Morgunblaðið - 20.11.1987, Page 19
19
verzluninni. Kvótakerfí ríkti í inn-
flutningi. Verzlunarmenn, aðrir en
Sambandsmenn, börðust í fyrstu
gegn þessu fyrirkomulagi en ekki
tjóaði það og þá fóru menn að rífast
um skiptingu kökunnar milli SÍS
og kaupmanna með miklum háv-
aða. Svo allt í einu varð þögn,
aðeins lítilsháttar hnútukast af
gömlum vana, en engin stórátök.
Þá hafði það gerzt, sem gerast mun
f kvótakerfi, að SIS og hinir stóru
og grónu heildsalar í Reykjavík
voru búnir að skipta kökunni nokk-
uð viðunandi fyrir báða aðila á milli
sín. Nokkrir gamlir smákaupmenn
hjörðu svo á kvóta sínum. Öll verzl-
unarsjónarmið hurfu, svo sem góð
innkaup, bætt þjónusta og aðrar
framfarir í atvinnugreininni. Hins
vegar er talið að mörgum hafí
aukizt kunnátta í aðferðum til að
leika á kvótakerfið og kannski rifj-
ast þeir lærdómar upp; ill danska
er auðlærð, segja menn.
Allt er nákvæmlega eins að ger-
ast fyrir augunum á manni í
kvótakerfí Halldórs og Kristjáns í
sjávarútvegi og gerðist í þennan
tíma í verzluninni. Eysteinn Jónsson
var langæasti stoppunálarráðherr-
ann og öllum mönnum flinkari að
stoppa í götin, hann var það sem
kalla mætti „kunststoppari". Það
tók eitt gatið við af öðru en ekki
lét Eysteinn sig, það var ekki annað
hægt en dást að honum Eysteini,
þegar hann var að veija kvótakerfí
sitt í verzluninni, það var varla til
sú vitleysa að hann fyndi ekki fyrir
henni einhver rök. Það var yfír
honum þessi þijóskulega Fram-
sóknarrósemi, fengin af langri
sambúð við þá heimspekilega sinn-
uðu skepnu, sauðkindina; honum
varð aldrei haggað á hveiju sem
gekk og það verður Halldóri ekki
heldur.
Eysteinn hafði oft þau orð, þegar
ráðist var á kvótakerfi hans í verzl-
uninni, að það væri ekkert að
kvótakerfínu, það væri gott kerfí,
en það vantaði bara algera stjóm-
un. Þetta éta þeir nú upp eftir
Það er dýr hver
rúmmetri í lager-
húsnæði.
Nýtið hann því vel.
Þungavörukerfl
Qh Hf.OFNASMIBJAN
MXk söludeild
HÁTEIGSVEGI7. S.: 21220
4§H„
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
honum, Halldór og Kristján: „Við
þurfum kvótakerfi til margra ára
og algera stjómun." Eysteinn fékk
hana aldrei algera. Fá þeir hana?
Vísast er að svo verði.
Það er ný þjóð í landinu, sem
heldur að hún sé að búa til nýjan
heim, allt er nýtt fyrir henni og hún
heldur að ekkert hafí skeð fyrir tíma
tölvunnar, og hafí eitthvað skeð,
þá sé ekki mark á því takandi, þar
sem tölvuvitið hafí vantað. Það
getur verið, að þessi trú á tölvuna,
sem leysi allan vanda mannkyns,
leiði til einhvers skárra en trú okk-
ar margra,, sem héldum að
kommúnisminn leysti allan vanda.
Það er spuming um, hvort mis-
hugsun sé verri en forheimskan.
Það tókst að leiðrétta mishugsunina
en er ekki hitt seinleiðrétt?
Það er meining ríkisstjómarinnar
að stjóma útflutningsatvinnuvegi
þjóðarinnar eftir tölvuspám Haf-
rannsóknar um aflabrögð. Það er
fengin reynsla af skekkjum í þeim
spám allt að 30% eða meira. Með
þessar skekkjur óvissar, koma ekki
í ljós fyrr en eftir á, er farið með
inní tölvukerfi Halldórs og Krist-
jáns, og þar á að hluta sundur
kökunni, sem kom út úr Hafrann-
sóknartölvunni, í hundmð hluta af
öllum stærðum. Þessir tveir heið-
ursmenn ætla að búa til forrit og
það verður geðþótta forrit, um
annað er ekki að ræða. Og hver
vill eiga atvinnu sína og afkomu
fyrirtækis algerlega undir geðþótta
ákvörðunum þessara eða hinna ráð-
herra og þeirra hjálparkokka sem
búa til forritið, þar em sífelld
mannaskipti. Þeir, sem halda sig
trygga í kvótakerfinu í dag, verða
þeir það á morgun?
Hvað gerðist hjá smábátamönn-
unum. Var það ekki kvótinn sem
skapaði vandræði þeirra? Ykkur er
þetta mátulegt, sagði Halldór, þið
hafíð offjárfest í veiðunum. Hver
úthlutaði þeim kvóta, sem orsakaði
að ofvöxtur hljóp í þessa útgerð?
Mennimir áttuðu sig ekki á, að
kvótakerfið er geðþóttakerfi ráð-
herra og breytist frá ári til árs. Það
er engum að kenna nema þér, Hall-
dór, og kerfí þínu og Kristjáns, ef
það em 1.400 smábátar komnir í
útgerð í landinu. Nú á að láta þeim
blæða út fyrir að treysta á kvóta-
kerfíð. Á hveijum bitnar geðþótta-
ákvörðun þín næst?
Bændum er bættur skaðinn við
að draga stjómskipað úr fram-
leiðslu sinni og minnka bú sín. Á
ekki það sama að gilda um útvegs-
menn og sjómenn? Af hveiju hefur
landbúnaðarráðherrann ekki sömu
orð við bændur um ofíjárfestingu?
Hefur hann þá sómatilfinningu að
minnast þess, að það var hann sjálf-
ur og flokksmenn hans, sem hvöttu
bændur til offjárfestingar? Halldór
hefur ekkert leyfí til að tala svona
við mennina, því að hann á alla sök
á vandræðum þeirra. Undir kvóta-
kerfí geta dýr skip orðið algerlega
verkefnalaus. Það er ekkert hægt
að hreyfa sig lengur til í sjávarút-
vegi, allar tegundir veiðanna
komnar undir kvóta. Áður fyrr gátu
menn leitað ýmissa leiða ef ein lok-
aðist.
Kvótakerfi leiðir af sér, líkt og
áður í verzluninni, stöðnun í sjávar-
útvegi, menn hætta að leita leiða
til aukinna afkasta og fjölbreytni.
Sú hagkvæmni, sem boðuð er með
kvótakerfí, er samdráttarhag-
kvæmni og sú atvinnugrein, sem
fer að hagkvæmni niður á við, er
undirorpin uppdráttarsýki og það
getur reynzt erfítt að snúa þeirri
þróun við. Kvótakerfið leiðir og
einnig til spillingar, það mun öllum
orðið ljóst, ýmist hjara menn á
kvótaskammtinum aðgerðalitlir eða
hann gengur kaupum og sölum
bakvið tjöldin. Þá er og það föst
regla í öllum kvótakerfum, að það
er staglað í göt meðan nokkurt
hald er í flíkinni, og reynslan er sú,
að þetta er gert þar til flíkin heldur
hvorki stoppi né bót, og það getur
tekið áratugi að hún verði svo lé-
leg, að ekki sé hægt að tjasla henni
saman.
Það er auðveldara að taka á sig
viðjar en losna við þær aftur.
Rækjuveiðikerfið, er það nema
tveggja eða þriggja ára, það er
þegar orðinn heill stærðar bálkur
og þvílíkur pijónaskapur. Það á að
betrekkja sali Alþingis með rækju-
veiði reglugerðinni, þegar kvóta-
kerfí Halldórs verður til umræðu.
Höfundur er rithöfundur.
Föstudagskynning
til
18.
FM, Langbylgja og Miöbilgja
5 BANDA TÓNJAFNARI
SJÁLFVIRK LEITUN STÖÐVA
TVÖFÖLD KASETTA
PLÖTUSPILARI
2x40W, HÁTALARAR
74W, MAGNARI
HRAÐAUPPTAKA(HIGH SPEED
DUBBING)
ALLT FYRIR AÐEINS
28.900.-
Husqvarna
Erla Ásgeirsdóttir kynnir allar
gerðir HUSQVARNA saumavéla, þar
á meðal HUSKY LOCK loksaumavélina,
nýjasta stolt HUSQVARNA.
Verð á HUSQVARNA saumavélum frá kr
KR. 13.775.-
Gmnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 - Sími 69 16 00