Morgunblaðið - 20.11.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 27
Hægt hefði verið að af-
stýra hluta manntjónsins
é
••
Oryggisráðstaf -
anir hefðu þó
vart komið í veg
fyrir eldinn
Lundúnum, AP.
ANNAR tveggja höfunda skýrslu
um eldhættu i neðanjarðarlesta-
kerfi Lundúnaborgar, sem samin
var árið 1985, sagði í gær að
tala látinna í eldsvoðanum í
King’s Cross-neðanjarðarlestar-
stöðinni hefði getað verið mun
iægri, ef viðeigandi ráðstafanir
hefðu verið gerðar á sínum tima.
Hins vegar sagðist hann telja að
jafnvel ströngustu öryggisreglur
gætu ekki komið i veg fyrir eld-
hættu í hinu 124 ára gamla
neðanjarðarlestakerfi.
„Ég held að tala látinna hefði
getað verið lægri, en sjálfur elds-
voðinn hefði eigi að síður getað átt
sér stað,“ sagði Jonathan Roberts,
en í skýrslu hans var neðanjarðar-
lestarkerfínu lýst sem eldgildru þar
sem minnstu öiyggisráðstafanir
væru virtar að vettugi.
Orsök eldsvoðans, sem braust út
undir rennistiga, er enn ókunn, en
helst hefur athygli manna beinst
að bilun í rafbúnaði. Komið hefur
Reuter
Brunavörður gengur um rústir afgreiðslusalarins í King’s Cross. Til vinstri má sjá brunna miðasjálfsala.
mm
T
fram að vélarhús rennistigans var
autt, sem þýðir að ekki hefur kvikn-
að í rusli þar, eins og fyrst var leitt
getum að. Prá 1985 hafa reykingar
verið bannaðar í neðanjarðarlesta-
kerfínu, en það bann er ekki alltaf
virt.'
Kenneth Ogram, yfírmaður
bresku samgöngulögreglunnar,
sagði að eldsvoðinn myndi vafalítið
vekja óhug farþega, en daglega
nota um þriár milljónir manna lest-
arkerfíð. „Eg held þó að fólk hafi
enga ástæðu til þess að óttast um
öryggi sitt,“ sagði Ogram og benti
á að atvikið væri einsdæmi.
Forstöðumenn neðanjarðarlest-
anna sögðu í gær að þegar hefði í
mörgu verið farið að þeim tilmæl-
um, sem fram komu í fyrmefndri
skýrslu. „Eldvamarráðstafanir okk-
ar eru í hópi hinna alströngustu,"
sagði John Cope, rekstrarstjóri. „í
raun og veru er talsvert hættulegra
að ganga yfír götuna utan stöðvar-
innar heldur en þama niðri."
Roberts, sem reit skýrslu sína í fé-
lagi við Hugo Reading, segir á hinn
bóginn að möguleikamir á stórslysi
séu gífurlegir.
Reading, sem kannaði tíu alvar-
lega eldsvoða í neðanjarðarkerfinu
á tímabilinu 1976-1985, segir að I
öllum tilfellunum hafí flest bmgð-
ist, sem bmgðist gat: samskipti,
siökkviliðsaðgerðir og yfírstjóm.
Eldsvoða þessa mátti rekja til
íkveikju, koparþjófnaðar og van-
rækslu, en rennistigar komu aldrei
við sögu.
Þrátt fyrir þessa gagmýni á ör-
yggisráðstafanir em dauðaslys í
neðanjarðarlestakerfinu mjög fátíð.
Frá stríðslokum hefur aðeins einn
maður látist af völdum eldsvoða
neðanjarðar. Versta slysið til þessa
átti sér stað árið 1975 þegar lest
ók á vegg í endastöð. Þá létust 43
og 74 særðust.
ÞVOTTEKTA GÆÐI
FRÁAEG
í heimilistækjunum frá AEG fara saman afköst, ending
og gæði. Þvottavélarnar frá AEG bera því glöggt vitni.
Vestur-þýsk gæði á þessu verði, engin spurning!
AEG heimilistæki - því þú hleypir ekki hverju sem er í
húsverkin!
^gafþvotti duhraðipr.mm.]
850 snutung^
iðarrofi
AEG
Verð kr. 36.794, - stgr.
ALVEG
EINSTÖK
GÆDI
Umboðsmenn
um land allt
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF
Lágmúla 9, sími: 38820