Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 56
,56 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Stjörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um hinn dæmigerða Bogmann (22. nóv,—21. des.). Þar sem allir eiga sér hins vegar nokk- ur stjörnumerki þurfum við að hafa í huga að eftirfarandi breytist í samræmi við hin merkin hjá hveijum og einum Bogmanni. Bogmaður Bogmaðurinn er að upplagi lifandi athafnamaður, þarf hreyfingu, líf og fjölbreyti- leika. Honum er illa við kyrrsetu og vanastörf, fær t.d. innilokunarkennd í þröng- um herbergjum. Hann þarf svigrúm og frelsi. Bogmaður- inn tapar lífsorku ef hann er bundinn og þarf að fást við sömu handtökin; verður áhugalaus og leiður. Margir Bogmenn stunda þvi íþróttir eða fást við sjálfstæðan rekst- ur eða vinna störf sem gefa kost á sveigjanlegum vinn- utíma. Bjartsýnn í skapi er Bogmaðurinn yfir- leitt hress, léttur, jákvæður, bjartsýnn og gamansamur. Ef hann er hins vegar bundinn við leiðinleg vanastörf þyngist skapið. Annað sem er jákvætt við Bogmanninn er að hann er lítið fyrir að skapa vanda- mál. Hann reynir frekar að draga úr því sem er erfitt og sjá bjartari hliðar tilverunnar. Fjölfrceðingar Eitt sterkasta einkenni Bog- mannsins er frelsisþörf og fróðleiksþorsti. Hann vill kynnast heiminum, þráir þekkingu og vill hafa yfirsýn. Hann ann því ferðalögum og almennri hreyfíngu. Bogmenn eru oft lítið fýrir skólanám, eiga erfitt með að sitja kyrrir á sama stað yfir sömu bókun- um til langframa. Þar liggur einn stærsti veikleiki Bog- mannsins, hann skortir út- hald, er áhugasamur til að byija með en verður fljótt leið- ur og fer að beita sér að öðrum sviðum. Fróðleiksþorsti Bog- mannsins beinist að skóla lífsins, að því að hafa þekk- ingu á sem fjölbreytilegustu málefnum. Flýr erfiöleika Eins og önnur merki hefur Bogmaðurinn sínar skugga- hliðar, þó hann kjósi oft að horfa fram hjá þeim. Það er einmitt vandamál hans. Hann vill vera hress og jákvæður, er illa við þyngsli og það að velta sér upp úr því neikvæða. Honum hættir því til að horfa framhjá vandamálum og vilja flýja erfiða ábyrgð. Hann get- ur því átt til að vera ábyrgðar- laus. Bogmaðurinn er því sá vinur, þó til séu undantekn- ingar, sem þú leitar ekki til þegar á bjátar. Hann þarf þá gjarhan nauðsynlega að skreppa til Vestmannaeyja. Yfirsýn Þegar Bogmannninum tekst vel upp höfum við mann sem hefur þekkingu á ólíkum mál- efnum og getur séð hvernig ólíkir þættir spila saman. Hann hefur yfirsýn, marg- slungna lífsreynslu og það sem Í sumum tilvikum má kalla visku. Styrkur Bog- mannsins er sá að skoða málefni útffá heildarsjónar- miðum, ekki þröngum og einhæfum sjónarhóli mold- vöipunnar. Frelsi í ástamálum er hinn dæmi- gerði Bogmaður flöllyndur. Hann vill vera fijáls og þolir ekki að vera bundinn. Vísasti vegurinn til að missa af Bog- manni er að krefjast of mikils af honum, eða að sýna sig sem of auðvelda bráð. Ef spenna er ekki til staðar, eða frelsi hans og hreyfanleika er ógn- að, þá lætur hann sig hverfa. GARPUR HVERT pye/ST )éGVEJt£> AO kX>M- þOJETt-A ? ASTAB þ\4 HVAÚ ' /UÐ OH HÖK.KU- Hem EKA&GERA HSb Héft.oSþvHTAsr ’** m þfiJELL SE/tt STf&KUþ HL KEFS/M3U. \KK! SkJÖTA J ERBARA ------------ EFÉG 3ÆT/ BAftA 6UFFB UPP-EIN 06 GRETTIR TOMMI OG JENNI FERDINAND SMAFOLK MERE 5 TME FIERCE [VULTl/RE PERCHEP HI6H IN A TREE... IT P0E5NTTAREMUCH THE5E PAV5 TO ATTRACT A CR0U3R. —gTC Hér hefur grimmur hræ- gammur tyllt sér hátt upp i tré ... Það þarf ekki mikið til að draga að sér fjöldann nú á tfmum_____ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vandvirkur spilari reynir að afla sér nauðsynlegra upplýs- inga áður en hann tekur úrslita- ákvörðun í úrspilinu. Sagnhafi í spilinu hér að neðan var í þeim hópi: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 7 VD3 ♦ ÁK1072 ♦ 98763 Vestur ♦ G6432 ¥10965 ♦ G54 *K Austur ♦ K109 ¥ ÁK8742 ♦ 86 ♦ 42 Suður ♦ ÁD85 ¥G ♦ D93 ♦ ÁDG105 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 lauf 2 tíglar 2 hjörtu 2 spaðar 4 lauf Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Pass Pass 4 grönd 6 lauf Pass Vestur spilaði út smáu hjarta, sem austur drap á kóng og próf- aði svo hjartaás. Suður trompaði og velti vöngum. Það virtist liggja beint við að fara inn á blindan og taka svo svíningu fyrir trompkónginn. Sagnhafa fannst hins vegar ekk- ert liggja á. Hann lagði niður spaðaás og spilaði spaðadrottn- ingu! Hugmyndin var að veiða vestur til að láta kónginn, ef hann ætti hann. Drottningin var trompuð í blindum og sagnhafi tók vel eft- ir því að austur hafði fylgt lit með 109. Sem benti til að hann ætti einn spaða í viðbót, líklega kónginn eða gosann. Til að vera alveg viss fór sagnhafi heim á tíguldrottningu og trompaði enn spaða. Þegar kóngurinn kom í frá austri var sannað mál, miðað við pass hans í upphafi, að hann gæti ekki átt laufkónginn. Svíningin hlyti því að mistakast og eina vonin væri að fella kóng- inn blankan. Hvað hann og gerði. Austur missti af tækifæri til að sýna snilli. Hann gat drepið á hjartaás í fyrsta slag og spilað UNDAN kóngnum! Þannig hefði hann plantað þeirri hugmynd í koll sagnhafa að vestur ætti hjartakónginn, og þá var orðið rúm fyrir trompkónginn á hendi austurs. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti 16 ára og yngri í Graz í Austurríki í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Rakhmani, Túnis, sem hafði hvítt og átti leik, og frans Beckett. Svarta liðið vinnur ekkert sam- an, svo hvítur gat lokið skákinni með glæsilegri fléttu: 28. Rg3!l — Kxg6, 29. Rxh5+ - Kf7, 30. Rxf4! - exf4, 31. Dxf4+ - —Ke8, 32. Dxh6 - Re7, 33. Bxe7 — Hf6, 34. Bxf6 og svartur gafst upp. Eins og flestum er vafalaust í fersku minni varð Hannes Hlifar Stefánsson hlut- skarpastur á þessu móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.