Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
10%
afsláttur
Bjóðum 10% afslátt á
KIMADAN mykjudælum
2,5 og 3,0 metra á
meðan birgðir endast.
Viö göngum frá
og sendum
jólapakkana
um allan heim.
Sendum um
allan heim!
Jólasveinar
eruákreiki
í gluggunum
í Haf narstræti
wjr • • • 'y'"
og Kringlimm.l
til aö minna ykkur á, aö óöum
styttist til jóla og aö
betra er aö hafa tímann
fyrir sér ef jólagjafirnar
vina og ættingja
erlendis eiga
að ná fram í tíma. . .
Hugleiðing um ör-
yggismál smábáta
eftir Sigurð
Gunnarsson
Þann 18. september í haust var
haldin ráðstefna um öryggismál sjó-
manna. Sautján aðilar, félög og
opinberar stofnanir, höfðu sam-
vinnu að koma ráðstefnjunni á.
Undirritaður hafði þar fr'amsögu
um öryggi og aðbúnað sjómanna
og fjallaði erindi mitt um smábáta.
Vegna fiskveiðistjómunar, sem
hófst með árinu 1984 breyttist
sóknarmunstur smábátanna. Aður
höfðu menn róið í samráði við sjáv-
arútvegsráðherra þann sem ræður
veðri og vindum. Nú höfum við
trillukarlar bráðum í 4 ár róið eftir
pappírum í öðru sjávarútvegsráðu-
neyti.
Á sama tíma hafa aðrir fiskimenn
ráðið sínum sóknardögum sjálfir
innan ákveðins ramma. Trillukörl-
um er þó ekki trúað fyrir slíku, að
einu atriði undanskildu, þ.e. neta-
veiðum á vertíð. Sú tilhögun hefur
reynst mjög vel og vandséð er
hversvegna t.d. línuveiðimenn geta
ekki róið eftir sama munstri.
Við „trillukarlamir“ höfðum
vænst þess nú, þegar ný fiskveiði-
stefna eru í uppsiglingu, að við
okkur yrði haft samband um mótun
nýrrar stefna. Svo varð þó ekki
raunin og það voru mikil vonbrigði.
Frumvarpið nýja um fiskveiði-
stjómun næstu 4 ár leit dagsins
ljós, sem kynningarfrumvarp. Það
verður að segjast eins og er að 9.
gr. frumvarpsins, sem fjallar um
smábáta, er mikil vonbrigðagrein.
Ekki bara hvað varðar veiðiheimild-
ir, heldur líka út frá öryggislegu
sjónarmiði. Þetta á einkum við um
báta undir 6 brl., sem er gert að
sækja takmarkaðan afla í fyrirfram
ákveðinn heildarkvóta. Ekki þarf
að gera því skóna að hömlulaus
sókn þessara báta í sameiginlegan
kvóta á vetrarvertíð er varasöm.
Þá er árið 1987 ætlað til nota sem
viðmiðunarár í væntanlegum kvóta.
Þetta uppátæki hefur valdið því,
að nú róa margir trillukarlar um
allt land af fullri hörku til að afla
sér betra viðmiðunarmarks. Að
sjávarútvegsráðuneytið, sem var
aðili að öryggismálaráðstefnunni sl.
haust, skuli hafa farið svo öfugt
að, sem raun ber vitni er með ólík-
indum. Nú er það svo, að margir
gera mistök og svo sem ekkert við
því að segja, ef menn taka sig á.
Vonandi sjá embættismenn sjávar-
útvegsráðuneytisins sín eigin
mistök og fást til að leiðrétta þau
í samráði við réttan aðila. Geri þeir
það ekki, þá ættu þeir að sjá sóma
sinn í að taka ekki þátt í fleiri ráð-
stefnum • varðandi öryggismál
sjómanna.
Mjög umdeild ákvörðun stjórn-
valda að leyfa óheftar dragnóta-
veiðar uppí fjörur, hefur haft það
í för með sér, að trillumar hafa
horfið af sínum áratuga gömlu
hefðbundnu miðum. Menn hafa róið
til hafs og yfir sumarið róa menn
jafnvel norður fyrir Kolbeinsey.
Vegna aukinna togveiðiheimilda
hafa Vestfírðingar orðið að róa út
fyrir togarana, allt að 30 sml. til
hafs. Svipaða sögu er að segja frá
Vestmannaeyjum.
Hitt er svo annað mál, að vegna
harðnandi sjósóknar hafi menn auk-
ið öryggi báta sinna mjög með
bættum tækjakosti, sér í lagi hvað
varðar nýtísku siglingatæki. í sum-
um tilfellum hafa menn búið bátana
umfram ýtrustu kröfur.
Sigurður Gunnarsson
„Við „trillukarlarnir“
höfðum vænst þess nú,
þegar ný fiskveiði-
stefna eru í uppsigl-
ingu, að við okkur yrði
haft samband um mót-
un nýrrar stefna. Svo
varð þó ekki raunin og
það voru mikil von-
brigði.“
Eitt sem hefur vakið athygli eru
miklar byggingar báta undir 10
brl. í nýjum bátum hafa menn séð
aukið öryggi í harðri sjósókn og er
Raforkuskuldir ríkisins
Opíð til kl. 16 á morgun laugardag
Allar sendlngar eru fulltryggöar
yður að kostnaðarlausu.
PAntlAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19 & KRINGLUNNI
Á Alþingi og í fjölmiðlum hafa
birst tölur um yfirtöku ríkissjóðs á
fjárhagsskuldbindingum raforku-
geirans 1983—1987. Á núvirði voru
skuldimar taldar nema um 8,0
milljörðum króna og skiptast þann-
ig í stórum dráttum.
1. Kröfluvirkjun 3,5 milljarðar
kr., 2. Byggðalínur og virkjanaund-
irbúninur 1,7 milljarðar kr., 3.
RARIK og Orkubú Vestfjarða 2,8
milljarðar kr.
Þá gat fjármálaráðherra þess,
að væri „orkugeiranum afhent
skuldasúpan" þyrfti að hækka
gjaldskrá almennrar raforkunotk-
unar um 20%.
Frá sjónarhóli raforkufyrirtækj-
rfyVu
FYRIR7
fHilda Udb
llCELAND
ER RETTI TIMINN TIL ÞESS AÐ
KAUPA ÍSLENSKAR ULLARVÖRUR
FYRIR VINI OG VANDAMENN ERLENDIS.
Mikiðúrvalafteppumjökkum ogpeysum
fyrir dömur ogherra.
Einnig höfum við til sölu hið vinsæla bókaljós
TITJLA TJTÓ&ÁIsF'IlVlV
Pökkum og sendum um allan heim.
Borgartúni 22,
Reykjavík,
sími 681699.
anna eru þetta ófullnægjandi,
raunar einnig villandi upplýsingar
fyrir fólkið í landinu. Því kemur
Samband íslenzkra rafveitna þess-
um upplýsingum á framfæri:
1+2) Ríkið tók sjálft allar ákvarð-
anir um Kröfluvirkjun, byggðalínur
og virkjanarannsóknir á Norður-
og Austurlandi. Raforkufyrirtækin
í landinu komu þar hvergi nærri.
Landsvirkjun keypti þessi verð-
mæti með því að yfirtaka af ríkinu
á núvirði tæplega 5,4 milljarða kr.
Fjármagns- og rekstrarkostnaður
af mannvirkjum er þegar kominn
inn í útreikninga á gjaldskrárverði.
Gildir það einnig um afskriftir af
kostnaði við virkjanarannsóknir.
Til þeirrar 5,2 milljarða skuldar
sem eftir stendur, var því stofnað
af ríkinu sjálfu, ekki raforku- „geir-
anum“, þar af síður raforkufyrir-
tækjunum.
3) Ríkið tók sjálft ákvörðun um
árlega álagningu verðjöfnunar-
gjalds af raforkusölu, og síðan
afnám þess 1986.
Ríkið tók sjálft ákvörðun um átak
til rafhitunar og verð á raforku til
hennar undir kostnaði.
Við afnám verðjöfnunargjalds
lýsti ríkið því yfir, að RARIK og
. Orkubú VestQarða yrði bættur
tekjumissir, sem af því hlytist. Yfir-
taka skulda nemur 2,8 milljörðum
kr.
Ekki má gleyma því að afnám
verðjöfnunargjaldsins hafði í för
með sér verulea lækkun raforku-
verðs til notenda.
Niðurstaðan er þessi:
Raforkufyrirtæki (Landsvirkjun)
yfirtóku 5,4 milljarða af ríkinu,
gegn afhendingu tiltekinna verð-
mæta.
Ríkið yfirtók ekki 8,0 milljarða
af raforkufyrirtækjum, heldur fyrst
og fremst skuldir, sem það hafði
sjálft stofnað til.