Bed- ford í Englandi. Ég vona að sú reynsla verði mér ekki síður mikil- væg en fjallgöngumar í óbyggðum íslands. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR ACER handhafi þriggja verðlauna. AC0Í. &gn- lSksins •pCTöWA £>/KlUltÍtech TÖLVUR ACER 500+ er moö Nec V-20 örtölvu, og er klukkutíöni 4,77 og 8 Mhz ( túrbóham. Hún er meö pergament-hvltum skjó og Hercules skjákorti, þ.e. grafísk upplausn er eins og Hún gerist best (720X348 punktar), minni er 640k, tvö diskadrlf, prenttengi og serial samskiptatengi, rauntímaklukka, vandað lyklaborö. Dieíta Skipholti 9, X s: 622455 & 24455.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.