Morgunblaðið - 19.11.1987, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
Jens Winther ásamt tríóinu Hinsegin blús.
Djasstónleikar í Iðnó
TRÍÓIÐ Hinsegin blús heldur
djasstónleika í Iðnó laugardag-
inn 21. nóvember klukkan 14.
Hljómplata hefur nýlega verið
gefín út með tríóinu, en í þvi eru
Eyþór Gunnarsson hljómborðs-
leikari, Tómas R. Einarsson sem
leikur á kontrabassa og Gunn-
laugur Briem trommuleikari. Á
tónleikunum leika einnig tveir
gestir, Jens Winther á trompet
og Rúnar Georgsson á tenórsaxó-
fón.
Danski trompetleikarinn Jens
Winther kom hingað til lands síðast-
liðið vor og lék þá inn á plötu
Hinsegin blús. Hann hefur verið
trompeteinleikari í Radioens Big
Band og einn kvintetta hans vann
til verðlauna í keppni fyrir yngri
kynslóð evrópskra djassmanna sem
Alþjóðadjasssambandið stóð fyrir.
Jens Winther hefur meðal annars
leikið með Dizzie Gillespie og Miles
Davis. Rúnar Georgsson hefur kom-
ið fram sem einleikari með Radioens
Big Band í Kaupmannahöfn og leik-
ið irm á margar hljómplötur.
Á tónleikunum í Iðnó verða aðal-
lega flutt lög af nýju hljómplötunni
og er tónlistin eftir Tómas R. Ein-
arsson og Eyþór Gunnarsson.
Bókin „Eg vil lifa“
í þriðju ótgáfu
TÁKN hf. Bókaútgáfa hefur sent
frá sér þriðju útgáfu bókarinnar
„Eg vil lifa - Líf á bláþræði eftir
Guðmund Árna Stefánsson og
Önund Björnsson.
í bókinni eru sjö frásagnir fólks,
sem hefur staðið við dauðans dyr,
en er nú lífsins megin, eins og seg-
ir á bókarkápu. Viðmælendur þeirra
Guðmundar Áma og Önundar eru
Snorri Páll Snorrason yfírlæknir,
Doris Sigriður Magnúsdóttir hús-
móðir og faðir hennar Magnús
Pálsson rafvirki, Gylfí Hinriksson
forstjóri, Guðlaugur Friðþórsson
sjómaður, Stella Magnea Karls-
dóttir húsmóðir, hjónin Agnar
Kristjánsson iðnrekandi og Anna
Lilja Gunnarsdóttir húsmóðir og
Ingi Steinn Gunnarsson verkamað-
ur og sambýliskona hans Auður
Þórólfsdóttir kennari.
Bókin er 206 blaðsíður.
5H®'06SW
»hIghp^,,R|T|"
ISSí&IÍ;
^heldUrSafríó^rn’bf 5i£e{ni. Auktu
CIRCOLUX frá
- 80% ORKUSPARNAÐUR
- 6 FÖLD ENDING
Fæst í helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
43 SUNDABORG 13 - 104 REYKJAVÍK - SÍMI 688588
■AUSTURSTRÆTI 14.S42345-