Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
C 63
fclk í
fréttum
Morgunblaðið/Þorkell
íbúar og starfsmenn sambýlisins að Stuðlaseli 2, f.v.: Gísli Þorsteinsson, kennari; Erna Kristjánsdóttir,
meðferðarfulltrúi; Guðbjörg Guðfinnsdóttir, þroskaþjálfi; Harpa Pétursdóttir, meðferðafulltrúi; Jóndóra
E. Jónsdóttir; Valdimar Harðarson, kennari; Axel Valdimarsson; Hallberg Siguijónsson; Dóróthea Ein-
arsdóttir, meðferðarfulltrúi; Jakobina Þormóðsdóttir og Kristín Eyjólfsdóttir, forstöðumaður.
STUÐLASEL2
Haldið upp á
opnun
nýs sambýlis
Nýtt sambýli að Stuðlaseli 2 hefur tekið til starfa og í tilefni
þess var haldin veisla fyrir íbúa hússins, starfsmenn, vini og
vandamenn. Sambýlið er á vegum Svæðisstjómar Reykjavíkur en
Öryrkjabandalag íslands á húsið.
Fyrstu íbúamir fluttu inn 26. október en þar búa nú fjórir og
sá fimmti flytur inn eftir áramót. Forstöðumaður er Kristín Eyjólfs-
dóttir en auk hennar starfa 6 manns á sambýlinu. „Okkur langar
að kynna það sem Svæðisstjóm Reykjavíkur hefur unnið að í þau
ár sem hún hefur starfað," sagði Kristín. „Þetta sambýli er aðeins
einn liður í þvi en hann sýnir glöggt hvað svæðisstjómin er að
gera. Hún hefur umsjón með sambýlunum, vinnur úr hugmyndum
um málefni fatlaðara og það er fyrir hennar vinnu að þau verða til.“
Sambýlið er hið þriðja í röðinni á vegum Svæðisstjómarinnar,
önnur sambýli eru á vegum Styrktarfélags vangefinna.
JÓN ÁSGEIRSSON
Vinnaii
hefur verið mitt
aðaltómstundagaman
„Hér er svo mörgu ólokið,“ segir Jón Ásgeirsson í Mannamótum.
Jón Ásgeirsson er sjálfsagt
mörgum kunnur sem íþróttaf-
réttamaður og seinna fram-
kvæmdastjóri Rauða kross íslands.
Nú starfar hann við eigið fyrir-
tæki, ráðstefnumiðstöðina Manna-
mót, en hana setti hann á stofn
árið 1975. „Allan minn starfsaldur
hef ég setið ótal ráðstefnur og þing
út um allan heim og fannst kominn
tími til að bjóða fólki upp á þessa
þjónustu hér. Þetta miðast við að
aðstoða innlenda aðila sem vilja
halda ráðstefnur hér og að fjölga
ráðstefnum hérlendis," segir Jón
um starfsemi Mannamóta.
Hann er fæddur og uppalinn í
Skeijafirðinum, sem þá var nánast
upp í sveit. Fór í íþróttakennara-
skólann á Laugarvatni, lauk prófi
þaðan og lærði sjúkraþjálfun í
Noregi. Að loknu námi kom hann
heim og setti á laggimar stofu sem
hann rak í 10 ár jafnframt því sem
hann starfaði fyrir útvarp. Þar
kom að útvarpsstörfin urðu ofaná
og á fréttastofu útvarps vann hann
fram á miðja áttunda áratuginn
og sá um íþróttimar á tímabili. „En
einn góðan veðurdag hringdi til
mín maður og spurði hvort ég vildi
fara til Kanada. Ég játti því og til
Kanada fór ég og var ritstjóri fyr-
ir Lögberg-Heimskrínglu í nokkur
ár. Þegar heim kom hóf ég fljót-
lega störf hjá Rauða Krossinum
og er búinn að vera þar síðan, en
allan þann tíma lá starfsemi
Mannamóta niðri. „Mighefur alltaf
langað til að dusta rykið af þessu
en maður verður að gera þetta af
heilum hug, ekki að ætla sér að
hafa þetta sem einhveija aukabú-
grein, svo að það var um það að
ræða að stíga skrefið til fulls eða
láta það ógert," segir Jón.
Aldrei hitt leiðinlegt
fólk
Hveiju hefur j)ú sóst eftir í störf-
um þínum? „Eg hef alltaf kunnað
ágætlega við mig innan um fólk
og hef í þessum störfum mínum
alltaf átt afskaplega mikil og náin
samskipti við aðra og kann því
ágætlega, ég hef reyndar aldrei
hitt leiðinlegt fólk. Ég hef líka
verið talsvert mikið á ferðinni og
það virðist eiga _vel við mig.
Ástæðan fyrir því að ég er að
þessu nú er sú að ég hef gaman
af að takast á við ný verkefni.
Ég hef alltaf verið félagsvera, ég
var ekki nema fimmtán ára þegar
ég var fyrst kosinn í stjórn íþrótta-
félags og síðan var ég meira og
minna starfandi hjá íþróttahreyf-
ingunni í tæpan aldafjórðung.
Þegar ég fór til Kanada skipti ég
alveg um umhverfi og starfsvett-
vang og þá var ems og klippt
hefði verið á þráð. Áhugi minn á
beinni þáttöku í íþróttum hvarf,
en auðvitað hef ég alltaf gaman
af íþróttum, horfí mikið á þær í
sjónvarpi og fer einstaka sinnum
á völlinn og í höllina."
Hvert er eftirlætið? „Fótboltinn
og svo handboltinn á vetuma, en
ég spila ekki lengur."
Áttu þér einhveijar fn'stundir?
„Sem betur fer held ég að vinnan
hafí alltaf verið aðaltómstunda-
gamanið, en núna seinustu árin
hefur maður kannski haft meiri
tíma til að sinna aðaláhugamálinu
sem er fjölskyldan. Ég er enginn
sérstakur bókaunnandi og hlusta
lítið meira á tónlist en útvarp-
stöðvarnar sem glymja í eyrunum
á manni dags daglega. Samt er
ég mikill jassunnandi og hef auk
þess afskaplega gaman af málara-
list, ég nýt þess oft að sitja heima
og skoða málverkin á veggjun-
um.“
Efast um að frétta-
flutningur hafi breyst
til batnaðar
Hvað fínnst gömlum fjölmiðla-
hauk um það sem sumir vilja kalla
byltingu en aðrir láta sér nægja
að kalla fjölmiðlabreytingu?
„Vissulega er þetta mikil breyt-
ing, nánast bylting á svona
stuttum tíma. Nú er stór hluti
dagskrárinnar sendur beint út en
áður voru nánast engar beinar
útsendingar nema lýsingar frá
íþróttakappleikjum, allt annað
efni var á spólum. Það heyrði til
undantekninga ef menn lásu ekki
einhvem fyrirfram saminn texta.
Nú er mikið meira um að fólk tali
í útvarp og það er til mikilla bóta,
því það er mikill munur á töluðu
máli og lesnu."
„Hér áður fyrr sátum við stund-
um þrír á helgarvakt á fréttastof-
unni og gekk oft erfiðlega að afla
nægra frétta til að fylla upp í
fréttatíma helgarinnar. Nú eru
fréttir á fjórum útvarpsstöðvum á
nánast klukkutímafresti, fyrir ut-
an sjónvarpsstöðvamar báðar. En
hvoit að fréttaflutningurinn sjálf-
ur hefur breyst til batnaðar, það
efast ég um.“
En nú virðast allar þessar stöðvar
hafa úr endalausu að moða, eru
þetta þá engar fréttir sem þær
em að flytja? „Sumar þeirra gera
ekki eins miklar kröfur eins og
við og hlustendur gerðu þá. Nuna
er hrúgað inn í fréttatímana ýmsu
efni sem við hefðum aldrei litið
við á sínum tíma.Á nýju stöðvun-
um er sífellt verið að segja manni
fyrir verkum; að spenna öryggis-
beltin, að hlusta á þennan þátt
eða hinn og maður má alls ekki
missa af einhveiju tilteknu atriði.
Þá fínnst mér líka áberandi hversu
margt fjölmiðlafólk hefur ekki
nægilega gott vald á málinu."
Gætir þú hugpað þér að starfa
við útvarp? „Nei, ég hef verið
beðinn um það bæði í útvarpi og
sjónvarpi, en kannski á maður
eftir að verða einn af þeim sem
í ellinni sitja og spjalla við hlust-
endur.
Þegar ég kom heim frá Kanada
fór ég aftur í útvarpið og starfaði
við það sama og áður en ég fór
út. Við það fannst mér ég stíga
stórt skref afturábak, svo ég
hætti. Þetta hlýtur að vera þörfín
fyrir að gera eitthvað nýtt, það
verður alltaf að vera eitthvað að
gerast. En þó að mér þyki gott
að vinna með öðrum og innan um
annað fólk, þá vil ég líka fá að
ráða ferðinni. Kannski er ég svona
ráðríkur, ég held nú samt ekki.“
Þú sagðir að þér hefði fundist það
skref afturábak að snúa aftur til
útvarpsins, hvemig var að vinna
aftur við Mannamót? „Það er allt
annað því þetta er gamall draum-
ur sem hafði aldrei ræst. Það er
svo margt sem ég á eftir að gera
áður en ég get lokið við þennan
kafla." Kafla í sjálfsævisögu?
„Það held ég ekki, maður verður
að vera miklu merkilegri en ég
er til að skrifa ævisögu.