Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrlfstofur: Aöalstrætl 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi Innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Umbrot í sjávarútveg’i \ undanfömum árum hafa /L mikil umbrot verið í sjáv- arútvegi og fískvinnslu. Út- flutningur á ferskum físki til Evrópu hefur valdið deilum milli veiða og vinnslu. Útgerð- armenn og sjómenn hafa talið augljósan hag af því að sigla með ferskan físk til Evrópu eða senda hann þangað í gámum. Fiskvinnslan hefur kvartað yfír því, að hún fái ekki nægilegt hráefni og sölufyrirtækin í Bandarflqunum telja, að mark- aðir okkar þar séu í hættu vegna þess að við sinnum göml- um viðskiptavinum ekki nægi- lega vel. I annan stað hefur tilraun verið gerð með að gefa fískverð fíjálst og fískmarkaðir hafa verið settir á stofn. Frjálst físk- verð hefur valdið vissum erfíð- leikum í samskiptum útgerðar- manna og sjómanna en fískmarkaðimir hafa blómstrað og í skjóli þeirra hefur nýtt einkaframtak orðið til í físk- verkun, þar sem fjölmörg ný fyrirtæki hafa tekið til starfa. Nú geta þeir, sem áður höfðu ekki aðgang að físki, keypt hann á fískmörkuðum. í þriðja lagi hafa umræður um kvótakerfíð svonefnda orðið harðari og augljóslega í upp- siglingu stórdeilur um það mál allt. Miklir hagsmunir eru í húfí. Útgerðarmenn vilja ber- sýnilega halda fast við núver- andi kerfí í einhverri mjmd. Fiskvinnslan og landverkafólk telur eðlilegt að einhver hluti kvótans komi í þeirra hlut og loks eru svo þeir, sem utan við standa, sem telja að með kvóta- kerfínu sé búið að afhenda örfáum mönnum gífurleg auðæfí, sem þjóðin öll hafí átt fram að þessu. Þau umbrot og þær svipting- ar, sem verið hafa í sjávarút- vegi og fískvinnslu síðustu misseri, sýna auðvitað fyrst og fremst hve mikill þróttur er í þessari atvinnugrein. Ef svo væri ekki mundu menn ekki takast á um þessi mismunandi sjónarmið af þeirri hörku, sem nú er farið að brydda á. Hitt er svo annað mál, að sú afstaða, sem fram kom á þingi LÍÚ á dögunum, þar sem meirihluti fundarmanna reynd- ist andvígur ftjálsu fískverði, vekur óhjákvæmilega spum- ingar um það, hvort sjávarút- vegurinn sé ekki reiðubúinn til að takast á við þau vandamál, sem fylgja nýjum tímum og nýjum siðum. Það er óneitan- lega skref aftur á bak, ef nú á að falla frá því að hafa físk- verð fijálst og taka upp gamla kerfíð, sem búið var að ganga sér til húðar. Það er visst áfall fyrir almenning í landinu að fylgjast með því, að hinir ffam- sæknu útgerðarmenn, sem hafa endumýjað atvinnugrein- ina af miklum dugnaði, hafa ekki þrek til þess að fást við þau byrjunarvandamál, sem fylgt hafa ftjálsu fískverði og vilja leita sér skjóls í gömlu kerfí í einhverri mynd. Við emm alltaf minnt á það, við og við, að hvað sem líður tilraunum til að byggja upp aðrar atvinnugreinar, byggist afkoma okkar á sjávarútvegin- um. Á því verður ekki breyting í fyrirsjáanlegri framtíð. Þess vegna varða málefni sjávarút- vegs og fískvinnslu þjóðina alla. Fijálst fískverð og starfsemi fískmarkaðanna hafa átt þátt í að hleypa nýju lífí í þessa undirstöðuatvinnugrein lands- manna. Það er hörmulegt, ef til þess þarf að koma, að við stígum skref aftur á bak í þess- um efnum. Útgerðarmenn verða líka að gera sér ljóst, að þjóðin unir ekki lengur þeirri gíftirlegu til- færslu eigna, sem augljóslega hefur orðið með núverandi kvótakerfí. Á því hlýtur að verða breyting. Að lokum er það þjóðþingið, sem tekur ákvörðun um framtíð þessa kerfís. Endanlegar ákvarðanir verða hvorki teknar á þingum LÍÚ né í ráðgjafamefnd ríkis- sijómarinnar. Það er nauðsyn- legt að um þetta mál fari fram víðtækar umræður á Alþingi íslendinga og þar komi fram öll helztu sjónarmið, sem um er að ræða í málinu. Að lokum er það Alþingis að taka ákvörð- un. Það fer ekki á milli mála, að umræður um það, hvemig ráðstafa skuli takmörkuðum sjávarafla, geta vakið upp hatrömmustu þjóðfélagsdeilur, sem um getur í nútímasögu þjóðarinnar. Þess vegna skiptir máli, að Alþingi fínni þá leið, sem sæmileg samstaða getur orðið um. Sú samstaða getur hins vegar ekki orðið um nú- verandi skipan öllulengur. Fjölskyldulaus þjóðfélög Nýafstaðin bókmennta- hátíð gæti verið uppörvandi fyrir íslenzka höfunda og bókmenntafólk vegna þess hún sýnir að merkir erlendir menn- ingarmenn, skáld og rithöfundar, eru fúsir að koma til íslands vegna þess að landið er þekkt að því að eiga mikilvæga menningararfleifð og bók- menntir í sérflokki. Þetta hlýtur að vera upplífgandi fyrir íslenzka höfunda og þá ekki síður íslenzka lesendur. Islenzkir rit- höfundar eru í samfélagi þeirra sem taldir eru til afreksmanna á sínu sviði fyrr og síðar og íslenzkir lesendur taldir bók- menntalega sinnaðir en það eru merkileg meðmæli með lítilli þjóð, ekki sízt á þessum síðustu og verstu tímum þegar sekúndu- brotin í sjónvarpi eiga helzt að afgreiða alla hluti og lestrarkunnáttu stórþjóða fer hnignandi. Þá eru íslendingar ein þjóð með eina tungu og líður fyrir bragðið bet- ur á sálinni en ella mundi. Kurt Vonnegut minntist á þetta í athygl- isverðu samtali hér í blaðinu fyrir skömmu þegar hann sagði að einmana manni liði ekki aðeins illa, hann væri líka í mikilli hættu og hann hélt áfram: „Ef hann eða hún veikist tekur enginn eftir því. Fólk þarfnast alls kyns þjónustu sem áður var einfaldlega veitt af ættingjum þeirra og þótti sjálfsagt. Fólk býr ekki lengur hjá ættingjum sínum. Ég legg til að allir út- vegi sér „gerviættingja“.“ Samfélag okkar þarfnast ekki gerviætt- ingja. Þrátt fyrir fjölmiðiatístið, skvaldur og skyndiupphlaup á íslenzkt samfélag meira skylt við stóra fíölskyldu en þau fjölskyldulausu þjóðfélög sem hafa lítinn áhuga á ætt sinni og uppruna, hvað þá arfi og tungu. Vonandi verðum við aldrei slíkt þjóðfélag. Og vonandi verða íslenzkir fjölmiðlar aldrei svo yfirborðslegir að þeir hafi helzt ekki áhuga á neinu nema því sem litlu eða engu máli skiptir. Samt hafa þeir því mið- ur hneigzt fremur í þá átt en hina. Að því skulum við hyggja áður en við glötum sjálf- um okkur í hringiðu alþjóðlegs sjónvarps og samskiptavenju sem gerir kröfur til þess að allir séu eins og enginn búi að neinum sérkennum. Við skulum halda dauðahaldi í sérkenni okkar og þá ekki sízt áhuga á ættfræði. Eru kapítalistar sósíalistar? En Vonnegut sagði meira. Hann sagðist vera sósíalisti. Það er einnig íhugunar- efni, einkum með tilliti til þess að hann segir fullum fetum: „Það er ljóst að sósí- alísku tilraunimar hafa mistekizt. Kínveij- ar eru búnir að gera sér grein fyrir því. Þeir keppast við að efla einkarekstur, því það er góð hugmynd. Þessi skoðun mín stjómast ekki af hug- sjón, heldur raunsæju mati...“ Vonnegut segir að ástæða þess að hann kallar sig sósíalista sé sú að í Bandaríkjunum ríki almenn andúð á því að nokkur stofnun sé í almannaeigu nema ef vera skyldi pósthús-. ið eins og hann kemst að orði. Það getur verið erfítt að fylgja kennileit- um. Það getur verið erfítt að átta sig á stjómmálaskoðunum frumlegra rithöfunda og listamanna. Samkvæmt skilgreiningu Vonneguts merkir orðið „sósíalisti" nánast ekkert þegar hann hefur lokið máli sínu. Og raunar telur fjöldi útlendinga sig sósí- alista á sömu forsendum og þessi athyglis- verði bandaríski rithöfundur sem hingað kom við mikinn fögnuð. Samkvæmt skil- greiningu hans væm allir íslendingar „sósíalistar". En samkvæmt skilgreiningu okkar er Vonnegut ekki „sósíalisti". Þann- ig verðum við að sæta því að merking sem menn leggja í orð getur verið misvísandi og raunar óhæf til skýringar á því sem reynt er að segja. Samkvæmt skilgreiningu „sósíalistans" Kurt Vonneguts ætti hann líklega auðveldara með að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn en Alþýðubandalagið ef hann ætti heima hér á landi. Og mestur hluti Sjálfstæðisflokksins heyrði þá einnig „sósí- alisma“ til samkvæmt skilgreiningunni! Leiðinleg rit í sjónvarpinu var nýlega þáttur um brezka njósnara, og þó einkum Kim Philby sem frægur varð fyrir það, hve óþreytandi þjónn Rússa hann var meðan hann starf- aði í brezku utanríkis- og upplýsingaþjón- ustunni. Þessi þáttur var ekkert sérstak- lega eftirminnilegur á nokkum hátt en þó mátti horfa á hann eins og sumt annað efni svipaðrar tegundar í myndbandaþjón- ustu sjónvarpanna. Malcolm Muggeridge er einn þekktasti blaðamaður Breta, merk- ur rithöfundur og sjónvarpsstjama á sínum tíma en hafði ávailt hina megnustu fyrir- litningu á þessu tæki sem hann þjónaði um stund. Hann kom fram í þættinum um Kim Philby sem náttúrulega var allur með ensku taii svo að hann yrði ekki neinn fing- urbijótur í myndbandaþjónustunni! Malc- olm Muggeridge telur að Philby hafí ekki endilega verið marxisti, heldur ævintýra- maður. Brot hans hafí aftur á móti verið svo mikið að hann hefði framselt hann stjómvöldum ef hann hefði vitað um starf- semi hans þótt þeir væru vinir úr æsku og heyrðu báðir til þessari einkennilegu, siðblindu og spilltu menntayfirstétt Bret- lands á sínum tíma. Hún hefur nú hrúgast upp eins og dauðar flugur í gluggakistu vestrænnar menningar. Malcolm Mug- geridge er þó einn þeirra sem upp úr standa og enn lifír góðu lífí sem betur fer. Það var athyglisvert sem hann sagði um marxismann; að helzti styrkur hans sé sá að enginn nenni að lesa undirstöðu- rit hans, þau séu svo leiðinlegt torf. Malcolm Muggeridge er víst ekki einn um þá skoðun. Það hefur orðið mörgum mann- inum haldbetra veganesti að horfa inn í þjóðfélög sósíalismans en kynna sér þau verk sem hann er reistur á. Og nú er Gorbachev búinn að skrifa bók sem dreift er um heiminn. Hvað skyldu menn eins og Malcolm Muggeridge segja um hana?! Annars er allt á hverfanda hveli í heim- inum um þessar mundir. Hinar fomu dyggðir eru orðnar að andhverfu sinni og nesjamennska að eftirsóknarverðu framapoti ef svo ber undir. Þjóðfélög kommúnismans eru einnig eitthvað að lið- ast sundur og breytast sem betur fer. Nú er ljóðskáldið góðkunna Voznesensky orð- inn menningarráðgjafí Gorbachevs og eru áhrif þess óðum að koma í ljós, til að mynda hefur skáldið skipulagt sýningu á 300 verkum Chagalls í Púskin-safninu í Moskvu og þannig er þessi snillingur aftur kominn til síns heima og senn líður að því að Zhivagó læknir komi á prenti í Sov- étríkjunum, en skáldsagan hefur verið bönnuð þar um slóðir eins og kunnugt er. Þetta eru góð teikn sem vert er að fylgj- ast með og fagna hvað sem verður. Hér er samt ekki úr vegi að minnast þess sem Búkovský sagði þegar hann heimsótti okkur á sínum tíma. En það er skráð í Félaga orð og er svo hljóðandi: „Hann sagði að fólkið í kommúnistaríkjun- um vildi heldur búa við siðspillandi áhrif sem fijálsir þegnar en ófijálsir í einhveiju andlegu sótthreinsuðu ástandi, lausir við klám til að mynda. Sjómenn á rússneskum skipum, sem kæmu til Lithaugalands, greiddu vændiskonum með bókum eftir Solzhenitsyn. Við sögðum: „íslendingar mundu áreiðanlega bera virðingu fyrir slíkum vændiskonum." „Nei,“ sagði Búkovský, „þær hafa engan áhuga á verk- um Solzhenitsyns. En það borgar sig fyrir þær að fá bækumar hans, því að þær geta selt þær fyrir stórfé á svörtum mark- aði.““ Enn er Solzhenitsyn óútkominn í Sov- étríkjunum. Enn er hann í útlegð í Bandarílgunum og hann er ekki einn um það. Enn geta vændiskonur í kommúnista- ríkjunum grætt á verkum hans en fólkið fær ekki að lesa þau. Nú fær það aftur á móti Zhivagó lækni. Og þá er ekki úr vegi að vitna í annað rít, þessu víðvíkjandi, Hugleiðingar og viðtöl. Þar segir m.a. í kaflanum um Pastemak, frá 1961: „Skuggi Pastemaks verður ekki handsam- aður. Honum verður ekki varpað hlekkjuð- um í Lubjanka-fangelsið, hann verður ekki MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 29 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. nóvember sendur austur til Síberíu, það er ekki einu sinni hægt að taka hann af lífi. Hann vinn- ur starf sitt í kyrrþey og fer um allt Rússland, líklega miklu víðar en nokkum sporhund stjómarinnar gmnar, hann sezt að á heimilum fólks, hann talar við það af einlægni, hann huggar þá sem eiga í erfíðleikum, opnar augu annarra, hann er mesta póesía, sem þessi öld þekkir...“ Og ennfremur: „Skuggi Pastemaks, skuggi allra þeirra sem hafa lagt líf sitt í sölumar fyrir hugsjón frelsisins, allra þeirra sem hafa ekki fengið af sér að af- klæðast manndómi sínum með því að gera samning við einræðið, skuggi þeirra allra „er undur upprisunnar". Fá skáld hafa minnzt jafnoft á upprisuna og Pasternak. Hann trúði á hana og hann var hvergi smeykur. Hann vissi að vísu að einræðið getur staðið lengur en góðu hófí gegnir, en þegar það hefur verið lagt að velli á það ekki fremur upprisu von en drekar í gömlum ævintýmm ...“ Og loks: „En Ráðstjórnin ... er staðráð- in í að ganga milli bols og höfuðs á því fólki sem enn hefur ekki gefízt upp fyrir vaidi hennar, hún er staðráðin í að láta aðvömnarorð sín hljóma eins og gjallandi herklukkur í eymm þess, svo notuð séu orð skáldsins (þ.e. Pastemaks). Nú reynir hún að beijast við skugga Pastemaks, en með því hefur hún aðeins sannfært okkur um ósigur sinn. Einræðið getur aldrei unnið bug á ótta sínum, í baráttunni við hann er það dæmt til að farast..." Pastemak bað okkur um að hringja bjöllum samvizkunnar til að minna á, að ábyrgðarleysið er ekki einungis hættuleg- asti andstæðingur lýðræðis, heldur einnig sterkasti bandamaður einræðis. Nú geta Rússar senn einnig heyrt í bjöll- um skáldsins — heima í Sovétríkjunum. Og þá flykkjast trén kannski út á veginn föl eins og vofur, svo að vitnað sé í eitt af eftirminnilegustu ljóðum skáldsins. Undir vopnum Þorgeirs Borgaralegt samfélag er vaxið úr frönsku stjómarbyltingunni. Það er eina þjóðskipulagið sem við þekkjum sem tiyggir þegnunum frelsi og lýðræði og þrátt fyrir margvíslega agnúa viljum við vemda þetta samfélag okkar. Við viljum ekki sízt vemda það fyrir þeim sem eltust við Pasternak og nú arftaka hans. Þess vegna höfum við sem betur fer skipað okkur í sveit með vestrænum lýðræðis- þjóðum og tekið þátt í öryggisstefnu þeirra innan Atlantshafsbandalagsins og af þeirri ástæðu einni höfum við leyft að bandarískt vamarlið hafí aðstöðu hér á landi. Við vilj- um einfaldlega ekki eiga náttból undir vopnum Þorgeirs Hávarssonar. Spásögn um hrun á verðbréfamarkaðnum í Reykjavíkurbréfí í febrúar sl. var bent á að hmn gæti verið yfírvofandi á verð- bréfamarkaðnum og vitnað til orða hins þekkta bandaríska efnahagssérfræðings og háskólaprófessors, John Kenneth Gal- braiths. Ekki er úr vegi að vitna til þessa Reykjavíkurbréfs nú þegar syrt hefur í álinn og útlitið er heldur dökkt — og í framhaldi af síðasta bréfí. í febrúarbréfínu var komizt svo að orði: „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Nokkm áður en kreppan skall á undir lok viðreisn- artímabilsins bámst fregnir að vestan-um það að fískblokkin hefði lækkað um 2 sent. Það var hættumerki og upphaf erfiðleik- anna. Okkur er því mikil nauðsyn að gera okkur grein fyrir þróun efnahagsmála í öðram löndum og draga ályktanir af henni. Við þurfum þó ekki að taka hvaða spádóm sem orðna staðreynd, en þó getur það varla farið fram hjá nokkmm áhuga- manni um efnahagsmál, að sá margvísi efnahagssérfræðingur, John Kenneth Gal- braith, segir í nýrri grein í tímaritinu The Atlantic, að markaðurinn sé í svo litlu jafn- vægi sem stendur, að minni einna helzt á ástandið eins og það var fyrir kreppuna 1929. Galbraith er 78 ára og var prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla. Hann er höfundur bókarinnar The Great Crash. Galbraith merkir sjúkdómseinkenni á markaðnum, brask og skuldir, og menn sjáist ekki fyrir. Tilhneiging sé til spákaup- mennsku, undirstaðan sé veik eins og í upphafi kreppunnar. En menn fari varla að kasta sér út um glugga á 29. hæð á næstunni, þó geti ýmsir lent í fangelsi vegna óábyrgrar meðferðar á fjármunum. En öryggisnet ríkisins geti dregið úr versta fallinu, ef að líkum lætur. En lítið sam- ræmi milli verðs á verðbréfum og efna- hagslegs styrkleika og áhættusöm stjómun fyrirtækja gæti orðið sú þúfa sem hlassinu ylti. Spákaupmennska með verð- bréf sem standa ekki undir sér og ákafi í skjótfenginn gróða kunni ekki góðri lukku að stýra, segir hinn veraldarvani efnahags- prófessor. Skyldum við íslendingar ekki þekkja þessi sjúkdómseinkenni! Þá em margir sem óttast viðstöðulausan og mik- inn halla á fjárlögum ríkisins, hvort sem ástæða er til þess eða ekki, en um það em skiptar skoðanir, einnig hér heima eins og kunnugt er.“ Gengisfelling yki verðbólgu Við skulum svo að lokum snúa okkur að öðm efni. Hvað segja sérfræðingar um gengismál og verðbólgu? Við skulum líta á Októberfréttir Verðbréfamarkaðar Iðn- aðarbankans og sjá hvað sérfræðingar segja á þeim bæ: „Hvemig til tekst að hafa hemil á verð- bólgunni á árinu 1988 veltur þó að miklu leyti á ytri aðstæðum eins og endranær. Gengi íslensku krónunnar er engan veginn eins valt nú og margur hefur látið í veðri vaka síðustu vikumar. Viðskipti íslendinga em að miklum meirihluta við Evrópuþjóð- imar og raungengi krónunnar gagnvart Evrópugjaldmiðlunum hefur ekki hækkað mikið. Útflutningsgreinar sem selja á Bandaríkjamarkað eða gera samninga um sölu til annarra landa í dollumm standa þó mjög naumt. Fari svo að gengi dollar- ans á alþjóðagjaldeyrismarkaði lækki um 10-20% næstu mánuðina þrengir mjög að rekstrarskilyrðum þessara greina og að því marki sem þau geta ekki samið um hærra verð, selt framleiðslu sína á annan markað eða aukið framleiðni sína enn mun verða að grípa til sérstakra aðgerða til að vemda þessar greinar meðan þrengingarn- ar ganga yfír. Það hlýtur jafnan að vera vafamál hvort grípa beri til almennrar lækkunar á gengi íslensku krónunnar við slíkar aðstæður. Gengislækkun er í eðli sínu efnahagsað- gerð sem blæs lífí í atvinnustarfsemina, þ.e. hún eykur tekjur útflutningsgreina almennt og sú tekjuaukning hríslast síðan um aðrar greinar atvinnulífsins í tímans rás. Allar aðgerðir stjómvalda sem kunn- gerðar vom þann 12. október sl. svo og fíárlagafrumvarp fyrir árið 1988 miða að því að draga úr þenslu, efla spamað og bæta jafnvægi á innlendum Qármagns- markaði. Gengisfelling nú ynni þvert gegn þessum ráðstöfunum og leiddi þegar í stað til meiri verðbólgu. Engin leið er að túlka aðgerðir stjómvalda og yfirlýsingar ráða- manna á annan veg en að verið sé að búa atvinnulífinu fastmótuð skilyrði frá hendi stjómvalda." í Reykjavíkur- bréfi í febrúar sl. var bent á að hrun gæti verið yf ir- vofandi á verð- bréfamarkaðnum og vitnað til orða hins þekkta bandaríska efna- hagssérfræðings og háskólapró- fessors, John Kenneth Gal- braiths.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.