Morgunblaðið - 19.11.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
13
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Togarinn Ásþór fór nokkra skottúra með gesti á Grandadegi.
Fullt hús á Grandadegi
Tóbaksreykur hefur veru-
leg áhrif a ófullburða börn
Tókýó, frá Árna Johnsen, bladamanni Morgunblaðaina.
Á alþjóðlegu ráðstefnunni um
tóbak og heilbrigði í Tókýó fjall-
aði doktor Maka Mura, frá
krabbameinsfélagi Osaka, um
rannsóknir á 3.400 konum, sem
komu í mæðraeftirlit árið 1984
og 1986. Samkvæmt gögnum var
tíðni ófullburða barna (þyngd
undir 2500 gr), 1,2 sinnum hærri
meðal eiginkvenna reykinga-
manna en kvenna sem áttu maka
sem ekki reyktu.
Niðurstöður sýndu að tíðni bama,
sem fæddust fyrir tímann, var 1,2
sinnum hærri meðal eiginkvenna
reykingamanna. Svipaðar niður-
stöður hafa komið frá mörgum
löndum, og staðfesta að óbeinar
reykingar eru ekki síður alvarlegar
fyrir þá sem ekki reykja og fyrir
sjálfa reykingamennina.
Doktor Maka Mura sagði að
reykur frá endanum af logandi síga-
rettu sé eitraðri og innihaldi meiri
eiturefni en reykurinn sem
reykingamaðurinn dregur að sér. í
reyknum eru fleiri nikótínagnir,
sem hafa ertandi áhrif á slímhúð
augna og nefs. Maka Mura hvatti
til þess að alþjóðleg samtök verði
stofnuð til þess að draga úr reyking-
um og kapp verði lagt á að kynna
staðreyndir um alvarlegt heilsutjón
af völdum beinna og sérstaklega
óbeinna reykinga, þar sem menn
verða fómardýr fíkni annarra.
FORSVARSMENN Granda hf
áætla að um það bil 800 manns
hafi heimsótt fyrirtækið á
Grandadegi sem haldinn var
siðastliðinn sunnudag.
Grandadagur var einkum ætlað-
ur Qölskyldum starfsmanna Granda
hf og fór þátttaka fram úr björt-
ustu vonum aðstandenda fyrirtæk-
Skipholti 50 C (gegnt fónabíói)
STmi 688-123
2ja-3ja herb. ibúðir
Flyðrugrandi - 60 fm
Mjög faileg 2ja herb. íb. á 3.
(efstu) hœð. Stórar suðursv.
Vönduð sameign. m.a. gufubað.
Verð 3,2 millj.
Freyjugata - 60 fm
Rúmg. 2ja herb. íb. á 3. hæð. Nýl. end-
urn. Ekkert áhv. Verð 2,6 millj.
Freyjugata — 70 fm nt.
Falleg, björt, nýl. endurn. 3ja herb. íb.
á 2. hæö. Laus strax. Verö 3,5 millj.
4ra-5 herb.
Skipti - Sundlaugavegur
Glæsil. nýl. endurn. 130 fm sérhæö á
1. hæð. Suöursv. Tvöf. 50 fm bílsk.
Verö 5,7 mlllj. Fæst helst í skiptum
fyrir eign á tveimur hæöum í Skerjafiröi
eöa Mosfellsbæ.
Sjávargrund - Gbær
Glæsil. sérhæðir m. bilsk. sem
afh. tilb. u. trév. i feb.-mars '88.
Fullfrég. óvenju vönduó sameign.
Óseldar eru í fyrri hluta:
Fjórar eignir é jarðhæó, stærö
bröttó: 124 fm + 21 fm bflsk.
Tvær eignir á 2. hæö og risi,
stærð brúttó: 178 fm + 2T fm
bílsk. Teikn. á skrlfstofu.
Raðhús - einbýli
Viðarás — raðhús
3 glæsil. raðh. (á einni hæð). 4ra-5
herb. 112 fm auk 30 fm bílsk. Afh.
u.þ.b. fullb. utan, fokh. innan f í feb,-
júni '88. Teikn. é skrifst. Verð 3850 þús.
Fannafold — parhús
Glæsil. parhús m. tveimur 3ja herb.
lúxusíb. 113 fm hvor m. bílsk. Afh.
u.þ.b. fullb. utan, fokh. innan í feb. '88.
Teikn. á skrifst. Verö 3,6-3,8 millj.
Atvinnuhúsnæði
Hverfisgata
- skrifstofu/íbhúsn.
3 hæöir, hver 85 fm + ris. Góö staös.
nál. Hlemmtorgi. Tilv. fyrir skrifst., fó-
lagsstarfsemi, íb. o.fl.
Þinghoit
- gistiheimili
Mjög falleg séreign ó tveimur
hæöum, þar sem er rekiö vandaö
gistiheimili allt áriö. Kjöriö tæki-
færi til aö reka sjólfstæðan
atvrekstur í hjarta borgarinnar.
Myndbandaleiga
Ein stærsta myndbandaleiga borgar-
innar. Mjög vel Innr., tölvuvædd I 140
fm húsn. á mjög góðum staó.
Vantar allar gerðir
eigna á skrá
Höfum fjölda fjársterkra
kaupenda á skrá F33
Kristján V. Kristjánsson viðskfr., lö
Slgurður öm Sigurðarson vlðskfr.
Öm Fr. Georgsson sölustjórí.
isins. Að sögn Péturs Ámasonar
formanns starfsmannafélags
Granda hf var gestum meðal ann-
ars boðið í _ stutta siglingu með
togaranum Ásþóri og haldin var
sýning á fískitegundum þar sem
greint var frá lifnaðarháttum
þeirra. Einnig bauð fyrirtækið gest-
um upp á kaffíveitingar.
Sammngar standa yfir
um skógrækt á Mosfelli
Afmælisfund-
ur Al-Anon
FIMMTÁN ára afmælisfundur
Al-Anon á íslandi verður haldinn
í Langholtskirkju laugardaginn
21. nóvember klukkan 13.
Al-Anon fjölskyldudeildir eru fé-
lagsskapur ættingja og vina alkó-
hólista. Fyrsta Al-Anon deildin á
íslandi var stofnuð 18. nóvember
1972 í Langholtskirkju, en deildim-
ar em nú 14 á Reykjavíkursvæðinu
og 42 alls á landinu.
FJARÐARKAUP í Hafnarfirði
komu best út úr verðkönnun sem
Verðlagsstofnun gerði í stór-
mörkuðum á höfuðborgarsvæð-
inu i lok októbermánaðar.
Sigurbergur Sveinsson, einn eig-
enda Fjarðarkaupa, skýrir þessa
góðu útkomu á þann veg að versl-
unin hafi aldrei lagt út i óþarfa
fjárfestingar og aldrei lagt mikl-
ar fjárhæðir i auglýsingar, auk
þess sem hann þakkar góðu
starfsfólki og hagstæðum inn-
kaupum hið lága vöruverð.
SAMNINGAR um afnot Skóg-
ræktar ríkisins af 600 ha. lands
prestsetursins , á Mosfelli í
Grímsnesi standa nú yfir milU
Skógræktarinnar og Dóms- og
kirlgumálaráðuneytisins, og er
búist við að þeir verði undirritað-
ir á næstu dögum.
Skógrækt rikisins hefur sóst eft-
ir afnotum af 600 ha. lands á
Mosfelli til 115 ára til ræktunar á
nytjaskógi, og hafa samningsum-
leitanir um leigu á landinu staðið
yfir frá því í sumar. Á blaðamanna-
fundi sem Prestafélag íslands hélt
um málið, kom fram að félagið og
sóknarpresturinn á Mosfelli, séra
Rúnar Þór Egilsson, vilja ganga til
samninga við skógræktina, en jafn-
framt tryggja að leigugjald af
landinu nýtist til að gera Mosfell
anir Verðlagsstofnunar gæfu nú í
fyrsta skipti heillega og raunhæfa
mynd af verðlagi. Svokallaðar
körfukannanir sem áður hefðu
tíðkast hefðu ekki gefið rétta mynd
af verðlaginu þar sem verslanir
hefðu getað lækkað verð á þeim
vörum sem þeir vissu að kæmu í
MosfeUskirkja { Grimsnesi.
að betra brauði.
Að sögn sr. Sigurðs Sigurðarson-
ar, formanns Prestafélagsins, telur
félagið að verið sé að ganga fram
verðkönnun en slíkt væri nær
ógemingur nú. Aðspurður sagði
hann að allar þær verslanir sem
verið hefðu í umræddri verðkönnun
væru sambærilegar hvað þjónustu
snerti og því væri fullkomlega rétt-
mætt að bera verðlag þeirra saman.
hjá réttum aðila með beinum samn-
ingum milli ráðuneytisins og
skógræktarinnar, og að sóknar-
presturinn ætti að vera með í
þessum viðræðum. Sagði Sigurður
að ekki væri verið að standa gegn
þjóðþrifamáli, heldur vildu menn
leysa þessa deilu á friðsamlegan
hátt.
Sigurður Blöndal, skógræktar-
stjóri, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að ekki kæmi til greina að
semja beint við prestinn á Mosfeili
um leigu á landi til 115 ára, dóms-
og kirkjumálaráðuneytið væri rétt-
ur samningsaðili í þvi efni. Sigurður
sagði ennfremur að samráð hefði
verið haft við séra Rúnar, og sjálf-
sagt að hann fengi einhveijar
grejðslur fyrir leiguna á landinu.
Ár er liðið frá því að Skógrækt
ríkisins óskaði eftir landi til skóg-
ræktar í bréfí til þáverandi kirkju-
málaráðherra, og var 15 ára áætlun
félagsins um ræktun nytjaskógar
samþykkt af Alþingi. Biskup ís-
lands vísaði skógræktarmönnum á
Skálholt, en kirkjuráð hafnaði
beiðni um skógrækt þar. Samnings-
umleitanir um leigu á landi Mosfells
hófust síðan eins og áður sagði á
síðastliðnu sumri.
Að sögn Jóns Sigurðssonar,
dóms- og kirkjumálaráðherra, eru
samningar við skógræktina á loka-
stigi, og sagðist hann vona að sátt
væri komin á milli allra aðila sem
málið varðaði. Jón vildi ekki gefa
upp nánari efnisatriði samningsins,
en sagði málið vera leyst með góð-
um friði. Sagði ráðherra það
ánægjulegt að hægt væri að af-
henda Skógrækt ríkisins þetta
landsvæði til mikilvægrar tilraunar
til ræktar á nytjaskógi.
Óréttlátur samanburður
Verðkönnun í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu:
Lítill tilkostnaður er
forsenda lágs vöruverðs
- segir Sigurbergur Sveinsson í Fjarðarkaupum
í verðkönnuninni rejmdust Fjarð-
arkaup oftast vera með lægsta verð
eða á 127 vörutegundum af 269,
og oftast með verð fyrir neðan
meðalverð eða í 240 tilvikum. Sig-
urbergur Einarsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að eigendur versl-
unarinnar hefðu allt frá því að þeir
hefðu hafíð rekstur verslunarinnar
fyrir 14 árum ávallt sniðið sér stakk
eftir vexti og ekki lagt út í óþarfa
flárfestingar sem leiddu til mikils
vaxtakostnaðar. Hann sagðist einn-
ig hafa verið heppinn með starfsfólk
og sagði það mjög mikilvægt að
hafa duglegt starfsfólk í verslun
eins og í hveijum öðrum rekstri.
Sigurbergur sagði ennfremur að
ánægður viðskiptavinur beri orðstír
verslunar betur út en nokkur aug-
lýsing í fjölmiðli og því sagðist hann
ekki hafa lagt háar fjárhæðir í aug-
lýsingakostnað. Hann sagðist
einnig leggja áherslu á að kaupa
inn mikið magn í einu og fá þannig
góðan afslátt, sem væri frá 3% og
allt upp í 7%. Þá sagðist hann aldr-
ei hafa opið á laugardögum vegna
launakostnaðarins sem því fylgdi.
Sigurbergur sagði að verðkann-
og villandi úrvinnsla
- segir verslunarstjóri Nýja bæjar.
Eigendur verslunarinnar Nýi
bær, Eiðistorgi, eru ósáttir við
hvemig Verðlagsstofnun vann
úr verðkönnun sem gerð var í
stórmörkuðum á höfuðborgar-
svæðinu f lok októbermánaðar.
Þeir telja að töflur um niðurstöð-
ur verðkönnunarinnar upplýsi
neytandann ekki um hversu
miklu munar á verðlagningu
verslana og að súluritin geti
beinlínis gefið neytandanum
ranga mynd af verðmun versl-
ana. Þá sé óréttlátt og út í hött
að bera saman verslanir sem
bjóði viðskiptavinum mismun-
andi mikla þjónustu.
í verðkönnun Verðlagsstofnunar
reyndist Nýi bær, Eiðistorgi, vera
oftast með hæsta verð eða á 157
vörutegundum af 265, en sjaldnast
með verð fyrir neðan meðallag eða
í 31 tiiviki. Þórður Þórisson, versl-
unarstjóri Nýja bæjar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að töflur
um hæsta og lægsta verð og um
verð fyrir ofan og neðan meðallag
upplýsi neytandann ekki um hversu
miklu munar á verðlagningu versl-
ana. Töflumar sýni til að mynda
ekki hvort munurinn á lægsta og
meðalverði sé 50 aurar eða 200
krónur og gefi því engar upplýsing-
ar um verðmuninn. Einnig gætu
súluritin sem Verðlagsráð birti
beinlínis verið villandi, til að mynda
gæti súluritið um hlutfallslegan
flölda vörutegunda í hverri verslun
með lægsta verð gefið til kynna að
helmingi ódýra sé að versla í Fjarð-
arkaupum en í Hagkaupum Kringl-
unni. í súluritinu kemur fram að
tæp 50% þeirra vara sem kannaðar
voru í Fjarðarkaupum hefðu verið
með lægsta verð, en rúm 20% vara
í Hagkaupum Kringlunni.
Þórður sagði einnig að Fjarðar-
kaup bjóði viðskiptavinum sínum
skerta þjónustu, hefðu til að mynda
ekki opið á laugardögum sem héldi
launakostnaði niðri. Hins vegar
hefði Nýi bær ávallt kappkostað að
bjóða viðskiptavinum sínum sem
besta þjónustu og hafa sem mest
vöruúrval. Fjarðarkaup væru vöru-
markaður sem selji á niðursettu
verði með sem minnstum tilkostn-
aði, en Nýja bæ beri að fiokka sem
stærri hverfísverslun. Þvi sé rangt
að setja þessar verslanir undir sama
hatt og bera þær saman eins og
gert hefði verið. Verðlagsstofnun
þyrfti því að flokka verslanir betur
og taka til að mynda mið af verð-
könnunum í Danmörku, en þar
væru verslanir greindar í fímm
flokka eftir stærð og veittri þjón-
ustu.