Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
7
Eggert Bríem
Eggert Briem
verðlaunaður
EGGERT Bríem, prófessor, hef-
ur fengið verðlaun að upphæð
kr. 200.000 úr verðlaunasjóði
Ólafs Danielssonar og Sigurðar
Guðmundssonar fyrir rannsókn-
ir sinar á sviði stærðfræði.
Sjóðurinn verðlaunar sjötta hvert
ár íslenskan stærðfræðing, stjömu-
fræðing eða eðlisfræðing, og eru
Eggert veitt verðlaunin fyrir „mikl-
ar og árangursríkar stærðfræðileg-
ar rannsóknir á sviði fallaalgebru",
að því að segir í tilkynningu frá
sjóðnum. Þar segir einnig; „Eggert
hefur með rannsóknum sínum átt
dijúgan þátt í að færa út mörk
þekkingar á mikilvægu og erfiðu
sviði stærðfræðilegrar greiningar."
Eggert Briem varð dósent við
stærðfræði við Háskóla íslands árið
1974 og var skipaður prófessor
árið 1977. Hann hefur birt fjöl-
margar greinar í erlendum stærð-
fræðitímaritum, ýmist einn eða með
erlendum samstarfsmönnum.
Stjóm verðlaunasjóðsins skipa
nú: Guðni Guðmundsson, rektor,
dr. Halldór I. Elíasson, prófessor,
og Knútur Hallsson, ráðuneytis-
stjóri. Pimm einstaklingar þafa
áður fengið verðlaun úr sjóði Ólafs
Daníelssonar og Sigurðar Guð-
mundssonar: Dr. Leifur Ásgeirsson,
prófessor, dr. Trausti Einarsson,
prófessor, Þorbjöm Sigurgeirsson,
prófessor, dr. Guðmundur Pálma-
son, jarðeðlisffæðingur, og dr. Jón
Arason, dósent.
Akranes:
Ný þekja
steypt á hafn-
argarðinn
Akranesi.
FRAMKVÆMDUM er nú að Uúka
við þekju á fremsta hluta aðal-
hafnargarðsins á Akranesi og er
það framhald af framkvæmdum
sem unnar voru á síðasta árí.
Miklar framkvæmdir hafa staðið
yfir við höfnina á Akranesi á undanf-
ömum árum. Hafa miklir gijótgarðar
verið gerðir og hefur það breytt
miklu frá því sem áður var. Þegar
þessum framkvæmdum var lokið
hófust síðan endurbætur á aðal-
hafnargarðinum og á síðasta ári var
viðlegukantur endurbyggður og
hækkaður. Nú hefur hinsvegar verið
unnið að því að steypa nýja þekju á
garðinn. A næsta ári er síðan áætlað
að ljúka þessum endurbótum, en þá
verður steyptur veggur meðfram
grjótgarði og leggja burðarleiðslur
fyrir vatn.olíu og rafmagn. í ár er
áætlað að unnið verði fyrir sex millj-
ónir króna og er verktaki að þessum
verkáfanga Trésmiðja Guðmundar
Magnússonar á Akranesi.
Aðrar hafnarframkvæmdir sem
unnið er að á Akranesi eru við grjót-
vöm við Lambhúsarsund ffaman við
Bakkatún en þar hefur verið mikið
landbrot. Landbrot á Akranesi er
bæjaiyfirvöldum mikið áhyggjuefni
og þarf mjög að taka til hendinni
við þær framkvæmdir. Ástandið er
sýnu verst við Bakkatúnið.
- JG
VERÐTRYGGÐ
VEÐSKULDABRÉF:
Tfma Ávðxt- Vextir Vextir
iengd Ár unar- krafa 6,5% 7,0%
1. 14,00 93,4 98,9
2. 14,25 90,2 90,9
3. 14,50 87,2 88,0
4. 14,75 84,2 86,1
5. 15,00 81,8 82,4
6. 15,25 78,6 79,8
7. 15,50 76,9 77,8
8. 15,75 78,4 74,9
9. 16,00 71,0 72,6
10. 16,25 68,7 70,8
ÓVERÐTRYGGÐ
SKULDABRÉF:
Tima- Akv. umfr. Árs-
lengd verðb.- vextir
Ár BPá 20%
1. 8,00 85,5
2. 9,00 79,8
3. 10,00 78,8
4. 11,00 69,0
Gengi Ávöxtunarbréfa
8.11. 1987 er 1.3043
Gengi
Spariskírteina Ríkissjóðs
2. fl. 1987 10.000 að nafnverði
Söluverö 8.11. 19876
til 2ja ára 10.795.95
til 4ra ára 10.788.61
til 6 ára 10.031.12
Enginn aukakostnaöur er dreginn frá
andvirði bréfanna við innlausn.
Innlausn getur að jafnaði farið
fram samdægurs.
38% á
ársgrundveUí.
( dag ná fjármunir á Ávöxtunarbréfum
38% ávöxtun á ársgrundvelli,
sem er 14% umfram verðbólgu.
AVOXTUNW
Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður
LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660
VELDU ^TDK
OGHAFÐUALLTÁ HREINU