Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 9

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 9 markaður og alt óð uppi í nautum og sveitamönnum. Sveitamennimir sem eru að selja nautin hér eru allar hugsanlegar endurtekníngar á Guðmundi Friðjónssyni. Annars eru sveitamenn í kaupstaðarferðum víst sjálfum sér líkir um alt, í velktum sparifötum, með útvaðnar stígvéla- bullur á fótunum og hvítt gijóthart hálslín. Samt sé ég mikinn mun á hvað danskir bændur eru td miklu hressilegri og glæsilegri en útgáf- umar héma. Las þegar heim kom heilmikið af handriti mínu og fanst það vera hinn elendugasti samsetníngur og var_ gersamlega kjarklaus. Úngur maður, gestur hér, kom til mín eftir kaffi og bað mig að tala við sig um ísland. Var ég fús til þess og gekk með honum fram og aftur hér um gánginn. Hann gaf mér kortið sitt: Jean-Pierre A. Welbes, Etudiant, Ettelbriick. Eins- og gáfaður fjórðibekkíngur úr Reykjavík, en miklu mannaðri og talaði bæði frönsku og þýsku. Hafði lesið heil býsn, vel kaþólskur í anda, en þó hrifínn af Tagore. Sem sagt mjög glöggur úngur maður. Ég fór síðan til kvöldsaungs og bað talnabandið mitt. Dvaldi eink- um við bænina um frið, viðreisn Evrópu og hins hvíta kynstofns, útbreiðslu hinnar heilögu kirkju. 16da febrúar Föstudagur með föstu og yfírbót og algerðri þögn í klaustrinu. Gestur fyrir utan prinsinn og kennara hans: lögfræðiprófessor franskur. Ég las frönsku fýrrihluta dags og var í latínutíma með bróður Bengt hjá dom Clause. Gekk niðrí þorpið og ætlaði að kaupa mér skrifbók. En það var einginn við afgreiðslu í „stamm“- versluninni. Gamla konan sem á hana hefur líklega verið útí húsa- garði að gefa hænsnunum. Þegar ég hafði athugað með hve léttum hætti hefði mátt stela öllu úr búð- inni fór ég burt með uforrettet sag. Er að hugsa um það að lúterskir prédikarar eru ekki prestar, séð frá því sjónarmiði að hinn heilagi prestsembættistitill er alstaðar mal- plaseraður nema á þjónum kirkj- unnar sem Kristur stofnaði. En Kristur hefur ekki stofnað neina prótestanta„kirkju“. Hver venjuleg- ur bustagerðarmaður af götunni hefur jafnmikinn rétt til að nefna sig „síra“ einsog prédikarar hins lúterska trúarbragðaflokks. Byijaði á danskri grein um kon- versión mína, hef hugsað mér að kalla greinina Vejen fra lagnen. J. Ballin hefur „pantað" þessa grein hjá mér fyrir Katholsk ungdom. Skrifaði sérlega fyndinn hlut um pragmatismann sem kennir „at hvis man tror at man kan fole sig godt tiipas af at drikke Kinalivselexir, da er Kinalivselexir den starste sandhed i verden". Síðan skrifaði ég undii- 20 síður, kláraði art 18 í kap 6. Ég held að það geti orðið góður kapítuii, viður- eign pilts og stúlku við vatnið. Síðan gekk ég til komplett og bað talnabandið mitt fyrir hinu sama og venjulega, einkum kristni Evrópu. Dvaldist síðan litla stund við veslíngs bömin á Seli í Múla- sveit, aumasta kotinu á íslandi þar sem ég bjó heila viku að gamni mínu í hitteðfyrrasumar. Einnig bað ég fyrir útbreiðslu kirkjunnar á Is- landi og síðast bað ég guðsmóður um að gefa mér hreinleik svo að bænir mínar yrðu verðar þess að stíga fyrir hástól guðs. 17dafebrúar Laugardagur. Ég vaknaði laust eftir 6 með þessi orð á vörunum: Guð, fyrir- gefðu mér hvað ég er tregur til að gera vilja þinn. Mig lángaði nefnilega til að sofa leingur, möo tortímíngarhvötin — djöfullinn, vildi halda mér kyrrum í bælinu. En ég sigraði og í einu vetfángi var ég á fótum og fór niður í kirkj- una og tók á móti hinu allra heilag- ekki hug minn frá guðsþjón- ustunni. Samt komst ég í guð- fræðilega hrifníngu fyrir guðsmóður um það leyti sem hið allra heilagasta var celebrerað, og einkanlega sat þetta vísuorð úr „ave regina" í mér eftirá: super omnes speciosa. Þegar ég gekk útúr kirkjunni bað fallega stúlkan talnabandið sitt af miklum ákafa án þess að líta á mig. Maríustemníng mín fylti mig slíkri orku að ég skrifaði á tæpum irern tímum 18 blaðsíður art 20. Og mér datt í hug ýmislegt í hið mikla leikrit mitt um siðaskiftin á slandi. í kvöldrekreatíóninni töluðum við pére Clause saman, að þessu sinni á frönsku og var mér furðu létt um málbeinið. Hef ekki haft tíma til að biðja talnabandið. Við aðalinngang klaustursins vorið 1923: Fyrirsvarsmenn Benediktsreglunnar í St. Maurice-klaustrinu sem mest koma við sögu í dagbók Halldórs Laxness. Myndin er tekin á skírnardegi kunningja Halldórs, Konrads Simonsens, sem er íhvíta skírnarkirtlinum. Halldór er annar frá hægri á myndinni. asta sakramenti hjá pater Schouss sem las hina kyrru messu. Eftir hámessu las ég síðan frönsku, en vesper var súnginn um L1 leytið, fyrir miðdegisverð. Un- aðsfagur var saungurinn. Því leingur sem maður venst þessum blfðu gregóríönsku tónum, þeim mun betur finnur maður óumræði- leik hans og fegurð. Dýpri tilbeiðsla verður vart fundin í nokkrum saung. Að lokinni máltíð drukkum við festir og nokkrir feðranna kaffí. !g masaði við pater Beda, pater Schouss og prinsinn borðnaut minn. Því næst fór ég með bróður Skelsoe uppí músíkherbergið. Hann spilaði fyrir mig lsta hluta af Beet- hoven Sonata qvasi una fantasia og fleira. Síðan skrifaði ég og kl. 33A fór ég í latínutíma til pére Clause. Fékk bréf frá Asmundi Sveins- syni úr Stokkhólmi. Hversu margar minníngar vöknuðu ekki hjá mér við að fá bréf frá mínum elsta vini, sem um eitt skeið var mér dýrmæt- ari en nokkur bróðir. Og raunalegt að heyra þessa spumíngu frá hon- um: — er guð fremur í kirkjunni en í öðrum húsum? Það er eina bótin að hér spyr saklaus sál og hreinn maður sem hvorki virðist hafa séð bordell eða drykkjuknæpu. Vona að Ásmundur sé ekki panþeisti. í kvöld vóru þeir prinsinn og preseptörinn famir til hirðarinnar í Luxembourg, en fyöldi gesta kom- inn í klaustrið. Ég var látinn borða með franska prófessomum við sér- stakt borð. Varð ég að tyfta sjálfan mig til að fyllast ekki monti yfír þessu. Annars er þessi franski prófessor mjög „frómur" maður. í dag er ég fór inní sakramentis- kapelluna að biðja talnabandið mitt stóð hann þar og bað krossveginn, hugleiddi kvalir frelsarans. Skyldu margir lögfræðiprófessorar í Þýskalandi hafa fyrir slíku? í kvöldrekreatíóninni gekk ég með pater Beda. Síðan lauk ég við talnabandið mitt hér á herbergi mínu og bað fyrir hinu sama sem venjulega. 18dafebrúar Sunnudagur í föstuinngáng. Spratt uppúr rúminu um fi leytið og gekk til guðsborðs niðrí kirkj- unni hjá pére Schouss. Að lokinni hámessu jók ég dálitlu við dönsku greinina. Finn að ég skrifa einsog byijandi og hef fulla ástæðu til að örvænta. Að vísu er mér eins létt um að skrifa á dönsku og íslensku, en alt sem ég skrifa er svo hrátt, stíllaust, og ef ég ætla að skrifa kúltíverað eða „vel“ stílað, þá er ég óðar lentur í flókn- um og margbrotnum heilabrotum sem ekkert eru annað en galtóm konstrúktíón. Borðaði með prófessomum og hann og ég vórum einu gestimir sem boðið var uppá aukakaffí í móttökuherberginu eftir matinn. Luxembúrgaramir stóðu fyrir utan og hvísluðust eitthvað á um mig um leið og éggekk framhjá þeim. Gekk stundarkom niðrí þorpið og mætti ijöldanum öllum af fínum úngum stúlkum sem komu frá vesp- er í þorpskirkjunni. Þær gláptu á mig, en ég hraðaði gaungunni og flýtti mér aftur upp hiíðina heim að klaustrinu. í sama mund og ég gekk inní klausturkirkjuna kom þessi fallega tigna stúika í svarta búníngnum, sem svo oft á momana kommúnís- érar í kirkjunni, að dyrunum. Ég gekk inn á undan og sá um seinan að mér hafði láðst að halda opnu fyrir henni. Meðan á vesper stóð sat hún skamt frá mér og ég þurfti að beita orku til þess að hún drægi Hinar tragikómísku gráfíkjur Hálfum mánuði síðar hefur dag- bókin að geyma dálitla skýrslugerð um afköst skáldsins fyrstu þijá mánuði klausturvistarinnar og skemmtilega. svipmynd úr matsal klaustursins sem tengist gráfíkjum. Þetta er skráð 2. mars 1923 og er síðasta brotið sem Morgunblaðið birtir að þessu sinni úr bók Hall- dórs Laxness, Dagar hjá múnkum. Kommúníséraði í morgun hjá föður Trölla. Gekk út að spásséra og hitti er heim kom, hér við klausturportið, §órar afar fallegar, tignar konur, allar úngar. Eina þeirra,. verulega fagra konu, hef ég séð hér stundum fyr. Hún virðist stolt. Ég beið fyrir utan klausturportið meðan þær geingu útum það og tók djúpt ofan. Gekk síðan inní kirkjuna. Lauk við „ágripið af lsta bindi“. Er þá fyrsta og helmíngur annars bindis búið í annarri umskrift, það er um 450 skriftsíður, áþekkar þessum að stærð: þriggja mánaða vinna það. Á þessum þrem mánuðum hef ég þaraðauki lært frönsku svo að ég get nú lesið hveija franska bók án altof mikilla erfíðleika, oft heilar síður sem ég skil einsog íslenska væri. Ennfremur hef ég skrifað amk 100 sendibréf og sum þeirra laung og erfiðlega stíluð, mörg þeirra tvískrifuð. Þaraðauki skrifað tvær alllángar ritgerðir (hvort þær nokkrusinni verða prentaðar er vafasamt) og lesið 5—6 bækur á ýmsum málum, mest trúarlegs efn- is. Héraðauki hefur mikill tími farið í spásséríngar og iðjuleysi. Auk þessa altaf þrír tímar á dag í guðs- þjónustur. Éf ég hefði helgað mig vinnunni algerlega hefði ég eflaust getað afkastað helmíngi meira á þessum þrem mánuðum. Við kvöldborðið gerðist eftirfar- andi sensatíón í refektóríinu: Gráfíkjur vóru til eftirmatar. Ég tók þaraf þijár á diskinn minn, en þær reyndust vera svo harðar og seigar í mínum tannveika munni, að þegar servitörinn hneigði sig fyrir ábóta til marks um að allir væru búnir, þá var ég enn með fullan gúlinn. Nú er það mikið hlátursefni í klaustrum ef einhver er étandi enn- þá eftir að ábótinn hefur gefíð lectör signal um að hætta lestri og byija eftirborðsaunginn. Ég hamaðist að tyggja. Ábóti sat með signalhamarinn í hendinni tilbúinn til að slá í borðið, en allir prestamir mændu kímandi á mig tyggja í blóðspreing. Loksins fékk ég rent einhveijum hluta niður af gráfíkjunum og lét sem ég væri búinn. Þegar allir múnkarnir stóðu upp til borðsaungs var hláturinn spil- andi í hveiju andliti. Náttúrlega hló ég líka. Ég dáist að hvílík blessuð saklaus böm þeir menn eru sem geta hlegið að því að einn þeirra skuli vera hálfa mínútu á eftir öðr- um að tyggja gráfíkju! Gekk til komplett í guðsbænaer- indum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.