Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 63

Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 63 Einar G. Sturlaugs- son — Minningarorð Fæddur 2. september 1970 Dáinn 8. október 1987 Þann 17. október var kvaddur ungur drengur, Einar Guðmundur Sturlaugsson, sem háð hafði erfíða baráttu við sjúkdóm sinn alla tíð, en sjúkdómurinn sigraði að lokum. Mig setti hljóða og fann ég til van- máttar þegar amma hans sagði mér að Einar væri látinn. Nú á þessari stundu koma minningar fram um lítinn dreng með ljósa lokka sem kom stundum í bæinn til ömmu sinnar. Var ég þar heimagangur og fékk ég að kynnast honum, sem glaðværum og duglegum dreng. Oft undraðist ég kraftinn og dugn- aðinn sem bjó með honum og trúði ég að hann yrði heilbrigður. Mér er minnisstætt þegar hann tók eitt sinn um háls mér og sagði: Ekki fara á dansiball núna, Asta mín, bíddu þar til ég verð orðinn stór, því þá ætla ég að dansa við þig, sem hann ekki gat. Ég trúi því að hann dansi meðal englanna nú. En þó fínnst mér það vera nokkur huggun að minningin um góðan dreng mun lifa í vitund þeirra sem hann þekktu. Með þessum fátæk- legu orðum kveð ég Einar eins og ég minnist hans og bið Guð að blessa minningu hans. Ég sendi Völlu og Stulla, Jóhönnu og Hansínu og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Megi al- máttugur Guð styrlqa þau og blessa í sorg þeirra. Ég hef augu mín til íjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður ísrael. Drottinn er vörður minn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vemda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (Sálm. 121.) Ásta Björk Vilhjálmsdóttir Sautján ár eru svo ósköp stuttur tími og styttri virðast þau þegar litið er til baka. Mér er í svo fersku minni þegar mér var sagt að lítill frændi, Einar G. Sturlaugsson, hefði fæðst á afmælisdaginn minn og hve ég gladdist jrfír að fá að halda á honum undir skím níu mánuðum seinna. Þá gat enginn ímyndað sér að hann gengi með sjúkdóm sem leiddi til fötlunar sem sífellt ágerðist. Aðeins bam að aldri var hann bund- inn við hjólastól og gat ekki fylgt jafnöidrum í starfí og leik. En þrátt fyrir fötlun á líkama var hann gæddur góðum gáfum og einstakri bjartsýni sem einkenndi allt sem hann tók sér fyrir hendur. í haust hóf hann nám sem átti að verða hans ævistarf, en skjótt Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 86, Akureyri. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. skipast veður í lofti. Nú er hann horfínn sjónum okkar, en það skarð sem hann skildi eftir verður aldrei fyllt. Minningin um ljúfan dreng mun lifa með okkur sem þekktum hann. Elsku Stulli, Valla, Hanna, Hansína, ömmumar báðar og afínn, Guð styrki ykkur öll í ykkar átóru sorg. Blessuð sé minningin um minn kæra frænda. Beta frænka t Faðir okkar, JÓN SIGTRYGGUR SIGFÚSSON, Ketu, Skógargötu 26, Sauðárkróki, andaðist þriðjudaginn 17. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. t Móðir okkar og systir, BIRNA EINARSDÓTTIR, Stórholti 22, lóst 17. nóvember. Jóhann Marinósson, Dagnýr M. Marinósson, Sigurður Páll Kristjánsson og systkini hinnar látnu. t Eiginkona mín, GEIRÞRÚÐUR E. ÁRSÆLSDÓTTIR, Breiðholti, GarAabæ, lést þriðjudaginn 17. nóverriber. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. GunnarYngvason. t Maðurinn minn, faðir okkar og sonur, ÁRNI SÆVAR GUNNLAUGSSON, bifreiAarstjóri, Öldugranda 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. þ.m. kl. 10.30. Sigurlfna Skaptadóttir, Gunnlaugur Árnason og börn hins látna. t Maðurinn minn. BJÖRN RAGNAR HJÁLMARSSON, Hrafnlstu, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag fimmtudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Kristjana Gísladóttir. t Sambýlismaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, ERLENDUR PÁLL GRÍMSSON, bifvólavirki, Selovöllum 14, Grlndavfk, verður jarðsungin frá Neskirkju, Reykjavík, föstudaginn 20. nóv- ember kl. 13.30. Jarðsett verður í Grindavík. Helga Valtýsdóttir, Valtýr Grfmsson, Kolbrún Einarsdóttir, Grfmur Helgl Pálsson, Grfmur Pálsson, AuAur Þórhallsdóttir. t Jarðarför móður okkar, GUÐLAUGAR ODDSDÓTTUR, sem lést 13. nóvember, fer fram frá Hofskirkju, Öræfum, laugar- daginn 21. nóvember kl. 14.00. GuArún Eyjólfsdóttir, ÞurfAur Eyjólfsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÁSTA PÁLSDÓTTIR, Sjlf urgötu 1, Stykkishólmi, andaðist í St. Fransiskusspítalanum i Stykkishólmi 15. þ.m. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Bjarni Lárusson, Svanlaugur Lárusson, Helga Lárusdóttir, Lea Rakel Lárusdóttir, Hrefna Lárusdóttir, Ebba Lárusdóttir, Gunnlaugur Lárusson, Faðir okkar, t MAGNÚS SIGURÐSSON, Valhöll, Vestmannaeyjum, andaðist á heimili sínu 18. nóvember. Sigmar Magnússon, Kristfn Magnúsdóttir, Jónfna Magnúsdóttir, Bjarney Magnúsdóttir. Hildigunnur Hallsdóttir, Inga Bjartmars, Leó Guðbrandsson. Agnar MUIIer, Eggert Magnússon, Þorgeir Ibsen, Hanna Ágústsdóttir. t Útför BJARNA ÓSKARS FRÍMANNSSONAR fyrrverandi oddvita frá Efri-Mýrum, Austur-Húnavatnssýslu, ferfram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Sætaferð frá Fremstagili, Blönduósi, að morgni sama dags. Valgerður Bjarnadóttir, Karl G. Sigurbergsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRfN HILDIBRANDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Haraldur Hinriksson, GuArún S. Jónasdóttir, Grétar Hinriksson, Sjöfn Georgsdóttlr, Júlíus Hinriksson, Margrót Ágústa Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona min, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEINÞÓRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Dvalarhelmilinu HöfAa, áður húsfreyja Þyrli, sem lést 10. nóvember verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. SigurAur Helgason, Sigrún Sigurðardóttir, Ingvi Böðvarsson, Helgi SigurAsson, Laufey SigurAardóttir, Guðrún SigurAardóttir, Ingvar Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, SVANUR ÁGÚSTSSON, matreiðslumeistari, Espigerði 2, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða Minningarsjóð Landspítalans. Ágúst Svansson, GuAfinna Kristjánsdóttir, Svandis Svansdóttir, Oddur Vilmundarson, Þorvaldur Svansson, Valgerður Tómasdóttir, Björg Ágústsdóttir og barnabörn. t Útför eiginmanns mins, fööur okkar og tengdaföður, ÞORLÁKS BJÖRNSSONAR frá Eyjarhólum f Mýrdal, fer fram frá Skeiöflatarkirkju í Mýrdal laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Selfosskirkju sama dag kl. 10.30. Ingibjörg IndriAadóttir, Anna Margrót Þorláksdóttir, Björn Einar Þorláksson, IndriAi Haukur Þorláksson, GuArún Steina Þorláksdóttir, Ingólfur Helgi Þorláksson, Nanna Þorláksdóttir, Þórarinn Þorláksson, Páll Auðunsson, Rósa Haraldsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, GuArún Ingólfsdóttir, Sæmundur Örn Sigurjónsson, Kristín Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.