Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 9
VBpr a'TÍTM'SVAw » VTinAfTTTVrurTIB! rTTni TRT/TTnpnM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 £ 9 HUGVEKJA Skírn eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON 21. sd. e. Trin. Jóh. 4; 34.-42. KristniboÖsdagurinn. Mt. 28; 18.-20. Ég minnist skímar fyrir mörg- um árum. Það var seint um kvöld í miðri viku að til mín kom hús- móðir í sveitinni og bað mig að koma heim til sín og skíra nýfætt bam þeirra hjóna. Tildrög vom þau að bamið var veikt, læknir hafði verið sóttur og hann úr- skurðaði að það yrði keyrt til Reykjavíkur þá um kvöldið. Móð- irin sagði mér að afi og amma bamsins hefðu beðið þau hjónin um að láta skíra bamið áður. Skímin fór fram. Ári síðar vék húsmóðirin sér að mér og sagði: „Það var skrýtið með bamið okk- ar. Læknamir fundu ekkert að því." Mig setti hljóðan. Það var eins og ég skynjaði í einni svipan, það sem ég hafði ekki áður skilið: Helgi skímarinnar og leyndar- dóm. „Farið því og gjörið allar þjóð- imar að lærisveinum, skírið þá til nafns föðurins og sonarins og hins heilaga anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hefi boðið yður.Og sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar." Þannig hljóðar skímarskipunin, sem er gmndvöllur skímarinnar og kristniboðsins. Hvert nýfætt bam kallar á kristniboð, umönnun föður og móður, afa og ömmu og ættingja. Ást og kærleikur for- eldra fylgir baminu fyrstu árin og skímin er hjá flestum athöfn nafngiftar þar sem ættingjamir koma saman og gleðjast. Það er ánægjulegt. En skímin er meira. Gamalt fólk segir frá siðvenjum, t.d. að bamið eigi að sofna í skímarkjólnum til að helgi stund- arinnar komi inn f sál barnsins, segir frá því að skímarvatnið sé heilagt, þvíu megi ekki fleygja, aðeins setja á lifandi gróður og enn fremur að gott sé að væta augabrýr með skímarvatninu. Einnig er sagt frá helgi skímar- innar, vemd og blessun. Lifuð reynsla einstaklinga sem sagt er frá og geymist, kynslóð eftir kyn- slóð, en verður aldrei sönnuð á vísindalegan hátt. Skímarskipunin er þessi skylda foreldra og ástvina: „Kennið þeim að halda allt það sem ég hefi boðið yður.“ Ég er hræddur um að með breyttu heimilishaldi sé þessari skyldu ekki sinnt á öllum heimilum. Foreldrar ætli dagvist- unarstofnunum og skólum þetta hlutverk eða jafnvel hugsi sem svo, að það sé barnanna sjálfra að ákveða með aldri og þroska trú sína eða trúleysi. Hér þurfum við áreiðanlega að staldra við og íhuga með hvaða hætti við sem eldri erum urðum fyrir kristni- boði. Var það ekki með því fyrsta sem við lærðum hjá föður eða móður, afa eða ömmu, að spenna greipar, fara með bænir og sign- ingu og skilja þannig vemd Drottins Guðs og læra að tala við Jesúm með opnum bamshuga. Spyija síðan spuminga sem erfítt var að svara, en öll svör vom þó einföld í þessu eina, að Guð gaf lífíð, vemdaði okkur inn í svefninn og sá sem dó fór til Guðs og leið þar vel. Engin stofnun eða skóli getur komið í stað foreldra eða afa og ömmu við þessa boðun — þessa sáningu. Kristniboð verður þannig aðeins framkvæmt frá einstakl- ingi til einstaklings þar sem kærleikur og ást er allt í kring og trúnaðartraustið algjört. Þama á sáningin sé stað, en uppskeran bíður. Við búum að sáningu bemskutrúarinnar alla ævi. Ekk- ert getur komið í stað þeirrar fullvissu sem er í vitund okkar um nálægð Drottins, að hann heyri bænir okkar, leiðbeini og blessi. Vegna þess að við tókum sem böm á móti þessari trúar- | vissu þá hafa vísindi og skilningur l fullorðinsára ekki getað hrakið trú okkar á braut og því síður, þegar atvik, sem minna á tilviljanir, styðja bemskutrú okkar og verður að sannfæringu. Orðið í Heilagri ritningu um sáninguna og uppskeruna getur vissulega höfðað til þessa kristni- boðsstarfs: „Sjá ég segi yðun Heijið upp augu yðar og lítið á akrana, þeir em þegar hvítir til uppskem. Hver sem upp sker fær laun og safnar ávexti til eilífs lífs, til þess að bæði sá sem sáir, og sá sem upp sker, geti glaðst sam- eiginlega. Því að í þessu efni er orðið satt: Einn er sá sem sáir, og annar sá er upp sker. Ég hefí sent yður til þess að upp skera það, sem þér ekki hafíð unnið að; aðrir hafa erfíðað, en þér emð gengnir inn í vinnu þeirra." Kristniboðsstarf á að vera við- fangsefni okkar alla ævi. Ekki aðeins gagnvart bömum eða út í heimi, heldur einnig á akrinum sjálfum, þar sem við emm, á heim- ili okkar og vinnustað. Það gemm við með því að sýna umhyggju og kærleika, vera heiðarleg og réttsýn, fyrirgefa og umbera. Þannig sinnum við kristniboðs- starfí á akrinum, með því að reyna sjálf að fylgja leiðsögn Jesú Krists og kalla með því fram allt það góða hjá öðmm. Kristniboð er kennsla og síðan endalaus leið- sögn. „Kennið þeim að halda allt það sem ég hefí boðið yður. Og sjá ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar." Þessi skylda kristniboðsstarfs- ins, sem jafnframt ber með sér fyrirheiti trúarinnar og fyrirheiti skímarinnar: „Ég er með yður alla daga.“ Þessi er gjöf trúarinnar sem enginn getur tekið frá okkur. LIFANDI PENINGAMARKADUR IKRINGLUNNI skuldabréfamarkaður kreditkortapjónusta Lína G. Atladóttir Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni erlifandi peningamarkaður og persónuleg þjónusta. Sigrún Ólafsdóttir Margrét Hinriksdóttir FJÁRFESTINCARFÉLAGIÐ Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Stefán Jóhannsson Opið mánudaga til föstudaga kll 10 — 18 og laugardaga kl. 10 — 14 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 6. nóv. 1987: Kjarabréf 2,407 - Tekjubréf 1,265 - Markbréf 1,229 - Fjölþjóðabréf 1,060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.