Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Hér talar fólk um verðbréf eins og- Is- lendingar um veðrið - segir Guðjón Bachmann, verð- bréfasali í . Flórída FRÉTTIR af verðbréfahruninu á dögunum komu mörgum íslend- ingum spánskt fyrir sjónir, enda eru verðbréfaviðskipti hér á landi svo til á byijunarstigi, og erfitt fyrir marga að átta sig á handaganginum og pappírsfjúk- inu á sjónvarpsmyndum frá Wall Street. í Bandaríkjunum er verð- bréfaeign hins vegar mikil og almenn, og þvi sló blaðamaður Morgunblaðsins á þráðinn til Guðjóns Bachmanns, sem hefur stundað verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum í 30 ár, til að forvitnast um hveraig hrunið horfði við almenningi þar. í Bandarflqunum eiga um 45-50 milljón manns verðbréf, að sögn Guðjóns, en margir kaupa hlutabréf í fyrirtækjunum sem þeir vinna hjá, vegna þess að þeim eru boðin þau á sérstökum kjörum. Aðspurður sagði Guðjón að langstærstur hluti verðbréfaeigenda væri „venjulegt fólk" sem hefði sumt kannski ekki meira en 1000 dali (tæpar 40.000 ísl. kr.) í mánaðarlaun. Félagið sem Guðjón vinnur hjá, Quick and Reilly, hefur 7.500 viðskiptavini í Or- lando-borg einni saman, og yfír 100.000 viðskiptavini í Flórídafylki, en Quick and Reilly er þriðja stærsta félagið í Bandaríkjunum sem selur svonefnd afsláttarhluta- bréf. Braskararnir töpuðu, almenningur ekki Guðjón sagði að fólk væri al- mennt vel upplýst um verðbréfa- markaðinn, og talaði gjaman um verðbréfaviðskipti sín á milli í dag- legu tali, rétt eins og íslendingar tala um veðrið. Verðbréfaviðskipt- um væru gerð mjög góð skil í blöðum, og ein sjónvarpsstöðin, FNN, sjónvarpaði fréttum af íjár- málamarkaðinum 24 tíma á sólar- hring. Guðjón sagði að þrátt fyrir hina almennu hlutabréfaeign hefði al- menningur ekki farið mjög illa út úr hruninu, þeir sem hefðu tapað mestu væru braskaramir, eða „traders“, sem legðu mikið undir á markaðnum í von um skjótfenginn gróða. Almenningur ætti yfírleitt hlutabréf í traustum fyrirtækjum, eins og Coca Cola eða IBM, og þó að verð á þeim hefði fallið um stund- arsakir þá færi það upp aftur og væri því ömgg fjárfesting. Einnig keypti margt fólk bréf í sjóðum, sem síðan fjárfestu aftur í fjöimörgum fyrirtækjum, en þetta jafnaði sveifl- ur á markaðnum út. „Braskaramir" legðu sitt fé hins vegar oft í áhættu- fyrirtæki, og keyptu hlutabréf með lánskjörum. Ef kaupandi hefur borgað minna en 25% af verði bréf- anna, á viðkomandi fyrirtæki rétt á að selja bréfín án þess að spyija hann um leyfí, og því sátu margir braskarar uppi með sárt ennið og smánarpening fyrir seld hlutabréf. Islendingar geta grætt á Wall Street Hvemig fór Guðjón sjálfur út úr hmninu? Hann sagðist hafa farið út af markaðinum í bytjun október, því þá hafí ýmis teikn verið á lofti um að verðfall á hlutabréfum væri yfírvofandi, og hann hefði síðan farið aftur inn þann 26. október, viku eftif hmnið, og síðan hefði Dow Jones vísitalan farið upp um rúmlega 200 stig. Hann hefði því Guðjón Bachmann. alveg sloppið við skellinn, og nú væri markaðurinn farinn að taka vel við sér eftir að tölur um minnk- andi viðskiptahalla birtust. Guðjón sagðist hafa komið sér upp sínu eigin kerfí til að sjá fyrir sveiflur á markaðinum, „maður fær þetta á tilfinninguna eftir smátíma." Guðjón var spurður hvort íslend- ingar gætu tekið þátt í verðbréfa- viðskiptum vestanhafs. Hann sagði að það væri ekki nauðsynlegt að vera staddur í Bandarflq'unum til að stunda verðbréfaviðskipti þar, og hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að íjárfesta í traustum fyrirtælqum, svipað og almenningur í Banda- ríkjunum gerði. Hins vegar væri nauðsynlegt að hafa góðan umboðs- mann. Guðjón tók sem dæmi að hlutabréf í Disney-fyrirtækinu hefðu þrefaldast í verði á 3-5 ámm, og því væri ekki úr vegi að fjár- festa í því fyrirtæki, en ekki bara að heimsækja það í Flórída-ferðum. Guðjón sagði að það væri ekki hægt að sjá að áhrifa hmnsins væri farið að gæta hjá almenningi í atriðum eins og spamaði, flárfest- ingu, og eyðslu, og hann bjóst ekki við neinum stómm breytingum þar á í nánustu framtíð. Hann taldi að markaðurinn ætti eftir að jafna sig, hann hefði einfaldlega verið of- metinn, og væri nú að fínna sér nýtt „gólf“. Bókin „Deilt á dómarana“: Öll umræða um dóms- mál af hinu góða - segir Ólöf Pétursdóttir, formaður Dómarafélags Reykjavíkur „ÉG get ekki gert efnislegar at- hugasemdir við bók Jóns Stein- ars, þvi ég hef ekki iesið hana. Hins vegar tel ég að öll umræða um dómsmál sé af hinu góða,“ sagði Ólöf Pétursdóttir, formað- ur Dómarafélags Reykjavíkur. Eins og komið hefur fram gaf Almenna bókafélagið á dögunum út bók eftir Jón Steinar Gunnlaugs- son, hæstaréttarlögmann, og nefnist bókin „Deilt á dómarana". í henni heldur höfundur því meðal annars fram, að Hæstiréttur dragi taum ríkisins í dómum sínum og að rökstuðningur fyrir dómum rétt- arins sé oft af skomum skammti. „Ég get ekki gert áthugasemdir við eitthvað sem ég hef ekki lesið í samhengi við annað í bókinni," sagði Ólöf. „Hins vegar tel ég að öll umræða um dómsmál og réttar- far í landinu sé af hinu góða. Útgáfa bókarinnar er því f sjálfu sér jákvæð, því hún skapar umræðu í þjóðfélaginu. Það skilst mér af viðtölum við höfundinn að hafí ver- ið tilgangur hans.“ í Dómarafélagi Reykjavíkur eru allir héraðsdómarar í Reykjavík, það er borgardómarar og sakadóm- arar, ásamt öllum héraðsdómurum annars staðar á landinu, svo aðild að félaginu er ekki bundið við höf- uðborgina. Þá eru saksóknarar einnig félagar í Dómarafélagi Reykjavíkur. Bjartir og rúmgóöir virmu-, geymslu- eða sýningaskalar. ODYRIR - VANDAÐIR VESTUR-ÞÝSKIR TJALDSKÁLAR Bjartir og rúmgóðir vinnu-, geymslu- eða sýninga- skálar fáanlegir með stuttum fyrirvara. Henta vel sem samkomuskýli. Einnig getum við útvegað minni sölutjöld. Skálarnir eru úr níðsterkri álgrind klæddir endingargóðum PVC vörðum dúk. Þeir eru fljótlegir og auðveldir í uppsetningu og flutningum. Henta bændum, verktökum, fyrirtækj- um í framleiðsluiðnaði og fleirum. Hafið samband við Palla h/f og fáið sendan ítarlegan bækling um þessa snjöllu lausn. Létt og meðfærileg sölutjöld. Pallar hf. Pallar hf. Vesturvör 7 Kópavogi Símar 42322 - 641020 Morgunblaðið/JúUus Krakkarair eru ábúðarfullir enda niðurstöður könnunarinnar ekki eins gleðilegar og æskilegt væri. Sjöundi hver fór yfir á rauðu ljósi 12 OG 13 ÁRA krakkar úr Mela-, Laugarnes- og Hvassaleitisskóla könnuðu þann 28. október sfðast- liðinn hvernig ökumenn hegðuðu sér í umferðinni. 1878 ökumenn lentu undir smásjánni og gerðust 265 þeirra brotlegir við ein- hverja af helstu varúðarreglum í umferðinni. Ástandið i þessum efnum virðist hafa versnað frá því í fyrra. Þá gerðu krakkarnir samskonar könnun, á sama stað og sama tíma, tóku fyrir 1907 ökumenn og reyndust „aðeins" 174 vera brotlegir. Könnunin stóð í klukkutíma. Sem dæmi um niðurstöður ná nefna að krakkamir úr Hvassaleitisskóla fylgdust með ökumönnum sem áttu leið um gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. Af 106 ökumönn- um fóru 15 yfir á móti rauðu ljósi eða einn af hveijum sjö. 37 af þess- um 106 ökumönnum notuðu ekki stefnuljós þegar það átti við. Á blaðamannafundi sem krakkamir héldu ásamt starfsfólki Umferðar- ráðs til að kynna niðurstöðumar sögðu Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs og Guðmundur Þorsteinsson náms- stjóri umferðarfræðslu, að mark- miðið með þessari könnum væri að gera nemendunum betur ljóst hvers vegna reglur þyrftu að gilda í um- ferðinni. Þeir kváðust vonast til að vinna sem þessi gæfí krökkunum betri tilfínningu fyrir umferðarmál- um og gerði þá að góðum og tillits- sömum vegfarendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.