Morgunblaðið - 20.11.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 20.11.1987, Qupperneq 60
| 'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 1 GuðjónÓ.hf. I / 91-27233 I NYTT SIMANUMER: 696000 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Borgarstjórn: Deilt um hvort stað- setning ráðhúss hafi verið samþykkt Á borg-arstjórnarfundi í gær- kvöldi var deilt um það, hvort staðsetning hins nýja ráðhúss Reykjavíkur við Tjörnina hafi verið samþykkt af borgaryfir- völdum. Guðrún Ágústsdóttir sagði á fundi borgarstjómar í gær að stað- setning ráðhússins hefði aldrei verið samþykkt í skipulagsnefnd Reylq'avíkur. Þegar Kvosarskipu- lagið hefði verið samþykkt hefði aðeins verið gert ráð fyrir svæði Fjórhliða stöðv- unarskylda:^ Brýtur í bága við umferðarlög Dómsmálaráðuneytið mælir ekki með að tekin verði upp fjór- hliða stöðvunarskylda á gatna- mótum. Borgarráð Reykjavikur samþykkti í upphafi ársins að setja fjórhliða stöðvunarskyldu á gatnamót Stakkahlíðar og Ból- staðarhlíðar, við ísaksskóla, og átti að reyna það fyrirkomulag í eitt ár. Ekkert varð þó af fram- kvæmdum, því óskað var eftir áliti dómsmalaráðuneytisins, sem nú hefur sent frá sér greinar- gerð, þar sem kemur fram að slík tilhögun brýtur í bága við ákvæði umferðarlaga og merkjareglu- gerðar. í greinargerð dómsmálaráðuneyt- isins segir, að fjórhliða stöðvunar- skylda feli í sér að allir, sem að vegamótum koma, úr hvaða átt sem er, skuli stöðva og veita umferð á vegi, sem komið er að úr báðum átt- um, forgang, þ.e. ekki aka inn á vegamót fyrr en umferð úr báðum áttum hafi farið hjá. Þetta ætti að ganga vel á meðan umferð er lítil og ekki kemur til þess að á vegamót- um standi tvær bifreiðar eða fleiri með umferð frá hlið sem að er kom- ið. Þá beri öllum að veita einhveijum öðrum forgang. Ekki verði svar við því lesið úr ákvæðum umferðarlaga. Ráðuneytið komst því að þeirri niðurstöðu, að fjórhliða stöðvunar- skylda samrýmist ekki að óbreyttu ákvæðum umferðarlaga eða merkja- reglugerðar. Ekki sé heldur að fullu ljóst hvemig háttað yrði umferðar- rétti á slíkum gatnamótum. undir ráðhúss með punktalínu á skipulagsuppdrætti. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir taldi að borgarráð hefði ekki tekið ákvörðun um stað- setninguna enda hefði málið þar aldrei verið á ákvörðunarstigi. Báð- ir borgarfulltrúamir bentu á að víðtæk andstaða væri meðal borg- arbúa um staðarvalið. Davíð Oddsson, borgarstjóri, benti á, að borgarráð hefði samþykkt að efna til samkeppni um byggingu ráðhúss við Tjömina, því væri ljóst að ákvörðun hefði verið tekin. Við þá afgreiðslu hefðu engar athuga- semdir komið um staðsetningu. Vilhjálmur J. Vilhjálmsson benti á, að í deiliskipulagi, sem kynnt hefði verið og samþykkt, hafí verið gert ráð fyrir byggingarreit fyrir ráðhúsið. Líkan af því hefði síðan verið inni í líkani af Kvosarskipu- laginu við kynningu á nýju og endurskoðuðu skipulagi. Kynning og umsagnartími hefði verið 14 vik- ur í stað 8 lögbundinna vikna. í lok kynningarinnar hafí verið efnt til borgarafundar sem auglýstur var rækilega í fjölmiðlum. Engar at- hugasemdir hefðu komið þar fram. ’ ■ 3 ■ - • » v»-í * ■ ...................... PILOT BI10U0/ Morgunblaðið/BAR Valur Björnsson, háseti á rækjubátnum Pilot, frá Bíldudal, lítur yfir dagsaflann. Pilot veiddi leyfi- legan dagskammt sinn af rækju í einu kasti í gærmorgun. Mjög góð rækjuveiði í Arnarfirði BÍIdudal.Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Rækjuveiði í Arnarfirði hefur verið mjög góð og hefur ekki veiðst jafn vel í byijun vertíðar í mörg ár. í gær höfðu 82 tonn af rækju borist til Rækjuvers hf. á Bíldudal en takmarka hefur þurft aflann við 40 tonn á viku til að vinnslan hafi við Huga Ólafssyni. veiðinni. Nú stunda 10 bátar rækjuveið frá Bíldudal en leyflilegur afli á vertíðinni er 500 tonn. Það er 50 tonnum meira en í fyrra en þá höfðu 8 bátar leyfí til rækjuveiða á Amarfirði. Vikukvóti hvers báts hefur verið færður úr 5 tonnum niður í 4 tonn samkvæmt fyrir- mælum sjávarútvegsráðuneytis- ins eftir að meirihluti rækjusjó- manna á Bíldudal hafði óskað eftir því. Rækjan er sæmilega stór og lítið er af smárækju í aflanum. Fiskiþing: Afnámi svæðaskiptingar sóknarmarkstogara hafnað Lagt til að „siglingaskattur“ verði ekki hækkaður FISKIÞING hafnaði í gær hugmyndum og tillögum um afnám svæðaskiptingar er taka til þorskaflahámarks sóknarmarkstogara og samþykkti tillögu þess efnis, að jafnræði milli sóknarmarkstog- ara á norður- og suðursvæði skuli náð með hámarki á karfaafla togaranna, hærra á suðursvæði en norðursvæði og núverandi svæðaskipting verði óbreytt. Þetta er samhljóða tillögum sjávarút- vegsráðherra, en andstætt bréfi 32 þingmanna til ráðgjafarnef ndar- innar, þar sem farið var á leit að svæðaskiptingin yrði afnumin. Jafnframt samþykkti Fiskiþing að siglingaskattur verði ekki hærri en 10% af botnfiskafla og ferskri loðnu seldri erlendis en ekki 20% eins og segir í drögum frumvarps sjávarútvegsráðherra. Þá leggur Fiskiþing til að veiðar smábáta verði með sama hætti og áður, en komið verði í veg fyrir fjölgun bátanna. Fiskiþinglð samþykkti nokkrar breytingar á frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra, sem flestar auka fijálsræði við fiskveiðar, en VSÍ og VMSÍ slitu viðræðum í gær: Vonir helst bundnar við viðræður á Vestfjörðum VIÐRÆÐUM Vinnuveitenda- sambands íslands og Verka- mannasambands íslands var slitið í gær og sögðu aðilar að bilið hefði verið það breitt að viðræður væru þýðingarlausar. Forustumenn VMSÍ sögðu í gær að aðildarfélögin myndu í ljósi þessa gera þær ráðstafanir sem þau teldu viðeigandi. Gunnar J. Friðriksson formaður VSÍ sagðist ekki sjá flöt á samn- ingum nú nema eitthvað nýtt kæmi til. Fram kom hjá báðum aðilum að nokkrar vonir séu bundnar við þær viðræður sem nú standa yfir um kjarasamninga á Vestfjörðum. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra segir að það fari meðal annars eftir því hvað gerist á vinnumarkaðnum hvemig ríkis- stjóminni gangi að standa við fastgengisstefnuna. Hann segir þó að ekki sé yfirvofandi það ástand að hægt sé að segja að gengis- felling sé óumflýjanleg og Islend- ingar hafí oft séð það svartara. Sjá ummæli fjármálaráð- herra bls. 2 og ummæli forystumanna VMSÍ og VSÍ bls. 35. eiga ekki að auka heildarafla. Sam- þykkt var að til þess að draga úr útflutningi á ferskum fiski verði sóknardögum togara fækkað um 10 á sumrin og þeir færðir yfir á veturinn; Að sóknarmarksskip fái að flytja til sín afla með óbreyttum sóknarmarksdögum án þess að það hafi áhrif á aflareynslu þeirra eða aukningu heildarafla. Að rækju- veiðum verði stjómað með kvóta á hvert skip, þar sem tekið verði mið af aflareynslu síðustu þriggja ára og kvótinn verði framseljanlegur. Þá var ennfremur lagt til að gild- istími Iaga um fískveiðistjómun verði fjögur ár. Af öðrum samþykktum má nefna áskorun til sjávarútvegsráðuneytis- ins að reynt verði að ná samningum um kaup á loðnukvóta af Græn- lendingum og full aðild Landssam- bands smábátaeigenda og Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda að Fiskifélaginu og Fiskiþingi. Við umræður um fiskveiðistefnuna kom engin tillaga fram um verðlagningu á fiski. Loks má nefna samþykkt um vinnuaflsskort í fiskvinnslu sem er svohljóðandi: „Þingið fordæmir þau vinnubrögð, sem viðgengizt hafa hjá aðilum vinnumarkaðarins, að nota samninga fiskvinnslufólks, er byggðir eru á föstu gengi, sem stökkpall í samningum við aðrar atvinnustéttir, sem síðan semja um hærri laun. Þeim er hleypt beint út í verðlagið með aukinni verðbólgu og fiskvinnslufólk skilið eftir verr statt en það var áður.“ Fiskiþingi lýkur í dag, en frum- varp um stjómun fískveiða verður væntanlega lagt fram á Alþingi í næstu viku. Sjá nánarí umfjöllun af Fiski- þingi í miðopnu. Vestmannaeyjar: Ibúar vilja láta rífa „gosminjar“ Þijátíu og fimm íbúar við Kirkjubæjarbraut í Vestmanna- eyjum hafa skorað á bæjaryfir- völd að láta rífa rústir hússins nr. 18 við Kirkjubæjarbraut. Hús- ið varð að hluta til undir hrauni við gosið 1973, og telja íbúarnir það slysagildru. Að sögn Amalds Bjamasonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, hef- ur verið litið á húsið sem minjar frá gosir.u, og ekkert verið gert til að lagfæra það. Hann sagði hins vegar augljóst að húsið væri slysagildra, þar sem þak er ónýtt og gluggar opnir, og böm komast hindrunarlítið inn í húsið og upp á þak þess. Málinu hefur verið vísað til gos- minjanefndar sem mun gefa álit hvort varðveita eigi húsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.