Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 20.11.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 41 Fjöður hauksins hugprúða og fleiri rússnesk ævintýri Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Fjöður hauksins hugprúða og fleiri rússnesk ævintýri. Myndir: I.A. Balibin. Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir. Prentverk: Útgáfan Skálholt. Útgefandi: Mál og menning. Þetta er undurfögur bók, mynd- imar frá því um aldamót, svo fagrar og sterkar, að unun er að, og skreytingar, sem faðma hveija síðu, eru líka listavel gerðar. Hér birtast fjögur ævintýri: Fjöður Hauksins hugprúða, María Morevna, Vass- ilísa fagra og Froskaprinsessan. Sjálfsagt eru þau valin saman af því að innviðir þeirra eru eins: Bar- átta milli góðs og ills, og með því að söguhetjan gengur til orrustu í þjónustu kærleikans, sem allar píslir þolir, þá næst sætur sigur að lokum. í hinu fyrstu eru þijár dæt- ur. Hinar eldri tvær tildurrófur, en hin yngsta augasteinn föður síns. Er hann gaf þeim gjafir, báðu hinar eldri um ytra pijál, en sú yngsta um ijöður Hauksins hugprúða. Lengi vel tókst karli ekki að verða við þessari bón, en þar kom, að Ijöðrin varð föl, keypt, og mærin fagra eignaðist dýrðar stundir. Of- und systranna eldri rændi hana gleðinni, en með ótrúlegu þreki, og hjálp dísa, náði hún að höndla ham- ingjuna á ný. María Morevna er saga af ívan prinsi, sem verður ástfanginn af Maríu, en missir hana í hendur Kosejeis hins ódauðlega. Þeir eiga marga orrustuna um, stúlkuna, Ivan meira að segja brytjaður í spað, en með hjálp mága sinna þriggja og heillavætta lýkur sögunni á undra- verðan hátt. Þá er það Vassilísa, fagra kaup- mannsdóttirin. Hún eignast grimma stjúpu og tvær stjúpsystur, eldri. Öfund þeirra og aft>rýði leiða hana í marga þraut, en allar sigrar hún með hjálp brúðu, sem móðir hennar blessuð hafði gefið henni á dánar- beði ásamt blessun sinni. Þessa sögu ættu böm ekki að lesa undir háttinn. Síðast er það Froskaprinsessan. Ivan var yngstur þriggja kóngs- sona. Með ör af bogastreng skyldu þeir velja sér konu. ívan fann frosk með ör hans í munni. Hann varð að taka froskinn sér fyrir konu, og átti bága tíð. Undur tóku að ger- ast. Óðagot sitt á sælli stund varð ívan að greiða dým verði, en það reyndist líka þess virði. Ævintýri em engu lík, meitlast og slípast í þjóðarsál, þar til gullið verður eitt eftir. Það á erindi við bamið, líka öldunginn, hvort skilur og les á sinn hátt. En þegar langt er milli menningarsvæða, þá þarfn- ast lesandinn skýringa. Því sakna ég formála fyrir bókinni, þar sem gerð væri grein fyrir þjóðtrú Rússa. Hvaða dísir em Baba-Jaga, og hver er Kosejei hinn ódauðlegi? Aftur og aftur kom þau við sögu, vöktu mér spumir, sem bókin svarar ekki. Þýðing Ingibjargar er á mjög fögm máli og litríku, en stfllinn samt látlaus og tær, eins og ævin- týmm sæmir. Hafi hún þökk fyrir sitt verk. En mér brá, er ég sá hve illa próförk er lesin, og það í bók frá Máli og menningu, sem leggur metnað sinn í villulausan texta. Á bls. 3 er semikomma fyrir upphróp- unarmerki; á bls. 5 vantar spurning- armerki; að mynnast við einhvem er með y (20); grófu breytist í gróf- ur (26); til breytist í tl (27); að eitthvað sé listileg gert er ekki með y, eins og haldið er fram á síðu 36 og í tvígang á síðu 40. Að rita eins og og fyrr en í einu orði er rangt, en við skulum sættast á það sé þó smekksatriði. Prentverk er vel unnið, utan það, að sumir stafír textans em æði lún- ir. Titilsíða er frábærlega vel rituð, en er kom að fyrirsögninni Vassilísa fagra, þá hreinlega varð orðið mér gáta, hafði ekki séð áður stöfum staflað upp í orði, nema hjá litlum bömum. Mjög fögur, listræn bók með heillandi ævintýra Gamanleikhúsið sýn- ir Gúnnní Tarzan * G AMANLEIKHÚ SIÐ sýnir leikritið Gúmmi Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard í Galdra- loftinu Hafnarstræti 9 dagana 21., 22., 28. og 29. nóvember. Leikendur em 18 og með aðal- hlutverk fara: Magnús Geir Þórðarson, Inga Freyja Amardótt- ir, Guðmundur Eyfells, Erla Kristín Ámadóttir, Hallgrímur Sveinn Sævarsson og Siguveig Margrét Stefánsdóttir. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson og sýningarstjóri Guðmundur Eyfells. Áður hefur leikhúsið sýnt Töfra- lúðurinn, Gilitmtt á Hótel Loftleið- um, Maddúsku í sjónvarpinu og á Hóteli Loftleiðum og Brauðsteikina og tertuna í Galdraloftinu. Gaman- leikhúsið fór á þessu ári til Almelo í Hollandi á fyrsta alþjóðaþing bamaleikfélaga og sýndi þar Brauðsteikina og tertuna. Tveir leikendur hússins. Gamanleik- yj-UUNGARNlR ÓIRÍjí^gf S^SMLJÐ ALLTÞAÐ BP 'NAFATADEILD !■ '' ! 'i ' 1 k | ? M 4 !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.