Morgunblaðið - 20.11.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
15
-
Um dómara
og dómstóla
eftirHörð Ólafsson
Herra ritstjóri.
íslendingar eru ekki þeir einu
sem hafa áhyggjur af gæðum dóm-
stóla sinna: Samkvæmt skoðana-
könnun 1986 telur helmingur
Frakka, að dómstólar þar í landi
séu hlutdrægir.
Upphaflega var ætlunin að ríkis-
valdið yrði þrískipt — löggjafarvald,
framkvæmdavald og dómsvald. Og
hver greinin sjálfstæð. Hins vegar
eru dómarar hér skipaðir af pólitísk-
um dómsmálaráðherra, líkt og
bankastjórar eru tilnefndir af
pólitískum meirihluta á Alþingi. Nú
hefur Framsóknarflokkurinn setið
í ríkisstjóm í fjórtán ár. Og viti
menn! Ef litið er í kringum sig,
morar hér allt í dómurum og lög-
reglustjórum, sem eru yfírlýstir
framsóknarmenn, og menn spyija
sjálfa sig, hvort nokkur sjens sé að
fara í mál við framsóknarmann? Á
Framsóknarflokkurinn ekki kvabb
inni hjá dómumm sínum?
í Ameríku eru 23.000 fylkis-
dómarar sem dæma um 90% allra
mála, sem stefnt er fyrir dómstóla.
Helmingur þeirra er kosinn af al-
menningi. Hinn helmingurinn er
skipaður af ríkisstjórum í þeim
ríkjum, en við þá skipun lætur
ameríska lögmannafélagið (The
American Bar Association), sem
svarar til Lögmannafélags íslands
hér, til sín taka í öllu sínu veldi.
Við höfum fylgst með því að
undanfömu í hveijum erfíðleikum
Ronald Reagan hefur átt að finna
sér hæfan mann í Hæstarétt Banda-
ríkjanna. Forsétinn skipar sem sé
231 ríkisdómara, en skipunin fer
fyrir öldungadeild þingsins, sem
ijallar pm hana fyrir opnum dyrum,
nú á tímum í beinni sjónvarpssend-
ingu.
E.t.v. er stærsti gailinn á dómur-
um okkar sá, hve reynslulausir þeir
eru og lítið í tengslum við almenn-
ing í þessu Jandi. Þeir ljúka prófí
frá Háskóla íslands og setjast beint
í dómarasæti. Ég man þá tíð að ég
fór að furða mig á því, hve lögreglu-
þjónar væru allt í einu orðnir ungir,
og benti mér á greindur maður að
það væri merki um það að ég væri
farinn að færast til ára minna. Nú
furðar mig á því, hve dómarar, sér
í lagi hæstaréttardómarar, eru ung-
ir. Ég hlýt að vera orðinn ansi
gamall.
í Frakklandi er laganám að jafn-
aði fjögur ár, en þeir sem ætla sér
að verða dómarar, fara í sérstakan,
tveggja ára dómaraskóla. Ekki er
mér kunnugt um námsefni í þeim
skóla, en mig grunar að þar sé
kennt að dæma eftir skölum,
þ.e.a.s. eins og í sakadómi hér, að
t.d. 1 prómill alkóhólinnihald í blóði
ökumanns geri svo og svo mikla
sekt og svo og svo langa ökuleyfís-
sviptingu, og eins í bótamálum fyrir
héraðsdómstólum, að missir fótar,
missir handleggs, geri svo og svo
miklar miskabætur o.s.frv. Við
þessum skölum dómstóla er ekkert
að segja. Þeir flýta fyrir dómurum
í störfum þeirra og skapa öryggi:
Fólk getur nokkurn veginn sagt sér
„Tengsl dómara hér við
almenning eru á 10
metra færi í yfirheyrsl-
um, mjög svo formleg-
um og hátiðlegum, þar
sem dómarinn situr í
hempu frá Magasin du
Nord o g ræður eigin-
lega öllu. Jafnvel fyrir
lögmenn máisaðila þýð-
ir oftast lítið að vera
með moðreyk.“
fyrirfram í slíkum tilfellum hvaða
dóm það múni fá.
Dæmi Frakka bendir þó til að
þeir telji dómara nokkuð sérstæða
tegund lögfræðinga, sem þurfí að
skóla sérstaklega. Ameríkanar fara
hins vegar aðra leið: Þar verður
enginn dómari nema hann hafí
starfað að meðaltali 20 ár á Iög-
mannsstofu, í nánum tengslum við
vandamál almennings. Skipun eða
kosning í dómarasæti lækkar þá
verulega í launum en eykur þá að
virðingu. Þeir hafa víðtæka reynslu,
pólitíska og félagslega og hafa aldr-
ei þegið bitling. Virðing amerískra
dómara er ótvíræð.
Sl. 40 ár hafa tveir lögmenn ver-
ið dómarar í Hæstarétti, Lárus
Jóhannesson og Benedikt Sigur-
jónsson, mannlegir afbragðsmenn
báðir tveir. Eitt sinn man ég, var
haft orð á því þegar Hæstiréttur
hafði kveðið upp dóm í umferðar-
máli, að enginn af dómurunum
hefði haft bflpróf. Tengsl dómara
hér við almenning eru á 10 metra
færi í yfirheyrslum, mjög svo form-
legum og hátíðlegum, þar sem
dómarinn situr í hempu frá Magas-
in du Nord og ræður eiginlega öllu.
Jafnvel fyrir lögmenn málsaðila
þýðir oftast lítið að vera með moð-
reyk.
Hætt er við að dómgreind slíkra
manna brenglist allnokkuð og þeir
fari að líta á sig sem einhveija súp-
erlögfræðinga, betur að sér í lögum
og réttlæti en óbreyttir lögmenn á
lögmannsstofum. Sérstaklega á
þetta við um Hæstarétt sem er í
þeirri sérstöðu, að eiga lokaorðið.
Dómarinn blífur, hversu svo vitlaus
og hlutdrægur sem hann er.
Ég býst við að flestir hæstarétt-
arlögmenn hafi sögur að segja til
viðbótar þeim sex dómum, sem Jón
Steinar Gunnlaugssoon rekur í bók
sinni. Hann á þakkir skildar fyrir
að hafa vakið máls á þessu efni.
Dómarar, sérstaklega eins og í pott-
inn er búið hér á landi'með reynslu-
leysi þeirra og pólitíska skipun,
þurfa strangt aðhald almennings —
eins og aðrir þjónar okkar, sem við
greiðum kaup. Þeir mættu gjaman
svara fyrir sig, það bannar þeim
enginn það nema ímyndun þeirra
sjálfra, að vera yfír það haftiir —
heilagar kýr.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur.
Si7
Frjálstframtak
Haltu þér luami og upplystiim
iöskipta- og tölvublaðiö er upplýsingarit fyrir
þá sem fylgjast meö því nýjasta í viðskipta- og
tölvuheiminum. 5. tölublaö er komið út.
Áskriftasíminn er: 91 -82300.