Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 31
Ígi Grímur Valdimarsson. ur. Það er einmitt fiskiræktin sem helst einkennir fískiðnað í Kína. Á síðasta ári framleiddu þeir 6 millj- ónir tonna af ræktuðum físki og eru þar með í fyrsta sæti á þessu sviði í heiminum. Um 77% af þessu magni er ræktað í ferskvatni, eða 2,8 milljónir tonna, en 850 þúsund tonn í sjó. Möguleikar á aukinni ræktun eru gífurlegir, því bæði hafa þeir stór vatnasvæði sem unnt er að taka til ræktunar með tiltölulega lítilli fjár- festingu auk þess að hægt er að auka afrakstur fiskitjamanna veru- lega með bættri fóðrun og að- búnaði. Sem stendur er framleiðnin lítil, aðeins um 1,3 tonn af físki/ hektara/ári. Hvað sjávarútveginn varðar þá hafa Kínveijar einnig mjög mikla möguleika á því sviði. í fyrra veiddu þeir úr sjó um 3,9 milljónir lesta en við sjávarútveginn starfar ein milljón manna og notar um 100 þúsund skip sem flest eru smátog- arar með um 40 hestafla vél. Einnig eru orðnir algengir skuttogarar með 600 hestafla vél og er aflinn ísaður um borð eða frystur. Hefðbundin nýting fiskimiðanna er innan við 100 metra grunnlínu, en á þeim slóðum er ofveiði talsvert vanda- mál. Sé litið á landgrunn Kína sem heild er talið að aðeins 20% af nýt- anlegum sjávarlífverum séu nú nýttar. Til að sækja dýpra vantar hins vegar stærri og öflugri skip. Mikið vantar á að meðhöndlun afla um borð í skipunum sé nægjánlega góð, þ.e. rétt ísun og frágangur á físki almennt. Sæbjúgxi, marg-lyttur ogþang Eins og vænta mátti er físk- vinnsia í Kína ákaflega fjölbreytileg og nánast allt sem veiðist er nýtt í einhveija fískrétti, þ.m.t. sæbjúgu, marglyttur og þang að ógleymdum skelfiski og kröbbum. Allt verður þetta veislufæða í höndum kín- verskra matreiðslumanna. Fiskiðn- aðurinn einkennist mjög af því að framboð á vinnuafli er mikið. Jafn- vel smáfiskur er flakaður og snyrtur, þurrkaður á grindum eða lagður í krukkur. Nánast allt er unnið í höndum nema þar sem vél- um einum verður komið við. Af lönduðum afla eru um 60% sett fersk á markað enn 40% unnin. Um 72% aflans fara í frystingu, 13% í söltun og 12% í niðurlagningu eða niðursuðu. Fiskvinnslufyrirtækin eru Qöl- mörg, um 700 talsins, flest sam- vinnufyrirtæki. Ríkið á a.m.k. 30 stór útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki sem hafa á einni hendi alla þætti rekstursins, jafnvel skipa- smíðar og skipaviðgerðir. í raun eru þessi fyrirtæki heil þorp með ýmis- legri félagslegri þjónustu fyrir starfsfólkið. Eitt slíkt fyrirtæki sem við heimsóttum hafði 14.800 starfs- menn í vinnu. Helstu vandamál fískiðnaðarins virðast vera ófull- nægjandi aðstaða til geymslu og vinnslu á fiski og vöntun á tækni- þekkingu til viðhalds á vélum. Kínveijar leggja áherslu á að vera sem mest sjálfum sér nógir um aðföng til veiða og vinnslu. Þannig framleiða þeir nær öll sín skip og veiðarfæri sjálfír. Erlendis frá er einungis keyptur búnaður sem ekki er unnt að framleiða í Kína og áhugi á sjálfvirkum eða vinnusparandi tækjum virðist tak- markaður. Einungfis lítill hluti aflans er flutt- ur út, eða um 100 þúsund tonn á ári, mest tii Hong Kong, Japans og Bandaríkjanna. Áhugi á útflutn- ingj virðist þó vera að glæðast, einkum hjá fyrirtækjum sem sjálf fá að ráðstafa þeim gjaldeyri sem þau afla. Þannig hefur Dönum t.d. tekist að selja þijár fullkomnar físk- mjölsverksmiðjur til slíkra fyrir- tækja. Opnari stjómarstefna Kínveija hefur í för með sér mikla eflingu á ýmiss konar samningum við erlend fyrirtæki og sér þess nú víða stað. Einkum hafa þeir nána tæknisam- vinnu við Japani. Þá má nefna að á Nýja-Sjálandi hafa Kínveijar stofnað fyrirtæki með heimamönum til ræktunar á rækju. Of snemmt er að spá um það á hvaða sviðum sjávarútvegs við get- um unnið með Kínveijum. Þó virðist ljóst að við gætum ýmislegt af þeim lært í sambandi við fiskeldi og sitt- hvað gætum við kennt þeim um meðferð afla og vinnslu. Icefishco og Icecon Eins og ég gat um hér að framan hafa tvö fyrirtæki verið stofnuð hér á landi til útflutnings á íslenskri tækniþekkingu í sjávarútvegi. Ann- að þessara fyrirtækja er Icefíshco, sem ýmsar verkfræði- og ráðgjafar- stofur standa að ásamt einstakling- um, en-hitt er Icecon eins og áður er nefnt. Icefíshco hefur boðið í nokkur verkefni erlendis og fengið eitt, en það fólst í að gera úttekt á fiskiðnaði í Vestur-Afríkuríkinu Guinea-Bissau og gera tillögur um uppbyggingu útgerðar og físk- vinnslu þar í landi. Þessu verkefni, sem kostaði 13 milljónir ísl. króna, er nú lokið og gæti orðið framhald þar á. Þá eru góðar líkur á því að Icefishco fái annað verkefni í Gambíu í samvinnu við norska að- ila, en það verkefhi felur í sér að koma á fót útgerð og fiskvinnslu þar í landi. Eins og kunnugt er hefur Icecon fengið sitt fyrsta verkefni við upp- byggingu frystihúsa á Grænlandi og hljóðar sá samningur upp á um 300 milljónir ísl. króna. Þótt verkefnin séu ekki mörg enn sem komið er þá erum við komnir inn á nýja útflutningsgrein sem tengd er sjávarútveginum. Ég er sannfærður um að við eigum fram- tíð fyrir okkur á þessu sviði þótt við séum byijendur. Samkeppnin er hörð og úti f hinum stóra heimi eru mörg fyrirtæki með mikla reynslu og þekkingu í ráðgjafar- starfsemi fyrir sjávarútveg. Velgengni okkar á þessu sviði í framtíðinni mun að verulegu leyti byggjast á því hvemig stuðning þessi starfsemi fær hér heima fyr- ir. Samkeppnisaðstaða nágranna- þjóða okkar í Skandinavíu er t.d. allt önnur en okkar. Þeir veija mun meira fé en við í þróunarhjálp víða um heim, bæði á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs, heilsugæslu o.fl. Al- gengt er að þróunarhjálpin leiði af sér bein viðskipti og verkefni sem greitt er fyrir að fullu. Þá hafa skandinavísk fyrirtæki aðgang að hagstæðum þróunarlánum til að greiða fyrir viðskiptum, en slík lán em ekki veitt hér heima. Greinilegt er að t.d. Norðmenn og Danir leggja mikið upp úr sam- vinnu við Kínveija í sjávarútvegi. Þannig hafa dönsk og norsk fyrir- tæki verið með öflugt kynningar- starf í Kína; boðið til ráðstefna og fleira í þeim dúr. Þá hafa Norð- menn gefið Kínveijum tilbúið skip til fískirannsókna. Svo að fleiri dæmi séu tilgreind, þá hefur sænska þróunarstofnunin, SIDA, um árabil rekið umfangsmikla starfsemi í Guinea-Bissau með um 70 manna starfsliði. Og meðal verk- efna, kennsla í smábátaútgerð og fískvinnslu. í Tanzaníu hafa Norð- menn reist glæsilegan sjávarút- vegsskóla sem þeir reka sjálfír með hjálp heimamanna. Danska þróunarstofnunin, (DANIDA) hefur í mörg ár gengist fyrir námskeiðum í fískverkun í ýmsum Afríkulöndum og einnig í Kína. Þessi námskeið standa yfir í mánuð í senn fyrir 20—40 þátttak- endur og njóta þau mikilla vinsælda. Alþjóðlegnrsjávar- útvegsskóli Við getum að sjálfsögðu ekki staðið nágrönnum okkar á sporði á öllum sviðum þróunarhjálpar. Við verðum að velja af kostgæfni þau svið sem við ætlum okkur að leggja áherslu á. Í þessu sambandi langar mig að vekja athygli á ágætri skýrslu sem kom út á vegum mark- aðsnefndar sj ávarútvegsráðuneyt- isins fyrir tveimur árum, — en hún fjallar um verkefnaútflutning í sjáv- arútvegi. Af mörgum góðum tillög- um sem þar koma fram gerir ein ráð fyrir því að hér á landi verði komið upp „öflugum alþjóðlegum sávarútvegsskóla í líkingu við Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn á bæði að vera á háskóla- stigi og lægri skólastigum og starfa í nánari tengslum við stofnanir og samtök sjávarútvegsins ekki síður en einstök fyrirtæki." Slfkur skóli gæti orðið einstakur í sinni röð og orðið mikil lyftistöng fyrir verkeftiaútflutning. Hér á landi eru allar aðstæður til að veita nemendum frá ýmsum þjóðlöndum margvíslega kennslu, veita þjálfun í fískveiðum, meðferð afla og vinnslu, viðhaldi tækja, landhelgis- gæslu, fiskirannsóknum o.s.frv. Ég hnykki á þessu atriði hér í ljósi þess að núna stendur fyrir dyrum að endurskipuleggja nám í sjávarút- vegsfræðum á Islandi, þ.e. með sameiningu Vélskóla, Stýrimanna- skóla og Fiskvinnsluskóla. Stefna ætti að því frá upphafi að við skól- ann starfi alþjóðleg deild sem hafí áðumefndu hlutverki að gegna. Nemendur mun ekki skorta, því þörfín fyrir vandaðan skóla af þessu tagi er brýn. Hagnaður eftir Qármagnskostnað er fyrir norðan 9,8 milljónir en tap upp á 1,4 fyrir sunnan. Fyrir norðan eru stóm togaram- ir á aflamarki en sóknarmarki fyrir sunnan. Tekjur þeirra eru mjög áþekkar, 114,7 fyrir norðan en 116 fyrir sunnan. Hreinn rekstrar- kostnaður er um 5 milljónum króna lægri fyrir norðan og þar er vergur hagnaður 22,6 milljónir en 19,4 fyrir sunnan. Hagnaður eftir fjár- magnskostnað er á báðum stöðum nálægt 11 milljónum króna. Fastgengis- stefnan brostin - segir Bjarni Grímsson „ÉG VIL benda þinginu á að í dag er svo komið að fyrirtæki í út- flutningi sjávarafurða eiga ekkert lausafé. Þau eru að auki rekin með tapi og eigið fé orðið Utið sem ekkert. Stjómvöld hafa á undanföraum árum fest einn þátt í kaðli atvinnulifsins, það er að segja gengið. En eins og allir vita, raknar kaðallinn upp og slitnar að lokum, sé bara einn þáttur hans festur. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd i dag, að stundin er runnin upp. Fastgengisstefnan er brostin, gengið er fallið,“ sagði Bjarni Grimsson frá Þingeyri í fram- söguerindi sínu á Fiskiþingi. Bjami rakti í stuttu máli þróun tekna og gjalda fiskvinnslunnar og sagði: „Frá í júní 1983 til septem- bermánaðar 1987 hefur innlendur kostnaður hækkuð um það bil um 160% en gengið um 30%. Frá des- embermánuði 1985 hækkaði kostn- aðurinn um 85% meðan gengið lækkaði um 10%, það er raungengi íslenzku krónunnar hefur hækkað. Ef þetta er skoðað nánar, er dæmið enn skrautlegra. Um 70% af telq'um frystingarinnar eru í dollurum, en dollarinn hefur stöðugt lækkað og meira en meðaltalið. Nú má spyija Bjarai Kr. Grímsson hvemig fískvinnslan þoli þetta. Svar við því er ekki auðvelt. Þó má benda á að á sama tfma og þessi ósköp gengu yfir, hefur verið fiskskortur á helztu mörkuðum okkar. Því hefur verð hækkað verulega eða um 40% að meðaltali. Það hefur ekki dugað og því hefur tilfærsla milli markaða og verkunargreina komið til. Samt era fyrirtækin rekin með tapi og eig- ið fé þeirra rýmar hratt og er senn á þrotum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.