Morgunblaðið - 06.12.1987, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Upp kemst
umstrákmn
Tuma
Karlmenn eru ennþá taldir höf-
uð fjölskyldunnar, en það eru
konumar, sem annast allan al-
mennan heimilisrekstur og vinna
nánast öll heimilisstörfin. Þetta
kemur fram í brezkri könriun, sem
rannsóknarstofnun í fjölskyldu-
málum lét nýlega gera.
Nánast allar konur og þar af
margar sem starfa utan heimilis
sjá um ræstihgu, þvotta, elda-
mennsku og innkaup og annast
að auki bömin og gamla fólkið.
Rannsóknin leiddi í ljós að sú
ímynd, sem dregin hefur verið upp
af hinum „húslega" karlmanni í
nútímasamfélagi á sér fáar hlið-
stæður í raunvemleikanum.
Flestir feður em viðstaddir fæð-
ingu bama sinna og margir em til
í að láta sjá sig úti með bamavagn-
inn, en nánast öll umsjá ungbama
er eftir sem áður í höndum kven-
fólksins.
Það er því engin furða, þótt
konur eigi færri tómstundir en
karlmenn. Konur í vinnu telja sig
geta notið hvíldar og sinnt hugðar-
efnum sínum að jafnaði sjö
klukkustundir á laugardögum og
annað eins á sunnudögum, en karl-
menn telja sig geta varið 10
klukkustundum hvom dag til að
sinna áhugamálum sínum. Flestir
karlmenn sjá þó um viðgerðir á
því sem aflaga fer innan heimilis-
ins, eða þrír af hveijum fjómm,
eftir því sem könnunin leiddi í ljós.
Þrátt fyrir Iöggjöf, sem kveður
á um algert launajafnrétti, em þær
eiginkonur mjög fáar sem hafa
eins góðar tekjur og makinn.
Margar hafa að auki ekki hug-
mynd um hvað eiginmenn þeirra
fá í laun.
Framkvæmdastjóri rannsóknar-
miðstöðvarinnar fylgdi skýrslunni
úr hlaði með þeim ummælum, að
giftar konur og mæður í Bretlandi
ættu augljóslega erfiða og anna-
sama daga. „Hugsanlega hafa
orðið einhvetjar breytingar í jafn-
réttisátt en karlar og konur lifa
samt enn gerólíku lífi innan veggja
heimilisins."
PRINSESSURNAR
í DÝFLISSUNNI
F aðir Rebeceu Astrate Kassa
var íjarskyldur ættingi Haile Se-
lassie Eþíópíukeisara. Þegar
keisarinn var sviptur völdum var
hún tekin til fanga ásamt 15 ára
gamalli systur sinni, móður og
þremur bræðrum. Næstu níu árin
var hún í fangelsi í Addis Ababa
og um það segir hún: „Ég var
álitin vandræðagepill. Eina leiðin
fyrir mig til að haldast við í fang-
elsinu var að skeyta skapi mínu
á því sem fyrir varð.“
Hún var látin laus árið 1983
og flúði þá til London. Þar hefur
hún ■ gengið til liðs við samtök
brezkra kvenna, sem berjast fyrir
því að 10 aðrir fangar byltingar-
stjómarinnar í Eþíópíu verði
látnir lausir, þar á meðal móðir
Rebeccu og ýmsir aðrir ættingjar
keisarans sáluga.
Þessi samtök hafa komið sér
upp stuðningsmannakerfi og frá
árinu 1974 hafa þau safnað um
60 þúsund krónum mánaðarlega
sem eru síðan sendar til Eþíópíu
til að kaupa mat handa föngun-
um. Þær hafa nýlega fengið
stuðning frá þingmönnum á Evr-
ópuþinginu sem hafa heitið því
að styðja þær hver á sínum vett-
vangi.
A meðal fanganna er sjötíu og
sex ára gömul dóttir Haile Se-
lassie, Tenagework að nafni, og
dætur hennar fjórar, Sara Gizaw,
tengdadóttir keisarans, og Mart-
ha Kumsa blaðamaður. Rebecca
segir: „Okkur var öllum tjáð að
við værum teknar höndum til að
tryggja öryggi okkar sjálfra og
þessa röksemd notar stjómin enn-
þá fyrir því að halda konunum,
gömlum og lasburða, í fangelsi.
En þegar ég var látin laus sá ég
skjölin mín og þar stóð að ég
hefði verið tekin höndum sem
hugsanlegur andbyltingarmað-
ur.“
„Allt er þetta mjög dularfullt",
heldur hún áfram. „Ég skil ekki
hvers vegna þeir létu mig lausa
en héldu hinum eftir. Ég er yngri
en hinar og hef lagt stund á al-
þjóðasamskipti. Ég var talin vera
vandræðagepill í fangelsinu, svo
að trúlega stæði stjóminni meiri
ógn af mér en hinum konunum
ef hún væri í raun réttri hrædd
við samsæri."
Rebecca var nýlega á ferð í
Bandaríkjunum þar sem hún
skýrði frá aðstæðum kvenna í
fangelsum í Eþíópíu. „Ég get
ekki sagt við hvaða aðstæður
karlmennimir búa, því að ég
kynntist því ekki. Én lífið er
skelfílegt í þessum fangelsum.
Konumar sofa á dýnum á gólfinu
og það er mjög erfítt fyrir þær
sem orðnar em gamlar og gikt-
veikar, því að steingólfín em köld
og veggimir rakir vegna síleka
úr leiðslum. Hreinlætisaðstæður
em afar bágboraar, því að fangel-
sið er gróðrastía fyrir rottur og
flær.
Yfirvöld sjá föngunum ekki
fyrir mat, svo að þeir verða að
REBECCA — Er það ennþá hulin
ráðgáta hversvegna henni var
sleppt.
treysta á það sem þeim berst að
utan. Brezki hópurinn bjargaði
okkur, en kvenfangar sem áttu
enga ættingja í grenndinni, áttu
erfíða daga. Þær hefðu orðið
hungurmorða ef við hefðum ekki
gefíð þeim af skammtinum okk-
ar,“ segir Rebecca.
Ein af dótturdætmm keisarans
hefur þegar dáið í fangelsinu og
Rebecca hefur áhyggjur af heilsu-
fari móður sinnar. Rebecca er
ekki einungis ævareið yfír þeirri
villimennsku að halda gömlum
konum í fangelsi, heldur er hún
einnig undrandi á tregðu ríkis-
stjómarinnar að láta þær lausar.
„Ég held þó ekki að þeir vilji
að þær deyi í fangelsinu," segir
hún að lokum. „Það yrði álits-
hnekkir fyrir þá. Og engum getur
stafað ógn af konunum eins og
nú er málum komið. Ég verð því
að trúa því að þær verði einhvem
tímann látnar lausar.
- ANNA BROWN
EILIFÐARVAN DAM AL
Gninnt á því góða
með grönnunum þeim
Ungverskur krakki kom heim
úr skólanum og hafði sögu að
segja pabba og mömmu:
Það var komið að því, að Ronald
Reagan, Mikhail Gorbatsjov og Nic-
olae Ceausescu Rúmeníuleiðtogi
skyldu látnir gjalda synda sinna.
Þeir voru allir saman í herbergi og
fyrst var Reagan sóttur og stunginn
einu sinni með nál. Gorbatsjov fór
verr út úr því, hann var stunginn
tvisvar sinnum. Þá var röðin komin
að Ceausescu.
Hálf klukkustund leið án þess
að nokkuð sæist til hans og þá fór
Gorbatsjov að gá. „Þú trúir þessu
ekki,“ sagði hann við Reagan þegar
hann kom aftur. „Þeir eru með
saumavél á honum.“
Frá lokum síðari heimsstyijaldar-
innar hefur ekki verið jafn grunnt
á því góða milli Ungveija og Rúm-
ena og nú og í ríkisútvarpinu í
Búdapest eru jafnvel sagðir tvíræð-
ir brandarar um þá síðamefndu.
Þeir dagar eru liðnir þegar Ungveij-
ar stundu mæðulega en þögðu þó
um sína sósíalísku bræður og þeir
koma ekki aftur í bráð.
Það, sem úlfúðinni veldur, er
Transylvania og þær nærri tvær
milljónir Ungveija, sem þar búa
undir rúmenskri stjóm.
Eftir fyrri heimsstyijöld ákváðu
sigurvegaramir, að Rúmenar
skyldu fá Transylvaniu, sem er
Rúmeníumegin í Karpatafjöllum.
Sumir Ungveijar harma ennþá
þennan missi, en þó virðast flestir-
sætta sig við að þjóðarbrotin á þess-
um slóðum, Rúmenar, Ungveijar
og Þjóðveijar, lúti stjóminni í Búka-
rest.
Ungveijum fínnst samt, að þeir
hafí rétt til að láta í ljós sína skoð-
un á stjómarháttum. Þeir segjast
ekkert hafa að athuga við bág kjör
Ungveijanna í Transylvaniu vegna
þess, að þau em hvorki betri né
verri en annarra Rúmena, en hins
vegar fínna þeir að því, að verið
sé að svipta ungverska minnihlut-
ann þjóðlegum einkennum sínum.
Þeir halda því fram, að skipulega
hafí verið þrengt að ungverskri
tungu síðastliðin 20 ár. í háskólan-
um í Cluj, sem ber nafn ungversks
stærðfræðings á 19. öld, er ekki
lengur kennt á ungversku og búið
er að loka síðasta ungverska fram-
haldsskólanum. Þá hefur verið
stórlega dregið úr kennslu á ung-
versku í bamaskólum.
Þá er á það bent, að sjaldgæft
sé, að út séu gefín verk ungversku-
mælandi rithöfunda í Transylvaníu.
Bannað er að flytja inn til Transyl-
vaníu og raunar til Rúmeníu yfír-
leitt allt prentað mál og líka það,
sem ungverski kommúnistaflokkur-
inn gefur út. Ungvetjar, sem ætla
að heimsækja vini sína eða ætt-
ingja í Transylvaníu, em gjama
látnir bíða klukkustundum saman
á landamæmnum og það er orðið
algengt, að fólk veigri sér við þess-
um ferðum.
Fyrir tíu ámm þögðu embættis-
menn í Búdapest þunnu hljóði um
þessi mál. Ungverskir rithöfundar
gerðu það hins vegar ekki og þeir
sögðu, að þessi þögn stafaði af ótta
við Rússa. Þá var látið heita, að
vandamál af þessu tagi fyrirfyndust
ekki í ríkjum kommúnismans. I
Búdapest virðist nú afstaðan vera
sú, að fyrst það hjálpaði ungverska
minnihlutanum ekkert að þegja sé
eins gott að láta í sér heyra.
Ceausescu Rúmeníuforseti á ekki
lengur neina vini t Austur-Evrópu
og Ungveijar virðast vissir um, að
Kremlarherramir vilji ekkert af
þessari deilu vita. Á henni er heldur
engin lausn sjáanleg. Ungveijar eru
svo fáir, aðeins 10 milljónir, að
þeir geta aldrei gleymt þessum
tveimur milljónum „landa" sinna í
Rúmeníu.
Á þessu máli er að sjálfsögðu
önnur hlið, sem að Rúmenum snýr.
Fyrir hundrað árum vom Ungveijar
aðilar að Habsborgara-heimsveld-
inu ásamt Austurríkismönnum og
voru þá ekki alltaf í sérstöku uppá-
haldi meðal þeirra Rúmena og
slava, sem þeir stjómuðu.
- MARK FRANKLAND