Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 29 Ccntecd TcmU AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK -S. 28133 ■ !1 m " . \ a * - t ' ' - Eins og undanfarin ár býður Ferðamiðstöðin ógleymanlega ferð til Amsterdam um áramótin. AUKUM SAM- SKIPTIOKKAR VIÐ FINNSKU ÞJÓÐINA eftir Benedikt Gröndal í fléstum löndum er þjóðhátíð haldin í sól og sumri. En ekki í Finnlandi. Þar er sjálfstæðis minnst í rökkri og vetrarveðri 6. desember og í dag er minnst 70 ára afmælis Iýðveldisstofnunar. Þessi dagur er að jafnaði frekar alvarlega hátíðlegur. Þá blaktir bláhvíti fáninn um allt landið. Útisamkomur eru haldnar með ræðuhöldum og stundum hersýn- ingum. í Helsinki eru hátíðatón- leikar og stúdentar fara blysför til forsetahallarinnar. Forseti landsins býður til fagnaðar í höll- inni, 1600 gestir mæta prúðbúnir og fagna með dansi. Þama er boðið fólki víða að og gamlir bar- áttumenn blanda geði við ungu kynslóðina. Það er sterkur svipur yfir þess- ari vetrarhátíð og hún geislar af samhug og samstöðu finnsku þjóðarinnar, þegar minnst er ótrú- legra erfíðleika, sem hún hefur þurft að sigrast á í sjö áratugi. En allt hefur farið vel. Finnska þjóðin lifír alftjáls lýðræðislegu lífí, efnahagurinn hefur stórbatn- að og lífskjörin, menningarlífíð er sem fagur blómagarður. Finnar standa nú jafnfætis hinum norr- ænu þjóðum að öllu því, sem umheimurinn telur Norðurlöndun- um til ágætis. Finnar voru lengi hluti af sænsku konungsríkinu, en síðustu öldina stórfurstadæmi undir Rús- sakeisara. Þeir brutust til frelsis um sama leyti og byltingin gekk yfír Rússland og átökin í því mikla landi hófust. Byltingin hófst í Leningrad, spölkom frá fínnsku landamærunum. Það var því ekki að undra, þótt þetta fyrrverandi stórfurstadæmið þyrfti að ganga í gegnum blóðuga borgarastyijöld sjálft, en i Finnlandi urðu bylting- aröflin að lúta í lægra haldi. Það var erfítt og langdregið að græða þessi sár. En landafræðin, sem enginn getur breytt, átti eft- ir að verða Finnum dýr í skauti. Sovétríkjunum þótti fínnsku landamærin of nærri Leningrad og 1939 fyrirskipaði Stalín innr- ásina í Finnland. Þá var griðasátt- máli milli Hitlers og Stalíns, en þegar ófriður blossaði þeirra í milli, drógust Finnar aftur inn í ófrið við hlið Þjóðverja — fram- haldsstríðið svonefnda. Síðar sneru þeir blaðinu við og ráku þýskar hersveitir úr landinu, en ekki án átaka og eyðileggingar. Þetta em hrikaleg örlög fyrir smáþjóð, sem engum vill gera mein og einskis krafðist af ná- grönnum sínum, nema að fá að lifa í friði. Þessi saga á síðustu 70 ámm hefur óhjákvæmilega mótað fínnsku þjóðina. Finnland var skert, bæir í rústum og 700.000 manns flúðu þau landsvæði, sem Sovétríkin tóku. Þessum vandamálum stóð fínnska þjóðin andspænis fyrir 40 ámm, þegar við íslendingar vor- um að eyða stríðsgróðanum okkar. Endurbyggingin gekk fram af miklum þrótti og kjör þjóðarinnar bötnuðu smám saman. Mesta vandamálið var þó að móta sam- búð Finnlands við hinn mikla nágranna og skapa þá stöðu, er tryggði þjóðinni frelsi og frið. Finnum tókst að fá hlutleysi landsins viðurkennt og þeir ák- váðu að sýna sterkan samkomu- lagsvilja í garð Sovétríkjanna, gera ekkert þeim fjandsamlegt. Um þessa stefnu hefur skapast þjóðarsátt (consensus) í Finnl- andi, og er enginn munur milli stjómmálaflokka eða einstakra leiðtoga hvað hana snertir. Þessi stefna hefur borið góðan árangur. Að sjálfsögðu færa Finnar nokkr- ar fórnir fyrir hana, en þær em ekki miklar miðað við þann árang- ur, sem þeir hafa náð. Fyrir 20—25 ámm var algengt að vitn- að væri til þess, að Finnar yrðu að hlýða boði og banni Sovétríkj- anna, en síðustu ár heyrast slíkar raddir aldrei. Það segir sína sögu. Það hefur verið Finnum ómet- anleg hjálp á þessum ámm, að þeir gengu í Norðurlandaráð og hafa tekið virkan þátt í samstarfi hinnar norrænu ríkjafjölskyldu. Einmitt það að vera ein, sterk heild, sem nýtur virðingar alls mannkyns, er sterkari þáttur hins norræna samstarfs. Auk Finna hafa íslendingar notið þess ríku- lega og hin norræna héild hefur treyst og styrkt frelsi okkar, ekki síður en þeirra, þótt íslendingum gangi illa að skilja þá staðreynd. Það er sjálfsagt mál, að þessi samfléttuðu norrænu ríki verða að hafa náið samband, sérstak- lega á æðsta stjómarsviði. Þess vegna hafa þau öll sendiráð hvert hjá öðm, nema hvað íslendingar hafa enn ekki sendiráð í Finnl- andi. Þetta em mistök í norrænu samstarfi, sem í raun em móðgun við Finna, og verður að leiðrétta sem allra fyrst. Finnar hafa síðustu ár gert sér „efnahagsundur". Þeir hafa stýrt málum sínum vel í erfiðum ámm og sigla nú hraðbyri til aukinnar velmegunar. Em þeir nú efna- hagslega jafningjar hinna norr- ænu þjóðanna að flestu leyti, sem þeir varla vom fyrr á ámm. Menn- ingarlega em þeir stórveldi, til dæmis í tónlist, byggingarlist, hönnun og fleim. Samskipti íslendinga og Finna fara hægt en stöðugt vaxandi. Það kom snemma í ljós á norræn- um vettvangi, að Finnum og íslendingum kemur frábærlega vel saman og þeir eiga oftast skap saman. Það er margt líkt í lífsbar- áttu þessara þjóða, þótt náttúra og umhverfi geti vart verið ólík- ara. Nokkur hópur íslendinga er nú búsettur í Finnlandi, til dæmis námsmenn og norrænir starfs- menn. Viðskipti þjóðanna em veruleg og jafnari en gagnvart hinum Norðurlöndunum frá okkar bæjardymm séð. Islendingar ættu að leggja áherslu á að auka samskipti við fínnsku þjóðina. Auk áherslu á viðskiptin ættum víð að auka ferðamennsku austur þangað, en það er spennandi að sigla á feijun- um miklu um skeijagarða Eystra- salts, skoða borgir landsins, rússnesk byggingaáhrif og nútí- maleg fínnsk meistaraverk; heill- andi að aka um skógana og sigla á vötnunum. Helst að fara djúpt inn í skóga Austur-Finnlands og kynnast Kyijálum. Það er hægt að hlýða á ópem í heimsklassa í gömlum kastala — ef menn panta miða í tíma. Raunar em tónlistar- hátíðir víða um Finnland á sumrin. Allt er þetta miklu meira spenn- andi en að fara til sólarlanda ár eftir ár. Kynni af fínnsku þjóðinni vekja fyrst forvitni og síðan aðdáun. Mesta virðingu hlýtur íslending- urinn að fá fyrir hinu sterka þjóðemi og þjóðarvilja, sem er undirstaða þeirrar samheldni, sem Finnar sýna í meginatriðum lífsbaráttunnar. Snilld þeirra í sköpun, hvort sem er í tónum eða tré, gefur þjóðfélagi þeirra lit og fegurð. Þeim miðar ört fram um veg. Við sendum þeim hamingjuó- skir á afmæli lýðveldisins. /jblbreytt skemmtiatriði eru flutt af heimsþckktum dans-ogskemmtikröftum. Dansaðtil kl. 03.00. Lýðveldið Finnland 70 ára: Þinghusið í Fmnlandi. f\ nýársdagerboðið upp á „brunch" sem ergirnilegt og gómsætt hlaðborð, sambland af morgun- og hádegis- verði. ^cssi einstaka áramótaferð ) til Amsterdám kostaraðeins: » ?• a :L-í* Verð pr. m. i tvíbýli/m.v. gengi 20. nóvember'87. /arið er frá Keflavík 30. des. og dvalið í 4 eða 6 daga á hinu frábæra GRAND HOTEL KRASNAPOLSKY. Heimferó er 2. eða 4. janúar. f\ ramótafagnaðurinn erhaldinn i hinu.m glæsilega sal .Wintertuin". barer boðió upp á veisluborð með eftir- •éttoggóöumdrvkkium.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.