Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B II STOFNAÐ 1913 263. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Harmleikur í neðanjarðarlestarstöð í London: Ottast að 60 manns hafi týnt lífi í eldsvoðanum London, Reuter. ÓTTAST er að tæplega 60 manns hafi farist er eldur kviknaði í King’s Cross-neðan- jarðarbrautarstöðinni í mið- borg London í gærkvöldi. Nokkur hundruð farþegar lok- uðust inni í einni lestinni og i neðanjarðargöngunum og greip mikil skelfing um sig áður en reykkafarar björguðu fólkinu. Mikinn reyk lagði frá eldinum rúmum tveimur klukkutímum eftir að hans varð fyrst vart undir rennistiga á brautarstöðinni. Er Morgunblaðið fór í prentun í gær- kvöldi höfðu björgunarsveitir fundið lík 27 manna. Björgunar- menn sögðust óttast að tala látinna ætti eftir að hækka því talið var að ekki færri en 30 væru enn lokaðir niðri í göngunum. Talsmaður slökkviliðs borgarinnar kvaðst vonlítill um að einhver þeirra væri á lífi. Að minnsta kosti 50 voru fluttir í sjúkrahús vegna brunasára og reykeitrunar, margir í lífshættu. Allt tiltækt lögreglu og sjúkralið var kallað til auk þess sem starfsfólk sjúkrahúsa var kall- að á neyðarvakt. Að sögn sjónarvotta gaus eldur- inn upp undan rennistiga í braut- arstöðinni og greip gífurleg skelfing um sig. „Fólkið trylltist úr hræðslu, hrópaði og grét,“ sagði einn sjónarvottanna. Annar sagði fólkið hafa troðið hvort annað nið- ur örvinglað og skelfingu lostið. „Við sáum konu og mann koma upp úr jörðinni. Hár hans hafði allt sviðið af og andlitið kolsvart, en konan hljóðaði," sagði enn einn. Um King’s Cross-brautarstöð- ina og St. Pancras-stöðina, sem eru samtengdar, liggja einnig spor bresku járnbrautanna auk neðan- jarðarlestakerfis borgarinnar og er þetta ein fjölfamasta sam- göngumiðstöð Lundúna. Þó er talið að manntjón væri enn meira hefði kviknað í klukkustund fyrr. Björgunarmenn bera lík eins þeirra sem fórust i eldsvoðanum á brott. á innfelldu myndinni sjást slökkviliðsmenn að störfum. AP Afvopnunarsáttmáli risaveldanna enn ekki fullbúinn: Sovétmenn krefjast eftir- lits í ríkjum Vestur-Evrópu Dregið verður úr fjárf ramlögum til geimvarnaráætlunarinnar Genf, Washington, Reuter. SAMNINGAMÖNNUM risaveld- anna í Genf ber saman um að samkomulag um upprætingu meðal- og skammdrægra flauga á landi verði tilbúið til undirrit- nnar er þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail S. Gorbachev Sovétleiðtogi koma Mótmæli vegna mat- vælaskorts í Rúmeníu Vln, Reuter. ÞÚSUNDIR rúmenskra verka- manna tóku þátt i mótmæla- göngu í borginni Brasov í gær og andmæltu matvælaskorti og dapurlegum aðbúnaði á vinnu- stöðum, að sögn vestrænna fréttamanna og stjórnarerind- reka. Sveitir öryggislögreglu og hermanna brutu mótmælin á bak aftur er þau höfðu staðið í rúmar tvær klukkstundir. Að sögn sjónarvotta tóku um fimm þúsund verkamenn þátt í göngu um miðborg Brasov og eru þetta talin flölmennustu mótmæli í landinu í rúm tíu ár. Skortur á matvælum hefur þjakað lands- menn frá því Nikolai Ceausescu, leiðtogi rúmenska kommúnista- flokksins, ákvað að allar vörur sem fært geta iandinu gjaldeyris- tekjur skyldu seldar úr landi. í síðustu viku ákváðu stjómvöld að herða orkuskömmtun enn frekar, sem þó var mjög ströng fyrir. saman til fundar í Washington þann 7. desember. Enn á þó eftir að leysa ákveðin ágreiningsefni m.a. þá kröfu Sovétmanna að fá aðgang að hernaðarlega mikil- vægum stöðum í Vestur-Evrópu í eftirlitsskyni. Fulltrúar beggja deilda Bandaríkjaþings og for- setaembættisins hafa náð samkomulagi um fjárframlög til vamarmála á næsta fjárlagaári þar sem kveðið er á um veruleg- an niðurskurð á framlögum til geimvaraaráætlunar Banda- rikjastjórnar. Heimildarmönnum Reuters- fréttastofunnar í sendinefndum beggja rfkjanna ber saman um að enn eigi eftir að finna lausn á ákveðnum deiluefnum. Bandarískir embættismenn segja þá sovésku enn ekki hafa lagt fram upplýsing- ar um flölda og staðsetningu þeirra flauga sem samningurinn nær til. Þá hafa Sovétmenn krafíst þess að eftirlitsmenn þeirra megi næstu 13 árin skoða þá staði þar sem bandarískum meðaldrægum flaug- um hefur nú verið komið fyrir. Bandaríkjamenn kveðast ekki geta gengið að þessari kröfu þar sem sovésku eftirlitsmennimir myndu þar með fá aðgang að hemaðarlega mikilvægum stöðum í flölmörgum ríkjum Vestur-Evrópu, sem Banda- ríkjastjóm hefur enga lögsögu yfír. Fulltrúar beggja deilda Banda- ríkjaþings og ríkisstjómarinnar hafa náð samkomulagi um að fram- lög til geimvamaráætlunarinnar verði skorin niður á þessu fjárlaga- ári sem lýkur í september á næsta ári. Stjóm Reagans forseta hafði farið fram á að 5,7 milljörðum Bandaríkjadala yrði varið til þessa verkefnis en nú hefur náðst um það samkomulag að veija 3,9 milljörð- um í þessu skyni. Bandaríkjastjóm hefur einnig skuldbundið sig til að virða svonefnda „þrengri túlkun" ABM-sáttmálans um takmarkanir gagneldflaugakerfa til loka flár- lagaársins en sú túlkun hans tekur fyrir tilraunir með vopnabúnað í geimnum. Njósnarinn Kim Philby kemur fram í siónvarpi Mnnkvii Ri>iitpr. ^ Æ. Moskvu, Reuter. HAROLD „Kim“ PhDby, breski njósnarinn, sem var á mála hjá Sovétmönnum og flýði til Moskvu fyrir 24 árum, kom fyrir nokkru fram i sovésku sjónvarpi i fyrsta sinn. Viðtalið við Philby kom fyrst í lett- neska sjónvarpinu í síðasta mánuði en erlendir fréttamenn í Moskvu fengu ekki myndband með því fyrr en nú í vikunni. Philby, sem er hálf- áttræður að aldri, hvítur fyrir hæram og dálítið hokinn, ræddi þar um lett- neska útflytjendur, sem hann sagði vera i þjónustu vestrænna leyniþjón- ustna. Lettar minntust þess í gær, að þá voru 69 ár liðin frá því þeir urðu sjálf- stæð þjóð, 18. nóvember árið 1918, en sjáífstæðið misstu þeir aftur árið 1940 þegar Sovétmenn innlimuðu landið. Hafa stjómvöld rekið mikinn áróður gegn vaxandi frelsiskröfum Letta og annarra Eystrasaltsþjóða og hefur Tass-fréttastofan sakað vestræn ríki um að kynda undir ólg- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.