Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 Nýtt útgáfufyrir tæki: ------ •AumPöV'kun'%09Sk" GeUJf y pp^ W^.^^688577 Sföurnúte"? Ný skáldsaga eftir Indriða G. Þorsteinsson STOFNAÐ hefur verið í Reykjavík nýtt útgáfufyrirtæki, Reykholt hf., og eru stofnendur og eigendur Prenthúsið og eig- endur þess, Arni M. Björnsson og Reynir H. Jóhannsson. Fyrir- tækið er til húsa að Höfðatúni 12 og framkvæmdastjóri þess er Ólafur Már Magnússon. í frétt frá Reykholti segir að fjór- ar bækur séu væntanlegar. Ný skáldsaga eftir Indriða G. Þorsteinsson sem heitir „Keimur af sumri“ og er fyrsta skáldsaga Indriða síðan 1979 þegar „Ungl- ingsvetur" kom út. Reykholt gefur einnig út eftir Indriða „Land og synir“ í skólaútgáfu. Gunnar Stef- ánsson cand.mag. og dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins ritar formálsorð og semur neðanmálsskýringar. „Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr", skráð af Sigfúsi Daða- syni. í fréttatilkynningu segir m.a. að í bókinni séu ljóð og greinar, sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir manna, og mun öllum bókmennta- unnendum tvímælalaust þykja fengur í þeim. Fjórða bókin er svo „Jón Páll sterkasti maður heims_“, viðtals- og myndabók sem Jón Óskar Sólnes skrifar. Litli Hvammur: Steinstaurar reknir niður í Blautkvísl Litla Hvammi. HAFINN er undirbúningur að brúargerð á hinu nýja vegar- stæði á Mýrdalssandi. Jón Valmundsson, brúarsmiður, hef- ur verið með vinnuflokk að reka niður steinstaura til prufu í Blautkvísl. Reyndist niðurrekst- ur æði stífur svo auðsýnt þykir að vikurlag er ekki þykkt á brú- arstæðinu og þéttur jarðvegur þegar neðar kemur. Fyrirhugað er að byggja 50 metra langa brú, verða stöplar steyptir, en jámbitar undir brúar- gólfi og gólfíð steypt. Verður brúin tvíbreið og þá fyrsta brú á þjóðveg- inum hér í sýslu er hefur tvær akreinar. Ekki verða fleiri brýr á sandinum, en annars staðar er þarf að hleypa vatni í gegn um veginn verða rörhólkar. Sigþór Appelsínurnar eru komnar sætari og safaríkari Fersktgnœnmeti og ávextir vikulega ELLIÐAVOGI 103-- 104 REYKJAVIK - SIMI 81022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.