Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 40
1
40 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Bakað til jóla
Nú er vika liðin af jólaföstu og margir famir að undirbúa komu jólanna og bömin
em farin að hlakka til. Nokkrir dagar eru síðan ég byijaði piparkökubakstur og
konfektgerð með bömunum í Mýrarhúsaskóla, en þar kenni ég matreiðslu. Ýmislegt
heyrir maður á tali bamanna og er mikið talað um jólin. Um daginn vom yngstu
bömin að ræða hvort jólasveinninn væri til. Einn drengur sagðist hafa óbrigðult ráð
til að þekkja hvort jólasveinar væra „ekta“. „Horfðu bara á skóna þeirra, ef þeir era
í skóm frá Axel Ó, era það ekki alvöra jólasveinar. Ekki er almennt farið að gefa
bömum í skóinn fyrr en líður örlítið á jólaföstuna, en þó era einstaka jólasveinar famir til þess og era
hin, sem ekkert fá, mjög undrandi á jólasveinunum, sem gera sér mannamun. Þessi siður að gefa bömum
í skóinn er ekki mjög gamall hérlendis. Ekki man ég eftir honum frá minni bemsku. Getið er um þennan
sið í jólasveinakvæði Ragnars Jóhannessonar, Níu litlir jólasveinar. En það kvæði er frá árinu 1938.
Ég man eftir þessu kvæði og hélt ef satt skal segjá
að þama væri höfundurinn bara að segja frá einhverju sem ekki væri til. Ég heyrði síðan ekkert um
þetta fyrr en árið 1958, þegar sonur minn kom heim af bamaheimilinu og sagði að
hin bömin fengju gott í skóinn frá jólasveininum, en hann fengi aldrei
neitt. Eins er með jóladagatölin, þau era ekki mjög gömul. Jóladagat-
öl komu fyrst fram í Danmörku og Svíþjóð árið 1932 og höfðu
borist þangað frá Englandi og Þýskalandi. Líklega er það
ekki fyrr en eftir síðari heimsstyijöldina, sem þau urðu
almenn hér á landi, en nú er svo komið að flest böm
fá bæði jóladagatöl, ýmist með myndum, sælgæti
eða smágjöf, en svo fá þau líka gott í skóinn
frá jólasveininum. Þegar bömin mín vora lítil
hengdi ég upp jóladagatal og setti stundum
jólatrésskraut við dagana. Þau áttu svo
sínar kúlur og þegar þau fóra að heim-
an og stofnuðu sitt heimili fengu þau
hvert sinn kassa með jólaskrautinu.
Enda er mitt jólatré frekar snautt
af skrauti hin síðari ár.
Sirópskökur
(Myndakökur)
200 g síróp
200 g púðursykur
200 g smjörlíki
2 egg
500 g hveiti
1 tsk. natron (sódaduft)
1 tsk. kanill
1 tsk. negull
U/2 tsk. engifer.
1. Hitið síróp, púðursykur og
smjörlíki í potti. Hrærið í þar til
smjörlíkið er vel bráðið og sykur-
inn uppleystur.
2. Takið úr pottinum og setjið
í skál. Látið kólna. Hrærið öðru
hverju í á meðan.
3. Hrærið eggin saman við
kalt deigið.
4. Myljið natronið út í hveitið,
setjið siðan kanil, engifer og neg-
ul út í. Hrærið út í það sem er í
skálinni.
5. Geymið á köldum stað til
næsta dags. Leggið diskaþurrku
yfír skálina.
6. Fletjið deigið þunnt út. Sker-
ið síðan út með þar til gerðum
mótum.
7. Setjið á bökunarpappír á
bökunarhelluna.
8. Hitið bakaraofninn í 190°C,
blástursofn í 170°C. Setjið í miðj-
an ofninn og bakið í u.þ.b. 5—7
mínútur. Fylgist með bakstrinum,
tíminn getur verið styttri eða
lengri eftir atvikum.
9. Takið af plötunni og látið
kólna.
Krem á kökurnar
3V2—4 dl flórsykur
1 eggjahvíta
10. Hrærið eggjahvítuna út í
flórsykurinn. Eggjahvítur eru
misstórar, en kremið á að vera
þykkt.
11. Setjið kremið í sprautu með
litlu gati og sprautið á kökumar.
Athugið: Þið getið sett lit í
kremið. Þá þynnist það örlítið og
þarf að bæta flórsykri í.
Hjörtu með
súkkulaðihúð
100 valhnetur
100 g suðusúkkulaði í deigið
50 g komflögur
50 g smjör eða smjörlíki
1 stór eggjarauða
50 g hveiti
2 pk. suðusúkkulaði ofan á
*/2 dl flórsykur
örlítil eggjahvíta.
1. Malið valhnetur, súkkulaði
og komflögur fínt. Best er að
setja það í kvöm (mixara).
2. Hrærið smjörið með flór-
sykri og eggjarauðu.
3. Setjið valhnetur, súkkulaði
og komflögur saman við deigið.
Ef það er mjög þurrt þarf að
bæta eggjarauðu við, en þetta á
að vera þykkt og komótt deig,
en þarf þó að loða saman.
4. Fletjið deigið þykkt út milli
tveggja plastfilmubúta. Skerið
síðan út með hjartalaga móti.
5. Setjið á bökunarpappír á
bökunarplötu.
6. Hitið bakaraofninn í 175°C,
blástursofn í 155°C, setjið plötuna
í miðjan ofninn og bakið þetta í
15 mínútur.
7. Takið af plötunni og kælið.
8. Kælið ofninn niður í 70°C,
setjið súkkulaðið á eldfastan disk
inn í ofninn. Það bráðnar á 7
mínútum.
9. Smyrið súkkkulaðinu jafnt
ofan á hjörtun. Látið standa á
eldhúsborðinu í 15—20 mínútur.
Þá ætti það að verða orðið hart.
10. Hrærið flórsykurinn út með
eggjahvítunni. Setjið í sprautu-
poka með örmjóu gati. Sprautið
nú rendur þvers og kmss yfír
hjörtun. Látið stífna.
11. Geymið í lokuðum köku-
kassa. Setjið smjörpappír milli
laga.
Hunangsstj örnur
250 g hunang
150 g sykur
100 g smjörlíki
2 egg
rifínn börkur af 1 sítrónu og
'/2 appelsínu
2 tsk. kanill
V4 tsk. negull
*/4 tsk. allrahanda
‘/4 tsk. kardimommur
1 msk kakó
IV2 tsk. natron (sódaduft)
500 g hveiti
eggjahvíta og flórsykur
möndlur
rauð kirsuber.
1. Setjið hunang, sykur og
smjörlíki í pott og hitið þar til
smjörlíkið er bráðnað. Hellið í
skál. Kælið.
2. Setjið eggin út í og hrærið
vel saman.
3. Sigtið saman hveiti, natron,
Umsjón. KRISTIN GESTSDOTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
2V4 bolli sultaniur (ljósar rúsín-
ur)
V2 bolli sykruð kirsuber (græn
eða rauð)
V2 bolli döðlur
V4 bolli steinlausar sveskjur
8 þurrkaðar apríkósur
1 smápakki súkkat
1 smápakki appelsínusúkkat
(orangeat)
rifínn börkur af V2 sítrónu
rifínn börkur af V2 appelsínu
safí úr V2 sítrónu
safí úr 1 stórri appelsínu
V2 lítið grænt epli (súrt)
1 dl viskí
2 msk. sætur líkjör
150 g ósalt smjör
2/3 bolli sykur
3 stór egg
V2 bolli malaðar möndlur
l2/4 bolli hveiti
V4 tsk. rifin múskathneta eða
tilbúið duft
V2 tsk. kanill
200 g pecan-hnetur til að setja
ofan á
sykurvatn til að pensla kökuna
með að ofan
1. Setjið rúsínur og sultaníur í,
skál, skerið kirsuberin í tvennt og
setjið út í.
2. Saxið döðlur, sveskjur og
aprikósur og setjið út í ásamt
súkkati og appelsínusúkkati.
3. Þvoið appelsínuna og sítrón-
una, rífíð síðan börkinn og setjið
saman við.
4. Setjið appelsínusafann, vi-
skíið og líkjörinn út í.
5. Afhýðið eplið, takið úr því
kjamann, skerið síðan í smábita
og setjið saman við.
6. Hrærið vel í því sem er í
skálinni, setjið plastfílmu yfír
skálina, geymið í kæliskáp í eina
viku. Hrærið í einu sinni á sólar-
hring.
Að viku liðinni
7. Hrærið saman smjör og syk-
ur. Hrærið eitt egg í senn út í og
hrærið vel á milli.
8. Malið möndlumar og setjið
út í deigið. Setjið ávextina saman
við.
9. Sigtið saman hveiti, múskat
og kanil. Setjið út í deigið.
10. Setjið bökunarpappír í hátt
ferkantað eða kringlótt mót, u.þ.
b. 20 sm í þvermál. Smyrjið
bökunarpappírinn með smjöri.
11. Setjið deigið í mótið. Sléttið
vel að ofan.
12. Hitið bakaraofninn í 140°C,
blástursofn í 120°C. Setjið mótið
neðarlega í ofninn og bakið í 2V2
klst. Fylgist vel með og setjið ál-
pappír ofan á kökuna, ef hún
ofbakast að ofan.
13. Stingið pijóni í kökuna til
að aðgæta hvort hún er bökuð.
Ef pijónninn kemur hreinn út, er
kakan bökuð.
14. Látið kökuna kólna i mótinu
í V2 klst. Takið þá úr mótinu, los-
ið bökunarpappírinn varlega frá
og kælið kökuna á grind.
14. Sjóðið saman sykurogvatn,
smyijið kökuna með því að ofan,
raðið pecan-hnetum ofan á kök-
una og hellið meira sykurvatni
jrfír. Sykurvatnið þarf að vera
þykkt, þannig að það bleyti ekki
kökuna upp (renni ekki ofan í
hana).
kanil, negul, allrahanda og kakó.
Setjið út í ásamt kardimommum.
4. Rífíð börkinn af appelsínunni
og sítrónunni og setjið út í. Hrær-
ið vel saman. Setjið plastfílmu
yfír skálina og látið standa á eld-
húsborðinu yfír nótt.
5. Fletjið deigið frekar þykkt út.
6. Stingið stjörnur úr deiginu
með þar til gerðu móti. Búið til
gat í miðjuna með litlu kringlóttu
móti. Hægt er að nota flöskustút.
7. Raðið kökunum á bökunar-
pappír á bökunarplötu.
8. Hitið bakaraofn í 180°C,
blástursofn í 160°C. Setjið kök-
umar í miðjan ofninn og bakið í
10—15 mínútur. Kælið.
9. Hrærið saman eggjahvítu og
flórsykur. Þetta þarf að vera
þykkt.
10. Setjið í sprautu með mjóu
gati. Sprautið síðan á brún stjörn-
unnar, setjið síðan 1 doppu á
hvern stjömuarm. Setjið afhýdda
möndlu á annan hvem stjömuarm
en hálft kirsuber á hinn.
0
Avaxtakaka
2V4 bolli rúsínur