Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 EFTIR JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR ÞYRLURNAR komu fljúgandi inn yfir leikvanginn i Múskat, þar sem hvert stæði og sæti var skipað kátum Ómönum að halda upp á afmæli súltansins, Hans Hátignar Quaboos og minnast i leiðinni þjóðhátíðardagsins. Það var nokkuð skipulega raðað í stúkurnar á vellinum, konur sátu i litskrúðugum klæðum á sér- stökum stað, embættismenn og gestir i stúku nærri Hans hátign- ar og svo voru nokkrir tugir þúsunda í svokölluðum almenn- ingsstúkum. Ég hafði verið í Óman nokkra daga, öðru sinni, nú í þeirra boði. Það var bjart og gott að stíga út úr vélinni i morgunsárið og þjóta inn í bæinn. Horfa á þessar íslömsku byggingar, þar sem gam- alla hefða er gætt og íburðurinn hvergi yfirþyrmandi. Keyra fram á ný og ný og samt kunnugleg hverfí í klettabollum. Kannski var það ekki beiniínis eins og að koma heim, aitejnt var sú tilfínning að ég væri aftur á ljúfum stað. A vellinum hafði lúðrasveitin rað- að sér upp og stjórinn lyfti sprotan- um og svo voru leikin fjörug lög. Litlir strákar í skipulegum röðum og héldu á myndum af súltaninum, hópar af iðnaðar- og handverks- mönnum með tól sín og tæki, enda átti að heiðra fulltrúa þeirra sérs- takiega. 0g svo fulltrúar ættbál- kanna, sem Óman byggja; þeir ætla að sýna okkur dans. Og svo kemur súitaninn svífandi í þyrlunni og sviptir sér upp í stúk- una sína, þar sem ráðherramir eru búnir að koma sér fyrir. Við klöpp- um öll og hrópum húrra. Súltaninn er í viðhafnarbúningn- um, þó nú væri á afmælinu sínu. Og með bjúghnífínn væna við belti sér.þessi hnífur heitir khjonjar hér. Eg hafði verið að skima í kring- um mig á vellinum og fannst endilega að súltaninn myndi sitja í sérstakiega skreyttri blómastúku. En þegar til kom er hann auðvitað bara einn af okkur, sagði sessu- nautur minn. Við fengum að færa okkur til ög taka myndir, þegar ættbálkamir liðuðust inn á völlinn með rykkjum og skrykkjum og hrópum og köllum. Fyrr um morg- uninn hafði ég verið á röltinu í Ruwi-hverfínu og þá voru einmitt nokkrir kallar að æfa sig fyrir dans- sýningu.„ Súltaninn vill að við dönsum og syngjum," sögðu þeir og æfðu sig með tilþrifum. Enda súltaninn músíkelskur maður og það er jafnan talið í frásögur fær- andi þegar á hann er minnzt, að hann hafí leyft mönnum að syngja, dansa og nota gleraugu. Eftir að hann ýtti föður sfnum, íhaldssömum og þröngsýnum, að sögn, úr valda- stóli fyrir sautján ámm. Og hóf að færa Óman, sem lá við að hefði týnzt umheimi um aldir, inn í nútí- mann. Afköst hans eru með ólíkindum og sér hvert sem litið er. Byggðir skólar úti um allt, heilsugæzla með því betra sem gerist, hraðbrautir út og suður, ýtt undir sjávarútveg, sem hafði setið á hakanum meðan faðir hans hafði olíuglýjuna í aug- unum. Súltaninn hefur látið sér fátt mannlegt óviðkomandi og hann hefur meðal annars gagnrýnt harð- iega heimanmundinn og segir að undan sér í miðjum klíðum og skall á hiiðina og litli strákurinn virtist lenda undir tröllaukinni skepnunni. Auðvitað varð okkur illa við það er ekki beinlínis þægilegt að fá yfír sig þessar þungu skepnur. En svo fór þetta greinilega betur en á horfðist, sjúkraliðið kom á vettvang eftir nokkrar sekúndur og keyrði á fleygiferð og með blikkandi sírenur með drenginn á spítala. Daginn eftir sögðu blöð frá atvikinu, en tóku fram, að meiðsl drengsins hefðu ekki verið alvarleg. Og það sem var auðvitað ekki sfður gleði- legt, úlfaldanum hafði heldur ekki orðið meint af byltunni. Þar sem ég er ekki nægilega vel að mér um keppnisreglur í úlfalda- kapphlaupi, en ég tók þó allavega mynd af sigurvegurunum. Vega- lengdin sem hlaupin var í hveijum riðli var um þrír kílómetrar og skepnumar blésu ekki úr nös, þegar þær komu í mark. Svo var fímm þeim beztu veitt einhver dýrindis með því sé verið að niðurlægja kon- ur. Þó er hætt við að ýmsar gamlar hefðir verði ekki upprættar í einu vetfangi. En ferðalög súltansins um landið nokkra mánuði á ári, þar sem fólk hefur að honum hinn bezta aðgang, hafa ýtt undir framfarir og breyttan hugsunarhátt á ótal sviðum. Fyrr um morguninn hafði verið „Kæru landar mínir....“ sagði súltaninn í hátíðaræðunni. Fulltrúar ættbálka Ómans með brugðin sverð i dansi efnt til úlfaldakappreiða á söndum Seeb, og það hafði mér raunar fundizt ívið skemmtilegra en hin formlegri hátíðahöld. Þar kepptu litlir pollar, svona 8 til 12 ára. Alls tóku 150 úlfaldar, serþjálfaðir nátt- úrlega þátt, í þessum leik, sem nýtur óhemju vinsælda. Við lögðum af stað til Seeb í býtið, og það var allt á fleygiferð þegar komið var á keppnisstað. Feður voru að leggja strákunum lífsreglumar, enda er það ekki bara eftir vinningi að slægjast. Ekki síður er það virðingin. Knapamir eru á sessu aftan við hnúðinn og em festir lauslega með teyjum, en ekki mega þær vera of þröngar, þá getur farið illa, ef eitt- hvað ber út af. Mér fannst frábært að horfa á þessar klunnalegu skepnur, yfirlæt- islegar í framan og utan um sig - og hvemig þær gátu svo þotið áfram eins og elding. Og á þeim þessir pínulitlu strákar, sem hvöttu þá óspart og lömdu þá með keyri. En svo kom allt í einu eitthvað fyr- ir. Ulfaldi sem hafði greinilega verið óstyrkur fyrir hlaupið og var einatt að reka upp kyndug hljóð, hljóp út Fánaberar marsera inn á leikvanginn Allir kátir á flugeldasýningnnni Múskat; kannski ekki beinlinis eins og að koma heim, en altjentnvera aftur á mjög ljúfum stað. ÞJÓÐHÁTÍÐAHÖLD HJÁ QUABOOS SÚLTANI í ÓMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.