Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 málið leyst. Ekki var minnst á leigu- kostnað að þessu sinni, að öðru leyti en því, að það kæmi bara í ljós. Það kom líka í ljós að ekki var okrað á leigjendum. Hjá Baldri og Guðrúnu bjuggum við síðan í um níu ár, eða þangað til við fluttum í eigið húsnæði. Mik- ill samgangur og samband var á milli fjölskyldnanna, drukkið kaffi á þeim staðnum sem betur þótti henta og ýmislegt spjallað með létt- um blæ, sem þau hjón tileinkuðu sér mjög. Þótt fundum fækkaði eftir að við hættum að búa í sama húsi var ávallt gaman að fá Baldur í heim- sókn. Þótt hann hugsaði oft djúpt var hann alltaf gamansamur og sagðist koma fram við fólk eins og það kæmi fram við sig. Bamavinur var hann hinn mesti. Um tíma hvarf hann frá smíða- vinnu og svalaði ævintýraþrá sinni með því að gerast farmaður, lengst af sem bátsmaður á skipum Sam- bandsins. Leysti hann störf sín þar vel, sem og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Eftir far- mennskutímabilið var smíðað lengi vel þar til hann á efri árum tók við húsvarðarstöðu í Búnaðarbanka ís- lands. Var hann við það starf meðan heilsa og kraftar entust. Fyrir fáum mánuðum hafði heilsu hans hrakað svo að hann þurfti á sjúkrahúsvist að halda. Fljótlega kom í ljós að hér var alvara á ferð og eigi næði hann fullum bata. Þá voru daufír dagar hjá vinum hans. Haldið var í vonina um að sjúk- dóminum mætti halda í skefjum um lengri tíma, en allt kom fyrir ekki. Föstudaginn þ. 6. þessa mánaðar fékk hann heimfararleyfi yfir helgi og bar fundum okkar þá síðast sam- an. Þótt augljóst væri að af honum væri dregið, grunaði engan að að- eins örfáir dagar skildu á milli heims og helju. Því kom það á óvart er harma- fregnin barst. En eigi verður feigum forðað og staðreyndum ekki breytt. Eflaust er hann á fundum annarra vina sinna núna og er það huggun harmi gegn. Blessuð sé minning hans. Eftirlifandi eiginkonu, ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Erla og Ágúst Deyr fé, deyja frændur, , deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum.) 10. nóvember síðastliðinn andað- ist á Vífilsstaðaspítala tengdafaðir minn Baldur Þórhallsson. Þrátt fyr- ir vitneskju okkar um þann illvíga sjúkdóm sem hann gekk með kom fráfall hans okkur öllum á óvart. Við fráfall Baldurs hafa börnin okk- ar misst sinn best vin en minningin um allar þær góðu stundir sem þau áttu hjá afa og ömmu mun ekki gleymast þó afi sé ekki lengur á meðal vor. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa kynnst Baldri því hvatning hans og hjálpsemi hefur reynst okkur hjónum ómetan- Hann fæddist á Djúpavogi sonur Kristbjargar Sveinsdóttur og Þór- halls Sigtryggssonar faktors, er seinna tók við stjóm Kaupfélags Berfirðinga. Önnur ætt hans úr Skaftafellssýslu, Oddný í Gerði í Suðursveit var langamma hans, þjóðsagnapersóna úr munni Þór- bergs og Steinþórs á Hala, en Sigtryggur Sigurðsson langafinn í föðurætt úr Þingeyjarsýslu, sá er flaugst á við sæskrímslið í Kald- baksfjöru á öldinni sem leið og frá segir í þjóðsögum. Ég vissi á hvaða leið hann var, en hélt að brottförin yrði ekki með alveg svona skjótum hætti og var á leiðinni til hans með bók sem ég hafði skrifað í fyrstu minningu mína um hann, svolátandi: „Við vorum sex ára, við Þórarinn í Lögbergi, þegar við stálum Bödda- séttunni og rémm út á fjörð í suðvestangolu og sólskini. Þetta var kallað fjögurra manna far þótt stutt væri og ræðin sérlega gerð fyrir skyttirí, með einum jámstauti fyrir ræði og lykkju á árinni á móti. Þá má sleppa ámnum án þess að missa þær. Við misstum þær allar, hveija eftir aðra. Líka þá síðustu. Það var Balli í Kaupfélaginu sem kom á eftir okkur á séttunni hans pabba síns. Hann tíndi fyrst upp árarnar. Svo réri hann til okkar og stoppaði álengdar til þess að segja okkur að þeir Gústi í Lögbergi og pabbi hefðu keypt séttuna af honum Bödda, af þvi að hann fengi hana aldrei aftur, og enginn fengi hana af því að þeir vildu að okkur ræki til hafs á henni, svo að enginn þyrfti að sjá okkur framar, og þeg- ar fólkið á Djúpavogi frétti þetta, þá hefðu allir ákveðið að borga sinn part í Böddaséttunni, af því að allir yrðu svo fegnir að losna við okkur. Að svo mæltu réri hann burtu og tók okkur ekki í tog fyrr en við vomm famir að grenja." Þannig segir sum sé frá fyrstu kynnum okkar. Við urðum hvor öðmm býsna mikið viðkomandi allar götur síðan, þótt stundum tognaði á tímanum milli funda meðan hann var við trésmíðanámið í Reykjavík en ég strákur fyrir austan, og svo raunar líka eftir að hann réðist í siglingar á íslenska kaupskipaflotanum. Þó ekki svo að við fylgdumst ekki allt- af náið hvor með annars högum og sættum færi að hittast þegar við máttum. En samt fór það svo að ég frétti andlát hans í húsi þar sem ég leit inn af tilviljun á leiðinni til hans með fyrrgreinda bók, sem mér var svo mikið í mun að hann læsi. Konunni hans og bömum sendi ég kveðju mína. Þeim má vera það huggun eins og mér að eiga á eftir góðum manni að sjá. Sjálfum sendi ég honum þá greiðabón á útleið- inni, að hann láti það nú verða sitt fyrsta verk að taka frá fyrir mig pláss hjá sér á dvalarheimili and- aðra Berfirðinga þar handan við Svartasker, því þar getur orðið skemmtilegt. Stefán Jónsson Sólarfilma gefur út 133 ný jólakort SÓLARFILMA hafa gefið út 133 ný jólakort auk þess sem nokkur af kortum fyrri ára hafa verið endurprentuð. „Enn sem fyrr gefum við út mik- inn fjölda korta með nýjum falleg- um vetrarmyndum frá mörgum stöðum á landinu," segir í fréttatil- kynningu frá Sólarfilmu. „Að þessu sinni framleiðum við nokkur jóla- kort af teikningum/málverkum sem tengjast þjóðhátíðinni 1874 en þá komu hingað menn bæði frá Dan- mörku og Bretlandi (London Illu- strated News) og fleiri löndum til þess að fylgjast með konungskom- unni og hátíðarhöldunum í tilefni af 1000 ára afmæli byggðar í landinu. Eins og mörg undanfarin ár hef- ur Bjami Jónsson listmálari teiknað jólakortamyndir sérstaklega fyrir Sólarfilmu og nú gefum við í fyrsta sinn út verulega fallegar fugla- myndir eftir Jón Baldur Hlíðbeyg. Öll jólakort Sólarfílmu eru innlend framleiðsla, prentuð í Prentsmiðj- unni Eddu, þótt filmur og fyrir- mjmdir séu í ýmsum tilvikum fengnar erlendis frá.“ Listræn hönnun í þjóðlegu Taktu upp þráðinn! Nú eru prjónavörur hátískuvara. Það þarf ekki endilega að gefa tilbúna ilík. Það má alveg eins gefa fallegt garn eða lopa og uppskrift. Eða setjast niður og prjóna sjálf. samspili Umvafín einhverju fallegu Það er ekkert eins notalegt og falleg værðarvoð. Hlýleg og falleg gjöf sem er ómissandi í sófanum eða ferðalaginu. Viö höfum úrval af fallegum Álafoss ullarfatnaði sem er gaman að klæðast eða gefa. M Arzberg hágæðapostulín Hér er á ferðinni nytjalist sem gleður augað eltir fræga þýska hönnuði eins og Werner Búnch og H. Th. Baumann. Borðhaldið verður ánægjulegt með þessu fallega þýska postulíni og það er gaman aö safna því. Við pökkum - tryggjum og sendum um heim allan. /^lafössbúöin Vesturgata 2, Reykjavík, sími 13404

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.