Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 51
51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
Sjávarútvegur
og ungt fólk
eftir Óskar
Skúlason
Þriðjudaginn þrettánda október
síðastliðinn birti Morgunblaðið
grein mína „Týndur skóli — físk-
vinnsluskólinn". Var ætlun mín með
grein þessari að vekja fólk í landinu
til umhugsunar um hlutverk og
mikilvægi skólans fyrir þjóðina alla.
Mér til mikillar gleði virtist ég held-
ur betur hafa hrist upp í landanum,
allir í kringum mig voru nú tilbúnir
að ræða við mig um fiskvinnslu og
fískvinnsluskólann. Meira að segja
var ég kallaður í viðtal á einni af
betri útvarpsstöðvum landsins þar
sem ég var spurður spjörunum úr
til að fræða landsmenn um þá
merku stofnun er kallast Fisk-
vinnsluskóli Islands.
Það er víst óhætt að segja að
það var stoltur ungur maður sem
gekk út úr útvarpshúsinu að viðtali
loknu. Og hvers vegna? Jú, mér
fannst ég hafa bæði gert skólanum
gott og kannski tekist að sanna
fyrir einhveijum, sem var í vafa
um að þetta væri rétti skólinn fyrir
hann. En fljótlega lærði ég að þetta
var aðeins lítill dropi í það haf skiln-
ingsleysis sem ríkir hjá þjóðinni í
sambandi við sjávarútveg og hversu
nauðsynlegur hann er afkomu okk-
ar.
Nú var svo komið að stór hluti
af því fólki sem ég umgengst og
rekst á daglega var farið að telja
mig alvitran um fisk og fískvinnslu.
Því miður verð ég að viðurkenna
að það er ég alls ekki. En miðað
við hvað ungt fólk almennt, t.d. á
höfuðborgarsvæðinu, veit um físk-
vinnslu þá gæti ég í fyrstu virst
klár. Því að meirhluti þess unga
fólks sem svo oft er kallað erfingjar
Iandsins virðist ekki hafa hugmynd
um hvað heldur öllu gangandi í því
sem þau ætla að erfa.
Er þetta þróun í rétta átt? Ég
held að flestu rétt þenkjandi fólki
komi saman um að svo er ekki.
Með þessu er ég ekki að segja að
sá stóri hópur sem er á annarri
skoðun sé heimskur. En ég held því
fram að hann sé fáfróður, því að
hann hefur ekki fengið rétta
kennslu á réttum tíma. Og hver sér
um kennslu á íslandi? Jú, vinir vors
og blóma, menntamálaráðherra og
hans ráðuneyti. Hvemig væri að
hans hágöfgi og félagar tækju sig
saman og íhuguðu þessi mál?
Væri ekki t.d. hægt að hafa
skyldufag í lokabekkjum grunn-
skólanna, þ.e.a.s. níunda bekk, þar
sem lögð væri áhersla á að kenna
unglingunum hvað fískvinnslan
gerir og hefír gert fyrir þjóðina í
tímanna rás. Einu sinni f viku væri
nóg.
Þetta myndi kannski kenna ung-
dómnum að bera virðingu fyrir því
sem það verður að leggja allt sitt
traust á í framtíðinni. Og kannski
þegar þau verða spurð hvort þau
viti hvaða atvinnugrein sé aðallífæð
íslendinga þá detti þeim ekki fyrst
í hug tískuvöruverslanimar við
Laugaveg. Þó synd sé frá að segja
þá er það því miður ekki bara unga
fólkið sem virðist ekki skilja hlut-
verk sjávarútvegs í landinu.
í sjónvarpsviðtali ekki alls fyrir
löngu var verið að ræða um hvort
þroskaheftir væru baggi á þjóð-
félaginu. Ekki ætla ég að tjá mig
um þau mál, en sá sem við var
rætt hélt því fram svellkaldur að
þrátt fyrir að sjávarútvegur væri
baggi á þjóðfélaginu væri aldrei
talað um það. Hvers vegna væri
þá eiginlega verið að pæla í hvort
þroskaheftir væm baggi? Þetta kom
eins og köld tuska í andlitið á þeim
sem vita um hvað málið snýst.
Hveiju á unga fólkið að trúa? Þetta
er maður í forsvari fyrir stór sam-
tök og því er hlustað á hann. Ég
vona hans vegna og þjóðarinnar að
hann og hans líkar setjist niður við
tækifæri og íhugi hvurslags fjar-
stæða þetta er.
Við verðum að fara að taka í
taumana því þegar við erum sokkin
það djúpt að vatnið nær okkur upp
fyrir höfuð gæti verið orðið of seint
að ætla sér að fara að breyta og
bæta. Það hefur verið reiknað út
af miklum snillingum að hver
manneskja í sjávarútvegi beri
óbeint átta manneskjur úr þjónustu-
störfum á bakinu. Sá, sem ætlar
sér að kalla þessa manneskju bagga
á þjóðfélaginu, er kominn út á
hættulega hálan ís.
Ég ætla ekki að fara inná hvað
sé réttlátt kaup fyrir fískvinnslu-
fólkið, um það sjá hæfír menn á
öðrum stað. Mín skoðun er sú að á
meðan stór hluti þjóðarinnar, þ.m.t.
nokkrir af okkar æðstu mönnum,
virðast líta fiskverkamenn sem eitt-
hvað þriðjaflokksfólk þá mun
skilningur á erfíðinu seint koma úr
þeirri átt. Fólk verður að læra að
meta þá miklu vinnu sem unnin er
af þessu fólki, oft myrkranna á
Óskar Skúlason
„Væri ekki t.d. hægt að
hafa skyldufag í loka-
bekkjum grunnskól-
anna, þ.e.a.s. níunda
bekk, þar sem lögð væri
áhersla á að kenna
unglingunum hvað fisk-
vinnslan gerir og hefir
gert fyrir þjóðina í
tímanna rás.“
milli. Svo ég vitni nú aftur í sjón-
varpið, þá hélt ónefndur maður því
fram að verslunarfólk í Reykjavík
ynni svo mikið að engin önnur at-
vinnugrein kæmist nálægt því.
Ætli þessum manni snérist ekki
fljótt hugur ef hann ynni í físki eins
og eina vertíð?
Við verðum að breyta hugsunar-
hætti þjóðarinnar, því fyrr því betra.
Við verðum að læra að við getum
ekki mergsogið sjávarútveginn
endalaust án þess að gefa neitt til
baka. Hvað sem hver segir þá er
og verður sjávarútvegurinn í kom-
andi framtíð undirstaða alls at-
vinnulífs og þar með alls lífs í
landinu. Það er fásinna að ætla sér
að sækja sér allan efnivið í undir-
stöðuna til að byggja toppinn, það
getur bara endað á einn veg, með
hruni. Snúum við áður en það er
of seint, og of seint eins og málin
standa í dag er ekki svo langt undan.
Að lokum, ætli það þætti ekki
heimskulegt ef- maður sem vildi
stækka myndi éta á sér lappimar
til að bæta við efri hlutann? Snúið
þessu yfír á sjávarútveg og íslensku
þjóðina, sjáið skyldleikann og íhug-
ið málið.
Höfundur er uetni í Fiskvinnslu■
skólanum.
Háhæla stígvél
Kr. 3.790,-
Litur: Svart
Stærð: 36-40
Póstsendum samdægurs
5% staðgreiðslu-
afsláttur
TOPpJI
SKÚR-INN
VELTUSUNDI 1
21212
DULUX' S
FRA
OSRAM
- Ljóslifandi orku-
sparnaður
- 80% lœgri lýsingar-
kostnaður miðað við
glóperu.
- Fimmföld ending ó
við venjulega peru.
1988
Kæliskápar án frystis, 6 stærðir
K130 K200 K 244 K180
130 ltr. kælir 200 ltr. kælir 244 ltr. kælir 173 ltr. kælir
Kæliskápar * frystiskápar * frystikistur.
/FDniX
gæði
á verði sem kemur þér notalega á óvart
K285
277 ltr. kælir
K395
382 ltr. kælir
Kæliskápar með frysti, 6 stærðir
KF 120
103 ltr. kælir
17 ltr. frystir
161 ltr. kælir
34 ltr. frystir
KF233
208 ltr. kælir
25 Itr. frystir
KF250
173 ltr. kælir
70 ltr. frystir
KF355
277 ltr. kælir
70 ltr. frystir
KF 344
198 ltr. kælir
146 Itr. frystir
Dönsku GRAM kæliskáparnir eru níðsterkir, vel einangraðir og því sérlega sparneytnir. Hurðin er alveg einstök, hún er massíf (nær óbrjótanleg) og
afar rúmgóð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. Færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. 4-stjörnu
frystihólf, aðskilið frá kælihlutanum (minna hrim). Sjálfvirk þíðing. Stílhreint og sígilt útlit, mildir og mjúkir litir.
4-stjörnu frystiskápar með útdraganlegum
skúffum, 5 stærðir
4-stjömu frystikistur,
fullinnréttaðar
FS100
100 ltr. frystir
FS175
175 ltr. frystir
FS 146
146 ltr. frystir
FS 240
240 ltr. frystir
FS330
330 Itr. frystir
HF234
234 ltr. frystir
HF348
348 Itr. frystir
HF462
462 ltr. frystir
VAREFAKTA, vottorð donsku
neytendastofnunarinnar, um kælisvið,
frystigetu, einangrun, gangtíma vélar
og orkunotkun fylgir öllum GRAM tækjum.
GRAM frá FÖNIX =gæði á góðu verði.
Góðir skilmálar - Traust þjónusta.
/FOnix
Hátúni 6A SlMI (91)24420
£ttmx
ábyrgð
í 3ár
I