Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Stórsveitin að störfum og sumir með tappa í lúðrum. Hvunndagssveifla í beinni útsendingu Stórsveit Tónlistar- skólans á Akureyri á útvarpstónleikum DJASSDAGAR Ríkisútvarpsins hafa náð um allt land og þeirra varð verulega vart á Akureyri fimmtudaginn 12. nóvember þegar blásið var til siðdegistón- leika í Alþýðuhúsinu. Hluta tónleikanna var útvarpað beint á dreifikerfi Rásar 2. í tengslum við djassdaga hefur Ríkisútvarpið fengið hingað til lands sænskan básúnuleikara og stórsveitarstjóra, Mikael Ráberg. Djassforkólfar á Akureyri eygðu þar gullið tækifæri til að sprauta nýjum straumum í norðansveifl- una og að sögn Finns Eydal tókst eftir allnokkurt japl og jaml að semja svo við útvarpið að sá sænski tæki Stórsveit Tónlistar- skólans á Akureyri í læri í fáeina tíma. Afrakstur þess voru svo umræddir síðdegistónleikar á fimmtudegi þar sem ótrúlega margir komu í Alþýðuhúsið til að dilla sér í sveiflunni í beinni út- sendingu útvarpsins. Stutt er liðið á starfsár skólans og sveitarinnar, en þrátt fyrir það var ljóst að enn er ylur í kolunum Svíinn Ráberg við stjómvölinn. frá góðum tónleikum á síðasta vori. Svolítils öryggisleysis gætti hér og hvar, en í heildina tókst þó hér að laða fram ósvikna sveiflu sem langskólaðri sveitir mættu vera hreyknar af. í svona skólasveit verða alltaf töluverðar mannabreytingar, en staðgóður kjami kennara og annarra fasta- manna heldur vagninum á réttu spori. Básúnuleikarinn Ráberg stjóm- aði sveitinni sem byijaði náttúru- lega á einkennislagi sínu, Splanky eftir Neil Hefti, en síðan rak hvert verkið annað, flest í útsetningum Rábergs. Þar var víða leitað fanga, allt frá hefðarföstum Bandaríkjadjassi til smiðju Bítlanna og Henry Mancinis og Bleika pardussins. Smásveit skip- uð um það bil þriðjungi Stórsveit- arfélaga tók einnig fáein lög. Þeim sænska tókst ekki alltaf að halda uppi því flöri og þeim krafti sem jafiian hefiir einkennt Stór- sveit Tónlistarskólans. Hitt má vera ljóst að þegar sveitin byijar vetrarstariið eins og nú hlýtur að mega vænta mikilla afreka þegar líða tekur á vetur. Starf Stórsveitar Tónlistarskól- ans á Akureyri og aðalstjómanda hennar, Bretans Normans Dennis, er merkt. Þama gefst nemendum og kennurum færi á að víkka svið viðfangsefna sinna, og ef til vill er skemmtilegast af öllu að þessi sveit er enginn viðvaningaflokkur. Þetta er alvöruhljómsveit, og á meðan orðhagar hafa ekki búið til almennilegt orð í staðinn fyrir stórsveit mætti gjaman kalla flokkinn Biggband Akureyrar. — Sverrir Páll Farseðlar til Argentínu Bókmenntir Sigurjón Björnsson Erlendur Jónsson er enginn ný- græðingur á ritvellinum. Hann á að baki tvö fræðirit um bókmenntir, flórar ljóðabækur, §ögur útvarps- leikrit og eina bamabók. Þetta er svo fyrsta smásagnabók hans. Þar birtir hann átta smásögur. í þremur fyrstu sögunum eru aðal- persónur drengir 10—14 ára. Lífs- reynslan þeirra allra er dapurleg, þó hvers á sinn veg. Þeir eru minnimátt- ar, líður illa og eru lítils metnir. Mikillar beiskju kennir gagnvart umhverfínu. Fjórða sagan er raunar af svipuðum toga, því að þar vitjar fullorðinn maður æskustöðvanna og rifjar upp æskuminningar sínar, sem eru síður en svo bjartar. Þá koma tvær sögur sem hafa framavonir, löngun til að ná völdum og áhrifum að aðalþema. í báðum tilvikum bregðast vonimar og viðkomandi menn virðast átta sig á fánýti og innihaldsleysi slíkra óska. Síðustu sögumar tvær hafa að aðalpersónum tvo roskna menn, sinn í hvorri sögu. Annar þeirra, Sigurður grunnskóla- kennari, á þá ósk heitasta að hætta kennslu 65 ára og fara þá að sýsla við það sem honum fínnst skemmti- legt: Skrifa ævisögu sína, endur- skapa líf sitt i heimi ímyndunar. Konu hans fínnst þetta fáránlegt uppátæki og hann beygir sig undir vilja hennar. Og í síðustu sögunni er það hinn grandvari og nægjusami heiðursmaður, smiðurinn Asi, sem er nánast neyddur til þess af ofríki eiginkonunnar að verja öllu sparifé þeirra í ferð til að heimsækja dóttur þeirra og flölskyldu hennar í Arg- entínu. En Ási losnar úr þessum þrengingum á síðustu stundu er hann ekur yfir gatnamót á rauðu ljósi á heimleið með farseðlana og lætur þar líf sitt. Það er þannig alldökkur og beiskjublandinn tónn í öllum þessum sögum. Þær fjalla allar á einn eða annan veg um einstaklinga sem fara halloka í lífinu, eru minnimáttar og þess vanmegnugir að rétta hlut sinn. Samúðin er öll með þeim, en stutt í reiði í garð hinna sem kúgun og hörku beita. Ekki eru þessar sögur þó þung- lamalegar eða þreytandi aflestrar. Því veldur tær og hreinn stíll höfund- ar og óbrigðult skopskyn, sem getur á stundum gert sorgleg atvik býsna spaugileg. Endur fyrir löngu var mér kennt að smásagnagerð væri vandlærð og vandmeðfarin list og ekki á færi Erlendur Jónsson annarra en mikilla snillinga að semja góðar smásögur. Formúluna að smá- sögum lærði ég þó aldrei, enda eru þær vísast fleiri en ein, ef nokkur er þá til. Og líklega breytast sjónar- miðin eftir því sem tímar líða. Eitt ætti þó held ég ekki að breytast, en það er nauðsyn þess að hafa gott vald og góða þekkingu á því tungu- máli sem ritað er á, hafa til að bera smekkvísi, lipurð og hnökraleysi í stfl. Allt þetta kann Erlendur Jónsson mæta vel. Og smásagnaformið virð- ist mér láta honum vel til þess að tjá hugsanir sínar. Hann kemur beint og útúrdúralaust að aðalefni, setur það fram í knöppu og einföldu formi, eins og mér fínnst að smásaga hljóti að krefjast og í frásögninni allri er eðlilegur stígandi sem oftast nær hámarki undir lok sögu. Hann kann sem sagt að „segja sögu“, svo að vel fari á. Um boðskap höfundar er hins vegar réttast að vera fáorður. Hef ég lítið um það mál að segja. Enda er víst ekki einhlítt að einhver „boðskapur" þurfi að vera í smásög- um fremur en í öðrum skáldskap. Á kápusíðu segir raunar að sögumar séu „úttekt á samskiptareglum ein- staklinga og stétta f þjóðfélagi þar sem reQar og kænska duga stundum betur en einlægni og heiðarleiki". Ekki deili ég um þetta sjónarmið, þó að æði sé „prógrammið" stórt. Ég hefði kannski frekar viljað tala um skarpar og haglega gerðar svip- myndir af tilfínningum og líðan sumra þeirra sem ránglæti og kúg- un, heimska og valdhroki bitnar á. Erlendur er góður áhorfandi og rýn- ir fast í orsakir hlutanna. Hann hefur það næmi til að bera sem skáld þurfa að vera gædd. Af sléttunni Myndllst Bragi Ásgeirsson Það má til sann vegar færa, að sumum liggur minna á en öðrum í listinni, eru lítið gefnir fyrir hávaða og læti í kringum athafnir sínar. Ferill þeirra verður undantekn- ingarlítið mjög svo frábrugðinn þeirra, sem geysast áfram og nota allar aðferðir auglýsingatækninnar til að vekja athygli á sér og list sinni. Það er víst óhætt að skipta málurum í tvo flokka nú á tímum, annars vegar þá sem virðast lifa fyrir sýningar og hins vegar þá sem lifa fyrir málverkið og sýna helst ekki oftar en þeir nauðsynlega þurfa. Einn þeirra rólegu í tíðinni, sem helgar sig málverkinu af hvað mestri einlægni, á landi hér um þessar mundir tel ég vafalítið vera Björn Bimi, sem þessa dagana sýnir 36 málverk í vestri sal Kjarv- alsstaða fram til sunnudagskvölds 22. nóvember. Bjöm lagði snemma út í listnám og lauk kennaraprófi frá MHÍ fyrir heilum 35 árum — en síðan tók við brauðstritið, aðallega togarasjó- mennska þar til hann settist aftur á skólabekk og nú í Bandaríkjunum. Áður hafði hann að vísu tvisvar brugðið sér út fyrir landsteinana og tekið próf í bundnum greinum en nú var stefnan tekin á ftjálsa málun. Eftir heimkomuna hélt hann eina stóra sýningu að Kjarvalsstöðum 1980, sem dágóða athygli vakti meðal myndlistarmanna enda var hún allfrábrugðin flestu því sem menn voru þá að fást við hér heima. Að vísu var heilmikið af amerískum áhrifum í verkum Bjöms, en þar voru einfaldlega liður í rannsóknum hans á myndfletinum og hann var síst af öllu að leyna því. Og nú er Bjöm Bimir mætir aft- ur til leiks með stóra sýningu eftir sjö ára hlé era amerísku áhrifín ennþá greinileg en um leið er hann orðinn persónulegri og íslenzkari í útfærslu verka sinna. Litimir era nú mun safaríkari og mettaðri en áður, burðargrindin mýkri og þó stórbrotnari. Af öllu má sjá að hér er vaxandi málari á ferð, sem hikar ekki við að færast mikið í fang og sem hleypur ekki á eftir dægursveiflum í heimslistinni. Stóran hluta myndanna nefnir hann einfaldlega „Af sléttunni“ og mun þá vera að höfða til form- og litrænna hughrifa, sem hann hefur orðið fyrir af sléttulandslagi. Stórar og voldugar 'blakkir flæða yfir myndflötinn mýktar upp við fjölbrögðótta meðferð litarins og þó er þetta allt útfært á sláandi einfaldan hátt. Bestu eiginleikar Bjöms Bimis sem málara koma að mínum dómi vel fram í myndunum nr. 11—13 á endavegg — allar era þær einfaldar en þó mjög áhrifaríkar og magnað- ar Í lit- og formrænum hrynjandi. Þá vil ég einnig benda á myndir eins og nr. 10 og 36, sem taka skoðandann með stormi fyrir hreina og tæra litræna fegurð, sem einnig er fyrir hendi í mörgum öðram, þó þær láti minna yfir sér við fyrstu kynni. í stuttu máli, sterk og heilleg sýning listamanns sem kemur til dyranna eins og hann er klædd- ur...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.