Morgunblaðið - 20.11.1987, Page 50

Morgunblaðið - 20.11.1987, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 Skaia JOHN WILSON OG BOBBY HARRISON SPILA Aðgangseyrir 200 kr. Meira um ólánsbíla eftir Kristin Snæland I Vegna greinar minnar í Morgun- blaðinu þann 20. október sl., „Ólánsbflar", en þar fjallaði ég um hin svonefndu bitabox, birtist þann 21. október sl. hér í blaðinu einskon- ar svar eða viðtalssvar frá Lárusi Sveinssyni, starfsmanni tæknideild- ar Bifreiðaeftirlits ríksins. í máli sem er er orðið svo hörmulegt sem þetta, eru viðbrögð Bifreiðaeftirlits- ins til vansa virðulegri og ábyrgri ríkisstofnun. Lélegt svar kann að skrifast á reikning Lárusar Sveins- sonar, en einnig er hugsanlegt að viðkomandi blaðamaður hafí lítið vit á bflum og lögum og reglugerð- um sem um þá fjalla. Vegna þess óska ég eftir skriflegu og formlegu svari frá Bifreiðaeftirliti ríkisins hér í Morgunblaðnu um þetta mál, án þess að einhver illa upplýstur blaða- maður klúðri svarinu. Til þess að auðvelda Bifreiðaeft- irlitinu svarið verð ég að fara aðeins yfír aðalatriði málsins og ekki endi- lega í réttri röð, miðað við „svar“ Bifreiðaeftirlitsins þann 21. okt. Innflutningsreg-lur Lfld og með rafmagnstæki má etnginn hefja innflutning bifreiðir óg sölu fyrr en Bifreiðaeftirlit ríkis- ins hefur tekið bifreiðina út og kannað að hún standist þær kröfur sem gerðar eru með lögum og reglu- gerðum. Standist bifreiðin ekki athugun Bifreiðaeftirlitsins er inn- flutningur ekki leyfður. Sama gerist vitanlega í þeim löndum öðrum sem leggja upp úr því að vinna að ör- yggi í umferðinni. Þar af leiðir að Sláná«»' 5 það er rangt hjá mér þegar ég tala um að einhveijar bifreiðir séu bann- aðar. Jafn rangt er það hjá Lárusi Sveinssyni að segja: „Þá hef ég ekki hedur rekist á það í reglum nágrannalanda okkar, Danmerkur, Svíþjóðar óg Noregs, að bifreiðir þessar séu bannaðar þar, en þori þó ekki að fullyrða að svo sé ekki.“ — í þessu sambandi vil ég benda Lárusi á það að ef innflutningur á Trabant verður stöðvaður uns bensíntankur hans verður kominn á öruggari stað, þá verður þess að sjálfsögðu hvergi getið í lögum eða reglugerðum um gerð og búnað bifreiða á íslandi, að Trabant sé bannaður í landinu. Sala hans verð- ur einfaldlega stöðvuð af Bifreiða- eftirliti ríkisins (tæknideild). í munni almennings heitir þessi að- gerð að sjálfsögðu, Bifreiðaeftirlitið er búið að að banna Trabant á ís- landi. Fulltrúi frá tæknideild Bif- reiðaeftirlitsins í Svíþjóð fyndi hins vegar hvergi staf um það í lögum og reglugerðum um gerð og búnað bifreiða á íslandi. Slysasætin Ég fullyrti í grein minni að ekki gæti verið að dauðasætin í „bitaboxunum" væru lögleg. Sér- staklega benti ég á þau sæti sem eru sett aftast í bflinn, fast við aft- urrúðu. Um þetta segir Lárus, „að flestir þessara bfla væru með viður- kenndum sætum, sem ýmist kæmu í þeim hingað til lands eða væru smíðuð hér“. Og áfram: „Varðandi hæð sætisbaka vil ég taka fram, að það eru engar ákveðnar reglur í gildi um sæti í bifreiðum, fyrir utan framsæti." Nú, nú, Lárus, ef engar reglur eru um sæti í bifreið- um, hvers vegna eru þá bifreiðaeft- irlitsmenn að skipta sér af gerð og búnaði sæta í þeim rútum sem eru smíðaðar hér á landi? Eftir Lárusi er haft að engar reglur gildi um önnur sæti í bifreið- um en framsæti. Örlitlu síðar í „svarinu" er svo haft eftir Lárusi: „í sambandi við þessa sendibfla þá höfum við sett þá reglu, að ef renni- hurð er í hlið þeirra, þá verða farþegasætin að vera með hliðar- örmum, svo minni hætta sé á að menn falii út ef hurðin opnast." Jæja, sem sagt nokkuð gott. Þó að engar reglur séu um afttirsætin, þá eru samt til reglur þegar henta þykir. Yfirskrift svarsins í stfl við allar falsanimar í kring- um farþegaflutningana í bitaboxun- um er yfírskrift „svarsins" í Morgunblaðinu þann 21. okt. sl. Svarið var látið heita í fyrirsögn: „„Bitaboxin" með viðurkenndum farþegasætum — segir Lárus Sveinsson, starfsmaður Bifreiðaeft- irlits ríkisins." Samt segir þegar svarið er lesið: „Lárus Sveinsson sagði, að flestir þessara bfla væru með viðurkenndum sætum." Með öðrum orðum, sumir bitaboxbflamir eru ekki með viðurkenndum sætum. Fyrirsögn blaðamannsins er ekki rétt, hún segir ekki sannleikann. Hinir mörgu sem lesa aðeins fyrir- sagnir og trúa því hiklaust sem stendur í Morgunblaðinu, geta nú varpað öndinni léttar, ef þeir slys- ast til þess að setjast inn í bitabox. Hér sit ég í lögiegu og viðurkenndu sæti. Vonandi verður þetta ekki síðasta hugsun nokkurs manns. Að skammast sín Þar sem ég tel „viðtalssvar" Lár- usar Sveinssonar, starfsmanns tæknideildar Bifreiðaeftirlits ríkis- ins, bera með sér að stofnunin skammist sín vegna bitaboxamáls- ins, geri ég hér með að tillögu minni að stofnunin svari nokkmm spum- ingum mínum varðandi þetta mál og það án aðstoðar blaðamanns. Að leita aðstoðar hjá manni sem vit hefur á bflum, gerð þeirra og búnaði, umferð, lögum og reglu- gerðum um bfla og umferð og er jafnframt ritfær, væri skynsamlegt fyrir stofnunina, áður en hlaupið er í blöðin með „svar“. Spurningarnar 1. Hveijar em reglur um gerð og búnað framsæta í bifreiðum? 2. Hveijar em reglur um gerð og búnað aftursæta í bifreiðum? 3. Em til ólíkar reglur um gerð og búnað sæta í mismunandi gerðum bifreiða? 4. Er farþegi í þungri bifreið í meiri hættu í árekstri en far- þegi í léttri bifreið? 5. Ef sæti í þungri bifreið þurfa að vera vönduð, hvemig eiga þá sæti í léttri bifreið að vera, betri eða verri? 6. Em til strangar reglur um gerð og búnað sæta í rútum? Bflum sem em gerðir fyrir 8 farþega eða fleiri? 7. Hvers vegna em öftustu sæti í rútum, þessi sem em fast við afturrúðu, með baki sem alltaf nær upp fyrir höfuð farþega? 8. Er lfldegt að farþegi í léttum bfl fái þyngra högg í árekstri en farþegi í þungum bfl? 9. Hve mörg bitabox hafa oltið í árekstmm sl. þijú ár? 10. Hve mörg bitabox hafa oltið í Kristinn Snæland „Það er fyllilega tíma- bært að Umferðarráð beiti sér fyrir ráðstefnu sem gæti heitið „Eru of lélegir bílar fluttir inn til Islands?““ almennri umferð í Reykjavík sl. þijú ár, án árekstrar? 11. Er hugsanlegt að einhveijar tegundir bitaboxa séu léttari og hættulegri en aðrar? 12. Hefur komið til tals hjá stofn- uninni að stöðva innflutning þeirra? Ekki er víst að Bifreiðaeftirlitið hafí svör við öllum þessum spurn- ingum á reiðum höndum, en býsna fróðlegt gæti verið að fá svör við þeim spumingum sem eftirlitið ræð- ur við. Sömuleiðis verður fróðlegt að sjá hvaða spumingum Bifreiða- eftirlitið svarar ekki. Þörf ábending í greininni „Léttir bflar og ólétt- ir“ (Morgunblaðið 20. okt. sl.) skrifar Óli H. Þórðarson um skatt- lagningu á bíla og bendir á að með því að skattleggja bfla eftir vigt, beini hið opinbera bflakaupum al- mennings að litlum og léttum bflum. Gallinn við þetta sé að litlir og létt- ir bflar séu hættulegri í umferðinni en þyngri bflar. Um þetta erum við Óli H. Þórðarson sammála, enda fjallaði grein mín í sama blaði um sama efni, að vara við léttum og veigalitlum bflum. Að lokum Hugsanlegt er að „banna" Trab- ant uns bensíntankur hans er kominn undir afturendann en einnig væri hugsanlegt t.d. að „banna" Suzuki-bitaboxið uns voldug og sterk grind væri komin framan á bflinn. Þá væri áreiðanlega skyn- samlegast að banna að flytja farþega og farangur í sama rými, skylda til dæmis öryggisþil eða grind milli farangursrýmis og far- þegarýmis í sendibflum. Ljóst er að eftirlit Bifreiðaeftirlits ríkisins með innflutningi bifreiða hefur nær ein- ungis verið að samþykkja innflutn- ing allra bfla, hversu veigalitlir eða lélegir sem þeir eru. Það sést með því að líta snöggvast í kringum sig á götunum. Það er fyllilega tímabært að Umferðarráð beiti sér fyrir ráð- stefnu sem gæti heitið ,,Eru of lélegir bflar fluttir inn til Islands?" Á þessa ráðstefnu ætti að bjóða: Bifreiðaeftirlitsmönnum, tjónaskoð- unarmönnum, slysarannsóknar- mönnum, lögreglu, slysavaktarfólki heilsugæslu, slysadeildarmönnum slökkviliðs, starfsfólki umferðarör- yggismála, nokkrum fulltrúum einka- og atvinnuökumanna, bif- reiðasmiðum og réttingamönnum. Niðurstaða slíks fundar gæti orðið til þess að stuðla að öruggari um- ferð og færri slysum. Athugasemd ritstjóra. Ásökunum Kristins Snælands á hendur blaðamanni Morgunblaðsins í upphafí þessarar greinar er vísað á bug. Hún er tilefnislaus og órök- studd. Málstaður greinarhöfundar bíður ekkert tjón af því, að hann sýni öðru fólki kurteisi í skrifum sínum. Höfundur er leigubilatjóri í Reykjavík. Nemendum í Súðavík bætt- ur stuldurinn NEMENDUR Grunnskóla Súðavíkur fengu nýtt hljómflutn- ingstæki að gjöf nýlega, en þeir höfðu safnað um hundrað þúsund krónum og keypt hljómflutnings- tæki sem síðan var stolið í haust. Sá sem gaf börnunum hljómflutn- ingstækið er forstjóri fyrirtækis í Reykjavík og vill ekki láta nafns síns getið. Auk hljómflutningstækisins var stolið myndbandstæki og nýrri rafmagnsritvél _sem skólinn átti og er lögreglan á ísafírði engu nær um þjófnaðinn. Nemendur Grunnskóla Súðavíkur daginn sem þeim barst hljómflutn- ingstækið í hendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.