Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 37 Kaldaljós: Vigdís Grímsdóttir Vigdís Grímsdóttir er að góðu kunn sem höfundur smásagnasafnanna Tíu myndir úr lífi þínu og Eldur og regn. í skáldsögunni Kaldaljós sækir hún efnivið sinn öðrum þræði til sannsögulegra atburða - m.a. ógæfu er eitt sinn reið yfir íslenskt sjávar- pláss - áuk þess sem þjóðsagan og ævintýrið eru henni óþrjótandi uppspretta. Ekki er vafa- mál að með Kaldaljósi skipar Vigdís sér á bekk þeirra samtímahöfunda okkar er best kunna að segja sögu. í áteatn þrðtnou toefam Babelshús: P. C. Jersild Djörf, berorð lýsing á lífinu í risastóru, nýtísku sjúkrahúsi. Fylgst er með hrakning- um sjúklings milli hinna ýmsu deilda stofnun- arinnar, þar sem allt er svo sérhæft að starfs- menn og sjúklingar skilja tæplega mál hvers annars. Bókin hefur orðið metsölubók víða um lönd. Höfundurinn er læknir að mennt og tvímælalaust í hópi bestu rithöfunda Norðurlanda. Þýðandinn, Þórarinn Guðna- son læknir, nýtur mikillar virðingar sem snjall og vandvirkur þýðandi. Alþýðubandalagið - Átakasaga: Óskar Guðmundsson Bókin fjallar um þróun Alþýðubandalagsins frá kommúnisma til kratisma. Meira er fjall- að um ákveðna menn og málefni en hug- myndafræðilegan grunn flokksins. Frásögnin hefst við stofnun Kommúnistaflokksins en lýkur þ. 9. nóvember 1987. Leggur og skel: Jónas Hallgrímsson Þetta rómantíska ævintýri um hverfular ástir leggjar og skeljar skrifaði Jónas Hallgrímsson á síðasta æviári sínu í Kaupmannahöfn eftir að hafa lesið Kærestefolkene eftir H. C. Andersen. Jónas taldi sig vera að þýða sögu Andersen en hlutur hans er þó mun meiri. Sagan nýtur frjórrar umsköpunar hans og ekki síst fágætrar stílsnilldar. Það má því með sanni segja að tvö mestu skáld Danmerkur og (slands á 19. öld hafi lagt saman í ævintýrið Leggur og skel og það eitt vinnur því sérstakan sess í bókmennta- sögunni. Foreldrar munu hafa unun af að lesa þessa sögu með börnum sínum. Útlit bókarinnar og myndskreytingu annaðist Gunnar J. Straumland. TtWlHNIE Manþela Brot af sálu minni: Winnie Mandela Winnie Mandela er heimsfræg fyrir baráttu sína gegn kynþáttamisrétti. Hún er ásamt eiginmanni sínum, Nelson Mandela, sem set- ið hefur rúman aldarfjórðung í fangelsi, eins konar tákn baráttunnar fyrir auknum rétt- indum blökkumanna í Suður-Afríku. I bók- inni ræðir þýsk blaðakona, Anne Benjamin frá tímaritinu Der Spiegel við Winnie. Sterk áhrifamikil lýsing á lífi þessarar miklu bar- áttukonu. LNÍI’UWft Sambúð manns og sjávar: Gísli Pálsson Efni þessarar bókar varðar okkur öll af þeirri einföldu ástæðu að fáar þjóðir eru eins háð- ar fiskveiðum og (slendingar. Leitað er svara við spurningum svo sem hvaða augum líta sjómenn starf sitt? Fjölskylduna? Hvernig er framleiðslunni í landi og verkaskiptingu kynjanna háttað? Einnig er fjallað um lands- kunna aflaskipstjóra. Gísli Pálsson vinnur hér brautryðjendastarf og hefur til virðingar þá atvinnugrein sem (slendingar byggja tilveru sína á. Nýtt og betra: Ólafur Stephensen Handbók um auglýsingar fyrir stjórnendur fyrirtækja, um samskipti við auglýsingastof- ur o.fl. Ölafur er auglýsingamaður af lífi og sál. Hann er stjórnarformaður 3ja auglýs- ingastofa og fyrsti formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa. Hann er ábyrgur fyrir mörgum af athyglisverðustu auglýsing- um okkar undanfarin ár - og jafnframt þeim umdeildustu. JOHN M0RT1MER a Paradís skotið á frest: John Mortimer Sagan fjallar um líf breskrar fjölskyldu frá stríðslokum til samtímans. Hún greinir frá brostnum vonum fólks um þá glæstu framtíð sem sögð var í sjónmáli eftir stríð. Bráðfyndin en jafnframt alvarleg lýsing á lífi fólks. Sagan hefur verið kvikmynduð fyrir sjónvarp og verður sýnd hjá RUV í janúar 1988. NJO$NARI AFLIFI OGSÁL John Le Carré Njósnari af lífi og sál: John Le Carré Spennusaga um hinn fullkomna njósnara sem dag einn hverfur sporlaust. Sagan fjallar um hvarf hans og leiðir lesandann inn í ótrú- legan heim njósnanna af meira innsæi og skilningi en gengur og gerist um flestar sög- ur af þessu tagi. M.ö.o. hin fullkomna njósnasaga. ^vort á Ftvítu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.