Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
C 25
Molotov, utanríklsr&ðherra Sovétrikjanna, undirritar
vináttusáttmálann í Moskvu 1048. Stalin stendur á bak
við hann, en Kekkonen, síðar forseti Finnlands, sem var
í flnnsku sendinefndinni, er þriðji frá hagri.
innar. En fyrst og fremst þyrfti að
byggja upp gagnkvæmt traust þjóð-
anna og eyða gamalli tortryggni til
dæmis með því að birta ekki gagn-
rýni á Sovétstjómina opinberlega.
Ekki voru allir Finnar sammála
stefnu Passikivis, en myndugleiki
hans og áhrif voru svo mikil, að
hann var látinn ráða, enda virtist
ekki önnur leið fær í bili. Vopnahlés-
samningamir frá 1944 vom ekki
samþykktir endanlega fyrr en í
París 1947 og eftirlitsnefnd Banda-
manna (Rússar og Bretar) sat enn
í Helsinki og gat gert athugasemd-
ir, ef henni líkaði ekki þróun mála.
Blöð og bókaútgáfur fóm því að
ritskoða efni sitt.
Paasikivi einbeitti sér líka að því
að sannfæra Sovétstjómina um, að
ekkert væri Finnum ljúfara en að
bæta samskiptin milli ríkjanna.
Ekki kæmi til greina að leyfa nokkr-
um afnot af fínnsku landi til þess
að ráðast á Sovétríkín, því að Finnar
væm staðráðnir í að halda hlutleysi
sínu og það ætti við um allar þjóð-
ir. Trúir þessari stefnu afþökkuðu
Finnar Marshallaðstoð, sem þeir
höfðu þó fulla þörf fyrir í þrenging-
um eftirstríðsáranna.
Árið 1945 vom haldnar kosning-
ar og þá varð mikil vinstrisveifla
eins og í flestum löndum Evrópu
eftir stríðið. Paasikivi myndaði
stjóm „hinna þriggja stóm“:
Kommúnista, sósíaldemókrata og
bændaflokksins og komust þá
kommúnistar í margar lykilstöður.
Þessi rauð-græna stjóm var við
völd þar til kosið var á ný árið
1948, þótt að vísu væri skipt um
forsætisráðherra, þegar Paasikivi
tók við forsetaembættinu.
Stjómarinnar biðu mörg erfið
verkefni. Meðal annars þurfti að
gjörbreyta atvinnulífinu, því að Sov-
étríkin heimtuðu stríðsskaðabætur
aðallega í málmiðnaðarvörum, skip-
um og öðm slíku, en minnst í
pappírs- og tijávörum, hinum hefð-
bundnu útflutningsvörum Finna.
Auk þess þurfti að byggja upp eft-
ir stríðið og útvega um það bil
hálfri milljón flóttamanna úr þeim
hémðum, sem tapast höfðu, sama-
stað og atvinnu. Þegar fram í sótti
kom þó uppbyggingin í iðnaðinum
sér vel, þótt erfitt væri í byrjun og
þetta lagði gmnninn að velferð-
arríki seinna meir. Finnar luku við
að greiða stríðsskaðabæturnar einir
allra þjóða eftir seinni heimsstyij-
öldina og em að vonum stoltir af.
Finnar hafa nefnt fyrstu árin
eftir stríðið „hættuárin“. Eftir að í
ljós kom, að Rússar réðu öllu leynt
og ljóst í löndum Austur-Evrópu,
fóm menn að óttast, að sömu örlög
biðu Finnlands. Kommúnistaflokk-
urinn hafði sig mikið í frammi og
gekk fast eftir því, að stríðsglæpa-
réttarhöldin fæm fram og hreinsað
yrði til í skólum, stjómsýslu og
öðmm opinbemm fyrirtækjum, þ.e.
þeim, sem höfðu reynst þýsksinnað-
ir, yrði vikið frá störfum. Hefndin
er sæt og kommúnistar höfðu sjálf-
ir sætt ofsóknum á ámnum fyrir
stríðið, en í dagbókum Paasikivis
frá þessum ámm kemur fram, að
hann hafði miklar áhyggjur af þess-
ari þróun og reyndi að draga úr
henni.
Blöð kommúnista höfðu uppi
mikinn áróður og getgátur um alls
konar samsæri á vegum Vestur-
veldanna og sökuðu þau stjómina
um að gera ekkert til þess að upp-
ræta þetta. Þessi hamagangur vann
auðvitað á móti tilraunum stjóm-
valda til að breyta hugarfari fólks
í garð Sovétp'kjanna, auk þess sem
blöð og útvarp í Sovétríkjunum tóku
undir þessar ásakanir. Stalín virðist
þó hafa borið meira traust til Paa-
sikivis og stefnu hans heldur en til
finnskra kommúnista, enda ef til
vill orðinn hvekktur á upplýsingum
frá þeim, ef þær skyldu reynast
jafn haldlitlar og þær sem honum
höfðu borist fyrir vetrarstríðið. Að
minnsta kosti sneri hann sér beint
til Paasikivis, þegar næsti fasi í
samskiptum rílqanna hófst.
Vináttusamning-
urinn 1948
Meðan Finnar reyndu að ráða
fram úr vandamálum sínum fór
sambúð stórveldanna versnandi og
kalda stríðið hófst. Með valdaráninu
í Tékkóslóvakíu var í raun búið að
skipta Evrópu í tvennt að því und-
anskildu, að Vestur-Berlín var undir
stjóm Vesturveldanna langt inn á
hemámssvæði Rússa í Austur-
Þýskalandi. Eina lýðræðisland
Evrópu, sem átti landamæri að
Sovétríkjunum, var nú Finnland.
23. febrúar 1947, á sama tíma
og valdaránið í Tékkóslóvakíu stóð
sem hæst, fékk Paasikivi persónu-
lega bréf frá Stalín, þar sem stungið
var upp á því, að ríkin gerðu með
sér sams konar sáttmála og Sov-
étríkin höfðu þá nýlega gert við
Ungveijaland og Rúmeníu.
Hinn vestræni heimur var nú
sannfærður um, að röðin væri kom-
in að Finnlandi að verða leppríki.
Mikil hræðsla greip um sig í Finn-
landi, en Paasikivi fór sér að engu
óðslega. Þessi tilmæli komu honum
engan veginn á óvart. Andrej Zjad-
anov, formaður eftirlitsnefndar
Bandamanna, hafði minnst á vam-
arsamning við bæði Mannerheim
og Paasikivi vorið 1945 og þegar
sendinefnd frá Finnlandi fór til
Sovétríkjanna í nóvember 1947 til
þess að taka þátt í hátíðahöldum
vegna 30 ára byltingarafmælisins,
hafði Molotoff utanríkisráðherra
rætt slíkan samning við hana.
Finnska stjórnin hafði því búist við
formlegum tilmælum í nokkra mán-
uði og haft áhyggjur af, hvemig
skýldi bregðast við.
í samningnum, sem Stalín stakk
upp á, voru ákvæði um, að ef ann-
ar samningsaðili lenti í vopnuðum
átökum við Þýskaland eða ríki, sem
ásamt Þýskaíandi hæfi árásarstríð
í Evrópu, skyldi hinn koma tafar-
laust til hjálpar. Einnig skyldu
samningsaðilar ræðast við um öll
Paaaikivi foraeti fljrtur raðu í opinberri heimsókn
sinni í Moskvu árið 1955. Vinstra megin við hann sitnr
Krustjev, aðalritari sovéska kommunistaflokksins.
þýðingarmikil alþjóðamál, sem
snertu báða.
Paasikivi gaf sér góðan tíma til
að svara, lagði bréfið fyrir ríkis-
stjómina og síðan þingið og lét
skipa nefnd til að fara til Moskvu.
Allt tók þetta upp undir mánuð og
þjónaði þeim tilgangi að róa þjóðina
með því að láta líta út fyrir, að
ekkert lægi á, auk þess sem þetta
sýndi Rússum fram á þær lýðræðis-
reglur, sem giltu í Finnlandi. Þetta
væri ekki mál, sem forsetinn gæti
úrskurðað á eigið eindæmi.
Þegar sendinefndin lagði af stað
til Moskvu 22. mars, hafði hún
meðferðis uppkast að öðmm samn-
ingi, sem gekk ekki nærri eins langt
og Ungverjalands- og Rúmeníu-
samningurinn. Uppkastið var á þá
leið, að ef Þýskaland eða annað ríki
í bandalagi við það réðist á Finn-
land eða á Sovétríkin gegnum
finnskt land, skyldi Finpland, sem
sjálfstætt ríki, veijast árásinni inn-
an landamæra sinna. Ef þörf krefði
myndu Sovétríkin koma til hjálpar,
en ekki nema í samráði við Finna.
Ef hætta væri á slíkri innrás skyldu
samningsaðilar ráðgast við sín í
milli.
Þetta eru aðalatriði samningsins
og samkvæmt þessu eru Finnar
ekki skyldugir að berjast með Sov-
étríkjunum neins staðar nema innan
sinna landamæra og Sovétríkin eiga
ekki að senda her eða aðra hemað-
araðstoð nema að beiðni finnsku
stjómarinnar. Það er því regm-
munur á þessum samningi og
hinum, þar sem samningsaðilar eru
tilneyddir að dragast sjálfkrafa inn
í átök hvor með öðrum og geta þar
að auki ekki rekið sjálfstæða ut-
anríkisstefnu. Rússar samþykktu
þennan breytta samning eftir nokk-
urt þóf og var hann undirritaður í
Moskvu 6. apríl 1948.
Meðan nefndin sat að störfum í
Moskvu var mikill órói í Finnlandi.
Kommúnistar höfðu sig mikið í
frammi og kröfðust þess, að samn-
ingurinn (sá sem Stalín stakk upp
á) yrði samþykktur. I Helsinki gekk
sá orðrómur, að kommúnistar ætl-
uðu að hrifsa völdin í landinu og
herinn var settur í viðbragðsstöðu.
Ekkert gerðist þó og aldrei hafa
komið fram sannanir fyrir því,.að
eitthvað hafi verið hæft í þessu.
Kommúnistaflokkurinn hafði tapað
miklu fylgi í sveitarstjómarkosn
ingum í desember 1947 og sáu þeir
fram á, að sama myndi gerast í
þingkosningum, sem áttu að fara
fram sumarið 1948. Þykir það
benda til þess að eitthvað hafi ver-
ið til í þessum orðrómi, en á hinn
bóginn hefur líka verið haldið fram,
að andstæðingar kommúnista hafi
komið honum á kreik til þess að
sverta þá í augum almennings.
Heimildir, sem annað hvort styðja
þetta eða hrekja, hafa enn ekki
verið birtar, séu þær á annað borð
til. En kommúnistar töpuðu i kosn
ingunum eins og spáð hafði verið
og komust þeir ekki aftur í stjóm
fyrr en árið 1966.
Miklar bollaleggingar voru uppi
um það, hvers vegna Sovétstjómin
gekk ekki lengra í viðskiptum sínum
við Finna 1948. Ýmsar skýringar
hafa komið fram. Hin opinbera
skýring í Finnlandi var sú, að Paa-
sikivi hefði haft rétt fyrir sér:
Sovétríkin hefðu ekki útþenslu-
stefnu á pijónunum gagnvart
Finnlandi, heldur vildu einungis
treysta vamir sínar.
Onnur skýring er, að Sovétríkin
hafi ætlað að innlima Finnland eða
gera það að leppríki, en hafi ekki
viljað æsa þjóðir Vestur-Evrópu enn
frekar eftir valdaránið í Prag. Við-
brögð í Vestur-Evrópu urðu nefni-
lega þau, að Bretar, Frakkar,
Beneluxlöndin og seinna Banda-
ríkiri mynduðu vamarbandalag,
sem var undanfari NATO.
Sé þessi skýring lögð til grund-
vallar, er augljóst, að rósemi
Paasikivis hefur breytt miklu. Stalín
sendi bréf sitt í febrúar, en sendi-
nefndin hélt ekki til Moskvu fyrr
en mánuði seinna. Þá voru hin
sterku viðbrögð Vesturveldanna
komin fram og seinna kom upp úr
dúmum, að Tito var með sjálfstæð-
istilburði á sama tíma, þótt það
kæmi ekki fram fyrr en í júní, þeg-
ar Júgóslavía var rekin úr Komin-
form. Berlínardeilan var að harðna;
Vesturveldin tilkynntu í mars, að
þau ætluðu að sameina hemáms-
svæði sín í Þýskalandi og þar yrði
með tímanum stofnað sambands-
lýðveldi. Rússar sáu fram á, að
þetta endurreista Þýskaland yrði
með í hinu vestræna bandalagi og
ekki er ástæða til að efast um ósvik-
inn ótta þeirra við það eftir
hörmungar stríðsins. Stalín hafði
því mörgu að sinna þetta vor og
ekki ólíklegt, að honum hafi þótt
besta lausnin, að minnsta kosti í
bili, að þiggja sáttarhönd Paasiki-
vis. Auk þess hefur hann væntan-
lega verið þess minnugur frá
vetrarstríðinu, að Finnar létu ekki
kúga sig án mótspymu eins og
Tékkar og Slóvakar höfðu gert.
Eins og fyrr er getið voru skiptar
skoðanir í Finnlandi um stefnu Paa-
sikivis. Það var því mikill persónu-
legur sigur fyrir hann, þegar
Sovétstjómin tilkynnti, að hún ætl-
aði að skila aftur Porkkalasvæðinu
til að sýna vináttu sína. Svæði þetta
er rétt vestan við Helsinki og höfðu
Rússar krafist þess við vopnahlés-
samningana að fá að hafa þar
herstöð til 50 ára. Reyndar var
herstöðin orðin úrelt með breyttri
hemaðartækni; ekki var lengur þörf
á að geta skotið þvert yfir Finnska
flóa með hefðbundnum vopnum.
Þetta gérðist árið 1955, síðasta
ár Paasikivis sem forseta, og var
hann þá staddur í opinberri heim-
sókn í Moskvu ásamt Kekkonen
forsætisráðherra. Við sama tæki-
færi sögðust Rússar ekkert hafa
við það að athuga, að Finnar sæktu
um aðild að Norðurlandaráði og
sama ár var þeim veitt innganga í
Sameinuðu þjóðimar á kvóta Sov-
étríkjanna.
Þegar hér var komið sögu var
Stalín allur og andrúmsloftið orðið
léttara í Kreml. Nokkur þíða var í
alþjóðastjómmálum, „andinn frá
Genf“ var ríkjandi og meðal annars
hafði Austurríki endurheimt sjálf-
stæði sitt vegna hans. Samt er
talið, að forsetakosningamar, sem
fram áttu að fara í Finnlandi árið
1956, hafi átt mestan þátt í tilslök-