Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
Brids:
Flugleiðir meist-
arar flugfélaga
FLUGLEIÐIR unnu um siðustu
helgi heimsmeistaramót flugfé-
laga í brids sem haldið var i
Dublin á írlandi. Alls tóku 8
sveitir þátt í mótinu. Þetta er i
fyrsta skipti sem Flugleiðir vinna
þetta mót, en það er haldið ár-
lega.
Spilaðir voru 10 spila leikir milli
sveitanna og hlaut sveit Flugleiða
145 stig, þar af 96 af 100 möguleg-
um í síðustu flórum leikjunum. í
öðru sæti varð sveit A1 Italia með
127 stig og í þriðja sæti varð sveit
þýska flugfélagsins Lufthansa með
126 stig.
Sveit Flugleiða skipuðu Bjöm
Theódórsson, Jón Baldursson,
Heimir Hjartarson, Sæmundur
Bjömsson, Jóhannes Ellertsson,
Páll Halldórsson og Kristbjöm Al-
bertsson sem var fyrirliði án spila-
mennsku. Flugleiðir urðu í 2. sæti
( þessu móti á sfðasta ári, og í 3.
sæti árið á undan en fram að því
hafði Flugleiðasveit aldrei náð verð-
launasæti.
íslenski dansflokkurinn:
Þrjár sýningar á
Flaksandi földum
ÍSLENSKI dansflokkurinn sýnir
Flaksandi falda sunnudaginn 22.,
fimmtudaginn 26. og laugardag-
inn 28. nóvember f Þjóðleikhús-
inu klukkan 20. Á sýningunum
verða flutt dansverldn A milli
þagna eftir Hlif Svavarsdóttur,
nýjan listdansstjóra Þjóðleik-
hússins, og Kvennahjal eftir
hollenska danshöfundinn Angelu
Linsen.
Á milli þagna er samið við valsa-
stef úr ýmsum áttum og Kvennahjal
er dansað eftir ítalskri alþýðutón-
list, söngli, ljóðaflutningi og
þögnum. Auk dansara íslenska
dansflokksins dansar María Gísla-
dóttir á sýningunum en hún hefur
dansað í Þýskalandi og Banda-
ríkjunum að undanfömu. Búningar
em eftir Sigrúnu Úlfarsdóttur og
Sveinn Benediktsson annast lýs-
ingu.
Stefnir í mikla
plötusölu fyrir jól
- segir Steinar Berg ísleifsson, for-
maður Sambands hlj ómplötuframleiðenda
„ÞAÐ hefur legið f loftinu allt
þetta ár að plötusala yrði óvenju
mikil fyrir þessi jól og það virð-
ist vera að koma fram núna,“
sagði Steinar Berg ísleifsson,
formaður Sambands hljómplötu-
framleiðenda, er hann var
spurður um útlitið f hfjómplötu-
sölu fyrir jólin. Steinar Berg taldi
að ástæðan fyrir þessum góðu
viðtökum á íslenskri tónslist væri
tvfþætt, annars vegar mikið
framboð á vandaðri tónlist og
hins vegar að verð á hijómplötum
hefur nánast staðið f stað á milli
ára.
„Það hefur verið óvenju mikið af
hljómplötum í framleiðslu að undanf-
ömu og viðbrögð nú, þegar fyrstu
plötumar eru að koma á markaðinn,
em jákvæð. Smásalar hafa greini-
lega orðið varir við þetta, það sýnir
þessi mikla forpöntun á plötunni
hans Bubba. Ennfremur má benda
á þær góðu móttökur sem plata
Bjartmars Guðlaugssonar hefur
hlotið, en hún hefur nú selst í um
3.000 eintökum á einni viku, sem
er rúmlega tvöfalt meira en allar
fyrri plötur hans samanlagt. Aðrar
plötur em einnig á góðu skriði, þótt
þessar tvær virðist ætla að skera sig
nokkuð úr af þeim plötum sem þeg-
ar em komnar út. Salan það sem
af er nóvember er nú tvöfalt meiri
miðað við sama tíma í fyrra þannig
að það stefnir í mikil plötujól í ár,“
sagði Steinar Berg.
Hann sagði ennfremur að sala á
geisladiskum og tónböndum hefði
farið vaxandi og flestar helstu
íslensku plötumar kæmu einnig út
á geisladiskum og tónböndum.
Hljómplatan væri þó enn lang
stærsti hlutinn, en bæði geisladiskar
og tónbönd ynnu á án þess þó að
það kæmi niður á sölu á hljómplöt-
um, sem einnig færi vaxandi, eins
og áður er getið.
Atvinnu-
ástand fer
batnandi
SKRÁÐUM atvinnuley sisdögum.
hefur fækkað um 40% f október-
mánuði miðað við sama tfma f
fyrra og hafa aðeins einu sinni
áður á þessum áratug verið skráð-
ir færri atvinnuleysisdagar f
október.
í mánuðinum október voru skráðir
4600 atvinnuleysisdagar sem sam-
svarar því að 214 manns hafi að
meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í
mánuðinum en það jafngildir 0,2%
af áætluðum mannafla á vinnumark-
aði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnun-
ar. Þetta er nánast óbreytt
atvinnuástand miðað við september-
mánuð en veruleg breyting hefur
orðið á dreifingu skráð atvinnuleysis.
Þannig féllu 14% af skráðu atvinnu-
leysi til á höfuðborgarsvæðinu í
október á móti 27% í september.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Morgunblaðið/Þorkell
Rafn F. Johnson, stjórnarformaður O. Johnson & Kaaber, Jóhann
Möller, skristofustjóri og Birgitta Spur, ekkja Siguijóns Ólafssonar,
fyrir framan verk Siguijóns, Sköpun.
Gefin ein milljón tíl
endurgerðar listaverks
LISTASAFN Siguijóns Ólafsson-
ar hefur fengið að gjöf eina
milljón króna frá O. Johnson &
Kaaber hf., tíl greiðslu á frum-
mynd eftir Siguijón. Verður
verkið unnið í marmara og þvf
valinn staður f garði safnsins á
Laugarnesi.
Verkið sem um er að ræða nefn-
ist Sköpun, og var unnið úr frauð-
plasti árið 1976. Gjöfin er færð
safninu í tilefni þess, að 23. septem-
ber 1986 voru 80 ár liðin frá stofnun
O. Johnson & Kaaber hf, og töldu
ráðamenn þess við hæfí að minnast
þeirra tímamóta með framlagi til
menningarlífs borgarinnar.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
var stofnað 1. desember 1984, af
Birgittu Spur, ekkju Siguijóns, og
hefur verið unnið við viðgerð og
endurbyggingu vinnustofu lista-
mannsins, ásamt nýjum viðbygg-
ingum við safnið, frá árinu 1985.
Framkvæmdir hafa legið niðri und-
anfarið vegna fjárskorts, en for-
ráðamenn safnsins steftia að því
að vígja það þann 21. október 1988,
en þá hefði Siguijón Ólafsson orðið
áttræður.
Að sögn Birgittu Spur var safnið
upphaflega stofnað sem einkasafn,
en ætlun hennar er að það verði
almenningseign. Safnhúsin eru
vinnustofa, sem Siguijón lét byggja
yfir bragga sem hann hafði áður
starfað í frá 1945, steinhús sem
byggt var af bandaríska hemum,
og íbúðarhús sem var smíðað 1961.
Við húsin eru nú komnar viðbygg-
ingar og tengibygging, auk þess
sem byggt hefiir verið ofan á stein-
húsið. Auk vinnustofu Siguijóns
verður í safninu skrifstofa, geymsl-
ur, salur á efri hæð og glerskáli sem
mun hýsa kaffistofu með útsýni
yfir sundin. Við safnið verður einn-
ig útigarður og mun verkið Sköpun
verða staðsett þar ásamt fleiri verk-
um Siguijóns.
Útsvar 7,5% í stað 6,25%
Rauntekjur sveitarfélaga
hækka um 1,7 milljarða
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur sent frá sér fréttatílkynningu
þar sem segir að 6,25% útsvar í
staðgreiðslukerfi þýði að sveitar-
félögin fái alls 8.529 mil^ónir i
útsvarstekjur á árinu 1988 sem
sé svipaðar útsvarstekjur að
raungildi og 1986. Hinsvegar
þýði hámarksútsvar, 7,5%, að
tekjur sveitarfélaganna verði
10.235 miiyónir sem þýði að
skattbyrði fjögurra manna fjöl-
skyldu hækki um 25-30 þúsund
á næsta ári.
Félagsmálaráðherra mun gefa
út reglugerð um innheimtuhlutfall
útsvars í staðgreiðslu, þe. hvaða
Ekið á mann
EKIÐ var á gangandi mann í
Tryggvagötu I Reykjavík í gær-
morgun, en meiðsli hans munu
vera minni en á horfðist í
fyrstu.
Óhappið varð um kl. 8 um morg-
uninn. Maðurinn gekk yfir
gangbraut hjá Tollstofunni og
varð þá fyrir bifreið, sem var ekið
vestur götuna. Meiðsli mannsins
voru ekki mikil, en hann kvartaði
þó yfír eimslum í baki.
útsvarsprósentu verður miðað við í
heildarskattprósentunni. Sveitarfé-
lögin eru síðan sjálfráð um endan-
lega álagningu upp að 7,5% og
verður mismunurinn innheimtur
sérstaklega á miðju ári, ef sveitarfé-
lög vijja leggja á hærra útsvar en
miðað er við í reglugerð, eða endur-
greiddur ef útsvar einstakra sveit-
arfélaga verður lægra.
Úr umferðinni í Reykjavík
þriðjudaginn 17. nóvember 1987
Árekstur bifreiða 17. í þremur tilvikum varð slys á fólki.
Kl. 8.35 á Arnarbakka, ökumaður fluttur á slysadeild. Kranabifreið
tók bæði ökutæki af staðnum.
Kl. 15.33 varð árekstur bifhjóls og bíls á Þverholti. Ökumaður bif-
hjóls fluttur á slysadeild.
Kl. 17.25 á Nóatúni. Ökumaður fluttur á slysadeild og kranabifreið
tók bæði ökutæki af staðnum.
Radarmæling: 5 kærðir. Á Sætúni var 21 árs gamall ökumaður
staðinn að því að aka með 108 km/klst. hraða og var bifreiðin tekin
af honum því hann reyndist vera réttindalaus.
Leyfður hámarkshraði á Sætúni er 50 km/klst.
Aðrir sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur fóru um Kringlumýrar-
braut með 97 km/klst. hraða.
Um Kleppsveg með 92 km/klst. hraða og Hofsvallagötu með 72
km/klst. hraða.
Stöðvunarskyldubrot: 12 ökumenn kærðir.
kranabifreið flarlægði 11 bifreiðir vegna ólöglegrar stöðu.
Klippt voru númer af 17 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa til
skoðunar.
í þriðjudagsumferðinni fundust þrír réttindalausir ökumenn og tveir
undir grun um ölvun við akstur.
Samtals 64 kærur fyrir umferðarlagabrot.
Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.