Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 22
22 ; MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Að loknu ársþingi hestamanna: Yirða átti viljayfirlýsing- una við val á landsmótsstað - segir Guðrún Gunnarsdóttir stjórnarmaður í LH Hestar Valdimar Kristinsson EKKI voru allir stjómarmenn LH sammála um að veita skyldi Skagfirðingum landsmótið 1990 þegar ákvörðun var tekin f sum- ar. Konumar tvœr f stjórninni þær Guðrún Gunnarsdóttir og Kristbjörg Eyvindsdóttir töldu að virða ætti vijjayfirlýsinguna frá Varmahlfðarfundinum 1980 og veita Eyfirðingum landsmót- ið. Guðrún Gunnarsdóttir tók til máls í umræðum um skýrslu stjóm- ar og skoraði hún þar á Skagfírð- inga að sýna félagsþroska og höfðingslund og afsala sér lands- mótinu og þar með væri þetta leiðindamál endanlega úr sögunni. Að loknu þingi var Guðrún tekin tali og beðin að lýsa skoðun sinni á þessu máli. Sagðist hún vera mjög ósátt við alla meðferð þessa máls því hún liti svo á að hlutverk stjómarinnar væri að ná sáttum í þeim deilumálum sem upp kunna að koma innan samtakanna. „Varmahlíðarsamþykktin réði úrslitum þegar ég myndaði mér skoðun á þessu máli í upphafi því ég lít svo á að orð skuli standa svo fremi sem engar forsendur hafí breyst og ég fæ ekki séð að svo hafi verið um aðstöðuna á þeim tveimur mótsstöðum sem um er rætt. í fyrsta lagi hefði stjómin átt að mínu mati að velja Melgerð- ismela því snemma varð ljóst að Eyfirðingar legðu mikla áherslu á að staðið yrði við viljayfírlýsing- una. Þess má geta að í könnun sem stjóm LH gerði síðastliðinn vetur meðal norðlensku hestamannafé- laganna kom fram að ekkert félaganna afsagði að taka þátt í mótinu þó það yrði haldið á Mel- gerðismelum. Hinsvegar taldi eitt félag sig ekki geta staðið að móti annars staðar en á Melgerðismelum og þijú félög gáfu ekki ákveðið svar. Þá er ég mjög ósátt við frammistöðu stjómarinnar eftir að ákvörðun var tekin um Vindheima- mela og ljóst var að harðar deilur Morgunblaðið/Valdimar Kristinason Guðrún Gunnarsdóttir: Þetta mót átti að fara á Melgerðis- mela. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Leifur Kr. Jóhannesson: Gerð- um rétt f að bjóða þinginu upp á umræðu um þessi mál. drifaríka máli. Með útgöngu skerðist verulega réttur hins al- menna félaga og má þar nefna að þeir sem standa utan LH hafa ekki aðgang að gæðinga- og unglinga- keppni og kappreiðum á fjórðungs- og landsmótum. Ég hef kannað hvort þessum félögum verði heim- væm í uppsiglingu. Tel ég að stjómin hafi átt að ræða við alla aðila og kanna strax í upphafi hvort hægt væri að miðla málum." Á stjómarfundi snemma í haust gekk Guðrún af fundi og var hún spurð um ástæður þess. Kvaiðst hún hafa viljað með því mótmæla hversu slæ- lega var staðið að málum þegar stjóminni barst fundarboð frá Ey- firðingum þar sem átti að ræða málið. En þeir stjómarmenn sem fengu að vita um fundinn gátu ekki mætt og var þvf látið þar við sitja en ekkert gert til að fá fund- artíma breytt. „Þess má geta að ekki var talin ástæða að láta mig vita af þessu fundarboði." Að end- ingu sagði Guðrún að sér þætti báðir staðimir prýðilega hæfir og treysti hún báðum aðilum fyrir landsmóti en að sfnu mati átti þetta mót fyrir sanngimissakir að fara á Melgerðismela. „Mér þykir þetta hörmuleg staða sem upp er komin og það vill oft fara svo að þegar skarð kemur í veggi vill molna meira úr f kjölfarið," sagði Guðrún að endingu. ilt að taka þátt í keppni á vegum væntanlegs sérsambands innan ÍSÍ, sem stendur til að íþróttadeild- ir hestamannafélaganna stofni, og eftir því sem mér er sagt verða félögin að vera innan LH til að vera gjaldgeng þar.“ Þá var Leifur spurður hvaða skýringar hann hefði á þeirri mála- þurrð sem var á þessu þingi og taldi hann mál komin í það fastar skorður innan samtakanna. Áður hafi stöðugar breytingar átt sér stað á keppnisreglum og ýmsu fleiru en nú virtist sem menn væru komnir niður á reglur sem allir getu sætt sig við. Þá gat Leifur þess að framganga málefna hafi gengið hraðar fyrir sig hin síðari ár eftir að framkvæmdastjóri var ráðinn. Varðandi þingið nú benti hann á að miklar umræður hefðu orðið um nokkur mál en annars hafi menn verið sammála um flest það er upp var borið. Að síðustu var hann spurður hvort ástæða væri til þinghalds áriega fyrir ekki fleiri mál? Hestamenn vilja árleg þing til að hittast og eiga góða stund sam- an og meðan svo er tel ég ekki ástæðu til að breyta því. „Skaði að missa fé- lög úr samtökunum“ — segir Leifur Jóhannesson formaður LH um hugsanlega útgöngu eyfirsku félaganna „ÉG TEL að þetta hafi verið gott þing miðað við aðstæður, stjórnin hlaut bæði beint og óbeint traust þingsins. Með- sfjómarmenn mfnir hlutu góða kosningu og tel ég að megi líta á það sem traustsyfirlýsingu þingsins á störf stjómarinnar," sagði Leifur Jóhannesson for- maður Landssambands hesta- mannafélaga þegar rætt var við hann að loknu ársþingi samtak- anna. Sagðist hann harma þær deilur sem hefðu átt sér stað og taldi slæmt að ekki skyldu nást sættir á þinginu. „Við gerðum rétt í að bjóða þinginu að flalla um þessi mál og þar með ákvörðun stjómar- innar um val á landsmótsstað. Þama gafst kostur á að breyta þeirri ákvörðun ef það hefði verið vilji meirihluta þingfulltrúa. Svo var ekki og þama kom fram ein- dreginn vilji þingsins að stjóm LH sjái áfram um val á landsmótsstöð- um. Þar með tel ég þetta útrætt mál og vona að ekki komi til slíkra deilna á nýjan leik.“ Þegar Leifur var inntur álits á hugsanlegri útgöngu eyfírsku fé- laganna sagði hann það mikinn skaða að missa félög út úr samtök- unum, sama hverjir ættu hlut að máli. Ef það er hinsvegar stað- fastur vilji félaga að vera ekki aðilar að sambandinu er ekki hægt að meina þeim að koma fram vilja sínum í þeim efnum. „Ég vil benda á að oft hafa komið upp ágreinings- mál innan LH og vil ég þar nefna sem dæmi þegar framlag LH til reiðhallarinnar var greitt með aukagjaldi sem lagt var á alla fé- lagsmenn. Voru ýmsir mótfallnir þessu en aldrei heyrði maður að nokkur félög hótuðu úrsögn úr LH. Ég vil beina því til hins almenna félagsmanns innan þessara þriggja félaga sem hótað hafa úrsögn að fhuga vel afstöðu sína í þessu af- Sparisjóðurinn í Keflavík 80 ára: Hátt í fimm þúsund manns komu í veisluna Keflavfk. SPARISJ ÓÐURINN í Keflavík átti 80 ára afmæli 6. nóvember. Viðskiptavinum og öllum velunn- urun sparisjóðsins var af þessu tilefni boðið uppá veitingar og lætur nærri að 5 þúsund manns hafi komið og heilsað uppá af- mælisbarnið i tilefni dagsins. Sparisjóðurinn í Keflavík á sér merka sögu og hann var eina lána- stofnunin á Suðumesjum í 50 ár eftir stofnun hans. Upphafsmennimir að stofnun Sparisjóðsins ( Keflavík vora Þorgrímur Þórðarson héraðslæknir í Keflavík og Kristinn Daníelsson sóknarprestur í Útskálum. Þorgrím- ur var sparisjóðsstjóri fyrstu árin og var nær öll starfsemi bankans eins manns verk þar til árið 1955 að hann flutti í nýtt húsnæði við Suður- götu 6. Þá urðu starfsmenn 3, en eru um 80 í dag. Árið 1944 tók Guðmundur Guð- mundsson við stöðu sparisjóðsstjóra og undir hans sljóm varð Sparisjóð- urinn í Keflavík stórveldi. Guðmund- ur var gallharður sjálfstæðismaður og umdeildur pólitíkus, en samt vora allir tilbúnir til að treysta honum fyrir peningum sínum. Guðmundur var ákaflega farsæll í starfi og virtur af samborguram sínum. Hann var sparisjóðsstjóri til dauðadags, 21. desember 1969. Núverandi sparisjóðsstjórar era tveir, Páll Jónsson og Tómas Tómas- son, er tóku við rekstrinum 1. maí 1974. Þeir sögðu í samtali við Morg- unblaðið að miklar breytingar hefðu orðið á allri útlánsstarfsemi á síðustu Sparisjóðsstjórarnir Tómas Tómasson og Páll Jónsson í afgreiðslu Sparisjóðsins í Keflavík. áram og nú væra 11 bankaafgreiðsl- ur á Surðumesjum sem þjónuðu 15 þúsund manns. Suðumesjamenn héldu þó tryggð við sparisjóðinn og 50% af innlánsfé þeirra væri geymt hjá sparisjóðnum. Sparisjóðurinn f Keflavík er nú með afgreiðslu á fjóram stöðum á Suðumesjum, í Keflavík, Garði, Njarðvík og Grindavík og vora innlán á afmælisdaginn 1,6 milljarðar. Stjóm Sparisjóðsins í Keflavík skipa: Jón H. Jónsson stjómarformaður, Jón Eysteinsson, Eiríkur Alexanders- son, Páll Jónsson og Tómas Tómas- son. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Gestir og viðskiptavinir komu við og nutu veitinga sem þar voru á boðstólum. í hdrgreiöslu og h í íþróttahúsinu wnnudaginn 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.