Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 KNATTSPYRNA Ólafur Gottskálksson til liðs við Skagamenn - tekurvið stöðu Birkis Kristinssonar í markinu ÓLAFUR Gottskálksson frá Keflavík, sem var í herbúðum Akureyrarliðsins KA sl. keppnistímabil, hefur gengið til liðs við Skagamenn. Ólafur er mjög efnilegur (19 ára) markvörður. Hann tekur við stöðu Birkis Kristinssonar. Birkir leikur í markinu hjá Fram nœsta keppnistímabil. o lafur fetar í fótspor Bjama Sigurðssonar, sem fór einnig ungur (19 ára) frá Keflavík upp á Skaga. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spreyta mig með Skagaliðinu, sem er mjög sterkt lið,“ sagði Ólafur sem lék síðustu leiki KA-liðsins í j 1 1 sumar. Tók stöðu Hauks Braga- sonar þegar hann meiddist. Ólafur, sem er sonur Gottskálks V i Olafssonar, fyrrum markvörð 1. deildarliðs Keflavíkur, leikur körfuknattleik með Keflavík í úrv- Ólafur Qottskálksson. alsdeildinni. „Það er mjög gott fyrir markverði í knattspymu að leika körfuknattleik. Það er góð æfing fyrir grip og uppstökk. Ég hef ákveðið að snúa mér alfarið að knattspymunni og fer ég upp á Akranes í mars. Ef Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Keflavíkur- liðsins, telur aið hann geti notað krafta mína út keppnistímabilið sem lýkur í apríl, þá kem ég í leiki liðsins," sagði Ólafur. BADMINTON / NORÐURLANDAMOT Þokkaleg frammistaða Islendinganna íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu íbadminton stóðu sig nokkuð þokkalega, en mótið fór fram í Danmörku um helg- ina. „Þetta var svona allt í lagi,“ sagði Broddi Kristjánsson einn íslensku keppendanna í samtali við Morgunblaðið í gœr. íslenska badmintonliðið sem tók þátt f Norðurlandamótinu í badminton um síðustu helgi. órdís Edwald stóð sig best í einliðaleik, komst þar í þriðju umferð. Hún sigraði fyrst norsku stúlkuna Gro Storvik ömgglega 2-0, síðan finnsku stúlkuna Su- sanne Dahlberg 2-1. í þriðju atrennu mætti hún svo hinni 16 ára gömlu Kristinu Bostofte frá Dan- mörku, en hún er eitt mesta efni Jftsem fram hefur komið á Norðurl- öndum í áraraðir. Þórdís átti ekki möguleika og tapaði 0-2. Elísabet Þórðardóttir var aftur á móti afar óheppin gegn finnsku stúlkunni Nina Sundberg í fyrstu umferðinni, vann fyrstu lotuna 11-8, en tapaði þeirri næstu 11-12 og átti þá marga möguleika á því að skora úrslita- stigið áður en Nina gerði út um ieikinn. Þriðja lotan var einnig hníQöfn, en þá vann Nina 12-10 eftir harða keppni. Af öðrum keppendum er það helst að greina frá, að Ámi Þór Hallgrí- msson vann Norðmanninn Erik Lia 2-1 í fyrstu umferð í einliðaleik karla, en lenti svo gegn einum sterkasta manni Svía í næstu um- ferð, Per G. Jonson, og tapaði þar 1-2. Þama stóð Ámi sig mjög vel, tapaði að vísu fyrst 3-15, en vann svo næstu lotu 15-8 og veitti Jon- son síðan harða keppni framan af lokalotunni, en tapaði svo 7-15. Broddi tapaði aftur fyrir Lasse Lindeluf frá Finnlandi 1-2 og lék illa að eigin sögn. í tvíliðaleik karla stóðu þeir Ámi og Broddi sig prýðilega gegn Svíun- um Per GJonson og Jan Erik Antonsen, sem eru með eitt besta tvíliðalið Evrópu. Svíamir unnu fyrstu lotu 15-10, en töpuðu svo fyrir Brodda og Áma 11-15. Þriðju lotuna unnu Svíamir svo 15-8. „Þetta var mjög gott hjá okkur, miklu betra heldur en áttum von á. Þetta hefði meira að segja átt að fara enn betur, línuvörður klikk- aði illa á okkar kostnað í fyrstu lotunni," sagði Broddi. í tvenndarleik kepptu Broddi og Þórdís saman annars vegar og Ámi Þór og Elísabet hins vegar og töp- U nglingameistaramót Norður- landa í sundi verður haldið í Sundhöll Reykjavæikur á laugar- dag og sunnudag. Meðal kepp- enda í danska landsliðinu er stúlka að nafni Liselotte Hansen, en móðir hennar er íslensk, Guðný Gunnarsdóttir. í íslenska liðinu eru 18 unglingar uðu bæði lið í fyrstu umferð fyrir dönskum mótherjum, fyrmefnda Iiðið fyrir Jesper Knudsen og Nette Nielsen sem síðan urðu NM-meist- arar. Síðan er aðeins ógetið um tvíliðaleik kvenna, en þar töpuðu íslensku stúlkumar fyrir dönskum mótheijum. frá 10 félögum og verður við ram- man reip að draga, því margir snjallir sundkappar eru í hinum liðunum og má t.d. nefna Thomas Dahlgren frá Svíþjóð sem vann bronsið í 50 og 100 metra skrið- sundi á Evrópumeistaramóti unglinga. ■ KARL GAUTI Hjaltason fer á Norðurlandamótið í karade í Drammen í Noregi. Karl Gauti verður einn af dómurum mótsins. ■ JÓN HJALTALÍN Magnús- son, formaður Handknattleikssam- bands íslands, er farinn til Dortmund í V-Þýskalandi. Jón verður þar á mikilli alþjóðlegri ráð- stefnu í handknattleik. Þar verður rætt um skipulag og fyrirkomulag á alþjóðlegum handknattleiksmót- um í framtíðinni. Þ.e.a.s. að rætt verður um breytingar á fyrirkomu- lagi í heimsmeistarakeppni og forkeppni OL. I JÓN ÞÓRIR Jónsson, mið- heiji Breiðabliks í knattspymu, mun halda til Akureyrar næstu daga til að ræða við forráðamenn 1. deildar- liðs KA. ■ ÞORVALDUR Örlygsson, landsliðsmaður í knattspymu hjá KA, verður áfram í herbúðum Akur- eyrarliðsins. Þorvaldur átti viðræður við Skagamenn á dög- unum. I GYLFIÞorkelsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, er ekki klár í slaginn með Keflavíkurliðinu fyrr en eftir áramót. Gylfi var skor- inn upp fyrir meiðslum í hné á dögunum. ■ SIGURJÓN Kristjánsson, markaskorari úr Val, verður áfram í herbúðum Vals. Sigurjón var orð- aður við Keflavíkurliðið á dögunum. ■ MARK Dennis, leikmaður QPR, sem var rekinn af leikvelli í ellefta skipti á ferli sínum gegn Tottenham sl. laugardag, var aftur í sviðsljósinu á þriðjudagskvöldið. Þá var hann bókaður í leik með varaliði félagsins gegn Swindon. Hann fékk að sjá gula spjaldið fyr- ir grófan leik. QPR sektaði Dennis um þúsund pund eða vikulaun fyrir útafreksturinn og félag enskra at- vinnuknattspymumanna skikkaði hann til að greiða fímm hundmð pund í sérstakan bamasjóð. ■ VALUR Valsson, landsliðs- maður í knattspymu úr Val, mun taka ákvörðun um það um áramót hvort hann haldi áfram að leika knattspymu - eða leggi knatt- spymuskóna á hilluna. ■ BÖRN Ámason, kvlfingur, endurtók leik Þorvaldar Asgeirs- sonar, þegar hann fór holu í höggi á þriðju braut Nesvallarins á mánu- daginn. Björn, sem hefur áður farið holu í höggi, vann afrekið á sömu braut skömmu eftir að Þorvaldur náði draumahögginu. KARATE Sjöfaraá NM í Noregi Sjö kararatemenn fara á Norð- urlandamótið í karate sem verður í Drammen í Noregi á laug- ardaginn. Það em Ámi Einarsson, KFR, sem er jafnframt landsliðs- þjálfari, Atli Einarsson, KFR, Halldór Svavarsson, KFR, Matthías Friðriksson, UBK, Siguijón Gunn- steinsson, KFR, Konráð Stefánsson, KFR og Jónína Olsen, KFR. FÉLAGSLÍF Herrakvöld Víkings Herrakvöld Víkings verður hald- ið f Domus Medica annað kvöld, föstudagskvöld. Húsið verður opnað kl. 19.30 og verður kvöld- verður borinn fram skömmu síðar. Boðið verður upp á skemmtiatriði. Ræðumaður kvöldsins verður Flosi Ólafsson en veislustjóri Hannes Guðmundsson. Aðgöngumiðar verða seldir við inngangin STOLPI Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Staðgreiðslukerfi skatta Nýtt launakerfi, sem byggt er á hinu vinsæla launa- kerfí okkar. • Mjög sveigjanlegt og létt að læra. • Gert fyrir nánast öll afbrigði launagreiðslna. • Mánaöarlegar skilagreinar þó greitt sé vikulega. • Gert fyrir 999 launþega og 99 deildir. • Hægt að tengja stimpilklukkum, fiárhags- og verkbókhaldi. • í STÓLPA eru sjö önnur alsamhæfð kerfí. • Gengur á allar PC, XT og AT tölvur, IBM sam- ræmdar. • Góð þjónusta og kennsla. Námskeið: 25. nóv., 10., 17. og 28. des. kl. 8.00-17.00. Verð með söluskatti kr. 44.000,- LitliSTÓLPIfyrir lOlaunþega kr. 19.800,- Námskeió, einn dagur kr. 4.000,- Þú lærir á kerfíð, setur inn upplýsingar um alla launþega og reiknar út launin á einum degi (allt að 40 launþegar). Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Sala, þjónusta Hönnun hugbúnaðar Markaðs- og söluráðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. SUND / NM-UNGLINGA ÉÉ ! ÉL fslenska unglingalandsliðið f sundi sem keppir á Norðurlandamótinu um helgina. Hátfíslensk í danska liðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.