Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 HEJMS- TONUST Sjóndeildarhringur vestrænna dægurtónlistaráhugamanna er oft helst til þröngur. Allflestir þeirra hlusta á verksmiðjupopp í ýmsum myndum þó til séu þeir sem hlusta á jass og/eða blús. Færri hlusta á merengue-, sotho-, salsa-, souskous-, jit- eða sontónlist. Gott dæmi er harmonikkutónlist, en þegar nefnd er harmonikkutónlist er víst að flestir hafa i huga norska eða íslenska harmonikkutónlist og átta sig þá ekki á að það er víðar leikið á harmonikkur en í Vestur-Evrópu. Gott dæmi um slíka tónlist er sothotónlist frá Lesotho, eða merenguetónlist frá Dóminíkanska lýðveldinu, eða vallenatatónlist f rá Colombíu, allt tónlist sem kalla má heimstónlist; aUt tónlist sem er í raun alþjóðleg popptónlist. Heimstónlist er hálf afkáralegt orð, en það á vel við útgáfu ýmissa hljómplötufyrirtækja í Vest- ur-Evrópu sem gefa út tónlist frá öllu heimshomum. Þá er ekki átt við útgáfu eins og The Nonesuch Explorer Series, sem spannar þjóð- lega tónlist frá núbíu til Búlgariu með viðkomu á ótal stöðum í leið- inni, eða Arhoolie, sem hefur gefíð út óhemju af Tex-Mex tónlist og þjóðvísur gyðinga og bandarískra Pólveija. Frekar er átt við þá tónlist sem kalla má popptónlist hvers lands fyrir sig, þá tónlist sem leikin er á dansleilqum eða í krám, þá tónlist sem fólk skemmtir sér við. Eitt þeirra fyrirtækja sem róa á þessi mið er Globestyle í Bretlandi. Globestyle er ekki gamalt fyrirtæki, en það hefur náð að koma vel undir sig fótunum, enda vel að útgáfumál-. um staðið hjá fyrirtækinu. Mikið er lagt uppúr hljómburði og frágangi á plötum og alltaf er að fínna ágæta úttekt á þeirri tónlist á hverri plöu fyrir sig. Globestyle er til húsa í gömlu vöruhúsi í austurhluta Lund- úna, en í húsinu eru einnig skrifstof- ur systurfyrirtækjanna Ace sem gefur út blús og soul tónlist, Big Beat sem gefur út breska og banda- ríska nýbylgjutónlist og Contempor- ary sem gefur út bandaríska jasstónlist sjöunda áratugarins. Framkvæmdastjóri Globestyle, Rog- er Armstrong, var beðinn að segja frá því hvemig Globestyle fór af stað og hversvegna. Leitað til hins upprunalega Við Ben Mandelson, sem rekur fyrirtækið með mér, höfðum velt þessu fyrir okkur nokkuð lengi, enda á hann óhemju safn af tónlist frá öllum heimshomum. Ég hafði aftur á móti reynslu í hljómplötuútgáfu, enda var ég þá farinn af stað með Ace útgáfufyrirtækið og gaf út blús og soultónlist. í fyrstu var ætlunin að gera plötur sem hljómuðu líkt og væru þær frá ólíkum löndum, en fljótlega ákváðum við að fara af stað að leita að upprunalegri tónlist. Við ákváðum að leita eftir meim en afrískri tónlist sem þó var nokkuð vinsæl um þær mundir og í því skyni skrifuðum við til manna í ýmsum löndum og leituðum upplýsinga. Globestyle var síðan stofnað fyrir um þremur ámm. Nú gefið þið út tónlist sem þeg- ar hefur verið gefin út í þeim löndum sem hún er tekin upp. Hveiju breytir ykkar útgáfa fyrir tónlistarmennina sjálfa? Það er mjög misjafnt eftir löndum. Þeir em þó það langt í burtu að það er engin leið fyrir þá að koma hing- að til tónleikahalds. Öll okkar viðskipti fara um útgáfufyrirtækin sjálf, en við föram þó alltaf fram á að listamennimir fái að njóta góðs af. Okkur er þó ómögulegt að fylgj- ast með því hveiju fram vindur. Einnig era til dæmi eins og um Ofra Hazim, sem er stórstjama í ísrael, hefur fengið sautján platínuplötur, en hefur aldrei náð teljandi vinsæld- um utan Ísrael. Hún tók upp plötu sem á vora 300 ára gömul sönglög frá gyðingum í Yemen með undirleik nútíma hljóðfæra eins og hljóð- gerfla. Við fengum útgáfuréttinn á plötunni vegna þess að okkur fannst hún áhugaverð og í framhaldi af því að platan var gefín út á Bretlandi hefúr bandarískt stórfyrirtæki sýnt því mikinn áhuga á að gera við Ofra útgáfusamning. Globestyle getur því verið til þess að koma tónlistarmönn- um á framfæri, en við tejum ekki líklegt að við eigum eftir að selja hundraðir þúsunda eintaka með ein- hveijum einum listamanni. Ætlunin með Globestyle er líka bara sú að koma tónlist frá öllum heimshomum á framfæri á Vesturlöndum. En hafið þið ekki fengið lista- mann til þess að taka upp plötu sérstaklega fyrir Globestyle? Það höfum við ekki gert nema tvisvar. Fyrsti tónlistarmaðurinn tvisvar. Fyrst með súdanska tón- listamanninn Abdel Aziz E1 Mubar- ak, sem var á ferð í London með tíu manna hljómsveit sinni á vegum samtaka súdanskra læknanema. Annars hefðum við líklegast ekki gefíð hann út hér, því allar þær upptökur sem við höfðum heyrt með honum voru mjög illa unnar og ein- göngu gefnar út á kassettum. Því var þetta kærkomið tækifæri. Hitt skiptið sem við höfum tekið upp tón- list til útgáfu á okkar vegum, er að við tókum upp þijá indverska tónlist- armenn sem búa á Bretlandi; einn þeirra leikur á júðahörpu, einn á einskonar pott og sá þriðji á fíðlu. Við vildum gjarnan gera meira af því að taka upp tónlist sjálfir, en það væri of dýrt, enda gefum við svo mikið út af tónlist sem fáir þekkja og fáir kaupa. Sem stendur gefum við einna mest út af afrískri tónlist og tónlist frá Suður- og Mið-Ameríku, en það er að breytast. Vandamálin sem upp koma era þó mörg. Sem dæmi má nefna að við höfum fengi í hendum- ar margar kassettur með framúr- skarandi arabískri tónlist, en það er ógjömingur að gera sér grein fyrir því hvort hinar upprunalegu upptök- ur séu nógu góðar til þess að gefa þær út á plötum. Langmestur hluti af allri tónlistarútgáfu í arabarílqun- um og í Afríku er kassettuútgáfa og í allflestum tilfellum era upptökum- ar svo slæmar að við getum ekki nýtt þær þó tónlistin sé afbragð. Það setur okkur því skorður. Alþjóðleg popptónlist Við eram þó að velta fyrir okkur að gera út menn sem myndu taka upp tónlist til útgáfu á okkar vegum. Það gerðum við 1985, en þá fóra útsendarar okkar til Madagaskar og tóku upp mikið af tónlist sem við höfum gefíð út á tveimur plötum, Madagasikara 1 og 2, og tvær aðrar plötur era í undirbúningi. Okkur langar að fara einnig til Austur- Kína, til Zanzibar og til Austur- Afríku og Mózambík og taka þar upp popptónlist. Globestyle er ekki að reyna að gefa út þjóðlega tón- list, við eram fyrst og fremst að gefa út þá tónlist sem er almennt vinsæl í hveiju landi fyrir sig, og oftar en ekki ekki má greina áhrif úr ýmsum áttum í hemni. Sem dæmi má nefna Mubarak, en á hans plötu eru tvö lög sem kalla má hreinrækt- að reggae. Það er því ekki um það að ræða að við séum að taka upp þjóðlega tónlist, en 1 flestu stendur sú tónlist sem við eram að taka upp nær fólkinu í landinu og tónlistar- hefðum landsins en Ld. popptónlist Vesturlanda stendur gagnvart Vest- urlandabúum. TónKst Duran Duran er langt frá skoskri hálandatónlist eða danstónlist ensku sveitanna, en tónlistamenn ein3 og Mubarak eru að leika nútímalega popptónlist sem Roger Armstrong Lj6smynd/BS stendur föstum fótum í tónlistarhefð heimalandsins, í hans tilfelli Súdan. Til hvaða fólks nær tónlistin sem þið eruð að gefa út? Það er mjög misjafnt. Sumt af því sem við eram að gefa út verður leikið í útvarpi í þjóðlagatónlistar- þáttum og um það skrifað í tímarit- um sem flalla um þjóðlagatónlist, annað fær umfjöllun í jassþáttum í útvarpi og í jasstímaritum. Það er því breiður hópur fólks sem hlustar á og kaupir plötur frá okkur. Eitt af þvi sem einkennir popptón- list á Vesturlöndum er að hún er farin að éta sjálfa sig, tónlistarmenn era famir að nota tölvutækni til að nýta sér stef úr gömlum lögum sem hafa orðið vinsæl og jafnvel hafa heilu lögin verið unnin á þennan hátt með tækni sem kallast „sampl- ing“. Fólki fínnst því það sem við eram að gefa út spennandi og það finnur að tónlistin er ekki eins stöðn- uð og innihaldslaus og megnið af vestrænni popptónlist er í dag. Það hefur verið til markaður fyrir þessa gerð tónlistar í mörg ár, en hún hefur ekki náð að höfða til vest- rænna kaupenda, enda byggist hönnun umslags og framsetning tón- listarinnar oft á því að sá sem á plötuna hlusti þekki til í landinu hvar hún er tekin upp og kunni málið. Við eram að reyna að koma tónlistinni á framfæri með því að leggja mikið upp úr þeim upplýsing- um sem við setjum á umslögin og með því að birta kort af landinu og segja frá íbúm þess. Við vonum einn- ig að það fólk sem kaupi okkar plötur fari síðan og kaupi plötur frá löndunum, að við getum beint fólki í rétta átt, enda eram við ekki að reyna að nátil þjóðemisminnihluta. Ég tel að þeir sem kaupi okkar plötur séu á aldrinum 18 til 25 ára, fólk sem er of gamalt fyrir Madonnu og of ungt fyrir Grateful Dead, fólk sem er búið að fá nóg af tónlistar- sjálfheldunni sem vestræn popptón- list er komin í. Hvað er á dagskrá hjá Globe- style í framtíðinni? Okkur langar til að fara í fleiri upptökuferðir og það era þrír staðir sem okkur langar að fara á eins og ég nefndi áðan. Það koma einnig frá okkur fljótlega fleiri salsaplötur og í undirbúningi era tvær plötur með Madagaskartónlist. Einnig höfum við fest kaup á útgáfuréttinum á tveimur plötum með arabiskri ber- berpopptónlist frá Alsír og það eru fleiri plötur í undirbúningi. Það era einar sjö plötur komnar á rekspöl. Við ætlum okkur að halda áfram að gefa út tónlist sem aðrir á Vest- urlöndum hafa ekki áhuga á að gefa út. Við gefum til dæmis ekki út reggaetónlist, sem mér þykir þó skemmtileg, vegna þess að það eru til íjölmörg fyrirtæki sem gefa út slíka tónlist. Eg vil þó ekki útiloka neitt, enda væri það á skjön við granninn sem við byggjum á. Rúmba, sotho og merengne Eins og fram kemur í viðtalinu við Peter géfur Globestyle út svo mörg tónlistarafbrigði að erfitt er að gefa af því nokkra mynd. Því verður hér leitast við að gera nokkra grein fyrir fjóram plötum frá fyrir- tækinu í von um að fólk verði einhvers vísari. Tónlistin á plötunum er frá Lesotho, Dóminíkanska lýð- veldinu, Ísrael/Yemen og Kúbu. Sothotónlist er tónlist íbúa Les- otho, sem er smáríki rétt við landa- mæri Suður-Afríku. Globestyle hefur gefíð út plötu með þarlendri sveit, Pulseletso Seema & Tau Ea Linare, en platan heitir He 0 Oe Oe! á þeirri plötu má heyra að sotho- tónlist stendur miklu nær rótum sínum en td. souskoustónlist frá Zaire eða mbalax frá Senegal. Les- otho er og lágþróað land efnahags- lega og það helst yfírleitt í hendur við tónlistarþróun. Öll hrynjandi er af frumstæðara tagi, en það er gam- an að heyra hvemig harmonikkan er notuð sem hreinn taktgjafi í lög- um á plötunni og til að bera uppi sönginn, en textamir eru frekar kyijaðir en sungnir. He O Oe Oe! er í útgáfuröð sem Globestyle hefur kallað Accordions that Shook the World, eða harmon- íkkur sem skóku heiminn. í þeirri röð era þegar komnar nokkrar plöt- ur og ein þeirra er Merengue! með hinum leiftursnögga harmonikku- leikara Francisco Ulloa. Francisco er frá Dóminíkanska lýðveldinu sem deilir eyjunni Hispaniola með Haiti. Merenguetónlist byggist á mjög hröðum takti sem keyrður er áfram af enn hraðari harmonikkuleik. Francisco hlýtur og að vera á meðal handfljótari harmonikkuleikkara og áheyrenda fínnst á stundum nóg um hraðann og lífsgleðina sem einkenn- ir plötuna. Það er aftur annar blær og yfir- vegaðri yfír öðram eyjabúa frá Mið-Ameríku, en sá er nú búsettur í New York. Hann heitir Virgilio Marti, fæddur á Kúbu, og er á plötu- umslagi, ekki að ósekju, titlaður meistari rúmbunnar. Nú er allur taktur hægari og sveitin sem leikur með stærri en hjá Francisco. A plöt- unni ber mikið Yomo Toro, afar snjöllum cuatroleikara, en cuatro er hljóðfæri frá Puerto Rico sem svipar um margt, a.m.k. í hljómnum, til gítars. Hann er þó bara fremstur meðal jafningja, allir í þrettán manna stórsveitinni era snjallir hljóðfæraleikarar, valinn maður í hveiju rúmi. Yfír öllu er svo söngvar- inn Virgilio Marti með þýða rödd sína; hann er aldrei að flýta sér, sama hvað takturinn verður ör og villtur. Tónlist frá ísrael hefur ekki farið hátt á Vesturlöndum (nema Euro- vision-tónlist teljist tónlist) en plata Ofra Haza þar sem hún syngur þjóðvísur Yemengyðinga við undir- leik hljóðgerfla og trommuheila hefur breytt þar miklu. Textamir eru 300 ára gamlir og þrátt fyrir nýstárleg hljóðfæri þá fellur tónlistin vel að textunum sem era ýmist á hebresku, aramisku eða arabísku. Rödd Ofra gefur tónlistinni þó mest- an svip, enda er hún einkar sterk og seiðandi og raddbeitingin er snjöll. Ofra Hazin hefur enda verið ein vinsælasta söngkona í Israel síðan hún var sautján ára. Það mætti lengi halda áfram að teija upp plötur frá Globestyle, enda era plötumar orðnar þijátíu og á þeim er að fínna tónlist frá öllum heimshomum; allt tónlist sem er áhugaverð og skemmtileg og mikið af henni er framúrskarandi. Er enda illmögulegt að lýsa plötu sem á er salsatónlist, leikin á harmonikku, með söngvara sem jóðlar. Vonandi verður útgáfa Globestyle til þess að þeir sem á plötumar hlusta fari að leita aðeins víðar í leit að skemmti- legri tónlist, enda er hún til um allan heim. Arni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.