Morgunblaðið - 19.11.1987, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
73
KNATTSPYRNA / ENGLAND
SlgurAur Jónsson hefur átt við meiðsli að stríða að undanfómu og gæti
þurft að fara í uppskurð vegna þess.
Uppskurður er
neyða rráðstöfu n
- segirSigurðurJónsson
„ÉG ar med þrálátan verk í
nára og þrátt fyrir sprautur
hefur engln breyting orðið á
síðustu tvœr vikur. Eg hef verið
í meðferA hjá sérfræðingum
og svo getur farið að ég verði
að fara í uppskurð, sem er
neyðarráðstöfun," sagði Sig-
urður Jónsson við Morgun-
blaðið í gœrkvöldi.
Sigurður stóð sig vel á undir-
búningstímabilinu fyrir yfir-
standandi leiktímabil og lék þá alla
leiki Sheffield Wednesday. „Eg var
í mjög góðri œfíngu, en fann fyrir
verknum þegar deildin hófst, hélt
áfram að spila, verkurinn varð
meiri og ég varð að hætta að leika.
Ég var síðast með gegn Shrews-
bury í bikamum í byijun október,
en síðan hefur mér versnað.
Ég hef verið í meðferð hjá sjúkra-
þjálfara liðsins daglega frá klukkan
níu til fímm, hjólað á hverjum degi
og verið í kraftlyftingum, en allt
er við það sama. Þetta er auðvitað
sveklcjandi, en aðaiatriðið er að ná
sér góðum. Fortíðin er ljós og
ómögulegt er að segja hvað gerist
á morgun, en ég er aðeins tuttugu
og eins árs, þannig að nægur tími
er til stefnu," sagði Sigurður.
Hann fer til sérfræðings i nára-
meiðslum í dag og þá fæst væntan-
lega úr því skorið, hvort uppskurður
er nauðsynlegur. Samningur Sig-
urðar við Sheffield rennur út í mai
á næsta ári.
HANDKNATTLEIKUR / SUPER CUP
GOLF / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Liðsmenn GR-sveitarinnar á
Evrópukeppni landsliða í golfi
stóðu sig ekki sem best,
voru f dagslok f 19 sæti af 21
mögulegu. Hannes lák á 82
höggum, Sigurjón og Sigurður
báðir á 84, en par vallarins er
72 högg.
Þeim gekk sérstaklega illa á
flötunum og þeir eru von-
srnnir að hafa ekki gert betur, en
KNATTSPYRNA / BELGIA
Þjálfari belgíska knattspymu-
liðsins Winterslag var rekinn í
gærkvöldi. Þjálfarinn, sem heitir
Briganti, hefur ekki staðið sig sem
skyldi hjá félaginu sem er nú í bull-
andi fallhættu.
Brottreksturinn kom í kjölfarið á
fundi leikmanna liðsins. Þar rituðu
Ungverjar, Austur- og
Vestur-Þjóðverjar
komnir í úrslK
FJÓRIR leikirvoru leiknir íSu-
per Cup keppninni f handknatt-
leik í gærkvöldi og þar varð
Ijóst, að þrjú af fjórum sætum
f úrslitariðlinum eru þegar
skipuð. Ungverjar tóku eitt
sætið með öruggum sigri gegn
Tékkum, Vestur Þjóðverjar
tóku annað með tryggum sigri
gegn Svfum og Austur Þjóð-
verjar nældu f þriðja sætið með
sigri gegn Rúmenum. Júgósla-
var og Rússar berjast um
fjórða sætið og í stöðunni er
Ifklegra að Rússartaki það þar
eð markatala þeírra er betri en
hjá Júgóslövum þrátt fyrir
óvænt tap gegn þeim.
Leikimir tveir í A-riðli fóra fram
í Paterbom. Fyrst var leikur
Ungveija og Tékka og lyktaði hon-
um með öraggum sigri Ungveija,
21-14, eftir að stað-
an í hálfleik hafði
verið 12-10 fyrir
Ungveija. Leikur
þessi var frekar jafn
framan af, en Ungveijar höfðu þó
alltaf frumkvæðið og vora fyrri til
að skora. Þegar tíu mínútur vora
búnar af síðari hálfleik var staðan
14-12, en þá var eins og þrek Tékka
væri á þrotum og Ungveijar gerðu
út um leikinn með 7-2 lokaspretti.
Markhæstur hjá Ungveijum var
Marosi með 7 mörk, þar af 3 víti,
en Sobodina var markhæstur Tékka
með 4 mörk.
Vestur Þjóðveijar sigraðu Svia af
öiyggi og hafa Svíar þar með tapað
báðum leikjum sínum og virðast
eiga nokkuð langt í land með að
ná upp góðu liði fyrir Olympíuleik-
ana. Vestur Þjóðveijar vora yfír
allan leikinn, vora meira ógnandi í
Frá
Jóhanni Inga
Gunnarssyni
í Þýskalandi
Ekki dagur GR-manna
það er goður ásetningur að spjara
sig betur í næstu umferð," sagði
Björgúlfur Lúðvlksson fararstjóri í
samtali við Morgunblaðið í gær.
FVakkar hafa foryst á 147 höggum,
írar hafa slegið 150 högg, Danir
151 högg og Spánveijar 152 högg.
Einungis lið Luxemborgar og ítalíu
era á eftir íslendingunum, Islend-
ingamir hafa 166 högg, en hin
löndin tvö 172 og 176 högg hvor
þjóð.
Þjálfari Winterslag rekinn
þeir allir sem einn undir skjal þar
sem stjóm Winterslag var beðin um
að leysa Briganti frá störfum. Wint-
erslag er sem kunnugt er lið
Guðmundar Torfasonar og hefur
hann ekki náð sér á strik að undanf-
ömu frekar en aðrir hjá liðinu.
Frá
Bob
Hennessy
iEnglandi
ENGLAND
Buryhékk
íUnited
ÞRIÐJU deildar lið Bury náði
forystu gegn Manchester
United en Bryan Robson sá
til þess að heimamenn slgr-
uðu og komust áfram í átta
liða úrslit ensku deildarbik-
arkeppninnar.
Manchester United lék illa
á heimavelli sínum í gær-
kvöldi að viðstöddum 33.500
áhorfendum. Jamie Hoyland
kom gestunum
yfir á 52.
mínútu, en þá fór
Robson úr vöm-
inni og lék á
miðjunni það sem eftir var. Það
bar árangur, Whiteside jafnaði
með skalla á 63. mínútu og fjór-
um mínútum síðar lék Robson
á markvörð Bury, sendi á Brian
McClair, sem skoraði sigur-
markið auðveldlega.
Sheffíeld Wednesday vann As-
ton Villa óvænt 2:1 í Birming-
ham. Staðan var 1:1 í hálfleik,
en á 40. mínútu var Megson hjá
gestunum vikið af velli og lék
Sheffield því aðeins með tíu
menn til leiksloka. Chapman
skoraði fyrsta markið, Thomp-
son jafnaði fyrir Villa og West
átti sfðasta orðið á 86. mínútu.
Þá vann Oxford Wimbledon með
Bömu markatölu og Reading og
Bradford gerðu markalaust
jafntefli. í skosku úrvalsdeild-
inni gerðu Hibs og Morton
markalaust jafntefli og Dundee
United tapaði 3:0 heima fyrir
Hearts.
sóknarleik sfnum og iéku betri vöm.
Vora sterkari á öllum sviðum og
breytti engu þótt leikstjómandi liðs-
ins, Kubitski, nefbrotnaði. Mark-
hæstur hjá Vestur Þjóðveijum var
Schwaib með 5 mörk, eitt víti, og
Rot með 4 mörk. Jarphaag skoraði
mest fyrir Svía, 5 mörk, en þeir
Carlen og Jilsen skoraðu 4 mörk
hvor.
Austur Þjóðveijar sigraðu Rúmena
27-23, en Rúmenar leiddu í hálfieik
13-11. Rúmenar vora enn án sinnar
stórstjömu Vassili Stinga, en léku
samt framan af mun betur heldur
en gegn Sovétmönnum í fyrrakvöld.
í seinni hálfleik komu Austur Þjóð-
veijar hins vegar tvíefldir til leiks,
Wieland Schmidt var þá frábær í
markinu og vinstri handar skyttan
Bochardt frá Rostock fór á kostum.
Rúmenar hlutu að gefa eftir á á
endanum var sigur Austur Þjóð-
veija öraggur. Bochardt og Wiegert
vora markhæstir hjá Austur Þjóð-
veijum með 6 mörk hvor, en
Diumitra skoraði flest mörk Rúm-
ena, átta talsins.
Kannski vöktu úrslit leiks Júgóslava
og Rússa mesta athygli þótt síðast
sé sagt frá honum. Júgósiavar
gerðu sér lítið fyrir og sigraðu
Rússa 20-18, eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 9-9. Júgóslavar tóku
sig heldur betur saman í andlitinu
frá tapleiknum gegn Austur Þjóð-
veijum í fyrrakvöld og vora betri
allan leikinn og sérstaklega var
vamarleikur Sovétmanna slakur.
Var eins og þeir lentu í sálarkreppu
þegar ekkert gekk að ná forystu í
leiknum og hengdu haus. Er ljóst
að ekki mátti dæma lið þessi af
frammistöðu þeirra í fyiTakvöld
einni saman. Portner var mark-
hæstur Júgóslava með 4 mörk, en
markhæstur Rússa var Swiridenko
með 4 mörk.
Staðan í riðlunum er nú þessi:
A-riðill
Vestur Þýskaland.......2 2 0 0 40:34 4
Ungveijaland...........2 2 0 0 48:35 4^
Svíþjóð................2 0 0 2 40:45 f'
Tékkoslóvakia..........2 0 0 2 29:88 0
B-riðill
AusturÞýskaland........2 2 0 0 68:40 4
Rússland...............2 1 0 1 46:40 2
Júgóslavía.............2 1 0 1 37:44 2
Rúmenfa................2 0 0 2 48:55 0
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN
Reuter
Spánv«r)lnn Butragunno (tv.) er f baráttu við einn albönsku leikmannanna
í leiknum l gærkvöldi. Spánveijar unnu örugglega, 5:0, og leika í úrslitakeppn-
inni sem fram fer f Vestur-Þýskalandi f sumar.
Spánveijar
höfðuþaðaf
Spánverjar höfðu það af að
tryggja sór sæti í lokakeppni
Evrópukeppni landsliða sem
fram fer í Vestur-Þýskalandi í
júní á næsta ári. Þeir sigruðu
Albanfu 5-0 á heimavelli á
sama tfma og Rúmenar náðu
aðeins jafntefli gegn Austurrfk-
ismönnum fVfn.
Sigur Spánveija gegn Albaníu
var öraggur eins og kannski
vænta mátti, en stjama liðsins var
Jose Bakero, sem skoraði þrennu í
leiknum, tvö í fyrri hálfleik og svo
það þriðja í seinni hálfleik, en þeir
Michael Gonzalez(víti) og Francesco
Llorennte skoraðu hin mörkin.
Á sama tíma gerðu Rúmenar
markalaust jafntefli við Austurríki
í Vín. Rúmenía var betra liðið, en
sóknin gekk ekki upp. Austurríkis-
menn léku lfka af krafti og ætluðu
sér sigur þótt slfk úrslit hefðu litla
þýðingu fýrir þá. Þjálfari Rúmena,
Emerich Jenei, sagði niðurlútur f
ieikslok, að lið sitt hefði verðskul-
dað að komast áfram f keppninni á
kostnað Spánveija.
Þriðji leikurinn í Evrópukeppni
landsliða í gærkvöldi var viðureign
Austur Þjóðveija og Frakka f París.
Leikurinn hafði enga þýðingu í
riðli, Sovétmenn höfðu þegar tryggt
sér sigurinn. Frakkar, Evrópu-
meistaramir, voru afar daufír í
leiknum og Reiner Emst skoraði
eina mark leiksins fyrir gestina.
Olympíulið Spánar sigraði Ung-
veijaland 1-0 í C-riðli undankeppni
01 og lék möguleika Ungveija
grátt. Eusabio Sacristan skoraði
eina mark leiksins á 66. mínútu. í
A-riðli sigraðu Vestur Þjóðveijar
Dani 1-0 með marki Wolfram
Wuttke á 52 mfnútu. Bæði liðin
hafa 6 stig eftir flóra leiki.
Þá er þess að geta, að ítalir og
Austur Þjóðveijar skildu jafnir í
Rómarborg f B-riðli, Doll skoraði
fyrst fyrir Austur Þjóðveija, en
Pacione jaftiaði, bæði mörkin skor-
uð í fyrri hálfleik. Austur Þjóðveijar
hafa forystu í riðlinum, 7 stig, ítal-
ir hafa 6 stig, Portúgal 4 stig, ísland
3 stig og Holland 2 stig.