Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 72
72
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
KNATTSPYRNA
Ólafur Gottskálksson
til liðs við Skagamenn
- tekurvið stöðu Birkis Kristinssonar í markinu
ÓLAFUR Gottskálksson frá
Keflavík, sem var í herbúðum
Akureyrarliðsins KA sl.
keppnistímabil, hefur gengið
til liðs við Skagamenn. Ólafur
er mjög efnilegur (19 ára)
markvörður. Hann tekur við
stöðu Birkis Kristinssonar.
Birkir leikur í markinu hjá
Fram nœsta keppnistímabil.
o
lafur fetar í fótspor Bjama
Sigurðssonar, sem fór einnig
ungur (19 ára) frá Keflavík upp á Skaga. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spreyta mig með Skagaliðinu, sem er mjög sterkt lið,“ sagði Ólafur sem lék síðustu leiki KA-liðsins í j 1 1
sumar. Tók stöðu Hauks Braga- sonar þegar hann meiddist.
Ólafur, sem er sonur Gottskálks V i
Olafssonar, fyrrum markvörð 1.
deildarliðs Keflavíkur, leikur
körfuknattleik með Keflavík í úrv- Ólafur Qottskálksson.
alsdeildinni. „Það er mjög gott
fyrir markverði í knattspymu að
leika körfuknattleik. Það er góð
æfing fyrir grip og uppstökk. Ég
hef ákveðið að snúa mér alfarið
að knattspymunni og fer ég upp
á Akranes í mars. Ef Gunnar
Þorvarðarson, þjálfari Keflavíkur-
liðsins, telur aið hann geti notað
krafta mína út keppnistímabilið
sem lýkur í apríl, þá kem ég í
leiki liðsins," sagði Ólafur.
BADMINTON / NORÐURLANDAMOT
Þokkaleg frammistaða Islendinganna
íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu íbadminton stóðu
sig nokkuð þokkalega, en mótið fór fram í Danmörku um helg-
ina. „Þetta var svona allt í lagi,“ sagði Broddi Kristjánsson einn
íslensku keppendanna í samtali við Morgunblaðið í gœr.
íslenska badmintonliðið sem tók þátt f Norðurlandamótinu í badminton um
síðustu helgi.
órdís Edwald stóð sig best í
einliðaleik, komst þar í þriðju
umferð. Hún sigraði fyrst norsku
stúlkuna Gro Storvik ömgglega
2-0, síðan finnsku stúlkuna Su-
sanne Dahlberg 2-1. í þriðju
atrennu mætti hún svo hinni 16 ára
gömlu Kristinu Bostofte frá Dan-
mörku, en hún er eitt mesta efni
Jftsem fram hefur komið á Norðurl-
öndum í áraraðir. Þórdís átti ekki
möguleika og tapaði 0-2. Elísabet
Þórðardóttir var aftur á móti afar
óheppin gegn finnsku stúlkunni
Nina Sundberg í fyrstu umferðinni,
vann fyrstu lotuna 11-8, en tapaði
þeirri næstu 11-12 og átti þá marga
möguleika á því að skora úrslita-
stigið áður en Nina gerði út um
ieikinn. Þriðja lotan var einnig
hníQöfn, en þá vann Nina 12-10
eftir harða keppni.
Af öðrum keppendum er það helst
að greina frá, að Ámi Þór Hallgrí-
msson vann Norðmanninn Erik Lia
2-1 í fyrstu umferð í einliðaleik
karla, en lenti svo gegn einum
sterkasta manni Svía í næstu um-
ferð, Per G. Jonson, og tapaði þar
1-2. Þama stóð Ámi sig mjög vel,
tapaði að vísu fyrst 3-15, en vann
svo næstu lotu 15-8 og veitti Jon-
son síðan harða keppni framan af
lokalotunni, en tapaði svo 7-15.
Broddi tapaði aftur fyrir Lasse
Lindeluf frá Finnlandi 1-2 og lék
illa að eigin sögn.
í tvíliðaleik karla stóðu þeir Ámi
og Broddi sig prýðilega gegn Svíun-
um Per GJonson og Jan Erik
Antonsen, sem eru með eitt besta
tvíliðalið Evrópu. Svíamir unnu
fyrstu lotu 15-10, en töpuðu svo
fyrir Brodda og Áma 11-15. Þriðju
lotuna unnu Svíamir svo 15-8.
„Þetta var mjög gott hjá okkur,
miklu betra heldur en áttum von
á. Þetta hefði meira að segja átt
að fara enn betur, línuvörður klikk-
aði illa á okkar kostnað í fyrstu
lotunni," sagði Broddi.
í tvenndarleik kepptu Broddi og
Þórdís saman annars vegar og Ámi
Þór og Elísabet hins vegar og töp-
U nglingameistaramót Norður-
landa í sundi verður haldið
í Sundhöll Reykjavæikur á laugar-
dag og sunnudag. Meðal kepp-
enda í danska landsliðinu er stúlka
að nafni Liselotte Hansen, en
móðir hennar er íslensk, Guðný
Gunnarsdóttir.
í íslenska liðinu eru 18 unglingar
uðu bæði lið í fyrstu umferð fyrir
dönskum mótherjum, fyrmefnda
Iiðið fyrir Jesper Knudsen og Nette
Nielsen sem síðan urðu NM-meist-
arar. Síðan er aðeins ógetið um
tvíliðaleik kvenna, en þar töpuðu
íslensku stúlkumar fyrir dönskum
mótheijum.
frá 10 félögum og verður við ram-
man reip að draga, því margir
snjallir sundkappar eru í hinum
liðunum og má t.d. nefna Thomas
Dahlgren frá Svíþjóð sem vann
bronsið í 50 og 100 metra skrið-
sundi á Evrópumeistaramóti
unglinga.
■ KARL GAUTI Hjaltason fer
á Norðurlandamótið í karade í
Drammen í Noregi. Karl Gauti
verður einn af dómurum mótsins.
■ JÓN HJALTALÍN Magnús-
son, formaður Handknattleikssam-
bands íslands, er farinn til
Dortmund í V-Þýskalandi. Jón
verður þar á mikilli alþjóðlegri ráð-
stefnu í handknattleik. Þar verður
rætt um skipulag og fyrirkomulag
á alþjóðlegum handknattleiksmót-
um í framtíðinni. Þ.e.a.s. að rætt
verður um breytingar á fyrirkomu-
lagi í heimsmeistarakeppni og
forkeppni OL.
I JÓN ÞÓRIR Jónsson, mið-
heiji Breiðabliks í knattspymu, mun
halda til Akureyrar næstu daga til
að ræða við forráðamenn 1. deildar-
liðs KA.
■ ÞORVALDUR Örlygsson,
landsliðsmaður í knattspymu hjá
KA, verður áfram í herbúðum Akur-
eyrarliðsins. Þorvaldur átti
viðræður við Skagamenn á dög-
unum.
I GYLFIÞorkelsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, er ekki klár
í slaginn með Keflavíkurliðinu
fyrr en eftir áramót. Gylfi var skor-
inn upp fyrir meiðslum í hné á
dögunum.
■ SIGURJÓN Kristjánsson,
markaskorari úr Val, verður áfram
í herbúðum Vals. Sigurjón var orð-
aður við Keflavíkurliðið á dögunum.
■ MARK Dennis, leikmaður
QPR, sem var rekinn af leikvelli í
ellefta skipti á ferli sínum gegn
Tottenham sl. laugardag, var aftur
í sviðsljósinu á þriðjudagskvöldið.
Þá var hann bókaður í leik með
varaliði félagsins gegn Swindon.
Hann fékk að sjá gula spjaldið fyr-
ir grófan leik. QPR sektaði Dennis
um þúsund pund eða vikulaun fyrir
útafreksturinn og félag enskra at-
vinnuknattspymumanna skikkaði
hann til að greiða fímm hundmð
pund í sérstakan bamasjóð.
■ VALUR Valsson, landsliðs-
maður í knattspymu úr Val, mun
taka ákvörðun um það um áramót
hvort hann haldi áfram að leika
knattspymu - eða leggi knatt-
spymuskóna á hilluna.
■ BÖRN Ámason, kvlfingur,
endurtók leik Þorvaldar Asgeirs-
sonar, þegar hann fór holu í höggi
á þriðju braut Nesvallarins á mánu-
daginn. Björn, sem hefur áður farið
holu í höggi, vann afrekið á sömu
braut skömmu eftir að Þorvaldur
náði draumahögginu.
KARATE
Sjöfaraá
NM í Noregi
Sjö kararatemenn fara á Norð-
urlandamótið í karate sem
verður í Drammen í Noregi á laug-
ardaginn. Það em Ámi Einarsson,
KFR, sem er jafnframt landsliðs-
þjálfari, Atli Einarsson, KFR,
Halldór Svavarsson, KFR, Matthías
Friðriksson, UBK, Siguijón Gunn-
steinsson, KFR, Konráð Stefánsson,
KFR og Jónína Olsen, KFR.
FÉLAGSLÍF
Herrakvöld
Víkings
Herrakvöld Víkings verður hald-
ið f Domus Medica annað
kvöld, föstudagskvöld. Húsið verður
opnað kl. 19.30 og verður kvöld-
verður borinn fram skömmu síðar.
Boðið verður upp á skemmtiatriði.
Ræðumaður kvöldsins verður Flosi
Ólafsson en veislustjóri Hannes
Guðmundsson. Aðgöngumiðar
verða seldir við inngangin
STOLPI
Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn
Staðgreiðslukerfi skatta
Nýtt launakerfi, sem byggt er á hinu vinsæla launa-
kerfí okkar.
• Mjög sveigjanlegt og létt að læra.
• Gert fyrir nánast öll afbrigði launagreiðslna.
• Mánaöarlegar skilagreinar þó greitt sé vikulega.
• Gert fyrir 999 launþega og 99 deildir.
• Hægt að tengja stimpilklukkum, fiárhags- og
verkbókhaldi.
• í STÓLPA eru sjö önnur alsamhæfð kerfí.
• Gengur á allar PC, XT og AT tölvur, IBM sam-
ræmdar.
• Góð þjónusta og kennsla.
Námskeið: 25. nóv., 10., 17. og 28. des. kl. 8.00-17.00.
Verð með söluskatti kr. 44.000,-
LitliSTÓLPIfyrir lOlaunþega kr. 19.800,-
Námskeió, einn dagur kr. 4.000,-
Þú lærir á kerfíð, setur inn upplýsingar um alla
launþega og reiknar út launin á einum degi (allt
að 40 launþegar).
Hringdu og fáðu nánari upplýsingar.
Sala, þjónusta Hönnun hugbúnaðar
Markaðs- og söluráðgjöf,
Björn Viggósson,
Ármúla 38, 108 Rvk.,
sími 91-687466.
Kerfisþróun,
Kristján Gunnarsson,
Ármúla 38, 108 Rvk.,
sími 91-688055.
SUND / NM-UNGLINGA
ÉÉ
!
ÉL
fslenska unglingalandsliðið f sundi sem keppir á Norðurlandamótinu um
helgina.
Hátfíslensk
í danska liðinu