Morgunblaðið - 19.11.1987, Qupperneq 56
56
vont íTrrcri/mrVrATA pr OTT^ArTTm/nrT^ nrn * TauTT'-.uo**
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Heilsa Ljónsins
f dag ætla ég að fjalla um
Ljónsmerkið (23. júlí—23.
ágúst) út frá heilsufarslegu
sjónarmiði. Eins og flestir vita
hefur hvert merki tengsl við
ákveðna líkamshluta. Þar sem
hver maður á sér hins vegar
nokkur merki, þurfa lesendur,
sem vilja fá heildarmynd yfir
heilsumál sín, einnig að lesa
greinar um hin merkin. í dag
er birt fimmta greinin af tólf
fimmtudagsgreinum um
heilsu merkjanna.
Hjarta og bak
Ljónið stjómar hjarta, baki
og hrygg. Ljónum hættir því
til að fá ýmiss konar hjarta-
sjúkdóma og verða bakveik.
Fyrir utan hjarta- og bakveiki
má einnig neftia erfíðleika
með gallblöðru, gigtarsótt eða
sársauka í liðum og vöðvum
og æðakölkun. Ljónið á einnig
til að fá háan blóðþrýsting,
hita og bólgur ýmiss konar.
Matarυi
Dr. Comell segir að Ljónið
þurfí aö hugsa um mataræði
sitt, þurfí að gæta þess að
borða ekki of mikið og halda
blóðinu hreinu til að koma í
veg fýrir of mikið álag á hjart-
að og hjartaáföll. Hann segir
að Ljónið eigi að fasta eða
minnka við sig mat þegar því
líður illa og m.a. drekka
hreina ávaxtasafa.
Bakœfingar
Þar sem bakið er viðkvæmt
er æskilegt fyrir Ljónið að
temja sér að sitja og beita
líkamanum rétt. Sérstaklega
er mælt með Alexanders-
tækninni til að koma í veg
fyrir bakveiki og hrygg-
skekkju. Eins er talið gott
fyrir Ljónið að gera æfíngar
sem styrkja hjarta og æða-
kerfí.
Ofkeyrsla ogstolt
Hugrekki Ljónsins og bjart-
sýni getur einnig bitnað á
heilsunni. Ljónið á það til að
ofmeta hvað það getur leyst
af hendi og ætla sér of mikið,
á því til að yfírkeyra sig.
Annar veikleiki Ljónsins er
fólginn í stoltinu. Það á oft
erfítt með að biðja aðra um
aðstoð og skapar það því auk-
ið álag og pressu á sjálft sig.
Menningarleg
afslöppun
Ljónið þarf því að kunna sér
hóf. Með þessu er ekki átt við
að Ljónið kunni ekki að slappa
af, enda eru til margar fræg-
ar sögur af duglegum letiköst-
um Ljóna. Þetta á frekar við
þegar Ljónið er í vinnutöm.
Þegar svo stendur á þarf
Ljónið að kunna sér hóf, m.a.
að gefa sér tíma fyrir leikhús
og menningarviðburði. Heim-
ur sköpunar endumýjar
Ljónið.
AÖdáun
Þó Ljónið sé að mörgu leyti
' sterkt merki, hefur það einn
veikleika, sem getur bælt orku
þess niður. Það þarf aðdáun,
athygli og virðingu. Ef slíkt
er ekki fyrir hendi, á Ljónið
til að fara í fylu og skreppa
saman. Það getur því lokað á
lífsorku sína og þann hressi-
leika, kraft og einlægni, sem
annars einkennir merkið.
Ljónið þarf því að læra að
sækja styrk innan frá og ekki
treysta á aðdáun annarra.
Útrás
Að lokum eitt sem er mikil-
vægt. Ljónið þarf útrás fyrir
tilfinningar og þarf að geta
tjáð sig á skapandi hátt. Ef
starf Ljónsins er kalt og gefur
litla möguleika á tjáningu er
æskilegt fyrir það að leggja
stund á áhugamál sem gefa
kost á tilfinningalegri tján-
ingu, góðum öskrum og
almennri útrás.
GRETTIR
P’AVfó IQ-I6
5ÆLKERAR þEKK3A ELPHOSA-
HÖLPIH eÍN. þetTA ER 3ÚPU-
6KEIQ , TESKEIPIN, p
in og &yKUf?eKEie>iN
LE\K-
SKEIP/M.
OG> her ER-
EFTIRLÆ.Tie
SKeiPIM Mi'N.
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
SMAFOLK
Hl,MRS. NELSON..
Hl, MRS. BARTLEV...
ARE VOU HAVIN6 A
NIŒ 60LF GAMET^
ves.ma'amj'mrakinö
ALLTHE SANPTRAP5...
OJMV?UJELL,MVDOe 15
INTI4E F0REI6N LE6I0N,
5EE, ANP ME WA5 LEAPIN6
MI5TR00P5 ALR055 TME
PESERT TO FORT ZINPERNEUF;
5EE, ANP...
Sælar frúr, gengur ykkur Já, frú, ég er að raka alíar Af hveiju? Nú, hundurinn Já, haldið þið bara áfram
vel í golfinu?
sandgryfjumar —
minn er í Útlendingaher- með leikinn ... ég skil_
sveitinni og hann fór með
liðsmenn sína í göngu yfir
eyðimörkina til virkisins
og...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þrátt fyrir hindmn vesturs
tókst NS að komast í besta
samninginn, fímm lauf.
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ ÁG85
¥G
♦ Á76
♦ ÁD532
Vestur
♦ 73
*ÁKD98532|||||
♦ G
♦ 74
Suður
Austur
♦ D10962
VlO
♦ KD10532
♦ 6
♦ K4
¥ 764
♦ 984
♦ KG1098
Vestur Norður Austur Suður
4 hjörtu Dobl Pass 5 lauf
Pass Pass Pass
Vestur spilaði út hjartaás og
lét kónginn fylgja í kjölfarið í
þeirri von að skapa þannig
trompslag á hendi makkes. En
sagnhafí hafði efni á að stinga
frá með trompás. Hann tók því
næst tvisvar tromp, stakk
síðasta hjartað í blindum og spil-
aði smáum tígli frá báðum
höndum. Austur tók slaginn og
spilaði áfram tígli. Þegar vestur
henti hjarta lagði sagnhafí upp.
Hvers vegna?
Skipting vesturs lá nú alger-
lega fyrir. Hann hafði sýnt átta
hjörtu, tvö lauf og einn tígul.
Því hlaut hann að eiga tvo spaða.
Væri spaðadrottningin á hendi
vesturs kæmi hún því sjálfkrafa
í Ijós. Ætti austur drottninguna
hins vegar, gæti hann ekki stað-
ið vörð um hana til lengdar. í
þriggja spila lokastöðu verður
hann að halda í hæsta tígulinn
og því fara niður á tvo spaða.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Mendrisio á ít-
alíu i haust kom þessi staða upp
i skák Júgóslavanna D. Nikolic
og alþjóðlega meistarans Diz-
darevic, sem hafði svart og átti
leik. Hvítur lék síðast 29. h4-h5?
29. - Hxf2!, 30. Hxf2 - Dhl+,
31. Kxhl - Rxf2+, 32. Kg2 -
Rxg4 og svartur vann skiptamun
og skákina skömmu siðar.