Morgunblaðið - 20.11.1987, Page 58

Morgunblaðið - 20.11.1987, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR Morgunblaðið/Bjami Slgurjón Sigurðsson, leikmaðurinn knái frá Schutterwald i Vestur-Þýska- landi, skoraði fimm mörk í gær, þar af fjögur úr víti. Gudmundur markvörður afturhetja U-21 liðsins Jafnaði gegn ísrael á síðustú sekúndunni GUÐMUNDUR A. Jónsson ^ markvörður var hetja hand- ' knattleikslandsliðsins skipað leikmönnum 21 ars og yngri í fyrrakvöld er hann lokaði mark- inu gegn Portúgal lokakaflann meðan meðherjar hans skor- uðu mörkin sem gerðu út um leikinn. í gœrkvöldi gegn ísrael varði hann ekki einungis 16 skot, heldur gerði sér lítið fyrir og skoraði jöfnunarmark ís- lands, 19-19, á lokasekúndu leiksins, þeytti knettinum yfir endilangan völlinn og beint í markið, en ísraelski markvörð- urinn var einhvers staðar frammi á velli, enda hafði lið hans verið f hraðaupphlaupi og kappið borið veslings mark- 'Vörðinn út úr vítateignum. Það reyndist dýrkeypt, en úrslitin voru sanngjörn. að þarf ekki að hafa mörg órð um gang leiksins , jafnt var á flestum tölum upp í 13-13, en þá fór að draga til tíðinda í þessum annars daufa og Guðmundur heldur leiðinlega Guðjónsson leik. Þá gerðist það, skrifar að Siguijón var rek- inn út af í tvær mínútur fyrir brot og örstuttu síðar lét Pétur Pétursson reka sig af iei- kvelli fyrir kjaftbrúk. Engu var líkara en að þetta myndi orsaka stórtap, því staðan var orðin 16-13 fyrir Israel er íslenska liðið var full- skipað á ný og örstuttu seinna stóð 18-13 fyrir ísrael. Þá komu fjögur íslensk í röð og bætti Pétur fyrir brot sitt með því að skora tvö þau fyrstu. Þegar staðan var 17-18 voru aðeins 1.47 eftir og þegar Belder HANDKNATTLEIKUR / KEA-MOTIÐ U-21 - Israel 19 : 19 Vináttulandsleikur í Laugardalshöll, fimmtudaginn 19. nóvember 1987. Gangur leiksins: 1:1, 5:5, 8:8, 8:9,8:10, 10:10, 10:12, 13:13, 13:18, 17:18, 17:19, 19:19. Mörk íslands.'Skúli Gunnsteinsson 4, Sigurjón Sigurðsson 4/3, Pétur Péturs- son 3, Gunnar Beinteinsson 3, Bjarki Sigurðsson, Þórður Sigurðsson, Árni Friðleifsson eitt hver, og Sigurður Sveinsson eitt víti. Síðast en ekki síst Guðmundur AJónsson eitt mark. Mörk Ísrael:Belder 5, Semehk 4, Drukner 3, Geira 2, Rafaelli 2, Vered 2/1 og Kushnir 1 mark. skoraði fyrir ísrael virtist allt tap- að. Siguijón skoraði úr víti þegar 30 sekúndur lifðu, en ísraelar héngu á boltanum og tíminn var að fjara út er einn þeirra fékk knött- inn á línu, en hann steig á þá sömu línu, missti knöttinn og Guðmundur markvörður var fljótur að refsa mótheijunum fyrir mistökin. Jafn- aði. Guðmundur var besti maður íslenska liðsins í þessum leik, en útileikmennimir voru margir mis- tækir og Gils var saknað, en hann meiddist gegn Portúgal og sat á bekknum með hönd í gifsi. Nú fóru Þijú víti í súginn, Qögur kvöldið áður. Helst að nefna Skúla af úti- leikmönnunum. Þrátt fyrir daufan leik og mistakaríkan, er greinilegt að það býr mikið í þessu liði og leikir þessir eru liðinu dýrmætir. Synd að það hafi ekki getað leikið á 4-liða mótinu. Hefst í kvöld Fjögurra þjóða KEA-mótið hefst í kvöld á Akureyri. Kl. 20.00 hefst leikur íslands og ísrael í íþróttahöllinni á Akureyri. Strax að honum loknum mætast svo Pólveij- ar og Portúgalir. Á morgun, laugardag, verður leikið á Húsavík. Pólland mætir ísrael kl. 15.00 og á eftir leika ísland og ísrael. A sunnudag verður svo aftur leikið á Akureyri. Fyrst eru það Portúgal og ísrael sem mætast og síðan Is- land og Pólland. Fyrri leikurinn á sunudag hefst kl. 15.00. HANDKNATTLEIKUR GOLF / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Héðinn brotinn Missir nær örugglega af U-21 HM STÓRSKYTTAN unga úr FH, Hóðinn Gilsson, varöur aö öllum Ifklndum illa fjarri góðu " gamni á HM-keppni landsliða skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri, sem fram fer í Júgó- slavíu eftir rúmar tvœr vikur. Hóðlnn varð fyrir þvf slysi undir lok leiksins gegn Port- úgal f fyrrakvöld, að pfpa í handarbaki brotnaði og eru Ifkurtil þess að hann geti leik- ið með íslenska liðlnu hverf- andl. Þetta gerðist undir lokin, ég var að sækja að vöminni og fékk þá högg á hendina. Þetta bóignaði ekki sérlega mikið, en ég var að drepast í hendinni allt kvöldið. Eg var að vona að þetta myndi ganga niður en þegar þetta var bara verra morguninn eftir var ekkert annað að gera en að drffa sig í myndatöku og þar kom hið sanna í ljós,“ sagði Héðinn í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Líkumar á því að Héðinn geti leik- ið með íslenska liðinu í Júgóslavíu eru hverfandi eins og fram hefur komið, Héðinn sagði í gær: „Það voru vangaveltur um það f dag [gær] hvort hægt væri að smíða spelku utan um hendina á mér þannig að ég gæti leikið. Það var samt engin bjartsýni í þeim um- ræðum og sjálfum þykir mér lfklegast í stöðunni að ekkert verði úr þátttöku minni. Þetta er auðvit- að svolítið svekkjandi, en úr því að þetta þurfti endilega að gerast gat það svo sem ekki komið á betri tíma gagnvart deildarkeppn- inni. Ég reikna með því að verða Morgunblaöi/Bjarni Hóðlnn Gllsson fylgdist með félögum sfnum f Höllinni f gærkvöldi með gifs á hendinni. Hann verður illa §arri góðu gamni á næstunni. jafn góður, læknamir vom á því að brotið hafí verið eins gott og hugsast gat ef þannig mætti orða það." Þetta er mikil blóðtaka fyrir íslenska landsliðið sem mætir Rússum, Ungveijum og Norð- mönnum í Júgóslavúi eftir rúman hálfan mánuð og spuming hvem- ig tekst til þar án Héðins. FH-ingar munu hins vegar varla finna fyrir þessu, Héðinn ætti að verða orðinn góður er baráttan í deildinni byijar á nýjan leik. GR-sveitin í 12. sæti „Það gekk ekki vel hjá okkur í dag, en þó betur heldur en í gœr. Það hefur verið hvasst hér báða keppnisdagana og hafa keppendur átt f erfiðlega að leika,11 sagði Björgúlfur Lúðvíksson, liðsstjóri GR-sveit- arinnar í golfi, sem keppir fyrir hönd íslands í Evrópukleppni landsliðs f Marbella á Spáni. Hannes Eyvindsson náði bestu skori GR-sveitarinnar í gær. Hann lék á 80 höggum, en daginn áður lék hann á 82 höggum. hann- es er með 21. besta skorið af 63 kylfíngum. Sigurður Pétursson og Siguijón Amarsson léku í gær á 81 höggi, en þeir léku á 84 höggum fyrsta keppnisdaginn. í gær náði GR fimmta besta árangrinum - 161 högg. Tveir bestu kylfíngar sveit- anna telja. GR-sveitin er nú komin f tólfta sæti, með 327 högg. Frakkar, sem vom í fyrsta sæti eftir fyrsta keppnisdag, á 147 högg- um, léku á 167 höggum í gær og féllu þeir niður í fimmta sæti. Spán- veijar era í efsta sæti með 300 högg. Danir koma næstir með 306 högg, þá Finnar 311, V-Þjóðveijar (1) 311, Frakkar 313, írar 314, Svisslendingar 318, Belgíumenn 321, Skotar 322, V-Þjóðveijar (2) 325, Austurríkismenn 326, Islend- ingar 327, Norðmenn 327, Svíar 327, Walesmenn 330, Hollendingar 331, Englendingar 332, Portugalar 336, Júgóslavar 336, ítalar 339 og Luxemborgarmenn 352. Einn ítalinn notaði 12 högg á einni par fjögur braut. Þá púttaði einn Luxemborgarmaður sjö sinnum á Qórðu braut vallarins. Hann notaði sex pútt eftir að hann hafði púttað fyrst einn m frá holu. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILDIN ÍR-ingar voru rótburstaðir Við voram eins og böm í rw höndunum á Keflvíking- úm“, sagði Einar Bollason þjálfari ÍR eftir leikinn. ÍR-ingar vora rót- burstaðir í þessum leik og hafa trúlega verið þeirri stundu fegnastir þegar þeir komust í bað. Keflvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og skoraðu grimmt. Ekki bætti það leik ÍR-inga hversu seinir þeir vora og hvað eftir annað hirtu Bjöm Blöndal skrifar frá Keftavik Keflvíkngar af þeim boltann og náðu að snúa vöm í sókn. Einar Bollason var vonsvikinn með sína menn eftir þessa útreið. Hann sagði að Keflvíkingar væra með gott lið, en sér fyndist þessi munur heldur mikill. Lið Keflvíkinga var ákaflega jafnt að þessu sinni, Hrein Þorkelsson, Guðjón Skúlason, Magnús Guð- finnsson Jón Kr. Gíslason og Axel Nikulásson voru mest áberandi að þessu sinni. Fátt var um fína drætti ÍBK - ÍR 104 : 52 íþróttahúsið í Keflavík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fímmtudaginn 19. nóv- ember 1987. Gangur leiksins: 6:0, 20:3, 35:11, 53:18,55:23, 71:33, 82:41, 92:45, 99:49, 104,52. Stig IBK: Hreinn Þorkelsson 23, Guð- jón Skúlason 20, Magnús Guðjónsson 15, Axel Nikulásson 12, Falur Harðar- son 9,Sigurður Ingimundarson 8, Jón Kr. Gíslason 7, Matti ó. Stefánsson 6, Ólafur Gottskálksson 4. Stíg ÍR: Karl Guðmundsson 17, Jón öm Guðmundsson 16, Vignir M Hilm- arsson 6, Bjöm Steffensen 4, Jóhannes Sveinsson 4, Bjöm Bollason 3, Halldór Hreinsson 2. Áhorfendur: 250. Dómaran Jón Otti Ólafsson og Krist- inn Albertsson og dæmdu vel. hjá ÍR-ingum að þessu sinni og voru þeir Karl Guðlaugsson og Jón Öm Guðmundsson einna skástir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.